Tíminn - 17.12.1976, Blaðsíða 11

Tíminn - 17.12.1976, Blaðsíða 11
Föstudagur 17. desember 1976 n Wlmwm Otgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. R'.stjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason.Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu viö Lindargötu, símar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aöai- stræti 7, slmi 26500 — afgreiöslusimi 12323 — auglýsinga- simi 19523. Verö i lausasölu kr. 60.00. Askriftargjald kr. 1.100.00 á mánuöi. Blaöaprenth.f., Að kunna að lifa í landi sínu Við búum i landi, þar sem haustar og vetrar með þeim hætti, að snöggum umskiptum getur valdið. Harla breytilegt er hitt frá ári til árs, hvenær vetur leggst að. En viða á landinu er talið, að allra veðra geti verið von, þegar kemur fram i september. Það skiptir sköpum fyrir sérhverja þjóð að fella hætti sina að þvi náttúrufari, sem hún á við að búa. Ekki á það sizt við, þar sem veðurfar er að ein- hverju leyti frábrugðið þvi, sem hagfelldast er til fyrirhafnarlitillar afkomu manna. Samt sem áður getu vafi leikið á, hvort skynsamlegt væri fyrir okk- ur að æskja okkur einhvers suðureyjaloftslags i stað þeirrar rysjugu veðráttu, sem er hlutskipti föður-\ lands okkar. Það er nú runnið upp fyrir okkur, að tiðir vindar feykja burtu margri óhollustu, sem leggst eins og eiturmökkur yfir stórborgir og iðnað- arhéruð i kyrrviðrislöndum, og ærleg úrkoma hreinsar andrúmsloftið öðru betur. Gömul saga er hitt, að hin hagstæðasta veðrátta, ásamt fyrirhafn- arlitlu frjómagni jarðar, hefur viða alið af sér þjóð- ir, sem litla hvöt hafa til framtaks og vérið áhyggjulitlar um hag sinn. Náttúran stælir þær ekki til neinna átaka, af þvi að frumþarfir verða auð- veldlega uppfylltar. Og þá er aftur komið að þvi, að þeir, sem búa i löndum, þar sem náttúran er með einhverjum hætti ómjúklát, verða umfram allt að taka tillit til þess i lifi sinu, störfum og háttum öll- um. Ekki er sama veðurlag á landi okkar öllu. Snjóa- lög eru miklu meiri i sumum landshlutum en öðr- um, og þar getur vorað seinna og vetur lagzt fyrr að en annars staðar. Og nú er vaxin upp i landinu all- fjölmennur hluti kynslóðar, sem litið þekkir til ann- ars en borgarlifs með greiðfærar götur alla daga árs og nokkurn veginn öruggan húshita við hæfi stofujurta. Það kann að slæva vakandi skilning á þessu. Áður hefur verið vikið að þvi i forystugreinum Timans, hvilikri furðu það gegnir, að bændur á vot- viðrasömustu svæðum landsins skuli einna sizt hafa tileinkað sér votheysverkun, þótt þeir eigi meira i húfi en aðrir menn. Um hitt er ekki siður ástæða að fjalla, hvaða tjóni og tilkostnaði það veldur að hafa ekki nógu rikt i huga, hversu hagfelldur timi til framkvæmda og mannvirkjagerðar getur orðið stuttur i þeim byggðarlögum landsins, þar sem vetrarriki er mest. En um vangá eða skeytingar- leysi af þvi tagi eru mörg dæmi. Og þetta er ekki að- eins til skaða og skapraunar þeim, er njóta áttu, heldur er einnig brot á þeirri sjálfsögðu reglu að leitazt sé við að gera hvaðeina með ekki meiri til- kostnaði en nauðsyn ber til. Það er fjarri allri skynsemd að senda ekki vinnu- flokka á vegum rikis eða rikisfyrirtækja fyrr en haust er gengið i garð i héruð, þar sem fyrr má gera ráð fyrir vetrarveðrum en annars staðar á landinu, og getur enda kostað, og hefur kostað það, að þeir fara erindisleysu og verða frá að hverfa óunnu verki eins og til dæmis Guðmundur P. Valgeirsson i Bæ i Trékyllisvik skýrði frá i fréttabréfi i Timanum nú i þessari viku. Annað eins og þetta er fyrir- hyggjuleysi, vanstjórn og sóun. En sliks eru fleiri dæmi og hjá fleiri stofnunum. Á sama hátt er það óhæfa, þegar fé hefur verið veitt á fjárlögum til framkvæmda i byggðarlögum, þar sem æskilegur framkvæmdatimi er stuttur, að öllum undirbúningi sé ekki lokið strax að vorinu, svo að vinna geti hafizt þá þegar. —JH Joseph C. Harch, Christian Science AAonitor: Nást sættir milli Kínverja og Rússa? Þd verða Rússar að „leiðrétta" landamærin Þegar varaforsætisráðherra hinna voldugu Sovétrikja hef- ur á ný umræður i Peking við Kinverja um skiptingu yfir- ráðasvæða rikjanna i Asiu, verður mönnum varla rótt hinum megin á hnettinum. Það fálæti, sem rikt hefur með Kinverjum og Rússum frá þvi um 1960, hefur verið Atlantshafsbandalagsrikjun- um til hernaðarlegs framdrátt ar. Sovézkum skriðdrekum, flugvélum og vopnum hefur verið beint frá Evrópu að landamærum Kina og Sovét- rikjanna, og þannig