Eintak

Issue

Eintak - 19.05.1994, Page 4

Eintak - 19.05.1994, Page 4
4 Fimmtudagurinn 12. maí Mér sýnist á öllu aö forystumenn í þessum flokki sem ég hef gefið alla starfsorku mína, ætli að fara í þessar kosningar án minnar aðstoðar. Ég hringdi í Kjartan í dag og las fyrir hann grein sem ég ætlaði að senda í Moggann. Hann sagði mér að bíða með það. Ég ákvað að taka upp þráðinn og halda áfram að skrifa lesendabréf til stuðn- ings R-listanum. Ég hef ákveðið að kalla mig Báru. © Tvíburarnir til liðs við Skagamenn © Jóhann Sigmarsson veltir aftur bíl Friðriks Þórs © Ágúst Gylfasonfer til Vals eflið hans kemst ekki upp í aðra deild í Sviss Islands- og bikar- meistarar Skaga- manna renna hýru auga til Hol- lands þessa dag- ana. Þar eru tví- burabræðurnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir í atvinnumennsku hjá Feyenoord. Arnari og Bjarka hefur lítið gengið að sanna sig og fá tækifæri með liði félagsins og vilja fara burt. Feyenoord hefur sagst vilja endurnýja samninginn en lána Bjarka í eitt ár til annarrar deildar félags en það líkar bræðr- unum ekki. Þeir vilja spila saman og segjast frekar koma heim og spila með Skagamönnum en I hol- lensku annarri deildinni. Miðað við frammistöðu þeirra bræðra sum- arið 1992 væri það mikill hvalreki fyrir Skagamenn og martröð fyrir önnur fé- lög því lítinn tíma tæki J ( fyrir þá að verða lögleg- ir... ■ ms« vikmyndagerðar- maðurinn Jóhann igmarsson komst heldur betur í hann krappan um daginn. Hann hafði fengið bíl kollega síns, Fridriks Þórs Fridrikssonar, lánaðan meðan Frikki skrapp til Cannes en lenti í því að velta bílnum iti á hringtorgi. íj Jonna sakaði til allrar guðs lif- andi lukku ekki og heldur ekki stúlku sem var farþegi í bíln- um. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Jonni lendir í slysi á bíl Frikka því það gerðist einnig fyrir tveimur árum síðan. Þá var hann , að vinna að Vegg- fóðri með Júlíusi ' Kemp og átti sú mynd eftir að gera mikla lukku. Það er því mál manna að > slysið um daginn sé góður fyrirboði fyrir gengi myndarinnar sem Jonni vinnur nú að en hún heitir Ein stór fjöl- skylda... Það skýrist um helgina hvort Valsmaðurinn snjalli, Ágúst Gylfason, leikur með Vals- mönnum í sumar. Lið hans í sviss- nesku þriðju deildinni er nú I úrslita- keppni og fer að ráðast hvort það kemst upp úr henni. Ef það tekst vilja þeir halda Ágústi áfram og þar með verður erfitt ef ekki ómögulegt fyrir hann að koma heim og spila með Val i sumar. Ef liðið nær ekki að komast upp kemur hann eftir helgi til landsins. Það er því Ijóst með hverjum Valsmenn halda um helgina... Föstudagurinn lf. maí Ég hafði sofnað út frá skrifum í gærkvöldi og þegar ég vaknaði fannst mér ég eigin- lega frekar ve.ra Bára en sá sem ég hef ver- ið hingað til. í það minnsta eyddi ég degin- um í að upphugsa sniðug trix fyrir kosn- ingabaráttu R-listans. Ég hripaði nokkur niður, skrifaði Bára undir og sendi það á kosningaskrifstofu listans. Meðal annars ábendingar um að reyna að draga Heim- dellinga inn I kosningabaráttuna. Þaö lið drepur allar kosningar sem þeir nálgast. Landlæknir vill ekkert segja um hvenær sprautum og nálum verður dreift ókeypis til sprautufíkla. Laugardagurinn 14. maí Ég varð fokvondur þegar ég sá fólskulega árás á Alfreð Þorsteinsson í auglýsingu sjálfstæðismanna I Mogganum. Hvernig dirfist þessum mönnum að blanda Alfreð inn í kosningabaráttu okkar R-listamanna? Auðvitað er hann á listanum en það þýðir ekki að hann sé fulltrúi fyrir Alfreð Por- steinsson. Hann er fyrst og fremst fulltrúi okkar R-listamanna. Hvað hann hafi gert í nafni Framsóknarflokksins einhvern tím- ann I fyrndinni kemur málinu ekki við. Það er framtíðin sem við erum að hugsa um. Ég skrifaði lesendahréf um máliö og tók eftir hversu örugga og hreina rithönd