Eintak

Eksemplar

Eintak - 19.05.1994, Side 22

Eintak - 19.05.1994, Side 22
Benóný fyrir utan Skunkinn með danska fánann. Sú var tíðin að samlífi í kommúnum þótti svo sjálfsagt að ungur maður í Reykjavík sem bjó einn fékk viðurnefnið einbúinn - sem síðar var reyndar stytt í Búi. En þrátt fyrir þessa uppgötvun fóru kommúnunar úr tísku, rétt eins og bongótrommurnar og gærurnar. Gerður Kristný ræddi við nokkra fyrrum heimilismenn í sögufrægum íslenskum kommúnum til að komast að því í hverju dýrðin var fólgin og hvað væri ólíkt með kommúnu og hverri annarri heimavist. Krakkamir kommúnu., Kommúnur skutu upp kollinum á Islandi á blómatímanum. Ungt fólk tók sig til og fór að leigja sam- an íbúðir eða jafnvel heilu húsin. Allur gangur var á því hvað fólk átti mikið sameiginlegt. Sumir rugluðu saman reytum sínum og áttu ekkert lengur út af fyrir sig. Aðrir kusu að eiga sínar eigur að einhverju leyti og deildu aðeins matarinnkaupun- um. Aliir bjuggu í sátt og samlyndi - eða það segja gömlu hipparnir nú þegar þeir líta til baka og rifja upp þennan tíma. Kommúnurnar í Reykjavík voru nokkrar. Ein var á horni Laugavegs og Frakkastígs og var hún kölluð Saran. Þar bjuggu meðal annarra Einar Vilberg, gítarleikari, Sigurður Jóhannsson, sem kunnari er undir nafninu Siggi sýra og Sigurður Rúnar Jónsson tónlistar- maður, sem kunnari er undir nafninu Díddi fiðla. I húsi að Vesturgötu 24, sem nú er búið að rífa, hreiðr- uðu fáein ungmenni um sig og deildu saman kjörum. Þau starfræktu leðuriðjuna Vest á neðri hæðinni en höfðu hýbýli sín á efri hæðunum. Meðal annarra voru þar þau Karl Júlíusson, leikmynda- og bún- ingahönnuður, sem unnið hefur mikið við víkingamyndir Hrafns Gunnlaugssonar en vinnur nú í víkingamynd Michael Chapman, Örn Karlsson sem starfar í veit- ingahúsinu Við Tjörnina á veturna en á Hótel Búðum á sumrin, Be- nóný Ægisson, starfsmaður í Hinu húsinu, Árni Pétur Guð- jónsson, leikari og Margrét Árnadóttir sem starfað hefur á Spáni undanfarin ár með götuleik- hópnum Els Comedians sem kom einhverju sinni á Listahátíð í Reykjavík. Fólk kom sér einnig fyrir úti á landi og að Gljúfurárholti i ölfusi, skammt austan Hveragerðis, var önnur kommúna sem fyrst fór af stað um 1973. fbúðarhúsið var nefnt Skunkurinn og skammt frá því var annað hús sem var alveg eins og það. Því var það kallað Eins- ið. Þrír hópar bjuggu í Skunknum hver á eftir öðrum. Fyrst settist þar að hópur verkamanna sem var að leggja Búrfellslínuna. f honum var til að mynda Guðmundur Thor- oddsen, listamaður, Sigurður Þóroddsson, lögfræðingur, Einar Harðarson, viðskiptamaður, og hjónin Þorbjörn Magnússon og Unnur Þóra Jökulsdóttir sem síðar áttu eftir að leggjast í skútu- siglingar og skrifa um það ferða- bækur. Þegar Þorbjörn hélt til Afr- íku að vinna fýlgdi Unnur húsinu þegar hópur tvö flutti inn. Auk hennar voru í þeim hópi þeir Örn og Árni Pétur sem áður höfðu búið á Vesturgötunni, Þóra Árnadótt- ir, núverandi hjúkrunarfræðingur, Anna Th. Rögnvaldsdóttir sem starfar sem kvikmyndaframleið- andi og Kristín Magnúsdóttir sem orðin er prestsfrú. í þeim þriðja voru aftur á móti þeir félagar örn og Benóný og Orn Karlsson Þetta var mjög fínt en ég efast um að ég gæti búið svona í dag. “ alveg í sama farið og aðrir,“ segir Unnur um ástæðu þess að hún fór að búa í kommúnu. Benóný ákvað aft- ur á móti að búa í kommúnu til að vera með vinum sínum. „Kommúnulífið er náttúrlega af- skaplega hagkvæm- ur og skemmtilegur lífsmáti. En að öðru leyti er það bara eins og hver önnur sam- búð. Andrúmsloftið getur alveg verið jafn eitrað þar sem tíu manns búa sam- an og þar sem tvær manneskjur búa s a m a n , “ eitthvað um að verið væri að reykja maríjúanaplöntur.