Tíminn - 17.12.1976, Blaðsíða 24

Tíminn - 17.12.1976, Blaðsíða 24
LEIKFANGAHÚSIÐ Skólavörðustíg 10 - Sími 1-48-06 Fiíhtr Price leikföng eru heimsfreeg Póstsendum Benzinttoðvar Sumarhus Flugstoðvar Bilar GBÐI fyrirgódan mai ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Frumvarp um tilkynningaskyldu íslenzkra skipa: Slysavarnarfélagið á rétt á sér í mannfáum hér- uðum úti á landi — og við störf í þéttbýli, sem við myndum kalla minni háttar, segir Pétur Sigurðsson, forstjóri Landhelgisgæzlunnar F.I. Reykjavik. — Aöal- breytingin er sú, aö nú á aö af- henda Slysavarnafélaginu til- kynningaskylduna meö lögum og meina Landhelgisgæzlunni enn aögang aö nauösynlegum upplýsingum um feröir fs- lenzkra skipa til gæzlu og björgunar, — sagöi Pétur Sigurösson, forstjóri Land- helgisgæzlunnar, er hann sagöi álit sitt á frumvarpi þvi til laga, sem nú liggur fyrir Alþingi um tilky nningaskyldu islenzkra skipa. — Ef þetta frumvarp yröi aö lögum, þá er veriö aö sam- þykkja tvær stjórnstöövar, sem önnuðust sömu störf — hélt Pét- ur áfram — og yröu þær þar að auki rfkisreknar. Mér finnst þaö óeðlilegt, þeg- ar á aö fara aö borga úr rfkis- kassanum sömu verkin tvisvar og þó enn óeðlilegra, ef rikið vill styöja einkafyrirtæki til þess að hafa umsjón meö skipum á landgrunninu, en frumvarpiö felur beinlinis i sér þann ógern- ing. Allir vita, aö Slysavarna- félagiö rekur engin björgunar- skip, og kemur það ætiö fyrst i hlut Landhelgisgæzlunnar, ab bjarga skipi úr sjávarháska, enda varöskipin stöðugt til taks á fjölförnustu siglingaleiðunum. Landhelgisgæzlan tók á sinum tima þátt i nefndarstörfum um tilkynningaskyldu fyrir islenzk skip. óskir höföu komið fram um að fylgzt væri betur meö fiskiskipum, enda voru sjóslys tið og oft týndust skip, sem eng- inn haföi haft spurnir af. Nefndin skilaði áliti, og i þvi var lagt til, aö öllum islenzkum skipum yrði gert skylt aö til- kynna um ferðir sinar á vissum timum daglega. A grundvelli þessa álits og mikið vegna hins svokallaða Stigandaslyss 24. ágúst 1967, gaf þáverandi sjávarútvegsráö- herra, Eggert G. Þorsteinsson út reglugerð um tilkynninga- skyldu isienzkra skipa þann 24. mai 1968. Fól hann Slysavarna- félagi tslands aö fara meö þessi mál, þótt ýmsir nefndarmenn teldu aö Landhelgisgæzlan væri eðlilegur aðili. Þaö eina, sem Landhelgis- gæzlan fór fram á og hefur krafizt til þessa, er að hún fái abgang að skeytunum, sem ber- ast Slysavarnafélaginu frá sjó- mönnum á hafi úti. Þetta hefur ekki getað orðið, þar sem Slysa- varnafélagið berst um á hæl og hnakka á móti þvi, að svo nauð- synleg þjónusta fáist. Hefur Landhelgisgæzlan orðið að láta loftskeytamenn sina og aðra starfsmenn hlusta eftir, þegar skipin senda tilkynningar sinar inn. Ekki þarf að geta þess, aö kostnaðurinn i sam- bandi við þessar hleranir er ó- heyrilega mikill og tviverknað- urinn við tilkynningaskylduna hlægilegur. Landhelgisgæzlan hefur itrekaö óskað eftir, að þessu fyrirkomulagi yrði breytt, m.a. við útfærslu islenzku lögsögunn- ar i 50 milur, en Slysavarna- félagið hefur staðið i vegi fyrir samþykkt. Landhelgisgæzlan gætir viðáttumikils svæðis og hún neytir allra bragða til að vita, hvar skip eru stödd á land- grunninu og telur eðlilegt, að hún fái aöstoð aðila i þvi efni, meðan islenzk skip tilkynna sig ekki til hennar beint. Mér er annars næst að halda, aö Slysavarnafélagið telji sig búa við verkefnaskort, fyrst það sækist i verkefni, sem eðlilega hvila hjá öörum. Einnig minni ég á, að sjálf- boðunarsveitir Slysavarna- félagsins geta aldrei vegið upp á móti hinum reyndu varðskips- mönnum, þegar skip er i nauö- um statt. Slysavarnafélag Islands á fullan rétt á sér, þar sem það á við, i mannfáum héruðum úti á landi og við störf, sem viö i þétt- býlinu myndum kalla minni háttar. Stjórnarfrumvarp á Alþingi: Tekjur Bjarg- ráðasjóðs ver&i tvö- faldaðar Stórhækkanir í Bandaríkjunum: gébé Rvik — undanförnum dögum hafa Isl. fyrirtækin Coldwater og Icelandic Products I Bandarikjunum, verið að hækka