Tíminn - 17.12.1976, Blaðsíða 10

Tíminn - 17.12.1976, Blaðsíða 10
10 Föstudagur 17. desember 1976 Einar Ágústsson í útvarpsumræðunum: LITLAR LÍKUR Á SAMNINGI í BRÁÐ — en bróðum getur það orðið beggja hagur að gera gagnkvæma samninga 1 fyrrakvöld var útvarpaö umræðum um tillögu til þings- ályktunar, sem Lúövik Jósefsson o.fl. flytja þess efnis aö Alþingi lýsi yfir, aö ekki veröi gerðir neinir samningar viö aðrar þjóöir um veiöiheimildir i fiskveiöiland- helgi tslands. Viö umræöuna flutti Einar Agústsson utanrikis- ráðherra svohljóöandi ræöu: Herra forseti. Háttvirtu áheyr- endur. Tillaga sú, sem hér liggur fyrir fjallar um þaö, aö vegna veikrar stöðu helztu fiskistofn- anna við tsland skuli Alþingi lýsa þvi yfir við útlendinga, a ð eigi verði neinir nýir fiskveiðisamn- ingar um veiðiheimildir í fisk- veiðilandhelgi tslands gerðir. Tilefnið er samkvæmt því sem hér kom fram hjá siðasta hæst- virtum ræðumanni það, að nokkr- ar könnunarviðræður hafa farið fram við Efnahagsbandalagið um fiskvernd og gagnkvæm fisk- veiðiréttindi og aðrar viöræður standa fyrir dyrum. Og það er auðvitað ágætt að tala um afla út- lendinga i tillögugreininni en ræða svo einungis um Efnahags- bandalag Evrópu. Þetta jafngildir auðvitaö i reynd þvi, að við eigum að segja við Efnahagsbandalagið, að við höfum ekkert við þá að tala. Það erekkert samhengi i þvi að segja annars vegar: Ég hef ekkert við þig aö tala og svo hins vegar: Nú skilum við setjast niöur og spjalla saman. Slikt væri auðvitað arg- asti leikaraskapur, sem ekki er orðum að eyðandi. Þó var það þetta, sem sumir, a.m.k. flutn- ingsmaður tillögunnar hafa lagt til, a.m.k. þeir, sem sagt hafa það bæði á þingi og annars staðar að auövitað sé ekkert á móti þvi að tala við þessa menn, eins og svo oft er komizt að oröi hér og alveg sjálfsagt að sýna fyllstu kurteisi. Rikisstjórnin hefur ekki farið aö með þessum hætti og hefur ekki trú á þvi, að hann muni leiða til velfarnaðar. Efnahagsbanda- lagið fór fram á könnunarviðræð- ur við okkur skömmú áður en óslóarsamkomulagið svonefnda féll úr gildi og öllum veiðum Breta innan 200 milna fisk- veiðilögsögu okkar lauk. óslóarsamkomulagið stóðst } t ÓslóaTsamkomulaginu voru þrjú atriðj, sem einkum voru vé- fengd af hálfu stjórnarandstæð- inga, sem sé þau i fyrsta lagi, að bókun nr. 6 mundi falla úr gildi um leið og samningurinn við Breta rynniút. I öðru lagi, að i 10. grein margnefnds samnings væri ekki um neina viðurkenningu á 200 milum okkar aö ræöa, og i þriðja lagi að Bretarnir mundu ekki hætta veiðum þann 1. des. s.l. og litið væri að marka yfirlýs- ingar þeirra um þetta efni. Við sem tókum þátt i þessari samningagerð héldum þvi fram, að öll þessi atriði mundu standast, og reynslan hefur ótvi- rætt sýnt, að það álit var rétt. A hinn bóginn hef ég aldrei haldið þvi fram, enda aldrei dottið það i hug, aö þar með væri allur áhugi Efnahagsbandalagsmanna fyrir fiskveiðum á Islandsmiðum úr sögunni fyrir fullt og allt, enda var skýrt tekið fram I ósló, að eftir 1. des. s.l. mundi Efnahags- bandalagið fara með fisk- veiöimálefni allra bandalagsrikj- anna, og það var einmitt þess vegna, sem fundirnir voru haldn- ir hér i Reykjavik 12.og 25. og 26. nóv. s.l. og niðurstaða þeirra var svo sem kunnugt er sú, að gefin var út sameiginleg yfirlýsing s vo- íelld: „Island og Efnahagsbandalag Evrópu hafa komið sér saman um að halda áfram viðræðum sin á milli, er miði að samkomulagi til lengri tima, þar sem kveðið verði á um samvinnu á sviði fiskvernd- ar og stjórnunar á veiði tiltekinna fiskistofna. 