“ Ekki voru allir þeir sem eintak leitaði til reiðubúnir til að ræða reynslu sína af kommúnulífi og einn óskaði nafnleyndar. Hann hef- ur nefnilega stofnað eigið fyrirtæki úti á landi og óttast að missa við- skiptavini láti hann uppi um fortíð sína. Hann hafðist bæði við á Vest- urgötunni og í Skunknum. Best að gefa honum nafnið Húgó Lúkas. „Menn eru ekkert meðvitaðir um að stofna kommúnur. Það bara gerist,“ segir hann. „Allir lögðu til það sem þeir áttu og í fæstum til- fellum voru það merkilegar eigur, helst hljóðfæri og annað slíkt.“ Örn hafði verið á flakki þegar hann ákvað að setjast að í Skunkn- um. „Þetta tilheyrði tiðarandanum og h i p p a - maður sem nefndur var Búi. Hann hafði ein- hverju sinni leigt her- bergi einn úti í bæ og fékk þar af leiðandi nafnið Einbúi. Síðar var það stytt í Búi. Hann er nú búsettur í Svíþjóð. Klíkan var alltaf saman Þegar Unnur fluttist inn í Skunkinn var hún aðeins 17 ára gömul og var að keppast við að lesa menntaskólann ut- anskóla. „Á þessum árum var ég að spá í hugtök eins og frelsi og hvernig mætti brjóta upp hefð- bundin sambýlis- sem og þjóðfélagsform. Ég var að stokka hlutina upp og vildi ekki fara segir hann Árni Pétur fór að búa í kommúnu í kringum 1968 þegar mikil hóptil- finning greip hann. Hann var þá í klíku sem kölluð var Hrúgan. 1 fyrstu leigði hún íbúð til að lesa saman fyrir stúdentspróf. „Þetta var ekki þannig klíka þar sem allir voru saman á daginn en fóru svo heim heldur var þetta klíka sem var saman öllum stundum,“ segir Árni Pétur. „Ég vildi búa með mínu fólki og getað talað við það um allt milli himins og jarðar. Við bjuggum til tungumál sem enginn annar skildi. Við vorum ekkert fyr- ir áfengi heldur vildum bara hjóla saman, flippa saman og hlæja sam- an. Það var lítið um hass en það var geng- ið var mitt fólk. Ég bjó í kommúnum af og til á nokk- urra ára tímabili," segir hann. Kommúnulífið var mjög áhyggjulaust og lítið haft fyrir líf- inu. Árni Pétur segir að sér og sín- unt vinum hafi fundist lítið til vinnu og stjórnmála koma. Þau létu vera að gagnrýna kerfíð heldur kipptu sér bara út úr því. „Þar með þurftum við ekki að sleikja neinn upp og enginn okkur. Við höfðum engar áhyggjur," segir Árni Pétur. Lifðum eins og liljur vallarins Örn og Árni héldu leðuriðjunni áfram fyrir austan íjall og var kjall- ari Skunksins lagður undir leður- verkstæðið. „Félagsskapurinn var mjög góð- ur og það var alltaf nóg við að vera. Það var þó meira um að vera á Vesturgötunni en fyrir austan. Þar vorum við á kafi í allra handa lista- starfsemi. Fyrir utan leðuriðjuna starfræktum við til dæmis tilrauna- leikhús," segir Örn. „Við lifðum mjög spart og ég veit eiginlega ekki á hverju við lifðum. Ég man þó eftir því að hafa ein- hverju sinni stundað garðyrkju í Hveragerði," segir Árni Pétur. „Við drukkum ekki mikið á böllum og fórum aðallega þangað til að dansa. En við vorum mjög vinsæl og flut- um því áfram á höndum annarra. Við lifðum eins og liljur vallarins." Unnur man eftir því að fólkið í sveitinni hafi þótt mjög gaman af íbúum kommúnunnar. „Aftur á móti var löggunni eilítið uppsigað við okkur. Við notuðum nefni- lega íslenska fánann sem gardínu og l1^1* ^ Þar af leið- andi ástæðu til þess að koma í heimsókn,“ segir hún. Hver og einn hafði sln föt og hluti í friði í Skunkn- um þótt ! e itth vað væri um að ' eigurnar væru lánaðar. Heimilishald- ið gekkmjög vel og það myndaðist fljótt ákveðin verkaskipting. Örn var til dæmis sérstaklega umhyggjusamur við að búa til mat og halda öllu hreinu. Ósjálfrátt skapaðist ákveðið fjölskyldumunst- ur. Við lögðum í púkk til að kaupa mat en það lenti sjálfsagt meira á sumum en öðrum,“ segir Unnur. „Ég man ekki eftir neinum pen- ingavandræðum í þá daga; það er annað með VISA-kortsvandræðin í dag,“ segir Árni Pétur. „Við lifðum mikið á hvalkjöti því það var svo ódýrt, fiski, baunum og svo bökuð- um við brauð. Ekki datt manni í hug að kaupa til dæmis föt, hvað þá að eignast bíl.“ Margir halda að frjálsar ástir hafi grasserað í kommúnunum og allir verið með öllum. Það var víst öðru nær. „Kommúnulífið gekk hvorki út á 22 FIMMTUDAGUR 19. MAÍ1994

x

Eintak

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.