Tíminn - 14.12.1976, Blaðsíða 4
4
Þriðjudagur 14. desember 1976
MEÐ
MORGUN
KAFFINU
Ef skórnir skyidu einhvern timann meiða
þig, þá geturðu náð i mig i þessu námeri
hvenær sólarhrings sem er.
Jæja, góöi, hvernig gengur?
Finnstþér þessi hattur ekkiyngja mig um
tiu ár óskar?
Vissulega, af hverju færöu þér ekki tvo!
tímans
Enqilbert
bætist í
útlaqa-
hópinn
Brezki poppsöngvarinn
Arnold Dorsey, eða
Engelbert Humper-
dinck, eins og hann kall-
ar sig, hefur bætzt i hóp
þeirra fjölmörgu popp-
listamanna frá Stóra-
Bretlandi, sém flúið
hafa til Bandarikjanna
vegna skattaáþjánar
heima fyrir. „Þetta var
eina ráðið, sagði Enge-
lbert, sem sótt hefur um
leyfi til að dveija i land-
inu til langframa. ,,Ég
býst við, að það fari f yr-
ir méreins og Tom Jon-
es, og ég endi að lokum
með hús einhvers stað-
ar i Los Angeles, þó að
ég kunni miklu betur við
mig i Connecticut, það
minnir meira á Eng-
iand. Engelbert segir,
að hann eigi áreiðan-
lega eftir að hafa mikla
heimþrá til Engiands,
en hver getur búið við
það til frambúðar að
greiða 96% af tekjum
sinum i skatt? Það er
eins og aö vinna kaup-
iaust.
Kaldhæðni
örlaganna
Imre Szekely, heitir
tékkneskur kaupsýslu-
maður á bezta aldri.
Hann var nýskilinn við
konu sina og var ósköp
einmana og „handa-
laus” eins og flestir i
hans sporum. Hann á-
kvað þvi að ráða bót á
þessu, og fór inn á
hjónamiðiunarskrif-
stofu og bað um að sér
yrði fundinn fullkominn
maki. Siðan fór hann
heim þess fuilviss aö
brátt færi að vænkast
sinn hagur. Nokkrum
dögum siðar fékk hann
bréf I pósti f rá skrifstof-
unni, með nafni og
heimilisfangi fyrrver-
andi konu sinnar!
Barna-
læknar halda
hljómleika
t hljómsveitinni, sem
við hér sjáum mynd af,
leika eintómir vestur-
þýzkir læknar — og
reyndar eintómir
barnalæknar og aðstoð-
arfólk þeirra. Þeir eyða
miklum tima i að æfa
sig á hljóðfærin sin, og
rétt fyrir hljómleikana
tóku þeir sér fri dag og
dag og eyddu þá sex til
átta kiukkustundum á
dag i æfingar. Einleik-
ari með hljómsveitinni
þetta árið var pólskur
fiðlileikari, Henryk
Szeryng að nafni, en
liann á nú heima i Mexi-
kó. Allur ágóði af
hljómleikunum rennur
til Barnahjálpar Sam-
einuðu þjóðanna, og ,,
barnaþorps” I Mexikó.
Einnig sjáum við hér
mynd af Barböru Ulm-
er, barnalækni, sem nú
tekur þátt I þessu tón-
leikahaldi i fyrsta sinn,
en læknarnir hafa I
nokkur ár haldið slika
hljómleika i sambandi
við árlegan landsfund
sinn, sem nú var hald-
inn i Köln.
lllfj