verð á frystum fiskblokkum og flökum á Bandarikjamarkaði. — Astæöan fyrir þessari hækkun núna, er að sala á flökum og blokk hefur aukist verulega á yfirstand- andi ári, eða um 17-18 af hundraði, sagði Sigurður Markússon fram- kvæmdastj. sjávarafurðadeildar Sambands isl. samvinnufélaga i gær. — Þetta gerist á sama tima, sem framleiðslan i þeim löndum sem sjá Bandarikjunum fyrir fiski, hefur ekki aukist. Sölu- aukningin hefur verið borin uppi af birgðum, sem söfnuðust fyrir þegar markaðurinn var daufari. Nú virðist það vera að renna upp fyrir kaupendum, að þessar um- frambirgðir séu að ganga til þurröar og ekki er von á neinni verulegri framleiðsluaukningu, til þess að standa undir áfram- haldandi söluaukningu, sagði Sigurður. Söluaukningin greinist þannig, að sala á fiskblokk hækk- ar um 31%, en flakasala um 6%. Fyrirtæki Sambandsins i Banda- rikjunum. Iceland Products jók flakasölu sína um 81% á fyrstu níu mánubum þessa árs, en salan er alltaf að aukast á meðan fram- ÞORSKFLÖK HÆKKA UAA 14% leiðslan stendur hins vegar i stað. — Auk þessa eru ýmsar með- virkandi ástæður, t.d. hefur þorskblokk hækkað um 42% frá ársbyrjun og þvi talið timabært að hækka fiskflök til að halda eðlilegu verðbili á miili flaka og blokka, sagði Sigurður. — Þá hafa fiskflök frá keppinautum okkar i öörum framleiðslulöndum, hækkað töluvert mikið eða um 15- 35% sem er mun meiri hækkun en á islenzku flökunum. Hins vegar þegar markaöurinn var lélegur árið 1974, þá féll verð erlendu keppinautanna miklu meir en hjá okkur, sagði hann, og bætti við að fiskverð i Evrópu heföi verið mjög hátt undanfarnar vikur og sagðist jafnvel hafa heyrt talað um 90 centa verð á þorskblokk- ina þar. Þessar hækkanir munu vera bær mestu sem komið hafa fram á sama timabili. Þorskflök hækkuðu um 14%, steinbits- og ýsuflök um 4%, þorskblokk um 6% og er þvi komin i 90 cent, en var i 85 centum. Ýsublokk hefur hækkað um 8% og er komin i 95 cent, en var áður i 88 centum. Sigurður tók sérstaklega fram, að þessar miklu hækkanir gengu ekki til frystihúsa, heldur til Verðjöfnunarsjóðs, ekki til þess að geymast þar til seinni tima, heldur vegna þess að þegar er búiö aö ráðstafa þessu fé úr sjóðnum. Hefði þaö verið gert við siðustu verðlagningu sjávar- afuröa, þegar nauðsynlegt þótti að reikna meö mun hærra verði en þá var fyrir hendi á markaðn- um. — Tók þá rikissjóður ábyrgð á afkomu sjóösins og má þvi til sanns vegar færa, að verö- hækkanir þessar komi skatt- greiðendum til góða, fremur en frystiiðnaðinum, sagöi Sigurður Markússon að lokum. MÓ—Reykjavik. Lagt hefur verið fram á Alþingi stjórnarfrumvarp um eflingu Bjargráðasjóðs, og ef frumvarpiö verður óbreytt að lögum, þá er gert ráö fyrir aö ráð- stöfunartekjur sjóðsins tvöfaldist frá þvi sem nú er, og verði 140-160 millj. kr. 1977. I frumvarpinu er lagt til að framlög sveitarfélaganna til sjóðsins hækki úr kr. 50.00 á ibúa eins og nú er — I kr. 150.00 á ibúa. Framlag sveitarfélaganna hefur verið óbreytt siðan 1970. Þá er lagt til i frumvarpinu, að framlag búvöruframleiðenda hækki úr 0.25% af söluvörum landbúnaðar- ins I 0.35% og er þar um 40% hækkun að ræða. A móti þessum framlögum kemur jafnhá upphæð úr rikissjóði. Frá 1. jan. sl. til 3. sept. veitti sjóðurinn 18.6 millj. kr. i styrki og 104.1 millj. kr. i lán. Rekstrar- tekjur sjóðsins þetta ár eru áætlaðar 70-80 millj. kr. auk þess, sem inn Koma rúml. 40 millj. kr. sem afborganir af veittum lán- um. Þvi hefur sjóðurinn ráðstaf- að öllu fé sinu á þessu ári og get- ur ekki veitt frekari fyrirgreiðslu það sem eftir er ársins, nema fá til þess lánsfé. 1 greinargerð með frumvarpinu segir, að vegna gifurlegra tjóna, sem hlutust vegna óþurrkanna i sumar sé ljóst að leitaö verði um meiri fyrirgreiðslu úr sjóönum á þessu ári. Þvi þurfti hvort tveggja að koma til bráðabirgöa- fyrirgreiðsla til sjóðsins i formi láns, og efling hans eins og gert er ráð fyrir i frumvarpinu. dagar til jóla PALLI OG PESI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.