Eintak - 19.05.1994, Síða 18
+
UEIKKONA
„Fyrir mig var skólinn
rosalega erfiður og
mjög ósanngjarn að
mörgu leyti."
Hilmir Snær
Guðnason
LEIKARI
„ Við fáum meiri al-
hliða þjálfun eþ
margir erlendir leik-
listarnemendur og
fáum að kynnast
ólíkum formum íéik
Hstarjnnar en til að
mynda er í leiklism
■
Guðlaug Elísabet
Olafsdóttir
LEIKKONA
Viö purfum þessi fjögur í
að prófa okkur áfram, ge
mistök og læra af þeim\
hann og það var
ekkert gert i pví þó
að alíir sæju hvað
væri að gerast.“
Þeir Ari og Þröstur Leó segjast
báðir vera sannfærðir um að skól-
inn hafi breyst mikið til batnaðar
frá því að þeir voru í honum. Þröst-
ur sem útskrifaðist 1985 tekur þátt í
lokaverkefni Nemendaleikhússins
sem gestaleikari í leikritinu Sumar-
gestir. Hann segir að það sé æðislegt
að koma inn í Nemendaleikhúsið á
ný og hann líti á það sem nokkurs
konar endurhæfmgu íyrir sig. Það
væri kannski ráð að senda þá leik-
ara sem eiga það til að festast í
ákveðnum karakterum í endurhæf-
ingu?
Nemendaleikhúsið er reyndar
nokkuð sérstakt fyrirbæri og aðdá-
unarvert hversu öflugt það er. 1 vet-
ur hafa verið settar upp þrjár sýn-
ingar, hver annarri betri og lét hin
rómaði gagnrýnandi, Súsanna
Svavarsdóttir, þau orð falla um
Draum á Jónsmessunótt sem Nem-
endaleikhúsið sýndi í haust, að sú
sýning væri sú besta sem byðist í ís-
lensku leikhúsi. Gísli er stoltur af
Nemendaleikhúsinu og segir að
víðast hvar á Norðurlöndunum
setji nemendur aðeins upp eina
sýningu í nemendaleikhúsi á með-
an þær eru þrjár hér.
Værum bara
að leika þjóna
„Ég verð svo reiður þegar ég
heyri gamla leikara lýsa því yfir að
þetta sé of langt nám, að það ætti að
útskrifa eftir þrjú ár, sleppa Nem-
endaleikhúsinu og leyfa nemend-
um að reyna sig í alvöru leikhúsun-
um strax,“ segir Benedikt. „Ef það
væri ekki nemendaleikhús, hvar
hefðum við þá fengið almennileg
hlutverk til að spreyta okkur á? Ef
við hefðum ekki fengið að sýna
okkur í bitastæðum hlutverkum í
nemendaleikhúsi værum við bara
að leika þjóna og þess háttar í stóru
leikhúsunum.“
Ekki er hægt að segja að nem-
endur verði einangraðir hér á Is-
landi því námsferðir til útlanda eru
fastir liðir. Sumir kunna að segja að
það sé nauðsynlegt fyrir leiklistar-
nemendur en spurningin er hvort
það sé eitthvað nauðsynlegra fyrir
leiklistarnemendur frekar en aðra
nemendur? I ár kom hópur frá
Leiklistarháskólanum í Malmö í
vikuheimsókn í Leiklistarskólann
og þökkuðu þau fyrir sig með því
að bjóða 2. bekk skólans í heim-
sókn til Svíþjóðar í haust. Náin
samvinna er við skólann í Malmö
og eru þessi nemendaskipti, sem
margir segja vera einn af hápunkt-
unum í náminu, orðinn fastur liður
í skólastarfinu.
Þriðji bekkur Leiklistarskólans er
núna staddur í París og Berlín og
fór áður á leiklistarhátíð í Osló. Út-
skriftarhópurinn er svo á leið á
leiklistarhátíð í Stokkhólmi með
Drauminn sem þau sýndu í vetur
við miklar vinsældir.
Það er auðvitað frábært að hægt
sé að fara í svona námsferðir og
nemendur fái tækifæri til að sjá
hvar þeir standi miðað við leik-
systkini sín sunnar í Evrópu. Þriðji
bekkurinn hlaut mikið lof fyrir
Hamlet sem þau sýndu á leiklistar-
hátíðinni í Osló. Þessi þriðji bekkur
er reyndar nokkuð athyglisverður
því í honum eru bara fimm nem-
endur. Var svo einhver að tala um
að fjölga í bekkjunum? Gísli segist
ekki kunna skýringu á því af hverju
bekkurinn sé svona fámennur enda
var hann ekki kominn til starfa
þegar sá bekkur var tekinn inn í
skólann. Ætli hafi verið svona lítið
um framúrskarandi nemendur?
