Tíminn - 19.12.1976, Qupperneq 6
6
Sunnudagur 19. desember 1976
Haukagil i Hvitársiðu 1884
Ingólfur Davíðsson:
Byggt og búið
í gamla daga 153
Frá Sámsstöðum. Heybinding um 1930
Sámsstaðir i Hvitársiðu. Byggt um aldamótin
31. október sl. var birt mynd
af bænum og fólkinu á ffaukagili
i Hvitársiðu. Sigurður Jónsson
frá Haukagili og Ragnar Ólafs-
son hafa gefið upplýsingar þær
er nii fylgja um heimilisfólkið á
Haukagili árið 1884.
Myndina tók Sigfús Ey-
mundsson ljósmyndari súmarið
1884 og er hún fágætur merkis-
gripur, þvi frá þeim tima eru
mjög fáar myndir til af sveita-
bæjum, og ekki siður fyrir þaö,
að allt fólkið þekkist, sem er á
myndinni. Talið frá vinstri:
Sólveig kona ljósmyndarans en
hún var systir Daniels Daniels-
sonar dyravaröar i stjórnarráö-
inu.
Ingibjörg Arnadóttir Geirsson-
ar Vidalin húsfreyja.
Sigurður Jónsson bóndi á
Haukagili i nær fjörutiu ár,
söðlasmiður og oddviti i mörg
ár, söngmaöur góður og eignað-
ist fyrsta orgel i Borgarfirði.
Sigurður var sonur Jóns prests
Benediktssonar á Svalbarði i
Þistilfirði og Guðrúnar Korts-
dóttur frá Möðruvöllum i Kjós.
Margrét Helgadóttir. Foreldrar
hennar voru Helgi Böðvarsson
og Guðrún Sveinsdóttir á Háa-
felli, Bæ. IV bls. 328. Bróðir
hennar var Guðjón i Laxnesi
faðir Halldórs Laxness. Mar-
grét varð önnur kona Einars
Ingjaldssonar formanns á
Bakka á Akranesi en dó ung.
Helgi faðir Margrétar þá
kaupamaður á Haukagili, ann-
ars vinnumaður i Fljótstungu.
Foreldrar hans voru Böðvar
Jónsson og seinni kona hans
Margrét Þorláksdóttir.
Pétur Illugason kaupamaður,
kallaður Pétur stóri eða Pétur
sterkiættaður af Seltjarnarnesi.
Um hann er minnst vitað.
Jón Sveinsson ráðsmaöur, hann
annaðist fjárhirðingu og þótti
frábær við það starf og
einn þarfasti maður heimilisins
og annálaður sem slikur.
Bjarni sonur Jóns þá vinnumaö-
ur á Haukagili Bæ. I 352.
Þóra Guðmundsdóttir vinnu-
kona, foreldrar hannar voru
Guðmundur ólafsson skipa-
smiðs Péturssonarog kona hans
Kristin Jónsdóttir.
Málfriður Benjaminsdóttir, hún
sá um innanbæjarstörfin
mjólkurvinnslu o.þ.h. Foreldrar
hannar voru Benjamin Auðuns-
son og Guöný Asmundsdóttir.
Málfriöur var amma Sigurðar
Jónssonar frystihússtjóra i
Borgarnesi. Benjamin var bróð-
ir Björns Blöndal sýslumanns
Húnvetninga.
Vigdis Jónsdóttir frá Norö-
tungu, siðar kona Sigmundar
Guðmundssonar i Görðum viö
Akranes.
Guðný Jónsdóttir kom átján ára
að Haukagili og var þar alla
ævi, og dó þar um sjötugt. Hún
vann Haukagilsheimilinu af
mikilli trúmennsku og dugnaði.
Guðný var hálfsystir Grims
Jónssonar sem úti varð 1883. Bæ
III 80.
(á myndina vantar Jón Sigurös-
son siðar bónda á Haukagili).
Sámsstaðir á Hvitársiðu hafa
lengi verið þingstaður Hvitár-
siðuhrepps. Hér er mynd af
gamla Ibúðarhúsinu, en það var
reist rétt eftir aldamótin 1900.
Litum lika á heybindingu á
Sámsstöðum, kringum 1930. Búið
er aö velta bagganum og verið
að gera lykkjurnar. Eftir að
taka utan af. Ibúðarhúsið aö
Neðranesi i Stafholtstungum
var byggt um 1915.
Frá Neðranesi um 1915