Tíminn - 19.12.1976, Page 2

Tíminn - 19.12.1976, Page 2
2 Sunnudagur 19. desember 1976 Tíu þorskastrið 1415-1976 Eftir prófessor Björn Þorsteinsson sagnfræðing, fæst nú hjá flestum bóksölum. SÖGUFÉLAG Skartgripa- skrín Gott úrval. Póstsendi Magnús E. Baldvinsson, Laugavegi 8- sími 22804. ^prnillf * ,W»W\\muWfc Dönsku leirvörurnar ( úrvall Auglýsið í Tímanum borgarmál Lítið gert úr starfi hinna frjálsu félaga: Bryddað upp á mörgum nýjung- um í skóla- og æskulýðsstarf- semi í nefndaráliti, sem lagt hefur verið fram í borgarstjórn A fundi borgarstjórnar I fyrra- dag var dreift áliti samstarfs- nefndar fræösluráös og æskulýös- ráös, þar sem fjallaö er um tóm- stundastörf og skemmtanir barna og unglinga i borginni. 1 áliti þessu cr bryddað upp á mörgum nýjungum i skóla- og æskulýðs- starfsemi i Reykjavik, en athygli vekur, hve hinum frjálsu félög- um, t.d. iþróttafélögum, skáta- félögum og öörum samtökum ungs fólks er ætlað litiö hlutverk i þessu starfi. Fer hér á eftir útdráttur úr álitsgerðinni: „1 októbermánuöi 1976 var skipuð nefnd, sem i áttu sæti þrir fulltrúar frá fræðsluráði og þrir frá æskulýðsráðu. Að ósk æsku- lýðsráðs skyldi nefndin kanna, hvort ekki beri að stefna að þvi, að unglingar á skyldunámsstigi þurfi ekki að sækja skemmtanir út fyrir skólahverfi sitt. Nefndin sat fund skólastjóra og fræðslu- ráös borgarinnar hinn 11. október sl., þar sem miklar umræður urðu um þetta efni. Samkvæmt upplýsingum for- ráðamanna skólanna er mikið framboð á tómstundastarfi i efstu bekkjum skyldunámsskólanna (skóladansleikir, plötukvöld, bekkjakvöld, skólahljómsveitir, diskótek, tafl, spil, tennis, snyrt- ing, ljósmyndun o.s.frv.), þó nokkuð sé það misjafnt eftir skól- um. Varla er bætandi við fimm daga vinnuviku skólanemenda, enda gjarnan sömu áhugasömu nemendurnir, er sinna hvers kon- ar framboði á tómstundastarfi og skemmtunum meiri fyrri hluta vetrar en eftir áramót. Töluvert af þessu starfi fer fram á tóm- stundanámskeiðum þeim, er æskulýðsráð heldur i samvinnu við skólana. Auk þess er svo hluti nemenda i margs konar störfum utan skóla, svo sem tónlistar- og dansnámi, myndlistarnámi, iþróttastarfi o.fl. v Nefndin leggur til aö allt fram- boð opinberra aðila á tómstunda- starfi fyrir börn og unglinga á grunnskólaaldri verði veitt i heimahverfi þeirra (skólahverfi), svo fremi að eðli framboðs geri ekki annað fyrirkomulag sjálf- sagt (s.s. siglingar, skólagarðar og skiðaferöir). Skulu nú raktir þættir þeir, -----------------------------\ Texas Instruments TIL JÓLAGJAFA Mikið úrval HAGSTÆTT VERÐ DÓRf SÍMI 81500’ÁHMÚLAII sem nefndin telur brýnasta þörf að lögð sé áherzla á. 1. Rétt þykir að framboð á tóm- stundastarfi færist neðar i ald- ursflokka, hefjist i 10 ára bekkjum og þróist áfram, þannig aö nemendur megi und- ir leiðsögn læra að nýta tóm- stundir og þjálfast i stjórnun og ábyrgð, i þvi skyni að efla fé- lagsþroska þeirra. 