Það þykir mér ótrúlegt þar sem þeir
átta sem venjulega komast inn eru
yfirleitt hlaðnir hæfileikum og Gísli
sagði við mig að á hverju ári þyrfti
að hverfa frá fólk sem hefði bull-
andi hæfileika. Nefndin ákvað sem
sagt að taka ekki inn svokölluð jað-
artilfelli sem hafa oft reynst þeir
leikarar sem lifa af þegar til kemur.
Edda Heiðrún Backman sem átti
sæti í dómnefnd þetta árið varðist
allra fregna.
Á að banna
nemendum að
taka að sér hlutverk
utan skólans?
Það er ábyggilega ekkert grín að
vera í fimm manna bekk, sérstak-
lega með tilliti til þess hve vinnan
við nemendaleikhús er oft mikil en
þá sjá nemendur sjálfir um að
hanna leikmynd, reka miðasölu og
fleira sem snýr að leikhússtarfi.
Þessi vinna er auðvitað bara hluti af
náminu og í mörgum tilfellum
undirbúningurinn fyrir það sem
koma skal, þar sem það er sífellt að
færast í aukana að leikarar verði að
skapa sér vinnu sjálfir í frjálsum
leikhópum og þvíumlíku.
Það vakti töluverða athygli fyrr í
vetur þegar Friðrik Þór Friðriks-
son leitaði eftir því að fá Pálínu
Jónsdóttur, nemanda í þriðja
bekk Leiklistarskólans, til að leika
eitt aðalhlutverkið í mynd sinni,
Cold Fever. Pálína þóttíst
sjá þarna ágætt
tælkifærí fyrir sig
sem leikkonu en
ffékk ekki leyfi ffrá
skólayfirvöidum tíi
að taka að sér
híutverkið. Gísli segir að
ekki hafi verið möguleiki að leyfa
Pálínu að taka þessu hlutverki með
svona stuttum fyrirvara þar sem
hún átti að taka þátt í sýningu á
vegum skólans nokkrum vikum
síðar og fjarvera hennar hefði rask-
að kennslu í skólanum heilmikið.
Nemendum hefur frá upphafi
verið bannað að taka að sér hlut-
verk utan skólans meðan á námi
stendur og þykir mörgum óréttlátt
að skerða frelsi nemenda á þennan
hátt. „Mér fannst þetta vera mjög
óréttlátt á meðan ég var í skólanum
en núna sé ég að það er gott að leyfa
nemendum að vera í næði“ segir
Haiidóra. „Ef nemandi
tekur að sér hutverk
utan skóia og
mistekst, er fóik
ffljótt að stimpia
hann iélegan ieikara.“
Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir
sem er í útskriftarhópnum er á
sama máli. „Við þurfum þessi fjög-
ur ár til að prófa okkur áfram, gera
mistök og læra af þeim.“ Þröstur
Leó er einnig mótfallinn því að
nemendur taki að sér utanaðkom-
andi hlutverk. „Það á ekki að mis-
muna nemendum þannig og gefa
sumum tækifæri á meðan þeir eru
enn í skólanum en öðrum ekki.“
„Nemendur geta komið fram
með sínar óskir ef það er eitthvað
sem þeir vilja breyta og það er
hlustað á okkur,“ segir Sigrún ÓI-
afsdóttir. Ari Matthíasson segir aft-
ur á móti að það hafi ekki verið
hlustað á sig! „Ég fór og talaði við
stjórnendur skólans um ýmislegt
sem mér fannst að mætti breyta en
það var ekki hlustað á mig. Aftur á
móti er ég ánægður með að margt
af því sem ég var að gagnrýna
breyttist strax ári seinna og það má
segja að ég hafi verið ánægður með
skólann að mestu leyti.“
Eitt er það sem ekki hefur tekið
breytingum, þrátt fyrir að hafa ver-
ið gagnrýnt af nemendum í gegn-
um árin og það er vægi kvikmynda-
leiks í náminu. Eina kennslan í
kvikmyndaleik er í þrjár vikur á
þriðja ári í skólanum. Þannig að
þótt Leiklistarskólinn standi framar
en margir erlendir skólar á vissum
sviðum stendur hann aftar á þessu
sviði en flestir aðrir leiklistarskólar
í heiminum. Það er staðreynd að
það er annað að leika fyrir framan
kvikmyndavél en á sviði. Nálægðin
