Tíminn - 19.12.1976, Page 10

Tíminn - 19.12.1976, Page 10
10 Sunnudagur 19. desember 1976 Ungt skáld í stórum Halidór Laxness: ÚNGUR ÉG VAR. Helgafell Reykjavik 1976 243 bls. 1 þessari bók er ekki tekinn upp þráður frá minningum Halldórs Laxness, 1 túninu heima. Þeirri bók lauk þannig, eins og lesendur muna, að drengurinn i Laxnesi kvaddi bernsku sina og fór til Reykja- vikur tólf ára gamall. Úngur ég varsegir tiðindi af þessum pilti nokkrum árum siðar. Bókin hefst sumarið 1919 „þegar danska dampskipið ísland lét úr reykjavikurhöfn einn hásumar- dag nær miöjum aftni þegar ég var sautján ára. Ég er sestur við þetta göfuga danska mat- borð aö leggja á stað úti þennan fræga heim. Fyrsta bókin min Barn náttúrunnar var aðeins ókomin út, ég hafði ekki mátt vera að biða eftir að sjá hana á prenti, þvi heimurinn kallaði: var orðinn órólegur að biða”. Bókin segir siðan af þvi hversu skáldinu unga reiðiraf á sinni fyrstu ferð á vit heimsins. Mestur hluti sögunnar gerist i Kaupmannahöfn: nokkuð þó i danskri sveit og einnig berst sögumaður til Sviþjóðar. í upp- hafi sögu er þessi „dulklæddi krakki” meðal landa á skipsfjöl og er brugðið upp mynd af nokkrum þeirra með örfáum orðum, til dæmis Hallgrimi Kristinssyni. En brátt stigur skáldið á land i Höfn „með ólg- andi ljósgult kúnstnerhár og heiðblátt silkislifsi útá axlir, i nýjum skraddarasaumuðum sjakket, gráteinóttum buxum eftir tiskunni, og þarofán á gul- um skóm. Það var starað á fyrirbrigðið úr öllum áttum”. En fyrsta verk unga mannsins þegar hann hefur fengið sama- stað I borginni verður að láta prenta hundrað nafnspjöld meö svofelldri áletrun: Halldór frá Laxnesi. Poeta. Halldór kynnist fljótt ýmsum löndum i Danmörku. Svo vill til að sumarið sem hann kemur til Hafnar andast Jóhann Sigur- jónsson. Ummæli Halldórs um Jóhann eru nokkuð blandin eins og fleira sem hér segir af skáld- um. En þar sem hann stendur yfir moldum skáldsins frá Laxamýri er honum ekkert fjær „en fyrirætlanir eða tilburðir um að feta i fótspor Jóhanns Sigurjónssonar sem höfundur á dönsku.” Lesandinn verður auðvitað að taka til greina þessa afdráttar- lausu yfirlýsingu skáldsins eftir liðlega hálfa öld. Arið 1919stóöu Gunnar Gunnarsson og Guö- mundur Kamban eftir af þeim skáldum sem upp úr aldamót- um hófu að skrifa á dönsku. Jó- hann féll fyrir aldur fram, og Jónas Guðlaugsson var einnig horfinn ungur af vettvangi. Auðvitað er tómt mál aö gera þvi skóna sem ekki varð. Við getum reyndar ekki hugsað það til enda að Halldór Laxness hefði snúið sér að ritstörfum á erlendu máli. Er þó svo að sjá sem það hefði verið honum leik- ur einn: danskir mennta- frömuðir telja hann skrifa „per- fekt dönsku”. En hann gerði ekki annaö i þessa átt en selja dönskum blöðum smásögur begar fjár þurfti við. Úngur ég var greinir frá ári i lifi skáldsins, kynnum hans af mönnum og bókum, ritstörfum hans og lifsháttum. Likt og i bernskuminningunum er blandað saman viö hugleiðing- um Halldórs um ýmiss konar menningarsöguleg atriði, til að mynda kristindóm, spiritisma og austræna speki. Þaö tengist heimi bókmenntir Halldór Laxness. Þórbergi Þórðarsyni sem kem- ur hér töluvert við sögu þótt hann sé „utan sviðs”. Um margt af slikum athugasemd- um má segja að lesendum Hall- dórs koma þær kunnuglega fyrir sjónir. Andúð hans á lúterstrú og spiritsma hefur aldrei farið leynt. Hann