Eintak

Ataaseq assigiiaat ilaat

Eintak - 19.05.1994, Qupperneq 15

Eintak - 19.05.1994, Qupperneq 15
'f- ®§i': ^gg • illllll!iÉi«:: ";f?Qf'W'S^7\ WM&B’ fflf nóff 27. janúar 1974 og hefur lík hans aldrei fundist. Dómstóiar kom ust að þeirri niðurstöðu að honum hefði verið ráðinn bani. reglunni í Reykjavík, benda á mörg þeirra í skýrslum sínum. Þær voru hins vegar aldrei lagðar fram fyrir dómi. Afar sérstæð rann- sókn að mati saka- dómara Ármann skrifaði skýrslu sem dagsett er og undirrituð 9. janúar 1977. Þar gagnrýnir hann lögreglu- rannsóknina á hvarfi Guðmundar Einarssonar harðlega eftir að hafa lesið yfir dómskjölin. Rekur hann ýmis atriði sem hann telur gagn- rýnisverð og er að ýmsu leyti sam- hljóða Kristmundi, sem skilaði af sér svipaðri skýrslu fimm dögum síðar, 14. janúar. „Lögreglurannsókn máls þessa er í ýmsu vægast sagt afar sérstæð,11 segir orðrétt í skýrslu Ármanns. „... Látið hefur verið undir höfuð leggj- ast að kanna veigamikil sönnunar- gögn. Mikilsverð vitni hafa ekki verið yfirheyrð.“ Hann gagnrýnir að ekki hafi ver- ið rætt við aðra íbúa að Hamars- braut 11 né það fólk sem Erla Bolla- dóttir var með um kvöldið og ók henni heim. Þá bendir hann á að ekki hafi verið kannað hvort hljóð- bært væri í húsinu. Efasemdir Ármanns um að Erla hafi sagt rétt og satt frá kemur best fram í því þegar hann segir: „... væri þó ef til vill ekki úr vegi að fá viðhlítandi svar við því, hvernig „mótanlegur“, „linur“, „blautur11 mannssaur kemst heill á húfi í gegnum tvennar brækur?“ Erla hafði staðhæft að hún hefði séð saurblett í lakinu sem þre- menningarnir eiga að hafa vafið um lík Guðmundar og hún hafi fundið megna lykt, saurlykt. Ár- mann var greinilega ekki trúaður á þetta atriði. Loks er athyglisvert að Ármann bendir á að hvergi hafi komið fram hvernig „mál þetta kemst á rek- spöl“. Geturn hefur verið leitt að því að Erla hafi viljað vera sanr- vinnufús og segja það sem lögreglu- mennirnir vildu til að losna úr varðhaldinu vegna póstsvika, sem hún og Sævar voru sökuð um, en þau höfðu eignast dóttur tveimur mánuðum fyrr. Ekki skal lagt mat á það hér, en að minnsta kosti er frá- sögn Erlu grundvöllur þess að rannsóknin á hvarfi Guðmundar varð að sakamáli. Eftir að þessi skýrsla Ármanns var fram.komin ritaði Grétar Sæ- mundsson, lögreglumaður, skýrslu sem greinilega er viðbrögð við gagnrýni Ármanns urn að ekki hafi verið rætt við nágranna, enda er hún dagsett 13.1.1977. Grétar segir að honum hafi verið falið í byrjun apríl 1976, rúmum tveimur árurn eftir meinta atburði, að ræða við þáverandi íbúa að Hamarsbraut 11 og nágranna sem bjuggu gegnt húsinu, þaðan sem inngangurinn sést í kjallaraíbúðina. Ræddi hann við sjö manns en eng- inn gat gefið upplýsingar urn óvenjulegan hávaða og minntist enginn neins óvenjulegs þessa nótt. „Ekki gátu þau sagt hvort um há- vaða hefði verið að ræða frá kjall- araíbúðinni aðfaranótt 27. jan. 1974.,“ segir í skýrslunni um fram- burð hjónanna sem bjuggu á mið- hæðinni. „Þau hefðu aldrei heyrt neinn hávaða sem hægt væri að setja í samband við þá atburði sem talið er að hafi átt sér stað í kjallara- íbúðinni umrædda nótt. Ekki gátu þau heldur sagt neitt um manna- ferðir við húsið eða bílakomur þessa nótt.