1 viðræðum þessum verði einnig fjallað um hugsan- legar gagnkvæmar veiðiheimildir á fiskimiðum hvors annars um sig i samræmi við stefnu beggja aðila á sviði fiskverndar. Viðræð- urnar munu hefjast fyrir jól.” Þannig lýkur þessari tilvitnun. Viðræður i Briissel 1 framhaldi af þessu hefur siðan veriö ákveðið, að samtöl fari fram i Briissel undir forystu sendiherra okkar þar, Tómasar Tómassonar.en honum til aðstoð- ar verða embættismenn, þ.á.m. einn fiskifræðingur, dr. Jakob Magnússon. Þess vegna skil ég hreinlega ekki fréttaflutning eins og þann, sem haföur er frammi i einu dagblaðanna i dag, en þar segir: „Ráðherrar neituðu að nokkrar viðræður mundu fara fram i des. Sama daginn og Einar Agústsson sór þær viðræður af sér i viðtali við Morgunbiaðið, sendi stjórnar- ráðið út tilkynningu um, að viðræðurnar mundu fara fram 16. og 17. þ.m.” Tilvitnun lýkur. Hvað er nú hið rétta i þessu? 1 fyrsta lagi segir i frétta- tilkynningunni, sem ég las áðan og birt var 26. nóv. að viðræður muni fara fram fyrir jól: Eru þá jólin ekki lengur i desem- bermánuði samkvæmt timatali þeirra Þjóðviljamanna? Er kannski búið að ákveða að fresta þeim, eins og samkvæmt alþekktri fyrirmynd helztu hug- myndafræðinga flokksins? Þetta er eina skýringin, sem ég get fundiö á þessu. En jafnvel þótt svo væri, þá er á fleira að lita. 1 viðtali við Morgunblaðið þann 11. þ.m. er eftir mér haft orðrétt, með leyfi hæstv. forseta: „Hins vegar höfum við komiö okkur saman um að hafa fund i Briissel 16. og 17. des. undir forystu Tómasar Tómassonar sendiherra með aðstoð fiskifræð- inga að heiman til þess að fara yfir þá möguleika, sem kunna aö vera á gagnkvæmum veiöiheimildum.” Tilvitnun lýkur. Við þetta er svo aðeins þvi að bæta, að tilkynning utanrikis- ráðuneytisins var fyrst gefin út i gær, það er þann 14. þ.m. þannig að eitt rekur sig hér á annars horn, og ef annar fréttaflutningur ereftirþessu, þá býð ég nú ekki i hann. Enblaðið segirmeira i dag, sem sé þetta: „Hver trúir þvi, að blaðamenn ljúgi upp tölum um skipafjölda og veiðimagn án þess að hafa hið minnsta fyrir sér i þeim efnum. Þvi trúir enginn”, segir blaðið að lokum. En er það alveg vist, að enginn trúi sliku um einhverja blaöamenn.innlendaeða erlenda, sem t.d. halda þvi fram, að is- lenzkir ráðherrar hafi svarið fyrir allar viðræður i des. þrátt fyrir þær yfirlýsingar, sem ég áðan vitnaði til? Ég get látið öðrum eftir að dæma um þetta. Óskiljanlegt moldviðri Annað og meira en ég áður greindi frá höfum við ekki gert i þessu máli, og allt það moldviðri, sem reynt hefur verið að þyrla upp i kringum þetta, er mér al- gerlega óskiljanlegt. Og þó er kannski ein skýring, sem má hugsa sér. Og hún er sú, að hæst- virtir stjórnarandstæðingar séu að koma þvi inn hjá þjóðinni, að við, sem þessi mál hafa aðallega mættá, séum svo varhugaveröir i þessum efnum, að við sitjum á svikráðum við land og lýð, séum landráðamenn og ætlum ekki ein- ungis að seljá frumburöarréttinn, eins og maður er nú orðinn vanur Einar Agústsson að heyra, heldur ætlum við nú að gefa hann, láta útlendina hafa hann fyrir bókstaflega ekki neitt, ekki nokkurn skapaðan hlut, nema svona kannski þá eins og eina veizlu úti i Brússel, eöa ein- hvers staðar annars staðar þar sem góð veitingahús er að finna. Hæstvirtur 2. þingmaður Aust- firðinga, Lúðvik Jósepsson, var að tala hér áðan um siðferðis- brest okkar, og þaö er auðvitað vel við hæfi, sér i lagi þegar haft er i huga, að hann telur svo sem engu máli skipta, hvort rétt er haft eftir blaðamönnum eða ekki. Nei, góðir áheyrendur, þessu er ekki þannig varið. A næsta fundi ætlum viö að- eins að taka við og hlusta á hugmyndir Efnahagsbandalags- ' manna um þau tvö atriði, sem sameiginlega yfirlýsingin