Tíminn - 19.12.1976, Page 33

Tíminn - 19.12.1976, Page 33
 Sunnudagur 19. desember 1976 33 hvað listræn garðyrkja er. En hvers virði er þetta allt, þegar enginn getur treyst þeim, sem riki eða heild. Þeir gefa fögur loforð, en þeim dettur vist ekki i hug að standa við gefin loforð, eða gerða samninga. Af dýrkeyptri reynslu höf- um við Englendingar lært að treysta i engu loforðum þeirra en fara með þá i viðskiptum eins og falleg, óstýrilát börn, eins og þeir eru i raun og veru,” endaði ofurstinn loks þessa löngu ræðu. Þannig lágu þeir vinirnir og mösuðu saman langt fram á nótt. Þessi trúnaðar- samtöl þóttu Árna ákaf- lega „spennandi”, og hann kveið fyrir þvi, að eiga nú bráðum að slita samvistum við þennan göfuga frænda sinn. 7. Árni hafði samið þannig við varðmennina að hann skyldi þessa nóttina vera á verði frá klukkan fjögur til sex. Nokkrum minútum fyrir klukkan fjögur kom varðmaðurinn og vakti hann. Nóttin var hlý, heiður himinn og stjörnubjart, en ekkert tunglsljós. Úti var dauðaþögn og dimmt. öll dýr skógarins höfðu lagzt til hvildar og jafn- vel skordýrin voru hætt að suða. Árni gekk nokkra hringi i kringum tjöldin. Allt var svo frið- sælt og kyrrt. Engin hreyfing og ekkert hljóð barst að eyrum hans. Þessi næturvarzla virt- ist alveg óþörf, hugsaði Árni. Þessi Evrópumað- ur i Bender Abbas, sem ráðlagði þeim að fara hingað, hafði lika sagt, að hér væri hættulaust. Aldrei hafði heyrzt neitt um upphlaup eða grip- deildir á þessum stað. En hvað um það. Árni hafði tekið að sér að vera á verði og hann skyldi gera skyldu sina. Þrátt fyrir það að hann taldi þetta þarflaust. Hann gekk ennþá nokkr- ar ferðir umhverfis tjöldin. Það var svo kyrrt að hann heyrði andardrátt og lágar hrotur fólksins inni i tjöldunum. Hann tyllti sér niður á trjástofn. Við beltið hékk marghleypan hlað- in. Hann tók á henni, til að fullvissa sig um að hann væri með hana. Allt var svo friðsælt, kyrrt og dimmt. Árni dottaði i sætinu. Allt i einu hrökk hann upp við sviðandi sár- sauka á hálsinum. Hann greip um hálsinn með hendinni og fann að ,,lasso” eða kastlina hafði vafizt um hálsinn og þrengdi hræðilega að andardrættinum. Árni varð máttvana og tryllt- ur af hræðslu. Hann rak upp hálfkæft angistaróp, um leið og sterkri hendi var gripið um kverkar honum, handleggjum svipt aftur fyrir bak og þrælfjötraðir saman. Allt hafði þetta gerzt á svipstundu og Árni áttaði sig ekki fyrr en hann stóð þama reyrður i fjötra og hafði ekki einu sinni getað snert marghleypuna. Neyðaróp Árna hafði vakið ofurstann. Hann svaf alltaf laust. Hann þau út i tjalddyrnar með marghleypuna spennta, en áður en hann hafði hleypt af einu einasta skoti, hneig hann niður helsærður, þar sem margar kúlur úr marg- hleypum upphlaups- manna höfðu hitt af stuttu færi. Nú komu hermennirn- ir þjótandi út úr sinu tjaldi en þeir fóru sömu för. Tveir þeirra hnigu niður steindauðir, en sá þriðji helsærður og dó rétt strax. Enginn þeirra hafði komið nokkurri vöm fyrir sig. Allt gerðist þetta á fáum augnablikum. Árásin hafði verið vel undirbúin. Glæpamenn- imir höfðu kynnt sér vel fyrirfram og vitað að nú var aðeins eitt dauðsyfj- að ungmenni á verði. Og nú lágu þarna fjögur lik. Stúlkurnar höfðu vaknað við skothriðina og Kitty greip gaslugt- ina og lýsti i kringum tjaldið. Sá þá Berit, að ofurstinn, frændi hennar lá hreyfingarlaus i blóði sinu utan við tjaldið. Hún hljóp til hans. lyfti blóðstokknu höfðinu og hrópaði: „Vilhjálmur frændi! Vilhjálmur frændi!” En Vilhjálmur frændi gaf ekkert hljóð frá sér. Þá skildi Berit það að hann var dáinn. Vilhjálmur frændi myndi aldrei svara henni framar. Hjartað hans mikla og hugprúða var hætt að slá. Hann hafði verið myrtur. Myrtur úr launsátri af svikurum og upphlaups- mönnum, ásamt þremur mönnum sinum. Og Ber- it leit upp társtokknum augum. Hvar var Árni? Jú, þarna stóð hann i böndum með hendurnar budnar fyrir aftan bak og héldu honum tveir sterklegir hörundsdökk- ir menn. Ámi brauzt um af öllum kröftum. Hann vildi komast þangað sem Berit var. Hann vildi vera hjá frænda sinum, þótt hann væri dáinn. Frændi hans, sem hafði verið þeim sem faðir siðustu mánuðina. Honum fannst sem þau hefðu misst föður sinn i annað sinn. Árni beit á jaxlinn en þessir vöðva- stæltu, þeldökku menn héldu honum i heljar- greipum. Hann var þrot- inn að kröftum. Nú voru þau systkinin aftur ein- mana i ókunnu landi. Enginn vissi, hvar þau voru. Enginn gat veitt þeim hjálp. Þau voru alveg á valdi þessara ræningja. Berit fékk ekki að sitja lengi óáreitt hjá liki frænda sins. Hestar voru leiddir fram. Árni, frú Curgon og Kitty voru þegar komin á hestbak. Böndin höfðu verið leyst af Árna, en nú var hann fjötraður ofan i knakk- inn og fætur hans bundn- ir undir kvið á hestinum Nú þrifu ránsmennirnir ruddalega i Berit og fleygðu henni á hestbak. Tjöldin og farangur all- ur var bundinn i bagga og látinn á aðra hesta og svo var þeyst af stað út i myrkrið, eitthvað upp i hálendið. Á árbakkan- um lágu likin f jögur eins og mennirnir höfðu fall- ið á dauðastundinni. Þau biðu þess að ránfuglar og villidýr rifu þau i sig. Þetta var hinn 14. mai 1913.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.