hefur dregið úr þeim herafla, sem Sovétmenn höfðu á að skipa gegn rikjum Atlantshafs- bandalagsins. Svo augljós er sá hagur, sem Vesturveldin hafa af ósam- komulagi Rússa og Kinverja, að hin minnstu merki þess, að úr þvi muni draga vekja ugg meðal þeirra. Ef Kinverjar og Rússar jafna ágreiningsmál sin og taka upp á ný þá samvinnu, sem einkenndi timabilið frá 1949—1960, geta rússnesk stjórnvöld kallað heim allan þann herstyrk, sem nú er i Mið-Asiu, og beint öllu hern- aðarvaldi sinu að landamær- um rikja Atlantshafsbanda- lagsins. ■ Það væri þvi fróðlegt fyrir þá, sem vilja vega og meta likurnar fyrir samkomulagi milli Rússa og Kinverja um landamæri sin, að lita á landa bréf af Asiu eins og hún var á timum bandariska borgara- striðsins. Fyrir rúmum hundrað árum réðu Kinverjar yfir þremur gifurlega stórum landsvæðum, sem nú eru al- gerlega i klóm Rússa. Fyrst má telja það svæöi, sem nefndist Túrkestan. Það náði frá Sinkiang-héraði, sem er kinverskt, alla leið vestur að Aralvatni og Kaspiahafi. Ann- að svæði var Ytri-Mongólia, og hið þriðja náði yfir sjávar- héruðin við Kyrrahafsströnd Sovérikjanna, en þau ná yfir allt landsvæðið fyrir austan Ussurifljót og norðan Amur- fljót. Rússazar náði Túkestan og strandhéruðunum á sitt vald á sjöunda tug 19. aldar. Ytri-Mongólia lýsti yfir sjálf- stæði sinu sem „fullvalda lýð- veldi” árið 1911. Aö nafninu til er landið. enn sjálfstætt, en i reynd er það hérað i Sovétrikj- unum. 1 Ytri-Mongóliu eru sovézkir hermenn i aðeins 600 km fjarlægð frá Peking, en á dögum borgarastriðsins voru hermenn zarsins næst Peking i 1300 km fjarlægð. laugum Kinverja eru Rúss- ar sú þjóð, sem sætti lagi, þeg- ar Kina átti i vök að verjast. Hið ævaforna kinverska keis- aradæmi leið undir lok á siðari hluta 19. aldar, Bretar, Frakk- ar og Þjóðverjar sóttu að frá Ky rrahafsströndinni, en Rússar komu bakdyramegin. Stjórn keistaradæmisins var neydd með valdi til að undir- rita sáttmála, sem viður- kenndu yfirgang þessara rikja. Nú er langt um liðið og Bret- ar, Frakkar, Þjóðverjar og Bandarikjamenn löngu horfn- ir af kinversku landi, nema Hong Kong og Makao, sem Pekingstjórn leyföi Bretum og Portúgölum að halda um skeið vegna þess að sú ráðstöfun var talin öllum aðilum i hag. En Sovétrikin halda enn i greip- um sinum landsvæðum i Asiu, sem eru rúmlega 5 milljón ferkilómetrar að flatarmáli, og áður tilheyrðu Kinverjum, og játuðu jafnvel yfirráðum þeirra. Þetta landflæmi er á stærð við hálf Bandarikin. Kinverjum er það fullljóst að þeir hafa enga möguleika til að ná öllu þessu svæði á sitt vald á nýjan leik. En þeir vilja fá opinbera yfirlýsingu Sovét- manna um það, að þessi svæði hafi áður verið kinverskt land og hrifsuð af þeim með vopna- valdi. Sömuleiðis vilja þeir láta gera „leiðréttingu” á landamærunum. Til þessa hafa Sovétrikin ekki viðurkennt að hafa tekið land Kinverja með vopna- valdi, né heldur að ástæða sé til að endurskoða landamæri rikjanna. j Hugmyndin um slika yfir- lýsingu og landamærabreyt- ingar, hversu svo ómerkilegar sem þær kynnu að veröa, veldur stjórninni i Moskvu að vonum talsverðum óróleika. 1 Sovétrikjunum er fólksfjöldi hinna ýmsu þjóöarbrota þvi sem næst hinn sami og fjöldi Rússa sjálfra. Sérhver yfir- lýsing Moskvustjórnar, um, að hún hafi tekið landsvæði á ólöglegan hátt, gæti vakið óæskilegar hræringar meðal hinna ýmsu þjóða, sem við rússnesk yfirráð búa. Kreml álitur þvi allar um- ræður um landamærabreyt- ingar fjandsamlegar og hættulegar. Hefðu Kremlbúar fengið sig til þess fyrir nokkrum árum að afhenda Japönum hluta þeirra landsvæða, sem þeir misstu i lok siðari heims- styrjaldarinnar, ættu þeir nú vinsamlegri nágranna fyrir norðausturströndinni. Geti þeir komizt að samkomulagi við Kinverja i deilunum um svæðin i Mið-Asiu mundi það örugglega auka likurnar fyrir einhvers konar sáttum við hina nýju valdhafa i Peking. En taki nú rússneski björn- inn upp á þvi að sleppa úr hrömmum sér hluta af herfangi sinu, er óvist hvernig málum lyktar. Kremlbúar eru varla fylgjandi slikri þróun mála, né eru hennar dæmi. Siðast en ekki sizt eru Kin- verjar miklu fleiri en ibúar Ráðstjórnarrikjanna og alls- endis óvisthvort þeir sættu sig við eina „leiðréttingu landa- mæra, þegar til kæmi. (H.Þ. þýddi) A kortinu eru skyggð þau þrjú landsvæði, sem áður tilheyrðu Kina, en Rússar ráða nú: Túrkestan, Ytri-Mongólia og strandhéruöin við Kyrrahaf.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.