Eintak

Útgáva

Eintak - 19.05.1994, Síða 23

Eintak - 19.05.1994, Síða 23
/ Magnea J. Matthíasdóttir var eins konar guðmóðir í Ro- sengötu- kommúnunni í Kaup- mannahöfn. Skunkurinn Örn Karlsson, Árni Pétur, Benóný og Margrét Árnadóttir fyrir framan Skunkinn. kynlíf né dóp. Þess í stað vorum við að sækja í góðan félagsskap," segir Unnur. Árni Pétur tekur undir það: „Kommúna er það kynlausasta samþýlisform sem til er. Það mynd- aðist strax einhver systkinabragur milli okkar. Ef íbúar Skunksins ætl- uðu á séns urðu þeir að fara í bæ- inn.“ Ekki hægt að láta sérleiðast Kommúnufólkið vildi hafa ofan af fyrir sér sjálft og helst ekki þurfa að sækja sínar skemmtanir neitt annað. Til dæmis hætti Árni Pétur að lesa bækur á tímabili því honum fannst sambandið við fólkið í kringum sig mun mikilvægara en að sökkva inn í annan hugarheim með aðstoð bókmennta. 1 Skunknum var sérstakt músik- herbergi þar sem heimilisfólk gat gengið að hljóðfærum á borð við sOófóna og heimatilbúnar tromm- ur. Þar lék það eigin tónlist. „Það þótti mjög fínt að eiga gamlan rússneskan grammófón en frekar karnabæjarlegt að kaupa græjur,“ segir Árni Pétur. Aðrir settu upp eigin listsýningar þegar svo bar undir: „Einhverju sinni átti að hreinsa út úr húsi á Vesturgötunni og var það annað hvort hús númer 20 eða 22. TO stóð að fara með allt úr því upp á hauga. íbúar Vesturgötu 24 urðu þess fljótlega áskynja að verið væri að keyra eitt og annað út úr húsinu og fóru því að skoða góssið,“ segir Hú- gó Lúkas. „Það kom í ljós að í hús- inu hafði búið Frakki sem annað hvort var konsúll eða konsúlsígildi. Hann hafði auðsjáanlega ferðast mikið og úði og grúði af alls kyns dóti í húsinu; kistur, snyrtiborð, skammel og meðal annars leður- kistur fuUar af ljósmyndum. Við gáfum ntununum nöfn og var haldin mOcil sýning á þeim í garð- inum við Vesturgötu 24. Tveimur dögum seinna kom hreinsunar- deildin og tók dótið.“ Þeir sem búið hafa í kommúnu eru sammála um að það sé erfitt að láta sér leiðast þar. Það er nefnUega alltaf einhver tO staðar til að tala við og sífeUt er verið að brydda upp á einhverju skemmtUegu. „Einn daginn bundurn við öll fyrir augun á okkur og eyddum deginum þannig,“ rifjar Árni Pétur upp. „Annan dag klæddum við Örn okkur í stóran kyrtil. Við vorum sem einn maður og gerðum allt með sitt hvorri hendinni. Örn og ég áttum leyniuppskrift að heilhveitipönnukökum, svoköll- uðum frænkum. Enginn mátti sjá hvernig við bökuðum þær. Fólk lagði mikið á sig tO að reyna að komast að uppskriftinni. Það faldi sig inni í skápum í eldhúsinu eða kom sér jafnvel fyrir með kíki upp á næstu hæð fyrir ofan.“ Um helgar fóru íbúar Skunksins til Reykjavíkur á puttanum og Árni Pétur segir að allir hafi getað gist í stóru einbýlishúsunum sem for- eldrar þeirra áttu. „Stundum fékk maður far með mönnum sem byrjuðu að afsaka sig á því að búa uppi í Breiðholti með kjarnafjölskyldunni sinni. Ég við- urkenndi fýrir þeim að ég viídi al- veg eins vera í þeirra sporum. Þetta væri bara spurning um val hvers og eins,“ segir Árni Pétur. Aftur inn í moldarkofana Gera má því skóna að foreldrum blómabarnanna hafi brugðið all- mikið þegar afkvæmin ákváðu að flytja að heiman tO að búa ásamt vinurn sínum við aðstæður sem þau höfðu reynt að koniast burt frá. „Ég hef oft velt því fyrir mér hvað rann í gegnum huga foreldranna,“ segir Arni Pétur. „Blómabörnin voru börn fólks sem höfðu byggt svo mikið upp. Það kom úr mold- arkofunum inn í einbýlishúsin og ætlaði að veita börnunum sínum öll heimsins gæði. Þau þökkuðu aftur á móti pent fyrir og foreldr- arnir horfðu upp á þau skríða aftur inn í kofana. Flest voru þetta börn betri borgara og oft á tíðum menntaskólakrakkar en á þessum tíma gengu ekki allir menntaveg- inn. Margir þeirra höfðu farið tO útlanda og kynnst kommúnulífi þar.