Fréttablaðið - 16.01.2006, Page 63

Fréttablaðið - 16.01.2006, Page 63
MÁNUDAGUR 16. janúar 2006 27 Hröð og hagkvæm hágæðaprentun · Upplausn: Allt að 2400x1200 dpi. · Prenthraði - Business pattern - Svart: 12 bls. á mín. - Litur: 12 bls. á mín. · Prenthraði - Original pattern - Svart: 20 bls. á mín. - Litur: 20 bls. á mín. · Arkamatari: 100 síður - Bakki: 250 síður · Single Ink blekhylkjakerfi sem stuðlar að lægri rekstrarkostnaði. Canon BIJ-1300 prentari Tilboðsverð 22.900 kr. CANON PRENTLAUSNIR Nánari upplýsingar veita söluráðgjafar Nýherja sem bjóða þér faglega ráðgjöf við val á réttu lausninni. Síminn er 569 7700 og netfangið er ver@nyherji.is Hagstætt og sveigjanlegt tæki fyrir meðalstóra skrifstofuhópa · Tími í fyrsta ljósrit: 4.9 sek af gleri. · Upphitunartími: 30 sek. mest. · Ljósritunarhraði: - A4: 22 síður á mín. - A3: 14 síður á mín. · Pappírsskúfffa: Tvær skúffur, 550 blöð. · Prentun, skönnun og fax í einu tæki. * · Möguleikar á fullkomnum skjalafrágangi. * · Þróaðir öryggismöguleikar fyrir gögn. * Canon iR 2270 ljósritunarvél með matara og skáp Tilboðsverð 279.900 kr. Hraði, áreiðanleiki og hágæða útkoma · Fax, ljósritunarvél og prentari (USB). · A4 pappírsstærð. · Super G3 fax. 3 sek. á bls. · 340 bls. minni. · 150 bls. pappírsgeymsla. Canon L120 faxtæki Tilboðsverð 29.900 kr. Háhraða laserprentun, fjölritun og litaskönnun í einu tæki · Prenthraði: 18 bls. á mín. · Upplausn prentunar: Allt að 1200x600. · Prentbakki: 250 bls. · 64 MB minni í prentara fyrir hraða myndaúrvinnslu. · Litaskanni : 1200x2400 dpi, 48/24-bita litadýpt. · USB 2.0 háhraða tenging. Canon LaserBase 5630 fjölnotatæki Tilboðsverð 26.900 kr. Einstök gæði á glæsilegu tilboði Söluaðilar um land allt Stuðlaðu að betri rekstri með Canon Aukabúnaður Aukabúnaður * Aukabúnaður canon2.indd 1 10.1.2006 15:29:26 Dæmi um verð. Áður. Núna. Rúllukragapeysa 6.000.- 1.900.- + ein frí Marglit peysa 7.200.- 1.900.- + ein frí Jakkapeysa 6.200.- 2.900.- + ein frí Dömubolur 3.200.- 1.000.- + ein frí Flís-jakkapeysa 5.300.- 1.900.- + ein frí Dömuskyrta 4.900.- 1.900.- + ein frí Ullarblazer 6.600.- 1.900.- + ein frí Gallajakki 5.300.- 1.900.- + ein frí Úlpa m/hettu og skinni 5.800.- 1.900.- + ein frí Mokkajakki 10.800.- 2.900.- + ein frí Kjóll m/perlum 7.300.- 1.900.- + ein frí Gallapils 4.800.- 1.900.- + ein frí Teinóttar buxur 3.600.- 1.000.- + ein frí Kvartbuxur 4.700.- 1.500.- + ein frí Gallabuxur 5.400.- 1.900.- + ein frí Silfur sandalar 5.400.- 1.500.