“ Hjónin í risinu gátu heldur engar upplýsingar gefið og það sama gilti urn nágrannana í húsinu gegnt Hamarsbraut 11. Skýrsla um þetta lá ekki fyrir þegar lögreglurannsókninni lauk sem hlýtur að teljast óeðlilegt. Efasemdir um sannleiksgildi framburðar Erlu Víkur þá sögunni að skýrslu Kristmundar Sigurðssonar, yfirlög- regluþjóns, sem ber yfirskriftina: Guðmundar Einarssonar málið. Nokkrir minnispunktar. Kristmundur gagnrýnir rann- sókn málsins á ýmsa lund og furðar sig á vinnubrögðunum. Hann tek- ur oftar sterkar til orða en Ármann í gagnrýni sinni. Ástæða er til að birta nokkra kafla úr þessari skýrslu. Eins og Ármann, er Kristmundur ekki trúaður á sögu Erlu Bolladótt- ur um saurblettinn í lakinu. „Erla kemur inn úr hreinu lofti, segist hafa skriðið inn um glugga á þvottahúsinu. Hún talar ekki um í skýrslu sinni að hún hafi fundið slæma lykt er inn kom, hvorki í þvottahúsinu eða íbúðinni; sem nokkuð er rætt um í málinu að hafi verið mikil eftir að Guðmundur hlaut bana. Hún getur aðeins um, að lakið hafi verið tekið úr rúmi hennar og farið hafi niður úr poka með sykri í. Ekki virðist hún verða annars vör mmSií&i hafi leitað að lakinu eða litast nánar um í íbúðinni, sem hefði þó verið eðlilegt að hún gerði. Ekki hefðu blóðblettir átt að leyna sér í teppinu þar sem Guð- mundur lá áður en hann var dreg- inn fram í geymsluna, ef verulega hefði blætt úr honum. Hún segist vakna við þrusk utan við herbergisgluggann þar sem hún svaf, sofnar aftur og vaknar á ný er ákærðir eru komnir inn í kjallar- ann. Bendir ekki til ölvunarsvefns. Er hún kemur að þeim í geymsl- unni sér hún mannslíkama í lakinu sínu, getur um blett sem myndast hafi við sitjanda þess sem í lakinu var. Hún minnist ekki á neina blóðbletti í lakinu. Er hún sér lakið í sorptunnu morguninn eftir minnist hún á að saur hafi verið í lakinu, minnist þá ekki heldur á blóð í því. Það kemur ekki fram hvort hún hirti lakið og þvoði úr því. Búið var að taka lakið úr rúmi Erlu er hún kom heim, hver tók lakið? Lakið er þýðingarmikið í málinu varðandi það hvort Guð- rnundur lést af völdum hnífsstungu eða af völdum högga og sparka og þá hverjir veittu þau.“ Engu er líkara en að Kristmund- ur sjái ástæðu til að hrekja vitnis- burð Erlu með öllu. Hann segist sakna þess að ekki hafi verið rætt við nágranna, sem var þó gert eins og áður hefur komið fram. „Þá finn ég ekki í málsskjölunum að kannað hafi verið hvort hljóðbært er á rnilli kjallaraíbúðarinnar og hæðarinnar eða hver hafi verið afstaða her- bergja sem sofið var í á hæðinni og herbergjanna í kjallaraíbúðinni. Varla fara slagsmál eða ryskingar fram á hljóðlátan hátt, ekki síst ætti að heyrast vel í húsi sem er ekki við umferðargötu og það að næturlagi. Þá kemur ekki fram hvort geymslan, sem lík Guðmundar á að hafa verið drégið inn í og geymt um stund og síðan vafið inn í lak, hefur verið tóm er þetta átti sér stað svo aðstaða hafi verið til að athafna sig þar. Er myndir hafa verið teknar í geymslunni er hún full af alls konar dóti. Ekki kemur heldur fram hvort Sævar M. Ciesielski var fundinn sekur um að hafa valdið dauða Guðmundar við þriðja mann. Vitnisburðir sem rennt gátu stoðum undir fjarvistarsönnun hans voru hundsaðir. er hún kemur heim. Minnist ekki á það að húsgögn hafi verið úr lagi færð. Hún segist ekki hafa verið ölvuð. Ekki kemur fram að hún kannað hafi verið gólfið í geymsl- unni og ekki síst það horn hennar, sem sagt er að líkið hafi verið dreg- ið í og geymt nokkra stund. Hvort þar hefði mátt merkja eitthvað, sem upplýsingar gæti gefið, ekki síst blóð.