ég hef þegar ég skrifa Bára. Ég bætti einni lykkju I B-ið. Sunnudagurinn 25. mai Ég áttaði mig á því um kaffileytið að ég hef ekki hugsað til Davíðs Oddssonar I þrjá daga. I raun hefur mér verið hjartanlega sama hvar hann heldur sig, hverja hann umgengst og hverja hann hittir. Mér líður betur hugsandi um eitthvað annað. Kjartan hringdi óvænt um kvöldmatarleytið en ég sagðist vera upptekinn og mætti ekki vera að því að tala við hann. Ég sat síðan við sí- mann fram eftir nóttu en hann hringdi ekki aftur. Mánudagurinn l6. maí Ég var hálf andvaka í alla nótt. Mér leið illa. Mér fannst eins og ég væri að svíkja ein- hvern sem ég ætti frekar að sýna skilning og hlýju. Ég er allur orðinn svo meyr. Ég veit ekki hvað þetta er. Kannski eru þetta áhrif frá því að vera vinstrimaður I nokkra daga. Kannski eru þeir svona að innan. En ef til vill er þetta bara samviskan mín og kannski þekki ég hana bara ekki betur en svo að ég verð andvaka þegar ég heyri í henni. Og kannski er það þannig með ann- að fólk. Þriðjudagurinn 2/. maí Ég reyndi að skrifa enn eitt lesendabréf en komst að því að ég er orðinn leiður á þess- ari Báru. Öllu hennar nöldri um lélega fé- lagslega þjónustu í Reykjavík og pexi um að borgin styddi ekki fyrirtækin nóg., Bjakk. Ég hef ógeð á þessum skoðunum. í raun hef ég ógeð á Sjálfstæðisflokknum I Reykjavík sem í raun yrði kallaður sósíal- ískur flokkur í Bandaríkjunum eða öðru siðmenntuðu ríki. Ég ákvað að reyna að hrista af mér ásðkn þessarar Báru. Ég fór á kosningaskrifstofu sjálfstæðismanna á Vesturgötu, át randalín og lét Hvatarkerl- ingarnar peppa mig upp. Miðvikudagurinn 18. maí Hvern hitti ég ekki þegar ég var að labba yfir Lækjargötuna I hádeginu annan en Davíð minn Oddsson. Og hann heyrði I mér þegar ég kallaði og beið fyrir utan bíl- inn sinn á meðan ég hljóp til hans. Hann sagði: „Hvað segirðu kallinn?" Og ég ætl- aöi að fara aö segja honum af nokkrum bókum og greinum sem ég er með I smíð- um og skjóta að honum einstaka hugmynd þegar hann sagði: „Þarf að rjúka" og var farinn. Blessaður kallinn. Alltaf að vinna. maöur o Irfláti v:. 1 ■■ Fyrir viku var birt grein í eintaki um skæðan lifrar- bólgufaraldur sem herjar á ís- lenska sprautufíkla en í fyrra- dag var haldinn blaðamanna- fundur um málið í sjúkrastöð SÁÁ í Síðumúla. Á fundinum lagði Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, fram sam- antekt um fjölda sprautufikla sem leitað hafa meðferðar hjá SÁÁ á undanförnum árum. Þar kom fram að með inn- flutningi á amfetamíni árið 1983 skapaðist grundvöilur fyrir að sprautufíklar yrðu til á Íslandi og næstu árin jókst neyslan jafnt og þétt fram til ársins 1986. Árið 1987 greindust hins vegar minna en 100 ný til- felli og í kjölfarið var dregin sú ályktun að sprautunotkun meðal eiturlyfjaneytenda væri í rénum. Árið 1992 var ljóst að ástandíð færi hins vegar versn- andi og í skýrslu Þórarins kom fram að á árunum 1991 til 1993 hefðu 307 sprautufíklar leitað sér aðstoðar hjá SÁÁ. Hann staðfesti að ekki væri ofætlað í EINTAKI í síðustu viku að fjöldi virkra sprautufíkla á fs- landi séu um 300 talsins, þótt ómögulegt sé að segja ná- kvæmlega til um þá tölu. Arthur Löve, læknir á rannsóknarstofu í veirufræði á Landspítalanum, sagði að úr 152 blóðsýnum sem hefðu ver- ið rannsökuð hefðu 95 greinst með lifrarbólgu C smit eða 63 prósent. NAFNSPJALD VIKL/NNAR Einhvern veginn hefur maður á tilfinningunni að þegar ís- lenska kvikmyndasamsteypan var stofnuð hafi nafn fyrir- tækisins verið valið með ákveðinn húmor i huga. íslenska kvikmyndasamsteypan er framleiðsiufyrirtækið sem gerir myndir Friðriks Þórs Friðrikssonar en kvikmyndagerð hér á landi hefur verið rekin meira af áhuga en miklu fjár- magni eins og skilja mætti af nafni fyrirtækisins. Nafnið er svo voldugt að i rauninni