Fréttablaðið - 16.01.2006, Page 21

Fréttablaðið - 16.01.2006, Page 21
MÁNUDAGUR 16. janúar 2006 3 RÁÐ frá Rakel RAKEL ÁRNADÓTTIR SKRIFAR UM GIFS Margir kostir við gifs Á Íslandi er það frekar nýtt að nota gifs til húsbygginga, en í Evrópu og Bandaríkjunum er það algengt. Gifsframleiðsla verksmiðja í Mont- martre hverfi Parísar var á sínum tíma svo mikil og til svo margvís- legra nota að gifs hefur verið kallað múrhúð Parísar. Notkun gifs nær reyndar 5000 ár aftur í tímann er Egyptar uppgötvuðu hina sérstöku eiginleika þess. Þeir blönduðu gifsi og leir saman og notuðu blönduna sem múrblöndu við byggingu pýr- amídanna, sem standa jú enn í dag. Gifs er náttúrlegt steinefni. Frakkinn Lavoisier uppgötvaði efnaformúluna árið 1775, en hún er: CaSO4 x 2H2O. Gifs var sems- agt kalsíumsúlfat og kristallað vatn. Gifs myndast við úrfellingu, en það er að finna í vötnum, sjó og á hverasvæðum. Í náttúrunni tekur það á sig ýmis form, e.o. a) hálf- gagnsæir kristallar; b) með silki- áferð eða trefjótt; eða c) kornótt og þétt í sér. Á þurrkasvæðum er einnig að finna afbrigði sem kall- ast Eyðimerkurrósin vegna lögunar sinnar, en efnið er ógagnsætt og í því hafa fest sandkorn. Ekki má gleyma því að gifs er líka notað í skraut. „Alabastur“ eða mjólkur- steinn er nefnilega afbrigði af gifsi notað sem tálgusteinn í listmuni. Hrágifs er tekið í náttúrunni, þurrkað og mulið í duft. Síðan er það hitað þannig að upp gufar mestur hluti vatns sem enn er bundið í gifsið. Síðan eru mótaðar sveigjanlegar plötur, sem auðvelt er að móta og nota í margvíslega framleiðslu. Kostir gifs sem efniviðar í bygg- ingariðnaði eru lygilega margir. Það hljóðeinangrar, brennur ekki, endist lengi og hentar jafnt í veggi, loft og gólf. Gifs dregur í sig raka við hátt rakastig og gefur frá sér raka þegar loft verður aftur þurrt, en leiðir hins vegar ekki rafmagn. Svo er það lyktarlaust og ekki er vitað til að í því séu heilsuspillandi efni. Ef einhver segir ykkur að ekk- ert þýði að nota það í veggi vegna þess að ekki sé hægt að hengja upp þunga hluti, þá er það rangt. Veggurinn heldur og hluturinn líka ef réttar festingar eru valdar. Munið bara að fá ráð um réttar festingar í næstu byggingarvöruverslun. Reykskynjarar bjarga mannslífum og mikilvægt er að reykskynjari sé á öllum heimilum. Best er að hafa nokkra skynjara víðs vegar um heimilið til að öruggt sé að allir heimilismenn verði þess varir fari þeir að stað. Hægt er að fá reykskynjara sem gefa boð til Neyðarlínunnar um leið og þeir verða varir við reyk. Einnig er hægt að fá samtengda skynjara sem fara allir af stað um leið og sá fyrsti nemur reyk. Ekki gleyma að athuga reglulega hvort reykskynjarinn sé í lagi og skipta reglulega um rafhlöðu í skynjaranum. Slökkvitæki og eldvarnarteppi eru einnig nauðsynleg inni á heimilinu. Kynnið ykkur vel hvernig nota eigi slík tæki og kennið börnum ykkar helstu tökin á þau og mikilvægi þeirra. Munið að þegar eldur hefur kviknað er enginn tími til að læra réttu tökin á tækinu. Forvörn besta ráðið MIKILVÆGASTI ÞÁTTURINN ÞEGAR KEMUR AÐ ÖRYGGI HEIMILISINS ER AÐ KOMA Í VEG FYRIR TJÓN MEÐ ÖFLUGUM FORVÖRNUM. 1 dálkur 9.9.2005 15:21 Page 8 NFS ER Á VISIR.IS Bein útsending á VefTV og upptökur þegar þér hentar

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.