og áherslurnar eru allt aðrar. Gísli
segir ástæðuna fýrir því að kvik-
myndaleikurinn hafi ekki meira
vægi í náminu vera þá að skólinn sé
það lítill að hann geti ekki farið inn
á sérsvið heldur reyni að veita al-
hliða menntun. Þarf kannski ekki
að læra kvikmyndaleik? Geta allir
leikið í bíómyndum ef leikstjórinn
er nógu góður? Óskar Jónasson
sagði í viðtali við tímaritið sáluga,
Kvikmyndir, að Björn
Jörundur sem fór
með aðalhlptverkið í
mynd Oskars,
Sódóma Reykjavík,
en er ómenntaður
leikari, hafi verið
mesf „professionai“
af öllum á svæðinu. I Sódómu
lék einnig einn okkar allra besti
kvikmyndaleikari, Eggert Þor-
leifsson, en hefur heldur ekki
stundað leiklistarnám. Þröstur
Guðbjartsson sem er menntaður
úr Leiklistarskóla íslands og lék Ella
í áðurnefndri kvikmynd segist hafa
fundið mun á því að vinna með
menntuðum og ómenntuðum leik-
urum. Undirbúningsvinnan og
persónusköpunin hafi verið mun
betri hjá þeim lærðu.
Hverjir komast inn?
Inntökuprófið er saga út af fyrir
sig og um það má alltaf deila. Þeir
sem ekki komast inn eða hafa eitt-
hvað á móti skólanum af einhverj-
um ástæðum, segja að þetta sé bara
klíka. Leikararnir segja að svo sé
ekki. Sigrún Ólafsdóttir segir að
hún hefði ekki komist inn ef um
klíku hefði verið að ræða. Leikara-
barnið Benedikt segist aldrei hafa
fundið fyrir umtali um klíkuskap í
sambandi við sjálfan sig þrátt fýrir
að hann tengist leikhúsinu í gegn-
um foreldra sína, þau Erling
Gíslason og Brynju Benedikts-
dóttur. „Ef eitthvað er held ég að
það sé erfiðara fyrir leikarabörn að
komast inn því inntökunefndin er
svo hrædd um að láta saka sig um
klíkuskap.“
Flestir viðurkenna að inntöku-
nefnd geti og hafi gert mistök á
báða bóga en starf nefndarinnar er
að sjálfsögðu mjög erfitt. Eftir að
hver og einn umsækjandi hefur far-
ið með eintal eru valdir úr 60 sem
fá að fara í áframhaldandi próf. Þeir
eyða dagstund saman í litlum hóp-
um og framkvæma ýmsar spunaæf-
ingar, líkamsæfingar og fleiri æf-
ingar sem sýna næmi og hæfileika
viðkomandi til sköpunar og leik-
túlkunar. Þeir þrjátíu sem komast
áfram fara svo í enn ítarlegra próf í
sama dúr og eftir það eru valdir
sextán umsækjendur sem prófaðir
eru í eina viku. Að lokum eru átta
sem komast inn í skólann.
I inntökunefnd sitja fimm
manns. Einn leikari, einn leikstjóri,
einn kvikmyndaleikstjóri, einn
kennari og skólastjóri skólans. Út-
skriftarbekkur Leiklistarskólans
hefur verið að berjast fýrir því að
fulltrúi eldri nemenda sitji einnig í
nefndinni en fordæmi fyrir því er
að finna í mörgum erlendum skól-
um. Benedikt segir að þau eigi alveg
eins heima þar eins og einhverjir
kvikmyndaleikstjórar sem venju-
lega séu alveg vonlausir leikaraleik-
stjórar og hafi aldrei kynnst leik-
húsi nema sem áhorfendur.
Lárus Ýmir Óskarsson sem
setið hefur í inntökunefndinni fyrir
hönd kvikmyndaleikstjóra og einn-
ig séð uin kennslu í kvikntynda-
vinnu í skólanum segist ekki ein-
blína á hvort nemandi komi til með
að taka sig vel út fyrir framan kvik-
myndavél heldur reyni aðeins að sjá
hvort viðkomandi sé efnilegur leik-
ari, hvort sem er á sviði eða í bíó.
Hann viðurkennir að það megi
auka vægi kvikmyndaleiksins og
segir að það sem hann vilji gera í
því sé að láta nemendur gera sjón-
varpsverkefni sem yrði tekið til al-
mennra sýninga.
Hefurþú rétta útlitið?
