Fréttablaðið - 16.01.2006, Blaðsíða 2
2 16. janúar 2006 MÁNUDAGUR
Ódýr laserprentari
Tilboð: kr. 9.900,-
Verð áður: 16.900
Brother HL-2030
Fallega hannaður laserpren-
tari. Fer vel á borði eða hillu.
• Prentar 16 bls. á mínútu
• 8 Mb minni
• Upplausn 2400 × 600 dpi
• Windows og MacOS
• USB tengjanlegur
• 250 bls. pappírsskúffa
• Einföld uppsetning
Brotherlasertæki eruöll með 3ja ára ábyrgð
ANDLÁT Maðurinn sem lést í umferð-
arslysi á Sæbraut í Reykjavík á
föstudagsmorg-
un hét Pétur Sig-
urðsson.
Pétur var tæp-
lega sextugur
kjötiðnaðarmað-
ur og strætóbíl-
stjóri, fæddur
27. janúar 1946.
Hann var til
heimilis að Geit-
landi 8 í Reykjavík og lætur eftir sig
eiginkonu og uppkomin börn. ■
Pétur Sigurðsson vagnstjóri:
Lést á föstudag
í umferðarslysi
PÉTUR SIGURÐSSON
������ ��������� ���� ������
��������� �� ���������� ������ ��
������������������������������
������������������������������
���� ������ ������ ������ �����
�����������������������������
�������� ���� ��������� �������
��� ������� ��� ������� ������ ����
���� ����� �������� �������� ���
���������������������� �����
������������������������������
��� ��� ������ ����������� ������
������� �������������� ��� ����
����������������������������������
�������� ��� ���������� ���� ����
���������������������������������
������������������������������
�� ����� ��������� �����������
����� ������ �������������� �����
������������������ ����� ����
��������
���������
BJÖRGUN Björgunarsveitir á Suð-
urlandi urðu að fara eftir tveimur
jeppum sem festust í óbyggðum í
fyrrinótt.
Um klukkan þrjú um nóttina
brotnaði ís undan jeppa sem var við
Gýgjarfoss norðan Kerlingafjalla
og sat hann þar fastur. Ekki náðu
förunautar að draga bílinn upp svo
kallað var á björgunarsveitarmenn
til aðstoðar sem náðu bílnum upp
um morguninn. Á Haukadalsheiði
festist svo annar jeppi en hann var
öllu fyrr kominn til byggða. - jse
Björgunarsveitir á Suðurlandi:
Jeppar fastir
í óbyggðum
Bílvelta í Borgarfirði Ökumaður
missti stjórn á bifreið sinni þegar hún
rann til á hálum veginum í Norðurárdal
og valt. Slysið varð um klukkan tvö í
gærdag. Ökumaður slapp ná teljandi
meiðsla en bifreiðin er talsvert skemmd.
Lögregla á eftir hrossum Lögreglan
á Akranesi varð að smala hrossum sem
hlaupið höfðu yfir grindahlið um klukk-
an þrjú í gærdag og komist að veginum
milli Akraness og Hvalfjarðarganga öku-
mönnum til hrellingar. Að sögn lögreglu
gekk vel að koma hrossunum fyrir innan
girðingar.
LÖGREGLUFRÉTTIR
ÍRAK, AP Rizgar Mohammed Amin,
yfirdómari í réttarhöldunum gegn
Saddam Hussein, fyrrverandi for-
seta Íraks, hefur sagt af sér.
Írakski stríðsdómstóllinn á
enn eftir að ákveða hvort fallist
verði á uppsögnina. Amin sagði af
sér af persónulegum ástæðum að
sögn dómstólsins, en ekki vegna
þrýstings frá stjórnvöldum. Rétt-
arhöldin munu hefjast á ný þann
24. janúar þrátt fyrir óvissuna
varðandi þátttöku Amins.
Margir telja að dómarinn hafi
sagt upp vegna gagnrýni í hans
garð um að réttarhöldin yfir
Saddam hafi farið úr böndunum.
„Ein ástæðan fyrir uppsögn hans
eru yfirlýsingar frá ráðamönnum,
meðal annars frá dómsmálaráð-
herranum, þar sem hann er gagn-
rýndur fyrir frammistöðu sína í
réttarsalnum,“ sagði starfsmaður
við réttarhöldin.
