Eintak

Ataaseq assigiiaat ilaat

Eintak - 19.05.1994, Qupperneq 9

Eintak - 19.05.1994, Qupperneq 9
;+ Tveir forsjárlausir foreldrar í hungurverkfalli Dían Valur Dentchev hefur þegar misst 6 kg en hann hefur verið i hungúrverkfalli í viku. Hann hefur ekki fengið að hitta son sinn siðan i október f fyrra. Hanna Guðmundsdóttir er orðin mjög máttfarin eftir að hafa svelt sig i meira en hálfan mánuð. Hún hugleiðir nú að hsetta hungurverkfallinu en seglst aldrei gefast upp ibaráttunni fyrir umgengni við syni sina sem stíað var ísundur og hún hefur ekki séð siðan i febrúar. íslenski Búlgarinn, Dían Valur Denthchev, sem á í barnsforræðis- deilu við íýrrum eiginkonu sína, Hönnu Ragnarsdóttur, hóf hung- urverkfall síðastliðinn fimmtudag í baráttu sinni fyrir umgengnisrétti við son þeirra, Davíð Valdimar Dentchev. Saga málsins hefur áður verið rakin í EINTAKI en Héraðs- dóntur Reykjavíkur úrskurðaði í mars samhljóma ályktun Barna- verndarnefndar Reykjavíkur að feðgarnir mættu aðeins eyða 32 klst. í samveru næstu íjóra mánuði og þá undir eftirliti. Þennan úrskurð kærði Dían til dómsmálaráðuneyt- isins en honum hefur ekki enn ver- ið svarað. Dían segir að hann hafi gripið til hungurverkfallsins til að reyna að flýta fyrir úrskurði í deil- unni sem staðið hefur í þrjú ár, en hann hefúr ekki fengið að hitta son sinn síðan í október á síðasta ári. Hann segir að hungurverkfallið sé einnig til að vekja athygli á hvernig lög uni barnsforræði virðast vera háð geðþótta ákvörðunum yfir- valda og ítrekað brotin af þeirra hálfú. Þá vill hann með verkfallinu sýna stuðning sinn við málstað Hönnu Guðmundsdóttur sem var svipt forræðisrétti yfir sonum sín- um þremur í fyrrasumar og neydd til að fara í fóstureyðingu gegn eigin sannfæringu. Hanna hefur verið í hungurverkfalli í rúmar tvær vikur. Dían hefur misst 6 kíló frá því að hungurverkfall hans hófst og er far- inn að tapa líkamlegum þrótti en segir að hugsun sín sé skýr ennþá. Blaðamaður EINTAKS hitti Dían að máli á heimili hans í gær. „Þetta mál hefur verið í kerfinu svo lengi og ég hef reynt allar laga- legar leiðir til að fá réttlætinu full- nægt. Það gengur ekkert og því fór ég í hungurverkfall til að eðlilegur umgengnisréttur minn sem for- eldris verði virtur,“ segir hann. „Ég hef áhyggjur af andlegu ástandi sonar okkar því að mínu mati er móðir hans ekki fær urn að ala hann eðlilega upp. Mig langar að leggja hönd á plóginn í baráttu for- sjárlausra foreldra og einnig vil ég sýna stuðning við Hönnu Guð- mundsdóttur með þessu hungur- verkfalli.“ livað hyggst þú halda hungur- verkfallinu lengi áfram? „Eg mun halda áfram í hungur- verkfalli þangað til ég sé einhverja hreyfingu á málinu af hálfu dóms- málaráðuneytisins. Ég sendi þeim annað bréf fyrir viku en ég hef ekki fengið nokkuð svar. Ég hef þegar leitað til Mannréttindadómstólsins í Strassburg en þeir geta ekkert gert fyrr en málið hefur verið útkljáð fyrir æðstu dómstólum hér á landi. Ég sendi þeim samt reglulegar upp- lýsingar um stöðu mála og þeir vita af hungurverkfallinu. Ef ekkert ger- ist þá mun ég svelta mig til dauða. Mér er kunnugt um íjölda dæma þess hvernig forsjárlausir foreldrar eru beittir misrétti hér á landi og það er ótrúlegur íjöldi tilfella miðað við ekki stærri borg en Reykjavík. Það er mér gjörsamlega óskiljanlegt að yfirvöld skuli ákveða að foreldr- ar megi ekki umgangast börn sín í 15 ár af lífi þeirra. Getur ástæðan virkilega verið byggð á því að það foreldri sem hefur forsjárréttinn er í sambúð með öðrum aðila og segist óska þess að hitt foreldrið umgang- ist það ekki? Þetta er hrein villi- mennska.