Tíminn - 17.12.1976, Blaðsíða 13

Tíminn - 17.12.1976, Blaðsíða 13
Föstudagur 17. desember 1976 !!<![» 13 Jarðhitasvæðið við Kröflu — Nokkrar athugasemdir við ummæli ísleifs Jónssonar , vélaverkfræðings, fró tveim rannsóknarmönnum ó Kröflusvæðinu gébé Rvik — Nýlega var stutt viðtal haft viö tsleif Jónsson vélaverkfræöing i Timanum, vegna greinar, sem hann skrifaöi um hugsanlegar or- sakir litils gufumagns i Kröflu. Vöktu skoöanir tsleifs athygli, og i nýjasta frétta- blaöi Verkfræöingafélags ts- lands, koma fram athuga- semdir viö ummæli hans eftir þau Valgarö Stefánsson og Hrefnu Kristmannsdóttur. Telja þau, aö grein tsleifs styöjist ekki viö niöurstööur rannsókna á jarðhitasvæðinu. Hér á eftir fara athugasemdir þeirra: „Ummyndun bergs á sér staö við áhrif hita, þrýstings og við efnaskipti við jarðvatn, sem seytlar um bergið. A há- hitasvæðum er hærri hiti en annars staðar og verður um- myndun þvi nær yfirboröi á háhitasvæðum en annars stað- ar. Ummyndun bergs á Kröflusvæði er aö magni til svipuð og á öðrum islenzkum háhitasvæðum, sem rannsök- uö hafa veriö með djúpborun. Rúmmálshluti útfellinga- steinda i berginu er einnig álika hár i Kröflu og á þessum svæöum. Ahrif ummyndunar á vinnslueiginleika Kröflu- svæðisins eru þvi hvorki meiri né minni en á öðrum háhita- svæðum islenzkum. Mælingar F. Björnsson. G. Tíu smásögur úr dulheimum — eftir P. Björns- son G. gébé Rvik. — TIu smásögur úr dulheimum nefnist nýútkomin bók og er eftir Pétur Björnsson Guömundsson frá Rifi. Þetta er fyrsta bók höfundar, enáöurhafa birzt eftir hann fjöldi smásagna. Eins og nafn bókarinnar ber meö sér, er hér um smásögur aö ræöa, ergreina frá ýmsum sérkennileg- um atburðum. Þar lýsir höfundur á sérstæðan hátt hinum dulbúnu verum er lifa umhverfis okkur og birtast oft, bæði i svefni og vöku. Bókin Tiu smásögur úr dul- heimum, er 116 bls. að stærö, prentuð i Vikingsprenti en höf'undur gefur hana sjálfur út. hafa sýnt, að vatnsleiðnigeta bergs á Kröflusvæði er mjög sambærileg. við vatnsleiðni- getu bergs á Nesjavallasvæð- inu. 1 þessu sambandi er rétt að benda á, að vatnsleiðni er háð bæði vatnsleiðnigetu bergsins og seigju þess vökva sem streymir um bergið. Nú hefur komið i ljós, að i tveim borhol- um I Kröflu er tvifasastreymi i berginu. Bæði vatn og gufa streymir inn i holurnar, en gufa hefur mun meiri streymimótstöðu I bergi en vatn. Massastreymi er þvi minna þarsem blanda af gufu og vatni er I bergi, en þar sem vatn streymir i vökvafasa. Hins vegar er varmainnihald gufu mun meira en vatns, og afl borholu þarf ekki nauðsyn- lega að vera litið þótt massa- streymi inn i holu sé litið. Reynsla af jarðhitasvæðum með tvifasastreymi i bergi er_ af mjög skornum skammti, og boranir i Kröflu I ár, hafa sýnt, að mjög mikillar varúö- ar á að gæta viö aö nota al- menna reynslu bormanna frá vatnsborunum við ályktun um árangur borana. Þegar gufuholu er fýrst hleypt i blástur, kemur holan yfirleitt upp með miklum lát- um, en eftir nokkurn tima, næst jafnvægisstaða milli hol- unnar og jarðhitakerfisins. Lýsing Isleifs á uppkomu holu 7 er engin undantekning frá þessari almennu reglu. Ef gert er ráð fyrir suðuhita i bergi, eru útreikningar Is- leifs um þrýstimun á heitu og köldu vatni á 1500 metra dýpi réttir. Enda má til sanns veg- ar færa, að munur á þrýst- ingi heits og kalds vatns sé forsenda þess aö jarðhita- svæði verði til. Hins vegar gerir sú fullyrðing ísleifs, að vatnsborö i holunni lækki nið- ur I 330 metra ef komið er i æö á þessu dýpi, ráð fyrir, að vatnsleiöni bergsins sé óend- anlega mikil. Slikar aðstæður I náttúrunni eru hvorki fyrir hendi i Kröflu né annars staðar. Viö ummyndun bergs á há- hitasvæðum endurkristallast frumeindir bergsins yfir i aör- ar steindir, strúktúrgrind bergsins breytist ekki. Styrk- leiki flestra bergtegunda minnkar við ummyndun, en þvi fer fjarri að aflfræðilegir eiginleikar bergsins á Kröflu- svæði séu sambærilegir við „hnoðleir”. Sú fullyrðing Is- leifs, að f jallshlíöin hafi skriö- ið niður, er ekki á rökum reist. 1 fyrsta lagi er skemmd á fo'ð- urröri i holu 3 50 metrum neö- an viö botn Hliðardals og beygja á fóðurröri i holu 5 er lOmetrum neöan við botninn á gilinu, sem holan stendur viö. I öðru lagi hefur það veriö sannreynt, að skemmdin i holu 3 er vegna lóðréttra hreyfinga en ekki skriðs. A6 lokum er rétt að benda á, að borholur i Kröflu eru ekki á miðju jaröhitasvæðinu, heldur á suðurhluta svæðisins. Til- vera stöðvarhússins og hinn skammi timi sem gefizt hefur til gufuöflunar og djúprann- sókna á svæðinu á sinn þátt I þvi hvernig staöið hefur verið að borunum. Að dæma allt jarðhitasvæðið i Kröflu út frá þeirri vitneskju, sem fyrir liggur nú sýnist okkur vera I hæsta máta óábyrg afstaða. Okkur, sem vinnum aö rannsókn jaröhitasvæðisins i Kröflu, er akkur i að fá vitneskju um allar þær hug- myndir.sem mönnum dettur i hug um þetta svæði — bæði frá leikmönnum og þeim sem bet- ur til þekkja. ísleifur hefði samt getað kynnt sér betur niðurstöður jarðhitarann- sókna á Kröflu, áður en hann birti skrif sin. — Og eins og fyrr segir, þá skrifa undir þessa grein, Val- garöur Stefánsson og Hrefna Kristmannsdóttir, sem bæði vinna að rannsóknum við Kröflu. — áþökogvegginýrraoggamalla bygginga. Nýja hússtálið er fáanlegt í ýmsum litum, lengdum og gerðum. Það er auðvelt að sníða, klippa og leggja. Hefur verió sett á allmörg hús hér á landi og líkar frábærlega vel. Verð þess er lægra en á mörgum öðrum tegundum klæðningar. Komið — hringið — skrifið, við veitum allar nánari upplýsingar. (n|a)PLANNJA Sænsk gæðavara Samband íslenzkra samvinnufélaga Innflutningsdeild Sambandshúsið Rvík sími28200

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.