dyggði ráðhús Reykjavikur vart til að hýsa það en staðreyndin er sú að Samsteypan hefur höfuðstöðvar sinar undir hanabjálka I gömlu húsi að Suður- götu 14, sem er að visu í nágrenni við ráðhúsið, og í nokkr- um skúrum í kring. Það er Ari Kristinsson kvikmyndagerðarmaður sem á Fyrst var vart við lifr- arbólgu C hér á landi eftir árið 1990 en smit- leiðir hennar eru hinar sömu og alnæmis. Það er því ljóst að áróður heilbrigðisyfirvalda fyrir vörnum gegn alnæmi hefúr ekki haft tilætluð áhrif innan hóps sprautufíkla og ef al- næmi berst inn í hann mun það hafa ófyrirsjá- anlegar afleiðingar í för með sér. Þórarinn Tyr- fingsson telur að fjöldi nýrra alnæmistilfella færi á stuttum tíma upp í 30 manns og ekki ÍCELANDIC FILM CORPOKATION ÍSilN'.kA KVIKMVNB.tó.vMSTKVl’A* tií nafnspjald vikunnar og þar er hann titlaður Managing Director sem útleggst væntanlega sem framkvæmdasjóri á vorri tungu. Ari á ekki hvað minnstan þátt í velgengni mynda fyrirtækisins þvi í raun er hann fyrirtaks kvikmynda- tökumaður með framkvæmdastjómina í rassvasanum. Nafnspjaldið hæfir vel fyrirtækinu og Ara, því það er eins og leikmynd I anda Hollywood. Erlendir kvikmyndamógúlar gleypa örugglega agnið eins og kvikmyndaáhorfendur út um allan heim láta glepjast af tálmyndum draumaverk- smiðjunnar. Á nafnspjaldinu er haldið uppi þeirri hefð sem Einar Benediktsson skapaði þegar hann hugðist selja norðurljósin úr landi. myndi langt um líða þar til sú tala margfaldaðist. Því til staðfestingar kom fram í máli fundarmanna að tólf manns hefðu smit- ast sama kvöldið af lifrar- s bólgu C í partýi á Hverf- isgötu. Mun meiri aukning á sprautunotkun hef- ur verið meðal kvenna undanfarin þ'rjú ár og meðalaldur þeirra kvenna sem sprauta sig reglulega og leituðu meðferðar á Vogi í fyrra var 24.5 ár á meðan meðalald- ur karlanna var 32 ár. Þórarinn sagðist hafa verulegar áhyggjur af þessu því áberandi þekkingarleysi á notk- un getnaðarvarna væri meðal kvenkyns sprautufíkla og því / eintaki ísíðustu viku var fjallað um sama mál og á fundi landlæknis á þriðjudag; hættunnar á að alnæmisveiran kæmist inn fhóp sprautusjúklinga. gætu þær reynst stórhættuleg- ir smitberar alnæmis þegar það stingur sér niður innan hópsins. Ólafur Ólafsson, land- læknir, segir að fyrir níu árum hafi verið lögð fram sú tillaga við heilbrigðisyfirvöld að nál- um og sprautum yrði dreift ókeypis tÚ sprautufíkla en því erindi verið hafnað. Hann tel- ur að í ljósi reynslunnar frá þeim stöðum sem reynt hafa þessa aðferð í baráttunni gegn alnæmi sé tímabært að athuga þetta mál aftur. Þegar blaða- maður eintaks spurði hve- nær hann hygðist leggja fram þessa tillögu sína vildi hann ekkert fullyrða um það. Á meðan er „aðeins tímaspurs- mál hvenær alnæmistiifellum fjölgar stórlega," eins og Har- aldur Briem, yfirlæknir á Borgarspítalanum, orðar það. L/NDARLEQ VERÖLD HILMARS ARNAR Afnýju lífi Ég hef svo lengi sem ég hef munað eftir mér verið áhugamaður um nýtt líf. Það hefur alla tíð verið ljóst að ég er á rangri hillu í lífinu, fullur af ýmsum skapgerðar- brestum sem þyrfti að lagfæra, yfirfullur af ónýttri sköp- unargáfu og svo gjörsamlega á skjön við allt sem kallast praktískt peningavit að afleiðingarnar eru stöðugt sam- neyti við ýmiss konar glæpalýð, lögverndaðan og lærðan jafnt sem amatör en effektífan, sem verður oft og einatt til þess að nútíð og framtíð eru undirlögð í því að bæta upp óraunsæja fortíð og það versta er að þetta heldur alltaf áfram og áffarn. Ég hef ekki tölu á andvökunóttun- um þar sem ég hef legið og reynt að leita lausna á vand- anum, —ókei ég veit að það er offramleiðsla á lögfræð- ingum og ég geri mitt besta til að kjósa Flokkinn til þess að koma sem flestum á þing eða i stjórnunarstöður, en það hlýtur að verða eitthvað affall og það er