fjallar um. Við munum hvorki ákveða stað né stund fyrir nýjan fund, við munum ekkert aðhafast fyrr en Alþingi kemur saman að nýju eftir jólahlé, þannig að það verð- ur Alþingi sjálft, sem ákveður það, hvort einhver samningur verður geröur og þá hvernig, ef svo skyldi til takast, að Islending- ar sæju sér hag i einhvers konar samningsgerð. Og ég trúi ekki öðru en þvi, að Alþingi treysti sér til þess að axla þessa byrði og ber engan kviðboga fyrir þvi, að innan þessara veggja sé ekki nægilega mikil yfirsýn yfir fisk- veiðimál til þess að tryggt verði, að engin vitleysa verði gerð. Ég trúi heldur ekki öðru en þvi, að alþingi sameiginleg stefna okkar og Efnahagsbandalagsins i fisk- verndunarmálum muni gott af sér leiða fyrir báöa aðila, ef vel tekst til. Hagur að koma á skynsamlegri fiskvernd Ég skal fúslega viðurkenna, að ég hef ekki nærri eins mikið vit á fiskimálum eins og þeir menn vafaiaust hafa, sem hér tala digr- um karlarómi svona annan hvern dag aðmeðaltali um þau efni. En svo mikið þykist ég vita, að fiskurinn t.d. við Grænland er ekki markaður eins og lömb á fjalli, og það hlýtur þvi einnig að vera okkar hagur eins og Græn- lendinga sjálfra, að þar verði komið á skynsamlegri fiskivernd, sem engir eru liklegri til að móta eða hafa áhrif á en einmitt okkar eigin fiskifræöingar, sem margir hverjirhafa mikla reynslu i þeim efnum. Eigum við að hafna þeim möguleika að hafa áhrif i þessu efni? Ég segi afdráttarlaust nei. Hins vegar er ég alveg sam- mála þvi, að við eigum að fara okkur hægt i þessum málum öll- um eins og sakir standa nú og ég skal rifja upp nokkur þeirra atriða, sem þessu valda. Þar er þáfyrsttilmáls aðtaka, aðEfna- hagsba.idalagið hefur enn sem komið er enga fastmótaða stefnu i fiskveiðimálum sinum eins og hæstvirtur 2. þingmaður Aust- firðinga benti réttilega á. Siðast i fyrradag var gerð tilraun i þessa átt, en hún mistókst fyrir þær sakir, að ágreiningur var milli Breta og Ira annars vegar og hinna 7 hins vegar. Þvi er ljóst, að erfitt verður fyrir bandalagið aö ákveða, hvað hægt er að láta i gagnkvæmum skiptum meöan svona er ástatt. 1 öðru lagi er vert að nefna það, að Efnahagsbandalagið stendur ekki aðeins i viðræðum við okkur íslendinga um þessar mundir. Einmitt þessa dagana er verið að ræða við Norðmenn um gagn- kvæm fiskveiðiréttindi þeirra, og gengur þar hvorki né rekur sam- kvæmt nýjustu fréttum. Þá standa fyrir dyrum viðræður bandalagsins við Rússa, en þeir hafa sem kunnugt er stóraukið veiöar sinar við Bretlandsstrend- ur, aðallega á markril, og ég fann mig knúinn til þess á síðasta NATO-ráðherrafundi að lýsa al- veg sérstakri samúð með Bretum vegna veiöa rússneskra skipa innan hinnar nýju fiskveiðilög- sögu Breta og bandalagsins. Fleiri viðræður standa fyrir dyr- um hjá þeim, sem mér er aö visu ekki fullkunnugt um, en get þó nefnt bæði viöræður við Kanada og Bandarikin og e.t.v. einhverja fleiri. Ástæða að fara sér hægt Meöan öll þessi mál eru í jafn- mikilli deiglu og ég hef hér reynt að lýsa i stuttu máli, er vitanlega engin ástæða fyrir okkur nema siður sé aö fara að ganga fram fyrir skjöldu og riða á vaðiö með samningsgerð. Það breytir þó ekki þeirri skoðun minni, að rétt sé að kanna ýmis atriði, og að sama skapi sé óviturlegt að skella hurðum svo fast, að engin leiö veröi að opna þær á ný hversu mjög sem manni kynni slðar aö vera þörf á þvi að komast inn úr kuldanum. Enn er þó auðvitað ótalið það, sem mestu máli skiptir, en það er ástand fiskistofnanna, og það er ekki ætlun min og heldur ekki á minu færi að draga i efa þá full- yrðingu, sem i þingsályktunartil- lögu þeirra þremenninga greinir, að