Saddam er ákærður ásamt sjö
öðrum fyrir að hafa fyrirskipað
morð á yfir 140 sjita-múslimum
í bænum Dujail árið 1982. Verði
þeir fundnir sekir eiga þeir yfir
höfði sér dauðadóm. - fb
Réttarhöldin gegn Saddam:
Dómarinn sagði af sér
AMIN Yfirdómarinn Rizgar Mohammed Amin hefur sagt af sér af persónulegum ástæðum.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
STJÓRNMÁL Oktavía Jóhannesdótt-
ir, eini bæjarfulltrúi Samfylking-
arinnar á Akureyri, hefur ákveðið
að taka þátt í prófkjöri Sjálfstæð-
isflokksins á Akureyri vegna kom-
andi sveitarstjórnarkosninga.
Oktavía, sem sagði skilið við Sam-
fylkinguna skömmu fyrir áramót,
sækist eftir 3. til 4. sæti á listan-
um.
Sigbjörn Gunnarsson, fyrr-
verandi sveitarstjóri Skútustaða-
hrepps og þingmaður Alþýðu-
flokksins, hefur einnig gengið til
liðs við sjálfstæðismenn á Akur-
eyri og hann stefnir á annað til
fjórða sæti í prófkjörinu. - kk
Prófkjör sjálfstæðismanna:
Oktavía ætlar
í framboð
BÆJARFULLTRÚI Oktavía situr enn í bæjar-
stjórn Akureyrar fyrir Samfylkinguna.
ERFÐAFRÆÐI Grein eftir vísinda-
menn og samstarfsaðila Íslenskrar
erfðagreiningar birtist í gær í hinu
virta vísindatímariti Nature genet-
ics um einangrun á erfðabreyti-
leika sem veldur aukinni hættu á
sykursýki af gerð 2.
Þetta er í fyrsta sinn sem vís-
indamönnum tekst að einangra
algengan erfðabreytileika sem
hefur veruleg áhrif á myndun
sjúkdómsins. Erfðabreytileikinn
fannst í rannsóknum á Íslandi en
niðurstöðurnar hafa síðan verið
staðfestar í Danmörku og Banda-
ríkjunum.
Sykursýki af gerð 2 hefur með
aukinni velmegun orðið eitt stærsta
heilbrigðisvandamál vestrænna
landa. Sjúkdómurinn hrjáir um
200 milljónir manna í heiminum
og Alþjóðlega heilbrigðisstofnunin
(WHO) gerir ráð fyrir að fjöldinn
verði kominn í 300 milljónir árið
2025. Sjúkdómurinn tengist offitu
og tíðni hans eykst því hratt sam-
fara aukinni tíðni offitu í heimin-
um. Er jafnvel talað um faraldur í
þessu sambandi. Flestir sem grein-
ast með þessa tegund sykursýki
eru komnir yfir fertugt. Myndast
sjúkdómurinn af því að líkaminn
nær ekki að vinna nægilega vel úr
því insúlíni sem er í líkamanum.
Um fimm þúsund einstaklingar
hafa verið greindir með sykursýki
af gerð 2 hér á landi en talið er að
fyrir hvern þann sem greindur er
með sýkina séu tveir til þrír með
sjúkdóminn ógreindan.
Sykursýki 1 er aftur á móti sú
tegund sykursýki sem greinist
oftast á barns- eða unglingsaldri.
Á hún rætur að rekja til þess að of
lítið insúlín er í líkamanum. Þurfa
þessir sjúklingar að sprauta sig
með insúlíni, oftast tvisvar til sex
sinnum á dag.
Í þeim þjóðfélagshópum sem
rannsóknin á Íslandi beindist að
eru yfir 30% einstaklinga með eitt
eintak af erfðabreytileikanum sem
veldur aukinni hættu á sykursýki 2
og meira en 7% einstaklinga bera
tvö eintök. Líkurnar á því að fá
sykursýki hjá þeim sem eru með
eitt eintak af breytileikanum í
erfðamengi sínu eru 45% meiri en
hjá þeim sem ekki eru með breyti-
leikann. Þeir sem eru með tvö ein-
tök af breytileikanum eru í 150%
meiri hættu á að fá sykursýki en
einstaklingar í viðmiðunarhópi.