fjallar nú í kæru- leysilegum tón um glundroða i trúarskoðunum Islendinga á þessum árum: „Það var hlegið að gömlum og góðum lúters- trúarmönnum einsog Sigurbirni i Asi sem gaf út Bjarma, og munaði litlu að Sherlock Holm- es yrði frelsari tslands, því höf- undur hans Arthur Conan Doyle var kominn i dýrlingatölu hjá okkur fyrir að hafa séð og mælt málum fjölda upprisinna manna frá dauðum: frelsarinn var nú kominn einhverstaðar útundir vegg einsog ónýtt am- boð.” Svona stilshátt þekkjum við lesendur Halldórs: hér er á ferð laxnessk tilfyndni. En af þessu tagi eru ýmsar athugasemdir bókarinnar: andrikt stofuspjall. Mataræði og drykkjuvenjur ræðir höfundur einnig en skemmtilegasta lýsing bókar- innará borðhaldi iDanmörku er kaflinn um það þegar Halldór og Jón Pálsson fá kaffi og vini- brauð I „frúkostskýli eyrar- kalla” i Höfn siðla nætur, litlu eftir „stund úlfsins”: „Svona skemmtilega nótt og unaðs- legan morgun held ég einginn beri gæfu til að lifa nema hann sé sautján ára: og timinn ári eftir lok fyrra striðs”. Þessi tónn, sóttur i djúp minninganna, hljómar miklu sjaldnar i nýju bókinni en bernskuminningum Halldórs. Það er ofureðlilegt. Hér er „heimurinn” farinn að seilast inn I lif skáldsins með úr- lausnarefni sem krefja hann um afstöðu. Hann hefurýmislegt að segja um höfunda sem hann las, til að mynda Strindberg og Hamsun. Konene ved vandpost- en eftir þann siðarnefnda tætti Halldór sundur i ritdómi i Morgunblaðinu átján vetra, en viðurkennir nú að þessi saga sem honum þótti svo andstyggi- leg hafi verið betur skrifuð en aðrar bækur sem hann haföi les- ið á þeirri tið. En hér má sjá dæmi þessi hvernig ýmiskonar öfl toguðust á um hug þessa unga manns. Ummæli Halldórs um séra Matthias og Einar Benediktsson eru liklega til að vekja athygli og andmæli: þaö hefur reyndar komið þegar i ljós. Iðja Einars var, að sögn Halldórs, oft i þvi fólgin að „smiða tröllaukin ilát utanum loft,. volduga minnis- varða yfir sosum ekki neitt”. Og . eitt mesta og metnaðarfyllsta kvæði Einars, Útsær, hefur ævinlega verkað á Halldór sem „viðhafnarmikið bull”. Það er að v'.?u ástæðtilaust fyrir unnendur Einars að !áta sér bregða við orð eins og þessi. Þaú segja lítið um Einar, en varpa ljósi á smekk og hugsunarhátt Halldórs. Hann viðurkennir sjálfur að Matthías og Einar hafi ekki náð til hans, „en ekki var það þeim að kenna heldur sjálfum mér.” Og i rauninni er ekkert eðlilegra en skáld á nýrri öld hrindi frá sér af afli þunganum af návist hinna öldruðu stórskálda. En ummæliHalldórseruá sinn hátt til marks um áhrifamátt Einars Benediktssonar. Um hann safnaðist hirð sem dáði hann öðrum skáldum meira, en kveðskaparstill hans og háspeki var eitur I beinum annarra. Að visu ættu dómar manna að hafa jafnazt þegar hér er komið. A þeim tima sem segir af I bókinni er Halldór að fást við skáldsögu af einyrkjanum Þórði i Kálfakoti. Brot úr henni birtist reyndar I Nokkrum sögum 1923. En þessu verki varð aldrei lokið I þeirri mynd. Samt lifir Þórður: „eftir sextán ár reis hann alskapaður og endurbor- inn i Bjarti i Sumarhúsum 1935.” Fengur er að þeim þátt- um úr sköpunarsögu Sjálfstæðs fólks sem hér getur að lesa. Og það kennir stolts i máli Halldórs þegar vikur að þessu mikla verki. Vel fer á þvi að hann lýk- urfrásögninniafþvimeð oröum Hallgrims i formála Passiu- sálmanna: Það verður dýrast