Fréttablaðið - 30.12.2005, Síða 56

Fréttablaðið - 30.12.2005, Síða 56
Jack Black segir að hann muni hugsa sig tvisvar um áður en hann taki aftur að sér hlutverk í mynd með Sean Penn. Þeir félagar léku saman í Dead Man Walking og sagðist Black hafa verið dauð- hræddur við hann meðan tökunum á stóð. Penn var að sögn Blacks alltaf eitthvað að ráfa um og virt- ist hægt og bítandi smám saman færast nær barmi þess að verða geðveikur. „Hann var alltaf eitt- hvað að ógna mér, ég varð pínu- lítið hræddur við hann. Hann átti það til að breytast í geðsjúkling og fara með einhver ljóð. Þá þögnuðu allir og úr varð svona óþægileg þögn,“ útskýrði Black þegar hann var beðinn um að lýsa samveru- stundum sínum við leikarann. King Kong-stjarnan sagði þó að það hefði verið frábært að fylgjast með Penn fyrir framan mynda- vélarnar. „Þá var eins og hann væri staddur á annarri plánetu, þeirri sem geymir ótrúlega góðu leikarana.“ ■ Black hræðist Penn SEAN PENN Leikarinn hefur löngum þótt heldur óstýrilátur og erfiður í umgengni þótt enginn efist um hæfileika hans fyrir framan myndavélarnar. JACK BLACK Var lafhræddur við mótleikara sinn Sean Penn þegar þeir léku í myndinni Dead Man Walking. Kvikmyndaleikstjórinn Quentin Tarantino kom til landsins í gær eftir að- eins sjö vikna fjarveru en sem kunnugt er tók hann ástfóstri við land og þjóð síðast þegar hann var hér. Þórarinn Þórarinsson fór á blaðamannafund hjá leik- stjóranum málglaða. Tarantino er að þessu sinni með þrjár kvikmyndir úr einkasafni sínu en þær ætlar hann að sýna í einum rykk í Háskólabíói á föstu- daginn á sérstakri eins dags kvik- myndahátið. „Þetta eru að mínu mati þrjár bestu kung fu myndir sem hafa verið gerðar en þær komu út í lok áttunda áratugar- ins og byrjun þess níunda og eru rjóminn frá þessu tímabili,“ segir Tarantino. „Ég þurfti að velja saman þrjár myndir sem ég held upp á,“ svarar leikstjórinn þegar hann er inntur eftir því hvað hafi ráðið vali hans. „Þrjár myndir sem myndu ganga vel saman og þrjár myndir sem myndu hrífa áhorfendur með sér og fá þá til að hrópa og láta öllum illum látum. Ég mun kynna hverja mynd fyrir sig áður en hún er sýnd, segja aðeins frá henni og koma áhorfendum í stuð. Eftir hverja mynd munum við svo ræða hana aðeins en ég sé enga ástæðu til þess að vera með spurningar og svör. Þá er ég heldur ekki að koma fram sem einhver stjarna og mun ekki gefa eiginhandarárit- anir eða stilla mér upp með fólki fyrir myndatökur. Þetta á fyrst og fremst að vera bíóupplifun.“ Elskar Reservoir Dogs Tarantino sagði að kung fu myndir væru engir sérstakir áhrifavald- ar í hans eigin verkum, það væri meira og minna öll kvikmynda- sagan sem hefði haft áhrif á hann þó vissulega fari kung fu áhrifin ekkert á milli mála í Kill Bill. „Ég er hins vegar mjög hrif- inn af þessari kvikmyndagrein og fannst því upplagt að sýna ykkur myndir af þessari tegund á þessum eina degi. Ég ólst upp á þessum myndum þegar hug- myndafátæktin var að gera út af við Hollywood og þegar enginn tók áhættu var allt klikkað í Hong Kong, sköpunargleðin í botni og ofbeldið magnað.“ Tarantino horfði á allar mynd- irnar sínar í röð í sjónvarpi um jólin. „Ég hef aldrei horft svona á þær allar í einum rykk og það var mjög gaman.“ Þegar gengið er á leikstjórann og hann beðinn að nefna uppáhaldsmyndina sína úr eigin höfundarverki segist hann ekki komast hjá því að nefna Res- ervoir Dogs. Hún sé myndin sem breytti lífi hans og honum muni alltaf þykja sérstaklega vænt um hana. „Ég er svo aftur á móti hrifnastur af kvikmyndagerðinni í Kill Bill.“ Ágætis afsökun fyrir endurkomu Ástæðan fyrir því að Tarantino slær upp þessari áramótaveislu í Reykjavík nú er einföld. „Ég skemmti mér svo vel hérna síðast og þegar ég komst að því að þið gerið ekkert svona hér fannst mér tilvalið að slá til. Mér finnst þetta skemmtilegt og það er gaman að vera kominn aftur. Þegar ég kem á staði sem mér líkar við þá er svona hátíð ágætis afsökun til þess að geta komið aftur.“ Tarant- ino hefur haldið hátíðir af þessu tagi um nokkurt skeið. „Ég hef haldið sex svona hátíðir í Austin í Texas á átta eða níu ára tíma- bili. Ég geri þetta ekki árlega en þegar ég get. Það eru svona tíu ár síðan ég fann fyrir því að það var ekki nóg að horfa á þessar myndir heima með vinum mínum og hafði því samband við vin minn í Austin og stakk upp á að við slægjum upp bíóveislu. Þetta sló í gegn og þró- aðist út í þetta.“ Tarantino útilokar alls ekki að hann muni endurtaka leikinn á Íslandi og þá jafnvel teygja hátíð- ina yfir fleiri daga.Tarantino seg- ist einnig vel geta hugsað sér að gera mynd á Íslandi. „Algjörlega. Ef ég hefði réttu söguna. Landið er mjög spennandi tökustaður.“ Tarantino flýgur heim strax eftir áramót og mun sinna kynn- ingu á Hostel, meðal annars með því að mæta í spjallþátt Conans O‘Brien. Næsta verkefni hans er svo samstarfsverkefni með Robert Rodriguez en þeir ætla að gera sinn hvora hryllingsmyndina og sýna þær saman. Þá hefur Tar- antino verið með stríðsmyndina Inglorious Bastards í kollinum í þrjú ár og telur sig bráðum tilbú- inn til þess að koma henni á filmu. „Ég er búinn að vera að skrifa hana í þrjú ár og ætli ég þurfi ekki svona eitt ár til viðbótar. Þetta verður meira í ætt við The Dirty Dozen en Schindler´s List,“ segir hann og skellihlær. thorarinn@frettabladid.is LÉK Á ALS ODDI Tarantino er yfir sig hrifinn af víkingum og stefnir að því að lesa Íslend- ingasögurnar. Hann segist hafa horft á Hrafninn flýgur um leið og hann kom heim og hafi orðið mjög hrifinnn af þessari víkingasögu í spaghettívestrabúningi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Undir áhrifum kvik- myndasögunnar allrar HUGSAÐU STÓRT SÍMI 564 0000 Yndisleg jólamynd fyrir alla fjölskylduna ���1/2 - MMJ Kvikmyndir.com ��� - Topp5.is Sýnd kl. 3.20, 5.40, 8 og 10.20 ���� - ÓÖH DV Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10 Lúxus kl. 2, 4, 6, 8 og 10 B.i. 14 ára 20% afsláttur af miðaverði fyrir viðskiptavini KB banka Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30 B.i. 12 ára Sýnd kl. 8 og 10 B.i. 16 ára Sýnd kl. 2, 4 og 6 ÍSLENSKT TAL „Persónurnar eru trúverðugar og leikurinn í flestum tilvikum fyrsta flokks“...„Baltasar finnur smjörþefinn af Hollywood“ ���� - Dóri DNA - DV ���� - Toronto Sun Stórkostleg ævintýramynd frá meistara Terry Gilliams byggð á hinum frábæru Grimms ævintýrum með Matt Damon og Heath Ledger í aðalhlutverkum SÍMI 551 9000 400 kr. í bíó! Gildir á allar sýningar merktar með rauðu Sýnd kl. 3 og 6 Íslenskur texti Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11 B.i. 14 ára 20% afsláttur af miðaverði fyrir viðskiptavini KB banka „...líklega besta kvikmyndatónlist Íslendings til þessa“ VG - Fréttablaðið Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30 B.i. 12 ára ��� 1/2 - MMJ Kvikmyndir.com ��� - Topp5.is Sýnd kl. 8 og 10.20 Sýnd kl. 3, 6, 8 og 10 ...áhugaverð og fáguð kvikmynd sem veitir ferskum straumum inn í íslenska kvikmyndagerð ���� - HJ MBL Stórkostleg ævintýramynd frá meistara Terry Gilliams byggð á hinum frábæru Grimms ævintýrum með Matt Damon og Heath Ledger í aðalhlutverkum

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.