Fréttablaðið - 30.12.2005, Page 51

Fréttablaðið - 30.12.2005, Page 51
FÖSTUDAGUR 30. desember 2005 35 MÍNUS Rokksveitin Mínus spilar vænt- anlega einhver ný lög á tónleikunum í Höllinni 6. janúar. í Fréttablaðinu í gær var sagt frá því hvaða íslensku lög hefðu verið mest spiluð á útvarpsstöð- ina Bylgjunni. Hér kemur svo listi þeirra erlendu laga sem nutu hvað mestra vinsælda. Nýliðarn- ir í Keane, U2, hjartaknúsarinn James Blunt og REM komu allir tveimur lögum inn á lista Bylgj- unnar yfir tuttugu mest spiluðu lögin árinu en listinn lítur annars svona út: YOU CAN´T MAKE IT ON YOUR OWN - U2 CITY OF BLINDING LIGHT - U2 AFTERMATH - REM LEAVING NEW YORK - REM YOU´RE BEAUTIFUL - JAMES BLUNT Erlendi listinn hjá Bylgjunni ÍRSKU RISARNIR U2 á tvö lög á lista yfir tuttugu mest spiluðu lögin á Bylgjunni. BANDARÍSKU KÓNGARNIR Bandarísku rokkararnir í REM komu tveimur lögum inn á listann. WISE MAN - JAMES BLUNT THIS IS THE LAST TIME - KEANE BEND & BREAK - KEANE TRUE - RYAN CABRERA TRIPPING - ROBBIE WILLIAMS LONELY NO MORE - ROB THOMAS NO MORE CLOUDY DAYS - EAGLES SPEED OF SOUND - COLDPLAY LOVE COMES TO EVERYONE - ERIC CLAPTON KISS & SAY GOODBYE - UB 40 GIVE A LITTLE BIT - GOO GOO DOLLS IF THERE’S ANY JUSTICE - LEMAR THIS WILL BE OUR YEAR - BEAUTIFUL SOUTH HOME - MICHAEL BUBLÉ LOOK WHAT YOU´VE DONE - JET Hinn 6. janúar verða haldnir stór- tónleikar í Laugardalshöll þar sem fram koma Mínus, Hjálmar, Brain Police, Bang Gang, Dr. Spock og Beatmakin Troopa. Tónleikarnir eru lokahnykk- urinn í Aygo-blast tónleikaröð Toyota sem hefur staðið yfir í þó nokkurn tíma. Ókeypis er inn á tónleikana en samt sem áður þarf fólk að tryggja sér miða hjá öllum sölustöðum Toyota og í Aygo-hjól- hýsinu sem verður á Lækjartorgi frá klukkan 16.00 til 20.00 fram að áramótum. ■ Stórtónleik- ar í Höllinni Poppdrottningin Madonna hefur uppi áform um að setja á markað sitt eigið rauðvín á næsta ári. Hún mun kynna vínið nánar hinn 6. janúar næstkomandi en hún segir vínið sé bruggað undir áhrifum af nýjustu plötu sinni, Confessions on a Dancefloor. Það er vínfram- leiðandinn Celebrity Cellars í Kaliforníu sem bruggar vínið fyrir Madonnu úr Cabernet Sauvignon, Barbera og Pinot Grigio þrúgum. Fyrirtækið selur einnig vín fyrir hönd Rolling Stones, sem er lík- lega öllu göróttara en það sem poppgyðjan sýpur enda er Keith Richards annálaður drykkjubolti og fær sér viskí í morgunmat samkvæmt goðsögninni. Það er þó ekki enn vitað hvort eða hvenær rauðvínið hennar Madonnu verður fáanlegt í ÁTVR. ■ Madonna með eigið vín MADONNA OG GUY Geta nú drukkið sitt eigið rauðvín á rómantískum kvöldum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.