“ Hanna Guðmundsdóttir segir að hún sé í þann mund að gefast upp á hungurverkfalli sínu sem nú hefur staðið í rúman hálfan mánuð. Hún er orðin mjög máttfarin og á erfitt með að halda einbeitingu. Hanna segir að líðan sín sé vægast sagt öm- urleg og hún hefur áhyggjur af því að ef hún haldi hungurverkfallinu áfram muni hún verða fyrir varan- legum líkamsskemmdum. „Þegar ég var í sumarleyfi með eiginmanni mínum í fyrra gafst ég endanlega upp á honum og sagðist vilja skilnað," segir hún. „Hann hringdi þá í Félagsmálastofnun Hafnarfjarðar og kvaðst hafa miklar áhyggjur af börnunum hjá mér og daginn eftir komu fulltrúar hennar og tóku þau af mér. Ég var ófrísk á þessum tíma og maðurinn minn sagði við Félagsmálastofnun að hann vildi ekki að ég eignaðist þetta barn. Félagsmálastjóri og aðstoðar- félagsmálastjóri kölluðu mig á sinn fúnd og stilltu mér upp við vegg og tjáðu mér að ef ég færi í fóstureyð- ingu fengi ég hugsanlega strákana mína til baka. Á þeim forsendum fór ég í fóstureyðinguna, þvert á móti eigin trú og sannfæringu. Litlu drengjunum mínum tveim- ur var hent inn á eitthvað heimili í Hafnarfirði í rúma tvo sólarhringa og síðan keyrðir austur í nágrenni við Hvolsvöll. Þar voru þeir hafðir ffam í endaðan nóvember en þá var þeim stíað í sundur og settir á sitt hvort fósturheimilið. Elsti drengur- inn var hins vegar hafður á heimili í Hafnarfirði í viku en var svo sendur norður í sveit og er búinn að vera þar síðan.“ Hefur þú eitthvað fengið að sjá drengina? „Ég fékk að hitta þá aðra hvora helgi fyrstu þrjá mánuðina, undir eftirliti og aðeins einn og hálfan tíma í senn. Það var alveg hræðileg- ur tími og síðan fékk ég ekkert að sjá þá frá október í fyrra fram í febrúar á þessu ári. Eftir það hef ég ekkert fengið að hitta þá.“ Hefur fólk sýnt- þér einhvern stuðning í hungurverkfallinu? „Já, fólk hefur reynst mér vel og sýnt baráttu minni skilning. Yfir- völdum er hins vegar greinilega al- veg skítsama um þetta mál. Á föstudaginn mun Barnavernd- arnefnd Hafúarfjarðar taka ákvörð- un um hvort málið verði endur- upptekið en mikill seinagangur hef- ur einkennt alla meðhöndlun þess af hálfu yfirvalda.“ Hvað hyggst þú halda hungur- verkfallinu lengi áfram? „Ég var búin að gefa út þá yfirlýs- ingu að ég myndi halda því áfram þangað til ég fengi strákana. En nú er ég farin að hallast að því að skyn- samlegra sé að hætta og byggja mig upp og vera betur í stakk búin til að taka á móti þeim, heldur en að fara yfir. Ég geri þeim ekkert gagn með að deyja, en ég hætti ekki að berjast í hvaða formi sent það verður, fyrr en ég fæ þá til mín aftur.“ 0 -J- FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 1994 9

x

Eintak

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.