Tíminn - 17.12.1976, Blaðsíða 18

Tíminn - 17.12.1976, Blaðsíða 18
18 SSililiiMÍIÍ VÍKURÚTGÁFAN ÞEGRR LflnDIO FfEft mflL KAMALA/ saga frá Indlandi eftir Gunnar Dal. Þetta i er tvímælalaust mjög athyglisverð skáldsaga, auk ! þess að vera skemmtileg aflestrar. Sigvaldi Hjálmarsson skrifar formála fyrir henni og kemst m.a. svo að orði: Sagan er sannferðug lýsing á ind- i versku sveitalífi. Gunnar færist mikið í fang og | kemstágæta vel frá miklum vanda. Hann opnar okk- j ur nýjan heim. MEÐ HÖRKUNNI HAFA ÞEIR ÞAÐ eftir Ragnar Þorsteinsson. I bók þessari eru níu eftirminnilegir æviþættir og nokkrar smásögur. Guðmundur G. Hagalin segir í formála m.a.: I bók þessari gætir ímjög þess, sem ríkast er í fari höfundarins, einlægr- ar samúðar í garð lítilmagnans, ennfremur aðdáun- ar á þreki og sönnum manndómi. Þá er að f inna þar kímni og glettni, en þær frásagnir bera af, þar sem höfundur lýsir fangbrögðum slyngra sjómanna við Ægi í æstu skapi. ÞEGAR LANDIÐ FÆR MAL eftir Þorstein (Matthiasson. í bók þessari er að f inna 21 frásöguþátt, en höfundur er kunnur af fyrri bókum sínum, sem i hafa orðið mjög vinsælar. I f yrra konvút eftir hann I j DAGSINS ÖNN og er hún algjörlega uppseld. ÉG TRÚI A KRAFTAVERK frásagnir af lækninga- undrum vegna fyrirbæna, færð i letur af Kathryn Kuhlman. Hér er á ferðinni sérstæð bók, byggð á f rá- sögnum f jölda fólks, sem hefur læknast af banvæn- um sjúkdómum fyrir mátt bænarinnar. Þetta er bók, sem mun vekjaóskipta athygli og verða mikið lesin. Föstudagur 17. desember 1976 Ályktanir um búvöru deild SÍS byggðar á misskilningi 1 samþykkt frá fundi bænda á Blönduósi 13. þ.m. er sagt: „Fundurinn telur núverandi stjórnarfyrirkomulag búvöru- deildar S.l.S. óviðunandi og bendir á þá staöreynd, að búvörudeildin hefur ekki skilaö réttu verði á réttum tima til sláturleyfishafa. Fundurinn álitur brýna þörf á eftirfarandi breytingum: A. Framleiðendur fái beina aðild að stjórn búvörudeildar S.l.S. og Osta-og smjörsölunni. B. Búvörudeild hafi sjálfstætt bókhald og samvinnufélögunum séu sendir ársreikningar. C. Búvörudeild greiði slátur- leyfishöfum mánaðarlega upp i seldar og greiddar afurðir, aö frádregnum hóflega áætluðum kostnaði.” Þarna er i byrjun slegið fram órökstuddri fullyrðingu, sem ekki er rétt. Sambandið selur afurðir sláturhúsanna i um- boössölu, og skiptir innkomnu söluandvirði til sláturleyfishaf- anna mánaðarlega, sem er sami háttur og C-liður ályktunarinn- ar gerir kröfur um. Varðandi liöi A-C skal á það Gleðjið með gjöf frá gullsmið Þetta er ■ — /f okkar merki MEMBER OF THE ICELANDIC GOLDSMITH ASSOCIATION Skiptið við félagsmenn bent, að skipulag þaö, sem ósk- að er eftir hjá búvörudeild, er að mestu það sama og nú er á þess- um málum. Starfandi er sérstök samstarfsnefnd sláturleyfis- hafa og búvörudeildar, og tvisv- ar á ári eru haldnir fundir með öllum sláturleyfishöfum, sem búvörudeild selur fyrir. Allar upplýsingar um sölu og kostnaö búvörudeildar liggja að sjálf- sögðu fyrir i bókhaldi hennar, sem endurskoðað er af þar til kjörnum endurskoðendum og endurskoðunarskrifstofu Sam- bandsins. Samstarfsnefndin og fulltrúar á fundum sláturleyfishafa eiga vitaskuld greiðan aðgang að þessum upplýsingum. Virðist þvi þarna hafa veriö ályktað um mál, sem menn höfðu ekki kynnt sér nægilega. FYLGIST MEÐ TÍMANUM SKOÐIÐ NÝJU Texos LJÓSSTAFAÚRIN PDR^ SÍMI B1500'ÁRMIJLATI — c^Austurstræti Stærðir 32-39 Verð kr. 4.180 Litur: Brúnn Kúreka- stígvél

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.