Tíminn - 19.12.1976, Side 5
Sunnudagur 19. desember 1976
5
Heilsurækt
Mörgum aðferðum er beitt
til að reyna að halda likam-
anum ungum og sjúkdómum
i fjarlægð. Japanir beita
ýmsum aðferðum, sem okk-
ur koma undarlega fyrir
sjónir, en kannske getum við
eitthvað af þeim lært. Hér
koma nokkur sýnishorn:
1) Þessi náungi er 71 árs, þó
að varla megi merkja það.
Fyrir 33 árum hóf hann
sjálfsnudd, fyrst með þvotta-
stykki, siðan með skrúbb, og
nú er svo komið, að virburst-
inn, sem hann notar venju-
iega til að rifa mótorhjólið
sitt, er orðinn hans eftir-
lætisnuddtæki. Segir karlinn
að þessu mikla heislubót,
honum hafi ekki orðið mis-
dægurt siðan hann hóf nudd-
ið, og ekki er það verra, að
hann er alveg laus við
ásækni skordýra og bit
þeirra, þar eð þau vipna ekki
á húð hans.
2) Hér er sýnd lækningaað-
ferð gegn nýrnasjúkdómum,
sykursýki, magakvillum og
ófrjósemi! Aðferðin felst i
þvi að pota i kviðinn i 10 min-
útur samfieytt daglega. Ým-
ist er það gert með berum
höndum, eða með priki. Æfð-
ir potarar eru i miklum met-
um i Japan.
3) Hér sjáum við aðferð,
sem á að lækna gikt og kvef.
Kannske ættum við að reyna
hana núna, þegar margir
þjást einmitt af þessum
kvillum. Deigt handklæði er
lagt á veila staðinn, þar á er
sett hrúga af sýpruslaufum
(kannski má notast við ein-
hverja aðra viðartegund),
þar út á er hellt blöndu af
alkóhóli og lækningajurtum
og siðan kveikt i öllu saman.
Vissara hlýtur að vera að
hafa vatn við höndina ef eld-
urinn breiddist út.
4) Tómatabað, er sagt vera
hollt gegn magakvillum og
°9
manna
mein
hreinlega til hressingar.
Uppskriftin er sú, að kreista
beri safann úr 10 tómötum
úti baðvatnið (i staðinn má
nota niðursoðinn tómata-
safa, og er þá reiknað með 2
stórum dósum) 1-2 minútum
áður en farið er i baðið, og
eftir baðið er siðan 10 min-
útna nudd.
5) Ertu i sifelldri vöðva-
spennu? Þá ættirðu kannske
að reyna þessa aðferð. Fáðu
'þér flugbeitt sverð, eða
sveðju, og strjúktu egginni
varlega eftir húðinni. öðru
hverju máttu gefa smá högg
með blaðinu flötu. Þetta ku
vera gamalreynd aðferð,
sem „samurai,” japanskir
hermenn á miðöldum, við-
höfðu til að hressa sig eftir
hafa verið brynjuklæddir i
bardögum.
6) Þessi náungi stendur á
höfði og drekkur vatn úr
glasi með röri á meðan,
þrisvar á dag. Segir hann
þetta vera hollt fyrir heila-
starfsemina og blóðrásina.