Fréttablaðið - 30.12.2005, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 30.12.2005, Blaðsíða 29
FÖSTUDAGUR 30. desember 2005 3 Veitingastaðirnir SALT, b5 og Vox taka þátt í áramótagleð- inni og bjóða upp á glæsilega matseðla um helgina. SALT býður upp á fjögurra rétta gamlárskvöldverð þann 31. desem- ber, og hægt er að fá sérvalinn vín- seðil af yfirþjóni SALTs með matn- um. Maturinn hefst með lystauka klukkan hálfsjö í setustofu SALTs. Í forrétt er boðið upp á skelfisk- súpu og skelfiskkokteil. Milliréttur er villifuglaterrína með trufflu- brioche-brauði. Í aðalrétt verður borinn fram lambahryggur á tvo vegu. Í eftirrétt verður súkkulaði- og pistasíuterta með blóðappelsínuís, hindberja- og basilikuhlaupi. Matar- gestir fá svo litla kampavínsflösku til að taka með sér á brennuna. Veitingastaðurinn b5 býður upp á nýárskvöldverð þann 1. janúar. Matseðillinn er fimm rétta og sér- valinn vínseðill er einnig í boði. Matseðillinn er glæsilegur og er boðið upp á bleikju, nautalund með rósmarínsósu, súkkulaðiköku, skyr og bláber. Veitingastaðurinn Vox býður einnig til gamlárs- og nýárskvöld- verðar og hafa verið settir saman girnilegir matseðlar af því tilefni. Á gamlársdag verður á borðum bleikja með rjómaostfyllingu og silungahrognum, graskerssúpa og hreindýravöðvi. Í eftirrétt verður svo boðið upp á súkkulaðifrauð og riz a la mande. Á nýársdag verður andarlifrarterrína í forrétt, humar og hreindýravöðvi og girnilegur eftirréttur. Þeir sem óska eftir frekari upp- lýsingum um mat- og vínseðla geta haft samband við veitingastaðina eða skoðað matseðlana í heild sinni á heimasíðum þeirra. Borðað úti á gömlu og nýju ári Ostar eru eitt af því sem hægt er að bera fram við hvaða tækifæri sem er. Flott er að flétta osta inn í hvers konar dagamun sem fólk gerir sér, hvort sem það er um áramót eða af öðru tilefni. Þeir geta vel staðið einir sér eða verið hluti af smáréttaborði. Þá eru þeir fínir á kaffiborð til að slá á sætindin og úrvals eftirréttir eftir þyngri mat. Ostarnir eru afar góðir með brauði og ávöxtum og á smáréttaborð er parmaskinka, salami og hrátt tvíreykt hangikjöt gott í bland við þá. Margar leiðir eru færar og getur hver haft sinn háttinn á. Ostatertur eru líka ljúffengar og passa vel sem eftirréttur eða á kökuborð. Glæsilegt og gott 350 g niðursneitt rauðkál (1/2 meðal- stór haus) 4 mandarínur 1/2 rautt epli 25 g pekanhnetukjarnar (eða val- hnetukjarnar), grófmuldir 1 msk. möndluflögur 4 msk. góð ólífuolía 1 msk. balsamedik eða rauðvínsedik nýmalaður pipar salt Rauðkálið skorið í mjóar ræmur (ef ekki er notað tilbúið hátíðarauðkál úr poka) og sett í skál. Mandarínurnar afhýddar, skipt í geira og þeir ef til vill skornir í tvennt. Eplið flysjað, kjarn- hreinsað, skorið í litla bita og blandað saman við rauðkál og mandarínur, ásamt hnetum og möndlum. Olía, edik, pipar og salt hrist saman, hellt yfir og blandað vel. Moet & Chandon er eina kampavínið sem er á sérstöku kynningarverði á hátíðardögum í vínbúðum út þennan mánuð. Kostar 75 cl flaska 2.650 kr. og hefur aldrei verið á jafn hagstæðu verði hérlendis. Í vínbúðunum má þessa dagana einnig fá fallegar Moet-kampa- vínsgjafaöskjur. Í þeim er að finna 75 cl flösku af Moet-kampavíni, tvö kampa- vínsglös og haldara fyrir kampavínsglös. Þetta er í fyrsta skipti sem vínbúðirnar ákveða að vera með slíkar gjafaöskjur til sölu hjá sér en vinsældir kampavínsins hafa aukist mjög hér á landi. Vinsæld- irnar koma kannski ekki á óvart því Moet-kampavín er mest selda kampavín í veröldinni og er úr sömu fjölskyldu og „konungur“ kampavínsins, Dom Pérignon, en það fræga kampavín fæst í Heiðrúnu og Kringlunni. Kampavín á rætur að rekja aftur til átj- ándu aldar og var fundið upp fyrir slysni. Franski munkurinn Dom Pérignon hafði verið að brugga, en sökum mistaka í gerjunarferli komu fram loftbólur í víninu. Gerði munkurinn allt hvað hann gat til þess að fjarlægja loftbólurnar úr víninu sem hann var að búa til – en tókst ekki. Sagan segir að Dom Pérignon hafi sagt „ég drekk stjörnur“ þegar hann smakkaði freyðandi vínið í fyrsta sinn. Í stað þess að reyna að fjarlægja loftbólurnar úr víninu fann Dom Pérignon þess í stað aðferð til þess að gera vínið tært og drykkjarhæft og fljótlega varð það eftirsótt meðal frönsku yfirstéttarinnar. Moet & Chandon fæst í vínbúð- um í 375 og 750 ml flöskum og í tvenns konar gjafapakkningum. MOET & CHANDON: Aldrei hagstæðara Réttur eldaður af Gunn- ari Karli Gíslasyni, kokki á b5. uppskrift } Rauðkálssalat með mandarínum MEÐLÆTI MEÐ KALKÚNA 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.