Tíminn - 17.12.1976, Blaðsíða 15

Tíminn - 17.12.1976, Blaðsíða 15
Föstudagur 17. desember 1976 15 kl. 10.05: Óskalög sjúklinga kl. 10.30: Kristin Svein- björnsdóttir kynnir. 12.00 Dagskráio. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Lögg- an sem hló” eftir Maj Sjövall og Per WahlööÓlaf- ur Jónsson les þýðingu sina (12). 15.00 Miödegistónleikar Annie Jodry og kammersveitin i Fontainebleau leika Fiðlu- konsert nr. 6 i A-dúr eftir Leclair: Jean-Jacques Werner stj. Gérard Souzay syngur ásamt kór og hljóm- sveit „Ich will den Kreuzstab gerne tragen”, kantötu eftir Bach: Geraint Jones stjórnar. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn 17.30 Útvarpssaga barnanna: „Vetrarævintýri Svenna i Asi” Höfundurinn, Jón Kr. Isfeld les (2). 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.50 Þingsjá Umsjón: Kári Jónasson. 20.15 Frá tónleikum Sinnfóniu- hljómsveitar íslands i Háskólabióikvöldiðáður: — fyrri hluti. Hljómsveitar- stjóri: Gunnar Staern frá Sviþjóð. Einleikari á horn: Ib Lanzky-Otto. a. „Karne- val”, forleikur op. 92 eftir Antonin Dvorák. b. Horn- konsert eftir Paul • Hindemith. — Jón Múli Arnason kynnir tónleikana. 20.50 Leiklistarþátturinni um- sjá Hauks Gunnarssonar. 21.20 Kórsöngur Dessoff kór- inn syngur lög eftir Palestrina: Paul Boepple stjórnar. 21.30 (Jtvarpssagan: „Hrólfs saga kraka og kappa hans” Sigurður Blöndal les (3). 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Ljóðaþátt- ur Óskar Halldórsson sér um þáttinn. 22.40 Afangar Tónlistarþáttur sem Asmundur Jónsson og Guðni Rúnar Agnarsson stjóma. 23.30 Fréttir. Dagskrárlok. sjónvarp Föstudagur 17. desember 20.00 Fréttir og veöur. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Ferjur á fjörðum Nor- egs. Heimildarm. um ferj- urnar á Mær\ og Raumsdal i Noregi, en ferjur eru afar mikilvæg samgöngutæki við strendur landsins. Þýöandi Hallveig Thorlacius. (Nord- vision—Norska sjónvarpið). 21.25 Kastljós. Þáttur um inn- lend málefni. Umsjónar- maður Sigrún Stefánsdóttir. 22.30 Heill þér, Cæsar. (Heil Caesar). 1 þessu xiýja leik- riti er stuðst við efnisþráð- inn i leikriti Shakespeares, Juliusi Caesar. Höfundur handrits og leikstjóri John Bowen. Aðalhiutverk Anthony Bate, John Stride, Peter Howell og David Allister. Caius Julius hefur nýlega verið kjörinn forseti lands sins til fimm ára. 1 starf innanrikisráðherra velur hann Marcus Brutus, vammlausan mann, sem jafnframt er leiötogi þing- meirihlutaps. Frjálslyndir ftokksbræður Brutusar telja lýðræðinu ógnaö með kjöri hins nýja forseta og ráðgera að ráða hann af dögum. Þýöandi Kristmann Eiðs- son. 00.00 Dagskrárlok. Hinrik konungur VIII og konur hans sex Eftir Paul Rival hafði líka löngun til að auðmýkja Karl. Wolsey sagði: „Hann mun skilja þörfina fyrir þennan hjónaskilnað og mun útbúa hinar nauðsynlegu átyllur. Bæði hann og fyrirrennarar hans hafa hafterfiðari mál með höndum. Hagsmunir ríkisins verða óhjákvæmilega að sigra. Þetta mál jaðrar við sifjaspell, það verður að reisa þessa skilnaðarkröf u á því, sem Leviticus segir og byggja hana upp, með hliðsjón af Ritningunni. Því ætti allt að vera auðvelt." Hinrik lét önnu fylgjast með gangi málsins, hann heimsótti hana og sagði henni allt af létta. Vorið fór að. Katrín sat við handavinnurammann, þreytt augu hennar sýndu að hún hafði grátið. María prinsessa sat saman- hnipruð við fætur hennar, hún skynjaði yfirvofandi hættu, hjarta hennar var fyllt beizkju. Anna kemur fram á sjónarsviðið. Vafalaust hefur Hinrik ekki tekizt að leyna Wolsey hinni sterku þrá, sem hann bar i brjósti til önnu. Þessi gamli ref ur hlýtur að hafa gef ið sér tóm til að hugleiða, hvort hann væri ekki að tilreiða hjónasæng handa önnu, með þvi að steypa Katrínu af stóli. Hinrik fullvissaði Wolsey um að ást hans til önnu væri aðeins stundar duttlungar, aðeins eldur í spónum, sem mundi f uðra upp á skammri stund. Wolsey vissi að bezta leiðin til að losna undan slíku, er að njóta þess.Hann hafði ótrú á skírlífi í svona tilvikum. Anna neyddist því til að fórna stoltinu og láta fólk halda að hún væri frilla konungs, að hún væri ekki betri en móðir hennar og systir, að hún hefði þegið leifar þeirra. Hún kom til London og tók þátt í veizlu- höldum. Wolsey hélt grímudansleik, þar tók Anna af sér grímuna. Wolsey brosti og f ullvissaði