“ Kristmundur bendir á fleiri tæknilega vankanta við rannsókn- ina. Hann undrast að ekki hafi fundist blóðblettir sem sýni óyggj- andi að manndráp hafi verið fram- ið, hvorki í bílum, sem rannsakaðir voru, né á Hamarsbrautinni. „Ekki sé ég að leit hafi verið gerð eða kannað hvort fmnanlegir væru skór þeir sem þeir félagar voru í drápsnóttina. Hefðu þeir verið til hefði ekki verið óeðlilegt að senda þá til rann- sóknar fyrst annað var sent til blóð- könnunar. Ekki síst skó þess sem bar líkið höfuðmegin." Yfirlögregluþjónninn hefur einnig efasemdir um líkflutninginn í Hafnarfjarðarhraunið. „Ekki verður gengið langt í hrauninu með þunga byrði, er snjór er yfir allt. Þá er einnig erfiðara að átta sig á hent- ugum stöðum í hrauninu jafnvel fyrir kunnuga menn.“ Yfirlögreglupjónn- inn taldi malið ekki upplýst Aftarlega í skýrslu sinni veltir Kristmundur upp nokkrunr spurn- ingum sem honum finnst ekki hafa verið svarað til hlítar. „Voru engin ummerki í íbúðinni í kjallaranum morguninn eftir eða annars staðar í því húsnæði, sem Erla Bolladóttir hafði yfir að ráða, sem þurfti að hreinsa? Ef svo hefur verið, hver gerði það og á hvern hátt? Hvenær var þingað um það af viðstöddum og gerendum hvernig við skyldi bregðast ef grunur félli á eitthvert þeirra? Varla getur at- burður eins og manndráp verið svo eðlilegur í augum þessa fólks að ekkert þurfi að sinna þessu atriði. Hvaða viðurlög settu þau sér gagnvart hvort öðru ef eitthvert þeirra skýrði frá því sem gerðist?" Ekki er annað að skilja á orðurn Kristmundar en að hann hafi tak- markaða trú á játningum sakborn- inga. „Hvað er það, eftir að fólk þetta er búið að skýra frá drápi Guðmundar að það skuli ekki vilja segja hvar líkamsleifar hans eru ef þær eru á annað borð til enn, sem þögnin bendir þó til?“ Lái honum hver sem vill að spyrja svo. Þar sem játningarnar sem fýrir lágu voru jafn misvísandi og raun bar vitni og sakborningar breyttu framburði sínum hvað eftir annað og tóku þá jafnharðan aftur, eyðir Kristmundur nokkru plássi í að velta fyrir sér hvernig dauða Guð- mundar hefði getað borið að. Legg- ur hann fram nokkrar mögulegar skýringar sem eiga það þó flestar sammerkt að útiloka aðild einhvers þeirra þriggja sem dæmdir voru fyrir rnorðið. Og ekki kemst hann að neinni niðurstöðu sem hann tel- ur líklegri annarri. Undir lokin kemst Kristmundur að eftirfarandi niðurstöðu: „Margt hefur eflaust farið fram- hjá mér í málsskjölum þessum sem betur hefði rnátt lesa og huga að en framanskráð verkar á huga minn. Við lestur málsins finnst mér ekki hafa verið staðið að yfirheyrslum eins og tilefni hafa gefist til og ekki sé fram komið svo ljóst sé hvort einn eða fleiri af kærðurn hafi vald- ið dauða Guðmundar Einarsson- ar.“ Svo mörg voru þau orð. Þegar skýrslur þær sem hér hafa verið til umfjöllunar voru skrifaðar var komið að lokum lögreglurann- sóknarinnar og í febrúarbyrjun 1977 lauk henni undir stjórn Karls Schutz. Sævar og Tryggvi Rúnar tóku aft- ur framburð sinn í Guðmundar- málinu fyrir dómi í lok mars og það sama gerði Kristján Viðar í lok september sanra ár. Hinn 19. desember sama ár kvað Sakadómur Reykjavíkur upp úr- skurð sinn samhliða í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum, auk fjölda smærri mála þar sem sömu sak- borningar kornu við sögu. Dóm- arnir voru þeir þyngstu frá því dauðarefsing var afnumin á Islandi. Ármann Kristinsson sakadómari, sem lýsti miklum efasemdum um ágæti lögreglurannsóknarinnar, átti sæti í dómnum ásamt Haraldi Henryssyni og Gunnlaugi Briem dómsformanni, en efasemdir hans í skýrslunni koma hvergi fram í dómnum. © FIMMTUDAGUR 19. MAI 1994 15

x

Eintak

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.