Kári Stefánsson, forstjóri
Íslenskrar erfðagreiningar, segir
að uppgötvunin sé meiriháttar
áfangi í mannerfðafræði. Bætir
hann því við að erfðafræðingar um
allan heim hafi lengi reynt að finna
breytileikann sem tengist aukinni
hættu á sykursýki 2. Telur hann
að uppgötvunin gæti aukið skiln-
ing okkar á líffræðilegum orsök-
um sjúkdómsins auk þess sem hún
geti haft bein áhrif á heilsugæslu,
þar sem frekar einfalt sé að smíða
greiningarpróf til að mæla hvort
einstaklingur beri þennan breyti-
leika.
freyr@frettabladid.is
Fundu erfðabreyti-
leika sykursýki 2
Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar hafa fundið erfðabreytileika sem teng-
ist sykursýki af gerð 2. Niðurstöður umfangsmikilla rannsókna gætu leitt til
þróunar á nýjum meðferðar- og greiningarúrræðum.
KÁRI STEFÁNSSON Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að einangrun erfðabreytileikans
sem tengist sykursýki 2 sé meiriháttar áfangi í mannerfðafræði.
SPURNING DAGSINS
Guðmundur, á ekki að fara
að ganga frá göngunum?
Jú, svo lengi sem fólkið gengur með
okkur. Það gengur ekkert annað.
Guðmundur Hallvarðsson er formaður
samgöngunefndar Alþingis, en nú er unnið
að því að bæta samgöngur við Bolungarvík
hugsanlega með því að leggja þaðan göng
sem koma inn í Vestfjarðargöngin.
DÓMSMÁL Lögmaður hjá Lögmönn-
um í Laugardal hefur kært hluta
rannsóknar ríkislögreglustjóra til
Héraðsdóms Reykjavíkur. Hann
telur upplýsingar af bankareikn-
ingi fyrirtækisins, sem ríkislög-
reglustjóri fékk frá Fjármálaeftir-
litinu, illa fengnar.
Fjármálaeftirlitið fékk úrskurð
Héraðsdóms Reykjavíkur í lok
nóvember um að aflétta skyldi
bankaleynd af reikningum lög-
mannsins hjá Landsbankanum til
að rannsaka eignatengsl í Spari-
sjóði Hafnarfjarðar. Lög um eftir-
litið voru tekin fram yfir lög um
trúnaðarskyldu lögmanna.
Lögmaðurinn, Karl Georg Sig-
urbjörnsson, segir að 78. grein
opinberra mála hafi verið brotin.
„Kæran gefur okkur tækifæri til
að bera einstakar rannsóknarat-
hafnir lögreglu undir dóminn.“
Karl Georg segir vafasamt að
starfsmenn Fjármálaeftirlitsins
hafi sótt úrskurðinn utan almenns
skrifstofutíma. Niðurstaðan gæti
hafa orðið önnur hefði málið feng-
ið meiri skoðun hjá dómstjóra.
Karl segir einnig ámælisvert að
eftirlitið skyldi ekki upplýsa dóm-
arann á kæruvakt um mánaðalöng
samskipti milli hans og eftirlitsins
og að hann hafði neitað þeim um
aðgang að reikningunum til að
brjóta ekki trúnað við skjólstæð-
inga sína. Niðurstöðu héraðsdóms
er að vænta í næstu viku. - gag
Lögmaður segir Fjármálaeftirlitið með illa fengin gögn:
Lögreglurannsókn kærð
UTAH, AP Ómannað hylki með sýni
af stjörnuryki kom til jarðar í Utah
í Bandaríkjunum í gær við mikinn
fögnuð vísindamanna. Tókst lend-
ingin með miklum sóma.
Hylkið, sem hafði verið í sjö
ár á ferð um geiminn, safnaði
meðal annars ryki úr halastjörn-
unni Wild 2 árið 2004 og var það
í fyrsta sinn sem slíku ryki var
safnað. „Þetta var frábær endir
á förinni,“ sagði Charlton Allen,
vísindamaður við Johnson-geim-
stöðina. Vísindamenn vonast til
að stjörnurykið muni gefa mikil-
vægar upplýsingar um uppruna
sólkerfisins. -fb
Sjö ára geimferð lokið:
Með stjörnu-
ryk til jarðar
KARL GEORG SIGURBJÖRNSSON Lögmaður-
inn segir upplýsingar af bankareikningi illa
fengnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM