Fréttablaðið - 30.12.2005, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 30.12.2005, Blaðsíða 64
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 www.toyota.is Árið 2005 er besta ár í sögu Toyota á Íslandi Við bjóðum þér á flugeldasýningu Um leið og við þökkum það traust sem okkur hefur verið sýnt, viljum við bjóða þér að kveðja með okkur árið sem er að líða - með kröftugum hætti. Komdu á flugeldasýningu Toyota á túninu fyrir framan P. Samúelsson hf. við Nýbýlaveg í Kópavogi, 30. desember kl. 20 og njóttu flugeldaveislu af bestu gerð. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 3 07 81 1 2/ 20 05 Toyota Nýbýlavegi 4 Kópavogur Sími: 570-5070 Toyota Akureyri Baldursnesi 1 Akureyri Sími: 460-4300 Toyotasalurinn Njarðarbraut 19 Reykjanesbær Sími: 421-4888 Toyotasalurinn Fossnesi 14 Selfoss Sími: 480-8000 AUGL†SINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA ���������� ��������������������� Þegar sonur minn var fimm ára og spurður hvað hann ætlaði að verða þegar hann yrði stór, sagði hann ákveðinn og stoltur að hann ætlaði að verða þjófur, bófi og ræningi. Eldri konur fengu harðlífi í munnvikin af hneyksl- un yfir uppeldinu á krakkanum, móðirin lét eins og hún væri viðutan og heyrði ekki hvað barnið var að segja og ættingj- arnir hlógu með öllum kjaftinum yfir því að þessi ljúfi og kurteisi drenghnokki héldi að hann hefði einhverja hæfileika í að verða krimmi. Svo komu unglingsárin þar sem pilturinn nennti ekki að læra og þegar hann var spurð- ur hvað hann ætlaði sér að gera í lífinu án nokkurrar faglegrar menntunar var svarið ævinlega: Ætli ég fari ekki bara út í pólitík, það er varla um annað að ræða. ÞAÐ er ekki laust við að þessar ambisjónir rifjist upp fyrir manni þegar maður horfir á heimsfrétt- irnar þessa dagana þegar fólk rænir og ruplar í dagsbirtu. Og ekki bara neitt venjulegt fólk, heldur starfsmenn Rauða kross- ins. Halló! ERFIÐLEIKAR og eymd mann- kynsins er með ólíkindum í þeim fullkomna heimi sem við byggj- um af svo mikilli tækni að það er hægt að skoða bakteríur í sæng- urfötum okkar í gegnum gervi- hnetti. En við þurfum ekki einu sinni gervihnetti til að vita fullvel að milljónir eiga um sárt að binda og höfum í því skyni skáldað upp stofnanir eins og Rauða kross- inn, Hjálparstofnun kirkjunnar og svo framvegis. Vegna þess að við finnum til skyldu til þess að aðstoða þá sem ekki eru eins heppnir og við sem erum fædd í hinum velmegandi vestræna heimi, stingum við eins oft og við getum aurum í kassa til þess að hjálpa þeim. Og við berum ótak- markaða virðingu fyrir þeim sem vinna óeigingjarnt starf í sjálfboðavinnu fyrir hjálparsam- tök heimsins. Það er ekki eins og eitthvert pakk fái að gefa vinnu sína þar. EN hvað kemur svo í ljós? Ekki einu sinni helmingurinn af þeim peningum sem Rauði krossinn fékk til þess að hjálpa fórnarlömb- um flóðbylgjunnar í Asíu fyrir ári hefur komist til skila. Pening- arnir liggja á bankareikningum í Ameríku á meðan fórnarlömbin í Asíu þjást. Og peningarnir sem söfnuðust til þess að hjálpa þeim milljónum sem misstu allt sitt í fellibylnum Katrínu síðastliðið sumar, hafa komið upp stolnir. Þeim var stolið af starfsmönnum Rauða krossins. HVERNIG átti litla einstæða móður í Vesturbænum að gruna að fimm ára krakkakvikindið hefði þessa vitneskju um hvernig heimurinn myndi fúnkera þegar hann yrði fullorðinn? Á dauða sínum átti hún von, en að virðu- legasta og besta fólkið gæti stært sig af því að vera þjófar, bófar og ræningjar. Aldrei! ■ Þjófar, bófar og ræningjar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.