Tíminn - 19.12.1976, Blaðsíða 29
Sunnudagur 19. desember 1976
ILWM
29
Ölvaður tannlæknir
veldur dauða tveggja manna
Dæmdur til að
veita eldri
borgurum ókeypis
þjónustu
Tannlæknir nokkur, sem und-
ir áhrifum áfengis varö valdur
að dauða tveggja ungmenna
með gáleysislegum akstri, var
fyrir skömmu dæmdur til aö
gefa öldruðu fólki kost á ókeypis
tannlæknisþjónustu, einn dag i
viku i heilt ár.
— Það er enginn vegur að viö
getum lifgað þessar manneskj-
urafturþótt viðvildum, — sagði
dómarinn A1 Yencopal, er hann
kvað upp þennan óvenjulega
dóm yfir dr. Edgar Mays, — en
ef til vill getum við notað hæfi-
leika þina til góðs og gert eitt-
hvaö gott úr þessum harmleik.
Yencopal sagði að Mays, sem
viðurkenndi að hafa óviljandi
oröið valdur að manndrápi, gæti
hafa hlotið allt að tiu ára fang-
elsisvist, en bætti hann við, það
ersvo mikill fjöldi af eldra fólki,
sem þarf á tannlæknisaðstoð aö
halda, en getur ekki veitt sér
það vegna mjög takmarkaðra
fjárráöa.Ogégvilaðþessu fólki
sé hjálpaö.
Mays samþykkti að eyða ein-
um degi á viku i eitt ár við að
veita hverjum þeim eldri borg-
ara sem kæmi á stofuna til hans
ókeypis þjónustu. Meira að
segja skuldbatt hann sig til að
útvega þeim ókeypis falskar
tennur og góma. Samkvæmt út-
reikningum hans getur þessi
ókeypis læknisþjónusta verið
þrjátiu og fimm þúsund dala
viröi eftir áriö.
Dómarinn sagði ennfremur,
að Mays yrði að sjá um það að
koma þvi á framfæri viö eldra
fólk að það ætti kost á ókeypis
tannlæknisþjónustu, meöal ann-
acs með þvi aö senda út tilkynn-
ingar á elliheimili i suöaustur-
hluta Washington-borgar. Hann
sagðist vilja sjá biðstofu Mays
þéttsetna af eldra fólki einu
sinni i viku og hann myndi sjálf-
ur koma við hjá honum og
kanna málin. Hann bannaði lika
Mays að bragða áfengi á
reynslutima sinum, sem er f jög-
ur ár.
Mays játaði að vera valdur að
dauða Freds og Dicie Hanes,
báðum tuttugu og sjö ára að
aldri, en þau létust i mai slðast-
liðnum, þegar bill hans lenti á
bifhjóli sem þau voru á.
„Það finnst engin mælistika,
sem mælt getur hryggð skjól-
stæðings mins og þá sekt sem á
honum hvilir sem afleiöing af
þessum atburði sagði lögfræð-
ingur Mays réttinum. Misgjörð-
ir hans voru ekki . gerðar af
ásettu ráði. Hann mun bera
merki þessa hörmulega atburð-
ar þar til hann mætir skapara
sinum.”
Mays sjálfurhefur ekki viljað
gefa neinar yfirlýsingar i sam-
bandi við þennan sérstæða dóm
En frú Rex Vaught, fram-
kvæmdastjóri elliheimilis i
borginni ræður sér ekki fyrir
kæti. Þetta er dásamlegt segir
hún. Við vitum öll aö kostnaður
við tannlæknaþjónustu er allt of
hár til að margir eldri borgarar
i þjóðfélagi okkar geta veitt sér
hana. Ég þakka Yencopal dóm-
ara fyrir þennan visa dóm.
(Þýtt J.B.)
Mynd sú, sem fyigja átti
greininni Söguleg mynd I mið-
vikudagsbiaöi Timans, varö af
vangá viðskila. Hún er af
Bjarna M. Gislasyni, er hann
flutti fyrirlestur þann, erhann
nefndi Edda og Saga i danska
útvarpið 1. nóvember 1938, en
þar reifaöi hann fyrstur
manna þá hugmynd, aö Danir
færöu íslendingum aö gjöf þau
fornbókmenntahandrit ís-
lenzk, er varöveitt væru i
dönskum söfnum.
Til
ömmu
Ert þú í vandrœðum
með hvað á
að gefa?
Cý
f I eiginmannsins IfiSkð ,
] ’ ginkonunnar
. Ti ei
Til pabba
Til mömmu
Líttu við
hjá okkur.
vörur fyrir alla — verð fyrir alla
lEKK^
KRISMLL
Laugaveg 15 sfmi 14320
Hí húk eftir Eiiúrúm Helgadóttiir Mta/
Mkam m Jðn OM og J6H Biarm
Guðrún Helgadóttir
íafahúsi
í afahúsi
Þetta er sagan um Tótu litlu, átta ára óvenju-
lega bráðþroska telpu, og fólkið í afahúsi,
mömmu hennar og pabba, systkini, afa og
ömmu. Og á hinu leitinu er skólinn, þar sem
margt þertil tíðinda, og fólkið í götunni. Sagan
lýsir fjölþættu iðandi mannlífi, þar sem ekki
skortir skemmtileg atvik né hnyttin tilsvör frem-
ur en í fyrri bókum Guðrúnar.
Báðar bækurnar um Jón Odd og Jón Bjama eru komnar út í nýjum útgáfum og fást nú aftur hjá bóksölum
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
c
AUGLYSIÐ I TIMANUM
J