sem lengi hefur geymt verið og gefur tvöfaldan ávöxt i hentug- an tima framborði. Still Halldórs i þessari bók, áreynslulaus og streymandi, hefur verið að mótast I siðustu verkum hans. Þessi' ritháttur, lagaður að fyrirmyndum alþýð- legrar frásagnaraðferðar á sér órofa framhald frá Innan- sveitarkroniku þótt þaðan megi rekja þráðinn greinilega aftur i Brekkukotsannál. Þessi ein- faldi, frjálslegi still, með keim af munnlegri ræðu, er Halldóri nærtækur nú þegar hann lætur hugann reika til liðinna daga. Og höfundi tekst aö gæða frá- sögn sina dýpt sem honum er lagið: ég bendi á lokakaflann um heimkomu og endalok Jóns frá Hlið. Úngur ég var er að visu ekki heillandi lestur á borð við bernskuminningar skáldsins. Tónninn breytist þegar vikið er frá hinnisælu tið i túninu heima. En þessi bók, með svipmyndum sinum og hugleiðingum, verður lesendum Halldórs kærkomin eigi að siður. Allt sem varðar feril hans er framlag til Is- lenzkrar menningarsögu. Gunnar Stefánsson PAG-sólbekkir fyrirligg jandi Lengd 4,5 m,25 cm og 30 cm breiddir. Litir marmari, grænt, grátt og teak Verðið er mjög hagstætt. Þ. ÞORÐRÍMSSON & CO Ármúia 16 — Sími 38640 Hjúkrunarfræðingur og Ijósmóðir óskast að Sjúkrahúsinu á Blönduósi sem fyrst. Upplýsingar gefa yfirlæknir eða yfir- hjúkrunarkona i sima 95-4207. villta vestrinu, en nú eru þeir ekki á höttunum eftir kvikfé, — heldur kaktusum. Kaktusþjófnaður er ekki siður gróðavænlegur en nautgripa- þjófnaðurinn var á slnum tima, enda kveður svo rammt að hon- um, aö sérlögregluliði hefur verið komið upp til að gæta þessara einstæðu jurta. Richard A. Countryman er foringi þessa lögregluliðs, sem hefur fimm vöskum mönnum á að skipa I baráttunni viö ræningjana. Slungnir ræningjar geta haft upp allt frá fjörutiu þúsund dölum upp I hundrað þúsund dali á ári með þvi að stela kaktusum og selja þá. En hvers vegna er kaktus- þjófnaður orðinn svona ábáta- samur? • Jú, auðugt fólk um heim allai þyrnum settu jurt athygli og er fústtilaö greiða fyrir hana stór- fé. Meira að segja er hún orðin stöðutákn I Japan og mörgum Evrópulöndum. Margar tegundir eru til af kaktusum, en einna vinsælastur t.d. i Japan og Hollandi er risa- kaktusinn, sem getur orðið fjörutiu til fimmtiu fet á hæð. Handan hafs selst hann á um fimmtiu dali fetið, og jafnvel i Arizona fer það á tiu dali. Aðrar tegundir eru dýrari og kosta upp i hundrað dali en algengt verð er fjörutiu til sjötiu og fimm dalir. Ræningjarnir vaða nú uppi um allt Vestrið, vopnaðir skófl- um og strigapokum. I Arizona eru lög frá 1929, em kveða á um verndun meira en tvö hundruð trjáa og plantna, og er aðeins heimilt að flytja þær eða taka starfi, — og þess vegna stöðva refsingarnar ekki þjófnaðina,” segir Countryman. „Þaö eru haröfengnir piltar, sem einskis svifast, sem eru i þessum bransa.” Risakaktusnum hefur farið ört fækkandi á siðustu árum, og ermiklum þurrkum um að kenn, en einnig þvi að meira land hefur verið brotið til ræktunar. Þá taka ræningjarnir litlar, ungar plöngur sem myndu að öðrum kosti fjölga sér á eyði- mörkinni. Donald Ducote, safn- vörður við grasafræöideild Arizonasonora safnsins segir að margar kaktus-tegundir séu komnar á lista yfir plöntur, sem eru að hverfa og verði ekki eitt- hvað gert fljótlega munu enn aðrar bætast i hópinn. (JB þýddi)

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.