Tíminn - 19.12.1976, Síða 35

Tíminn - 19.12.1976, Síða 35
Sunnudagur 19. desember 1976 35 Vinnuveitendasambandið lýsir sig reiðubúið til viðræðna um kjaramdlin Timanum hefur borizt eftir- farandi samþykkt fram- kvæmdastjórnarfundar V.S.f. — Fyrir rúmu ári, nokkru áður en samningaumleitanir aðila vinnumarkaðarins hófust, gerði fram kvæmdast jórn Vinnuveitendasambands Is- lands sérstaka samþykkt, þar sem sambandið lýsti sig reiðu- búið til að hefja þá þegar viöræður við verkalýðshreyf- inguna og rikisstjómina um ástand og horfur i efnahags- og kjaramálum þjóðarinnar. Var tekið fram i samþykkt Vinnu- veitendasambandsins, aö miklu varðaði, að sameinazt yrði um samræmt átak i efnahags- og kjaramálum, jafnframt þvi, semsúskoðun varlátini ljós, að heildarlausn yrði ekki við kom- iö, nema með samvirku sam- ráði og ákvörðunum aðila vinnum.arkaðarins og rikis- valdsins og mætti engan tima missa i þeim efnum. Framkvæmdastjórn Vinnu- veitendasambands Islands vill nú, 14 mánuðum siöar, itreka þá stefnu, sem fólst i fyrrgreindri ályktun, og lýsir yfir þvi, að Vinnuveitendasambandið er hvenær sem er reiöubúið að hefja viðræður um þá skipan kjaramála, sem taka skuli við að gildistima núverandi samn- inga útrunnum. Þótt útlit sé fyrir, að umskipti séu að verða til hins betra i efnahagsmálum þjóðarinnar, þá er langt i frá, að þjóðarskút- an hafi rétt við. Verðbólgan verður 25-30% á árinu 1976, viðskiptahallinn er enn tæp 4% af þjóðarframleiöslu og greiöslubyröi erlendra skulda er talin verða um 17% af út- flutningstekjum á þessu ári og gæti enn farið vaxandi á næstu árum. Þá er á næsta ári i bezta falli þess að vænta að halda þeim viöskiptakjarabata, sem fram er kominn. Og þrátt fyrir hækkun útflutningsverðlags á sjávarafuröum, hafa tilkostn- aðarhækkanir innanlands og utan verið slikar, aö Þjóðhags- stofnun segir i nýútkomnu yfir- liti sinu, „Úr þjóðarbúskapn- um”, að það sé áhyggjuefni, að lengra hafi verið gengiö i hækk- un tekna i sjvarútvegi, en jafn- vel hækkandi verölag afuröa leyfi. Nýjustu verðhækkanir freð- fisks á Bandarikjamarkaði skipta hér engum sköpum, þar sem markaðshækkanir og gengissig hafa ekki haft við inn- lendum hækkunum og þvi komið i hlut Verðjöfnunarsjóðs aö tryggja frystihúsunum hærra útflutningsverö fyrir fram- leiðsluna en markaösverð hefur gefiö tilefni til. Sjóðurinn er tómur og mun þessi veröhækk- un þvi öll ganga til aö jafna nú- verandi halla hans, en ekki renna til fiskvinnslunnar. A nýafstöðnu þingi Alþýöu- sambands íslands var gerð ályktun, þar sem þvi er slegiö föstu, að fullar efnahagslegar forsendur séu nú fyrir hendi til þess að stórbæta almenn launa- kjör og að óhjákvæmilegt sé aö hækka verkalaun mjög mikiö þegar i næstu kjarasamningum. Þessi samþykkt þingsins er þeim mun merkilegri þar sem Alþýðusambandsþing itrekaði jafnframt þá grundvallarkröfu að dregið verði úr verðbólgunni, enda er fullyrt i ályktun þings- ins að byrðunum af verðbólg- unni sé sifellt velt af fullum þunga yfir á heröar alþýðunnar. Þvi miður verður ekki á þessu sviði fremur en öörum bæði sleppt og haldið. Það kann engan veginn góðri lukku að stýra að gera hvort tveggja i senn að fordæma veröbölguna og setja fram kaupkröfuhug- myndir, sem verka myndu eins og olia á verðbólgubálið. Þjóðhagsstofnun bendir á það i fyrrgreindu yfirliti sinu, að ef von eigi að vera til þess að draga úr hraöa veröbólgunnar á næsta ári og koma jafnframt stöðunni út á við i viðunandi horf, þurfi að fara saman hóf- legar tekjuákvarðanir um mitt næsta ár og aðhald i útgjöldum hins opinbera og lánveitingum. Aðilar vinnumarkaðarins verða að taka höndum saman um að forða þjóðinni frá nýrri ver ðbólguholskeflu vegna þeirra skelfilegu afleiðinga, sem af henni kynnu að hljótast. Dalvík: Fyrsta rakarastofan opnuð gébé Rvik. — Nýlega opnaði Jón Baldvinsson rakarastofu aö Goöa- braut 11 á Dalvik. Rakarastofan sem er hin glæsilegasta, mun vera sú fyrsta sinnar tegundar á Dalvik, svo nú þurfa Dalvikingar ekki lengur að fara inn á Akureyri til að losa sig við hárlubbann. Meðfylgjandi mynd sýnir Jón Baldvinsson snoða einn fyrsta viðskiptavininn á hinni nýju stofu. sem heldur verðgildi sínu, oggeturfært ágandanum veglegan nappdrœttisvinning _ _ Dregið 10 sinnum um 598 vinninga að upphceð 20 milljónir króna, í fyrsta skipti 10. febriiar n.k. HappdrætásskuJdabréfin em til solu nú. Þau fást í öílum bönkum og sparisjóóum og kosta 2000 krvnur. IÉI SEÐLABANKI ISLANDS

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.