frönsku sendiherr- ana um einlægni sína í kvonbænum fyrir hönd Hinriks. Wolsey ræddi um hinar frönsku prinsessur við þá frönsku. Anna stóðst hið hæðnislega augnaráð kvenn- anna. Hún fyrirleit þær fyrir heimskuna að dæma eftir líkum, að þær skyldu ekki sjá hið raunverulega markmið hennar. Þegar Anna var í hópi þessara kvenna og hugs- aði um leyndarmál sitt, fann hún til innilegrar gleði og æsings. Hljómlistarmenn kardinálans léku nýjustu dans- lögin. önnu fannst skilnaðurinn næstum kominn í kring. Þá kom óvænt hindrun til greina. ótilhtýðileg framkoma við hinn heilaga föður. Rómaborg og páf inn höfðu nýlega orðið fyrir árás, her sá er réðst að Rómaborg var hræðilegur. Þeir, sem stóðu fyrir þessum óf riði voru þeir Bourbon, þekktur f ranskur svikariog hinn vel kaþólski og hlýðni Karl keisari. Bour- bon féll fyrir utan Róm. Þá voru þessir stigamenn orðnir forystulausir og fóru því ekki að neinum lögum. Þeir þustu inn í borgina og myrtu á einni nóttu f imm eða sex þúsund manns. Páfinn leitaði hælis í kastalanum Sant, Angelo og knáustu kardinálunum tókst að komast að múrum kastalans. Þeir voru svo dregnir upp í körfum, iklæddir hinum skarlatrauðu skikkjum. Hinar sigursælu hersveitir höfðu innan vébanda sinna bæði kaþólska menn og lútherstrúar. Hermennirnir komu sér saman um jöfnskipti. Lútherstrúarmenn rændu kirkjurnar en hinir kaþólsku hallirnar, hvorutveggja myrtu þeir karl- mennina, án manngreinarálits. Þeir komu sér saman um betri aðferð til aðskipta á milli sín kvenfólkinu, óbreytt- ar konur tóku hinir kaþólsku og beittu þær ofbeldi, en lútherstrúarmenn nauðguðu nunnunum. Það er þó ekki hægt að neita því að sumir brugðu út af þessum samningum. Þessir atburðir ollu skelf ingu í London, þó sérstaklega þeim Wolsey, Hinrik og önnu. Ekkert þeirra gekk þess dulið að hinn skeggjaði páf i, sem var fangi í kastala sín- um, gat ekki reitt Karl til reiði, og átt þar með á hættu að verða skorinn á háls. Hjónaskilnaðinum varð því að fresta að sinni. Katrín færði Guði þakkir, öllum íbúum Rómaborgar hafði verið slátrað, til að varðveita rétt saklausrar drottningar. Misheppnuð ferð. Fimm eða sex vikur voru liðnar, f rá ofangreindum at- burðum. Wolsey bauðst þá til að takast ferð á hendur til Frakklands til að ganga frá nýju bandalagi og semja um kvonfang handa Hinrik. Hinrik tók þessari uppástungu Wolseys af mesta áhuga. Hann lagði því af stað, með fríðu föruneyti og skrautbúnu. I fylgd með honum voru prelátar hans og fjölmennt fylgdarlið, klætt svörtum flauelsklæðum. Hinrik fannst léttir að brottför Wolseys, nú neyddisthannekkitil að sýna yf irdrepskap. Hanngat nú hitt önnu á þeim tímum, sem hún tiltók, svo f remi að hann virti það hreinlífi, sem hún krafðist. I frístundum sínum var Hinrik önnum kafinn við að taka saman fræðilegan bækling um hjónaskilnað, heimildir sótti hann í ýmis rit, til þess naut hann aðstoðar biskupa, sem voru vinir Wolseys, þeir útveguðu honum heimildir og ártöl. Allt sumarið nutu þau Anna unaðar. Þau létu Wolsey eiga sig í París, þar stóð hann í samningastappi, ræddi skilnaðinn, spurðist fyrir um nýtt kvonfang handa Hin- rik, heitbatt hina ungu Maríu Frakka, og skuldbatt sig á ýmsan hátt. Um haustið tilkynnti Wolsey heimkomu sína. Anna ákvað að auðmýkja hann, strax og hann stigi á land. Hún ætlaði sér að láta hann skilja að frægðarsól hans var að ganga til viðar. Hún var stödd að Greenwich hjá konunginum, þegar sendimaður kom og tilkynnti komu kardinálans. „Hans hágöfgi óskar að vita, hvar yðar náð þóknast að taka á móti honum?" Anna varð á undan konungi að svara. Hún sagði: „Segið kardinálan- Jólabækur Skemmtilegu smá- barnabækurnar eru safn úrvals bóka fyrir litil börn: Benni og Bára Stubbur Tralli Láki Stúfur Bangsi litli Svarta kisa Kata Skoppa Aðrar bækur fyrir lítil börn: Kata litla og brúðu- vagninn Palli var einn i heimin- um Selurinn Snorri Snati og Snotra Bókaútgáfan BJÖRK STAÐUR HINNA VANDLÁTU Dansað á tveimur hæð- um, nýju og gömlu- dansarnir. Allir fá skemmtun við sitt hæfi. Pantanir í símum (91) 2- 33-33 og 2-33-35. Spariklæðnaður. Aukið ánægjuna, hvort sem þið ætlið í leikhús eða annað og hefjið ánægjulegt kvöld i glæsilegum sölum okk- ar. Bjóðum gómsæta og girnilega rétti frá kl. 6 síðdegis. WjS§$M mm

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.