Fréttablaðið - 16.01.2006, Page 55
MÁNUDAGUR 16. janúar 2006
Menningar- og ferðamálaráð bauð
í vikunni nýjum styrkhöfum og
öðrum aðstandendum til móttöku í
Ingólfsnausti. Þar ávarpaði Stefán
Jón Hafstein, formaður ráðsins,
gesti og heiðraði Tónlistarhópa
Reykjavíkur 2006. Félagar úr
kammerkórnum Schola Cantorum
tóku lagið en kórinn er annar
tveggja Tónlistarhópa Reykjavík-
ur þetta árið, hinn er KASA hópur-
inn. Fengu hvor um sig tvær millj-
ónir króna. Mikill fjöldi annarra
styrkja voru veittir. Þar á meðal
1,5 milljónir króna til Mynd-
höggvarafélagsins í Reykjavík
og Alþjóðlegu kvikmyndahátíð-
arinnar í Reykjavík en Tónlistar-
þróunarmiðstöðin hlaut 1,2 millj-
ónir. Strengjaleikhúsið fékk eina
milljón til uppsetningar á óper-
unni Skugginn og Kling og Bang
gallerí fékk 700 þúsund krónur til
áframhaldandi gallerísreksturs á
Laugavegi 23.
Stærri hluta styrkveitinga
menningar- og ferðamálaráðs er
þó varið til starfssamninga til
fleiri ára og eru til þeirra þegar
bundnar í samninga tæpar 56
milljónir árið 2006. Þriggja ára
samningar ráðsins verða næst
auglýstir nú í haust vegna áranna
2007, 2008 og 2009.
Tónlistarhópar Reykjavíkur
2006 heiðraðir
SCHOLA CANTORUM Annar tveggja Tónlist-
arhópa Reykjavíkur 2006.
Nýlega komu nokkrir gamlir
íslenskir nemendur úr Cambridge
og Oxford háskólunum í Bretlandi
saman og stofnuðu með sér félag
þeirra sem hafa stundað nám og
eða vísindastörf við skólana. Til-
gangur félagsins er meðal annars
sá að efla tengsl milli skólanna og
Íslands og kynna þá námsmögu-
leika sem íslenskum stúdentum
bjóðast við Cambridge og Oxford.
Einnig er ætlunin að fá til landsins
vísindamenn og fræðimenn frá
skólunum til að kynna rannsókn-
ir sínar og halda fyrirlestra hér á
landi.
Félagið er öllum opið sem lagt
hafa stund á rannsóknir og eða
nám við Cambridge- og Oxford
háskóla og geta þeir sem áhuga
hafa skráð sig á heimasíðu þess,
www.oxbridge.is.
Efla tengsl við
Oxbridge
FORMAÐUR OXBRIDGE Jónmundur
Guðmarsson, bæjarstjóri Seltjarnarness, er
formaður hins nýskipaða félags.
Microsoft Íslandi afhenti fyrir
helgi Reykjavíkurdeild Rauða
krossins hugbúnað að gjöf sem
verður útdeilt til flóttamannafjöl-
skyldna sem komu hingað til lands
frá Kosovo og Kólumbíu í haust.
Hugbúnaðurinn verður notaður í
tölvur sem flóttamennirnir hafa
fengið að gjöf frá velunnurum
Rauða krossins.
Fjölskyldurnar sem njóta góðs
af eru alls sjö talsins, ein sjö
manna fjölskylda frá Kosovo og
sex einstæðar mæður frá Kól-
umbíu með alls átján börn á sínu
framfæri. Nú fær hver fjölskylda
tölvu með uppsettum hugbúnaði
sem nýtist áreiðanlega vel því
allir fjölskyldumeðlimir stunda
nú íslenskunám af miklum móð.
Microsoft til
hjálpar
NÝTIST VIÐ ÍSLENSKUNÁM Elvar Steinn
Þorkelsson, framkvæmdastjóri Microsoft,
afhendir Rauða krossinum hugbúnað í tölv-
ur flóttamanna frá Kosovo og Kólumbíu.
Mokaði út
málverkum
fyrir milljónir
Hallgrímur Helgason
í góðum málum
DV2x10-lesið 15.1.2006 21:06 Page 1