- + ein frí Frábær tveir fyrir einn tilboð á kr. 990,- Opið frá 10:00 – 18:00 Tveir fyrir Einn Þú kaupir eina flík og færð aðra fría Hefst í dag Síðumúla 13 • Sími 568-2870 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI Handverk leikarans LEIKLIST VALGEIR SKAGFJÖRÐ Glæpur gegn diskóinu Steypibaðsfélagið Stútur/ Borgarleikhús- ið/ Nýja svið/ Höfundur: Gary Owen / Þýðing: Álfrún Örnólfsdóttir, Friðrik Frið- riksson og Guðmundur Ingi Þorvaldsson / Leikmynd: Þórarinn Blöndal/ Lýsing: Halldór Örn Óskarsson / Tónlist: Hallur Ingólfsson / Leikstjóri: Agnar Jón Egilsson / Leikarar: Friðrik Friðriksson, Guðmundur Ingi Þorvaldsson og Ólafur Darri Ólafsson/ Glæpur gegn diskóinu er geysivel skrifað leikverk. Um er að ræða þrjú eintöl sem segja sögu þriggja manna sem atvikin leiða saman. Höfundur þræðir sögurnar listavel úr einu ein- tali yfir í það næsta, vekur forvitni áhorfandans, byggir upp spennu og hnýtir svo endahnútinn áreynslulít- ið og þótt fyrirsjáanlegur sé má vel við una að leikslokum. Þýðingin var þjál og hljómaði vel þó að textinn væri ansi bóklegur á köflum en leikararnir leystu þann vanda það vel að ég keypti hverja einustu setningu þrátt fyrir að bak- grunnur persónanna í verkinu gæfi ekki til kynna að þær byggju yfir svo skáldlegum orðaforða. Þótt þýð- endur staðfærðu þá var auðheyrt að verkið á rætur sínar að rekja til bresks menningarheims en það truflar ekki neitt. Sýningin í heild sinni er afskap- lega öguð og mjög ánægjulegt að sjá Agnar Jón skila svona vel agaðri vinnu. Einföld og stílhrein leikmynd, trommusett og önnur hljóðfæri á sviðinu allan tímann, hljóðfæraleikarinn tók virkan þátt í leiknum og leiklist í sinni einföld- ustu og tærustu mynd – ekkert fiff, engir stælar, ekkert sem truflaði samband leikara og áhorfenda. Í þessari sýningu er það fyrst og síð- ast handverk leikarans sem skiptir sköpum. Leikararnir hafa engin hjálpartæki að styðjast við, þeir gátu jú stundum fengið endurgjöf frá hljóðfæraleikaranum, en text- inn er það eina sem þeir hafa til að vinna með og tækin til þess eru þeirra eigin tjáningarfæri, þ.e. lík- ami og rödd. Þessir strákar kunna svo sannarlega að spila á þau. Þeir hafa safaríkan leiktexta að vinna með og ekki síður safaríka karakt- era til að túlka. Friðrik var hrottinn og fanturinn Kalli klikk. Honum tókst það sem er á fárra færi, að gefa ómenninu mannlega eiginleika og hafði húmor fyrir hrottaskapnum Guðmund- ur Ingi Þorvaldsson fær sérlega skemmtilegan karakter að glíma við og í stuttu máli þá átti hann sann- kallaðan stjörnuleik. Hann á sam- hug áhorfenda allan tímann, tíma- setningar og líkamsbeiting hans var með afbrigðum góð og hann hélt textanum vel uppi allan tímann Fimm stjörnur af fimm. Ólafur Darri á síðan lokaorðið. Túlkun hans á hinum uppburða- litla manni sem eyðir öllu lífi sínu í að reyna að komast burt úr smá- bænum sínum var sérlega næmlega unnin og sársaukafull reynsla hans í æsku var einkar hjartaskerandi. Mér finnst fátt jafn fallegt í leikhúsi eins og þegar leikari nær að snerta mann. Strákunum þremur tókst það öllum hverjum með sínum hætti. Þetta er karlmannleg og þróttmikil sýning sem kemur við mennskuna í okkur. Og að síðustu: Frábær leik- aravinna. GLÆPUR GEGN DISKÓINU Þríleikurinn Glæpur gegn diskóinu er sýndur í Borgar- leikhúsinu.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.