2. Þar sem mestur áhugi og þörf virðist vera hjá unglingunum fyrir samkomuhald i vikulok, leggur nefndin rika áherzlu á að opiö hús og dansskemmtanir verði á föstudags- eða laugar- dagskvöldum, eins og nú er i ýmsum skólum og hefur gefizt vel. 3. Mikill áhugi virðist vera á þvi að koma á meira samstarfi milli nemenda, skóla og for- eldra um tómstundaiðju. Nefndin leggur þvi til, að reynt verði aö koma á einhvers konar frjálsu starfi i skólunum sjálf- um, t.d. á laugardögum, sið- degis eöa að kvöldi, sem for- eldrar og e.t.v. fleiri ibúar hverfanna geta tekiö þátt i. 4. Þá mælir nefndin með þvi aö könnun verði gerö á nýtingu skólahúsnæðis um helgar og frjálsum félögum i hverfunum veitt húsnæðisaðstaöa á sunnu- dögum, eftir þvi sem frekast er kostur, og að skólahúsin veröi jafnframt nýtt að sumrinu til æskulýðsstarfs. 5. Nefndin bendir á, aö állt tóm- stunda- og skemmtanastarf i skólunum þarf að vera i fullri samvinnu við nemendur sjálfa. Mælt er með þeirri tilhögun, sem i sumum skólum er þegar tekin upp, að nemendur kjósi sér fulltrúa á haustin, sem undirbúi með kennurum og e.t.v. foreldrum, fasta dagskrá fyrir hálfan veturinn i einu”. Elin Pálmadóttir (S) kynnti álitsgerðina, en siðan tók til máls PállGislason (S).Fann hann áliti samstarfsnefndarinnar flest til foráttu og kvað það minna sig á sambærileg plögg frá Póllandi, þar sem ævi barna og unglinga væri i stórum dráttum skipulögð fyrirfram. Sérstaklega fann Páll að því, hve nefndin ætlaöi hinum frjálsu félögum rýran hlut i æsku- lýðsstarfinu. Adda Bára Sigfúsdóttir (Abl) kvaðst fagna þvi, að nefndarálitið liti dagsins ljós. Sagði hún það byggt upp I anda sósialisma og þar af leiðandi væri það til fyrir- myndar. Guðmundur Magnússon (Afl) vildi stórauka félagslif i skólum borgarinnar, ekki aðeins um helgar, heldur einnig i sjálfu skólastarfinu. Þá sagði hann, að efla bæri hina frjálsu félagastarf- semi. Alfreö Þorsteinsson (F) sagðist sammála Páli Gislasyni. Taldi Alfreð nefndarálitið byggt á þeirri stefnu — sem bæði Alþýðu- bandalagið og Sjálfstæöisflokkur- inn virtust aðhyllast — að menn ættu að lifa og hrær'ast i einhverj- um skipulögðum stofnunum frá vöggu til grafar. Alfreð vék einnig að ofvexti æskulýðsráðs borgarinnar. Sagði hann, að til þess rynnu nú 100 millj. króna á ári, meöan 2-3 millj. kæmu i hlut Æskulýðsráðs rikisins. Þá var borin upp svohljóðandi tillaga þeirra Davíðs Oddssonar (S) og Ragnars Júliussonar (S): Borgarstjórn ályktar, að æski- legt sé, að skólamannvirki i öllum hverfum borgarinnar nýtist til al- hliða félagslegrar starfsemi. Samþykkir borgarstjórn að fela fræðsluráöi og æskulýðsráði, að höfðu samráði við skólastjóra og menntamálaráðuneytið, að gera tillögur um hvernig nýta megi nú- verandi húsnæði skólanna til fé- lagsstarfsemi nemenda, annarra unglinga og alls almennings i hin- um einstöku borgarhverfum. Þá skal kanna, hvort æskilegt sé að lita sérstaklega til þessara þarfa við hönnun nýrra skóla, og þá hvort breytingar þurfi að gera, til þess að skólahúsnæðið nýtist sem bezt fyrir félagsstarfsemi nem-- enda og almennings. Tillagan var samþykkt eftir nokkrar umræöur með 12 sam- hljóða atkvæðum. et Stefán Stefánsson, forseti Þjóðræknisfélagsins i Vestur- heimi, og Olla kona hans, og Kristján Arnason, forseti tslendingadagsins og Marjo- rie, kona hans, sem voru hér á tslandi i sumar með hóp af Vestur-tslcndingum, hafa beðið blaöið að óska öllum frændum og vinum hér á landi gleðilegra jóla og farsæls nýs árs og þakka ógleymanlegar móttökur á liðnu sumri.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.