þar sé eða geti a .m .k. verið um hættuástand að ræða. Þess vegna ber okkur að sjálfsögðu að fara að öllu með gát, og ég get vel endur- tekið það, sem ég sagði i sjón- varpsþætti um daginn, aö eins og nú er ástatt um fiskistofna okkar, og ekki aðeins hjá okkur, heldur hjá Efnahagsbandalaginu lika, þá tel ég næsta litlar likur á að til gagnkvæmra fiskveiðisamninga komi i bráð. En min von er sú, að með skynsamlegri verndun og nýtingu miðanna þurfi sá dagur eigi að vera ýkja langt undan, að það verði beggja hagur að gera gagnkvæma fiskveiðisamninga og þess vegna beri ekki að skella öllu i lás. útbreiddur misskilningur Það virðist vera býsna út- breiddur misskilningur að mér eða okkur hinum, sem helzt hafa farið með fiskveiðimál fyrir okk- ar hönd, hafi alveg láðst að minn- ast á það einu oröi, að i gildi væru tveir samningar við aðildarlönd bandalagsins, þ.e.a.s. Vestur- Þjóöverja og Belga, og að við ætt- um þar með inneign hjá þeim, og alltaf af og til eru einhverjir aö finna að þessum meintu mistök- um okkar. Ég get upplýst bæði þessa menn og aðra um það, að þessu hefur ekki verið gleymt og þetta verður einmitt eitt af þeim atriðum, sem rædd verða á morg- un og föstudag, þannig að þessi ótti er ástæðulaus. . Mig langar að rifja það hér upp með nokkrum orðum hvað áunn- izt hefur i landhelgismálinu undanfarin 5 ár. Þegar ég og hæstvirtur 2. þingmaður Aust- firðinga, Lúövik Jósepsson, þá- verandi sjávarútvegsráðherra fórum fyrst til London til þess að ræða um útfærsluna i 50 milur i júli 1971, þá voru þær tölur, sem lagðar voru til grundvallar, eitt- hvað nálægt þessu, ef ég man rétt. Bretar 207 þús. tonn, Þjóð- verjar 130, Færeyingar eitthvað yfir 20, Belgar 12 og aðrir minna. Þetta telst mér vera um 370 þús. tonn, og mest af þessu þorskur, viðkvæmasta fiskitegundin. Nú eftir rúmlega 5ár stendur þannig, að þeir samningar, sem i gildi eru, eru þessir: Þjóðverjar 60 þús. tonn, Færeyingar 17, Belgar 6500 og Norömenn algerir smá- munir. Samtals eru þetta um 95 þús. tonn og þar af aðeins um 15 þús. tonn af þorski, Þegar þessir samningar eru svo skoðaðir enn betur kemur i ljós, að þýzki samningurinn gildir til 28. nóv. 1977 eða i tæpt ár, en öllum hinum má segja upp með 6 mánaða fyrirvara og nú er landhelgin ekki lengur 12 milur eins og hún var þegar við Lúðvik fórum fyrst til London, nú er hún 200 milur. Nú erheldur enginn samningur, sem kveður svo á um, að við skulum sækja um útfærsluleyfi til vitring- anna i Haag. 6 ára samstillt átak Nú erum við einráðir, nú ráðum viö sjálfir. Þessu höfum við náð á 5 árum með samstilltu átaki þjóðarinnar, hagstæöri þróun hafréttarmála og hæfum sér- fræðingum i alþjóðarétti. Þó ég verði að gera hér þá barnalegu játningu, að ég hef haft mjög mikla ánægju af þvi að starfa að þessum málum meö mörgum góðum og áhugasömum sam- starfsmönnum úr öllum stjórn- málaflokkum. Þess vegna sárnar mér það — og kannski of mikið — þegar manni eru borin óheilindi á brýn i þessu lifshagsmunamáli Islendinga. En þaðmætti kannski leyfa sér að vona, að ég misskilji þessa menn, sem tillöguna flytja og tillöguflutninginn og það sé máske umhyggjan ein fyrir vel- ferð lands og þjóðar, sem þarna liggi að baki. Ég vona að svo sé. Og ef hún, umhyggjan ein, stjórn- ar gerðum þeirra, þá er vel, þvi aðöll hljótum við að óska þess, að bezti kosturinn fyrir Isiand veröi fyrir valinu, en flas hefur hingað til ekki verið talið til fagnaðar. Þess vegna skulum við flýta okk- ur hægt og athuga okkar gang. Við höfum tima til þess núna, viö ráðum sjálf okkar málum i fyrsta skipti i mörg hundruð ár.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.