Flestir þeir sem farið höfðu í
gegnum prófið töldu það vera
nokkuð réttlátt og ítarlegra en
þekkist víðast hvar erlendis. Gísli
skólastjóri segir að sérstaða skólans
meðal annarra leiklistarskóla felist
ekki síst í því hversu ítarlegt inn-
tökuprófið sé enda sé það eina
prófið sem nemendur fari í gegn-
um meðan á námi stendur. Aðeins
sé stuðst við umsagnir kennara og
hafi þurft að vísa nemendum frá
skóla vegna vanrækslu í einstaka
tilvikum. Stærsta prófið sé svo auð-
vitað lífið sem tekur við þegar nám-
inu í skólanum lýkur og þær við-
tökur sem viðkomandi fær hjá al-
menningi séu besti dómurinn.
Gisii vísar á bug
öllum ásökunum um
að inntökunefnd leiti
eftir ákveðnum
týpum og að sumir
komist ekki inn í
skólann aff þeirri
ástæðu einni að þeir
hafi ekki rétta
útlitið. Hann segir að það
standi nemendum heldur ekki fyrir
þrifum að vera orðnir of mótaðir
íeikarar þegar þeir fari í prófið en
sú afsökun heyrist alltaf öðru
hverju hjá þeim sem komast ekki
inn.
Skipt er um meðlimi í inntöku-
nefndinni á hverju ári og kann það
að vera ástæðan fýrir því að sumir
umækjendur komast eitt árið í 16
manna hópinn og svo ekki nema í
60 manna hópinn ári seinna, eða
öfugt. Auðvitað er það einnig háð
því hvernig viðkomandi er upp-
lagður. Hæfileikar eru ekki fast
ástand heldur eru þeir háðir að-
stæðum að miklu leyti. Það er einn-
ig erfitt að setja einhverja mælistiku
á hæfileika og því er starf inntöku-
nefndar síður en svo öfundsvert.
Inntökunefnd reynir að gera
þeim sem komast inn grein fyrir
því hvað það hafi verið sem olli því
að þau voru í hópi þeirra útvöldu.
Það væri kannski nær að skýra
þeim átta sem detta úr sextán
manna hópnum hvað hafi vantað
upp á til að þau geti bætt sig fyrir
næsta próf að ári liðnu? Halldóra
Björnsdóttir segir að öll gagnrýni,
bæði neikvæð og jákvæð, mætti
vera markvissari og of seint sé byrj-
að að benda nemendum á hvað
þeir þurfi að bæta.
Svo við höldum okkur við inn-
tökuprófið þá hefur SÚ
hugmynd komið upp
að taka inn tuttugu,
jafnvel þrjátíu
manna hóp á fyrsta
árið en hieypa svo
aðeins átta upp á
annað árið. Nemendur
væru þá felldir á milli ára, en sú að-
ferð var einmitt notuð í gamla
Þjóðleikhússkólanum sem var
starfandi á árunum 1950-1969. Eftir
árið ætti að vera nokkuð Ijóst hverj-
ir hefðu hæfileika til að verða góðir
leikarar og hverjir yrðu aldrei neitt
annað en meðaljónar í leiklistinni.
Vissulega væri blóðugt að komast
ekki áfram eftir eins árs prófraun
en nám er alltaf nám og enginn tap-
ar á því að læra og þroska sig. Það
er ekki allt búið þótt maður sé ekki
einn afátta. Að vera einn
af hundrað og þremur
sem ekki komust inn
þýðir ekki endiiega
að viðkomandi sé
ómögulegur ieikari.
Það þyðir einfald-
lega að hann hafi
ekki hrifið ínntöku-
nefndina með
útgeislun sinni og
hæfileikum. Það er misjafnt
hvað virkar á inntökunefndina frá
ári til árs, þannig að það sakar ekki
að reyna aftur. Svo má líka líta í eig-
in barm og velta fyrir sér hvort það
sé raunverulega í leiklistinni sem
hæfileikarnir og áhuginn liggja.
Getur virkilega verið að einlægu
leikhúsástríðufólki hafi Ijölgað um
tæplega helming frá árinu 1991 þeg-
ar rúmlega fimmtíu manns fóru í
inntökuprófið? Eða eins og Bene-
dikt Erlingsson orðaði það: „Það er
voða flott að vera leiklistarnemi á
barnum. En hefur fólk raunveru-
legan áhuga á náminu?" Það er
málið. Veit fólk hvað hvað það er
að fara út í? ©
18
FIMMTUDAGUR 19. MAÍ1994 “j"