Tíminn - 17.12.1976, Blaðsíða 5

Tíminn - 17.12.1976, Blaðsíða 5
Föstudagur 17. desember 1976 5 Geðsjúklingar of lengi hornreka Fundur félagsráðs i Félagi ó- háðra borgara i Hafnarfirði, gerði svolátandi samþykkt um málefni geðsjúks fólks hinn 9. desember: „Fundur i félagsráði Félags ó- háðra borgara i Hafnarfirði, sem haldinn var 9. des. 1976, átelur harðlega þann mikla seinagang og skilningsleysi, sem verið hefir hjá hinu opinbera varðandi fram- gang mála, sem varða geðsjúkl- inga. — Stórkostleg vöntun er á sjúkrarými, læknishjálp og við- unandi umönnun þeim til handa, sem þjást af ýmsum geðrænum sjúkdómum. — Er þetta mikill smánarblettur á þjóðfélaginu og það á sama tima og hvorki fjár- skortur né önnur fyrirgreiðsla hefirstaðiði vegi ýmissa annarra umdeildra framkvæmda á vegum hins opinbera. — Skorar fundurinn á Alþingi að beita sér tafarlaust fyrir nægileg- um f járveitingum til skjótra úr- bóta á þessu sviði og þá einkum, að lokið verði við byggingu geð- deildar á lóð Landspitalans hið allra fyrsta, enda óforsvaranlegt að láta svo mikið fjármagn liggja i byggingunni fokheldri langan tima án þess að hún komi að tilætluðum notum. — Fundurinn bendir sérstaklega á þá leið, að bankar, aðrar lána- stofnanir og lifeyrissjóðir láti þessa miklu nauðsynjafram- kvæmd njóta forgangs með lána- veitingar. — Er það bæði þjóð- hagslega skynsamlegt, sann- gjarnt og mannúðarmál að styðja þannig sjúka til bata og bjargar og einnig ætti slik ráðstöfun láns- fjár sparifjáreigenda að vera i þökk þorra þeirra. — Málefni geðsjúkra eru allt of lengi búin aö vera hornreka i þjóðfélaginu og löngu timabært að bæta verulega úr þessum hvað mest vanrækta þætti i heilbrigðis- málum þjóðarinnar”. — I Tíxninn er . peningar | Auglýsicf íTímanum! Námsvist i félagsráðgjöf i Noregi Det Norske Diakonhjem, Sosialskolen, Osló, hefur boðið fram námsvist handa einum Islendingi til náms I félags- ráðgjöf við skólann frá og með byrjun vormisseris yfir- standandi skólaárs, þ.e. frá 24. janúar 1977 að telja. — Til inngöngu i skólann er krafist_stúdentsprófs eðá sambæri- legrar menntunar. Lögð er áhersla á að umsækjendur hafi nægilega þekkingu á norsku eða öðru Norðurlandamáli til að geta hagnýtt sér kennsluna. Lágmarksaldur til inngöngu er 19 ár og ætlast er til þess aö umsækjendur hafi hlotið nokkra starfs- reynslu. — Vakin er athygli á að skólagjöld eru 600.- n.kr. á misseri. Umsóknir um framangreinda námsvist skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 28. desember n.k. Menntamálaráðuneytið, 15. desember 1976. Tilkynningar um vaxtaaukareikninga Viöskiptabankar og sparisjóðir vilja benda á, að heimilt er að flytja innstæður af bundnum reikningum á vaxtá- aukareikninga hvenær sem er. Þeir sem vilja flytja innstæður sinar af 6 mánaða, eins árs eða 10 ára bókum á vaxtaaukareikninga, skulu koma I við- komandi banka eða sparisjóð og sækja um það. Vaxtaaukareikningar bera nú 22% vexti á ári og er inn- stæðan eða hluti hennar uppsegjanleg með 12 mánaða fyr- irvara. k Reykjavík, desember 1976 Samvinnunefnd banka og sparisjóða ÓLAFUR NOTARENGA TÆPITUNGU OG DREGUR EKKERT UNDAN, HVORKI SÍN ÆVINTÝRI NÉ ANNARRA. BÓK ÓLAFS FRÁ ODDHOLI MUN LENGI ÍMINNUM HÖFÐ FYRIR BERSÖGLI OG BRAGÐMIKIÐ GRÍN „ ég vtt míhafa nunarkonur sjálfur'segir Ólafúrá Oddhóli ogfyrrumi Gód bók er gulli betri W ÖRN OG ÖRLYGUR Vesturgötu 42, Sími: 25722

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.