nokkuð ljóst að hluti af námi þeirra gengur út á það hvernig eigi að ofsækja mig á sem öflugastan hátt. Og það að þykjast vera listamaður á landinu ísa er að ganga inn í erkitýpu Sölva Helgasonar og maður er tilneyddur til að hrökklast bæ af bæ í leit að ölmusu sem er úthlutað í jöfnu hlutfalli við það hvað maður getur talað illa um fólkið á næsta bæ og helst þarf maður að vera með aum- ingja á bakinu. Það er ekki fúrða þó maður vilji breyta til. I gegnum tíðina hef ég laumast til að lesa flestar sjálfshjálparbækur sem hafa verið gefnar út og ég er orðinn sérfræðingur í Auðvitund, eða Prosperity Consciousness, sem gengur aðallega út á það að verða ríkur með því að skrifa bækur um fýrirbærið handa fíflum eins og mér. Ég hef pælt í Sjálfsrekstri eða Self Management, en gallinn er sá að all- ir þeir sem ég díla við eiga nýju útgáfuna með viðaukan- um þannig að ég enda alltaf í mínus því að Samninga- færni mín, eða Negotiating Skills, er ekki alveg í takt við tímann, eða Up to Date. Ef ég væri umboðsmaður minn myndi ég reka sjálfan mig. Ég hef reynt Jákvæðar Staðhæfingar, eða Positive Aff- irmation, sem gengur út á það að telja sjálfúm sér trú um að veröldin sé ekki táradalur og að allt reddist og John heitinn Lennon hefur gert J.S., eða P.A. möntruna ódauðlega í einum texta sinna þar sem segir: Every Day in Every Way I Am Getting Better and Iietter. Það er verst að sjálfstortímandi, undirmeðvitund mín bætir alltaf við: Hverja nátt á sérhvern hátt fer allt til fjandans. —Og það sem undirmeðvitundin ákveður það gerist. Þá hef ég reynt að taka undirmeðvitundina föstum tökum og endurforrita hana. Til þess eru ýmis ráð: fjöldinn all- ur af Ameríkönum hefur sest niður og fúndið út hvernig megi Endurskapa Yfirburði, eða How to Recreate Excel- lence. Þeir sýna hvernig á að selja Eskimóum ísskápa og hvernig maður á að varast það að flytja kaffi inn tii Bras- ilíu. Það slæma er að ég hef engan áhuga á því að selja neinum neitt og að ég tilheyri þjóð sem fer með harðfisk, hangikjöt og Opal með sér til Mallorca. Þeir kenna enn- ffernur Umrömmun, eða Reframing, sem er tækni not- uð til þess að sjá hluti í nýju ljósi eða frá nýju sjónar- homi. Þar er gjarnan vitnað í gamla Taóistann sem eign- aðist ótrúlega fallegan fola og nágrannarnir sögðu allir sem einn: Hvílík gæfa! Við sjáum til, sagði gamli Taóist- inn og stuttu síðar strauk folinn. Hvílík ógæfa, æptu ná- grannarnir en gamli Taóistinn svaraði einungis: Við sjá- um til. Þá kom héraðshöfðinginn og gerði öll hross upp- tæk út af herleiðangri sem hann var að fara í og daginn eftir mætti Blesi aftur á svæðið. Hvílík gæfa, emjuðu ná- grannarnir hálf fúlir. Við sjáum til, sagði Herra T. Dag- inn þar á eftir brá sonur Taóistans sér á hestbak en Blesi var baldinn og sonurinn datt af baki og fótbrotnaði. Hví- lík ógæfa, ískraði í nágrönnunum og Taóistinn svaraði bara með þessu gamla góða Við sjáum til. Daginn eftir mætti héraðshöfðinginn og skráði alla unga og full- hrausta menn með sér í herleiðangur þar sem þeir síðar féllu allir sem einn. Ég hef reynt að Umramma líf mitt út frá Taóísku innsæi en yfirleitt með hörmulegum árangri: Það er kominn tími til þess að setja sumardekk á bílinn. Við sjáum til. Meiriháttar Mistök, eða Big Mistake, eins og Arnold sagði í The Last Action Hero. Komdu til Can- nes að hitta áhrifafólk, það verða samningar, koníak, kampavín og fleira sem byrjar á stafinum K, eða there will be Cognac, Champagne and other things starting with the letter C. Við sjáum til. Hérna sit ég hafandi misst af Clint Eastwood og Catherine Deneuve. Framtíðin gengur út á fortíðina og ég þarf að redda betri tækni til að breyta lífi mínu. Við sjáum til. © 4 FIMMTUDAGUR 19. MAI 1994 -j"

x

Eintak

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.