“ Húgó Lúkas efast um að foreldr- um sínum hafi litist á líferni hans á þessum tíma og segist hann skilja ugg þeirra vel í dag þótt ekki hafi hann gert það þá. „Það var mun meiri kynslóða- munur þá en í dag. Foreldrar okkar voru sprottnir upp úr allt öðru þjóðfélagi en við,“ segir hann. íslendingaslóðir í Kaupmannahöfn Árni Pétur hafði komist inn í Konunglega leiklistarskólann í Kaupmannahöfn sem þótti mikill árangur. Hann gaf námið aftur á móti upp á bátinn að einum vetri liðnum því honum fannst mikil- vægara að lifa í kommúnu. Hann bjó í Rosengötu-komm- únunni I Kaupmannahöfn á árun- um 1971- ‘72 þar sem Magnea J. Árni Pétur Guðjónsson „Maður hefur alltaf einhvern til að tala við í kommúnu og erfitt að láta sér leiðast þar. “ Benóný Ægisson „Kommúnulífið var náttúrlega afskaplega hagkvæmur og skemmti- legur lífsmáti." Kamarorghestar Megin uppistaða Kamarorghesta Jónasar Vest í Gallerí SÚM: Búi, Benóný, Löddi og Örn. Matthíasdóttir, rithöfundur, var eins konar guðmóðir. „Þarna bjuggu um tíu manns tveimur herbergjum. Það komu ansi margir við í Danmörku á leið- inni til Indlands og döguðu þar uppi vegna peningaleysis. Þarna ríkti líka sameiginlegt tungumál og stundum þegar ég kom heim kvöldin hafði málið breyst yfir dag- inn. Það tók mig dálítinn tíma að komast inn í það á nýjan leik,“ seg- ir Árni Pétur. Fjölmargir fslendingar höfðust jafnframt við í fríríkinu Kristjaníu og bjuggu þeir flestir í hinu svokall- aða Rauðaljónshúsi. Hugsjónir fortíðarinn- ar 1 blóði nútímans Árni Pétur hætti kommúnulífinu um þrítugt þegar hann eignaðist barn og fór að huga að starfsfram- anum. „Þetta var bara eins og með þá sem fluttu frá Kristjaníu. Þeir höfðu ekki tíma til að vera alltaf að sækja brenni þrátt fyrir það hvað viðarofninn var yndislegur," segir hann. Benóný segir aðalókostinn við kommúnulífið hafa verið þann að Unnur Jökulsdóttir „Ég var að stokka hlutina upp og vildi ekki fara alveg ísama farið og aðrir. “ enginn hafi átti nein leyndarmál út af fyrir sig. „Kannski sé ég þetta enn með svona rósrauð- um augum en ég man ekki eftir neinum sérstök- um öðrum vandamálum," segir hann. Unnur viður- kennir að þegar hún hafi búið í kommúnunni hafi hún ekki haft eins mikla stjórn á lífi sínu en ella. Þegar hún vildi fá að vera í friði átti hún ekki annars úrkosti en að labba upp í fjall. Hún bjó þó í Skunknum í þrjú ár en þá héft hún áfrarn í skóla og leigði sér herbergi úti í bæ í Reykjavík. Hún furðar sig þó á því að ungt og óbundið fólk skuli ekki gera meira af því nú að búa saman í kommúnum af hagkvæmnisástæð- um einum saman. Húgó Lúkas telur fólk hafa rekið sig smátt og smátt á það að þetta sambýlisform hentaði ekki öllum og ásteytingarsteinarnir gátu verið afskaplega litlir. „Allt skipulag var eitur í beinum hippanna og því gat dagleg um- gengni eins og uppvask og þvottur orðið að vandamáli,“ segir hann. Árni Pétur segist finna mun á börnum blómabarnanna en öðrum kynslóðum. „Mér finnst ég taka eftir því að það sem blómabörnin höfðu sem hugsjónir, til dæmis í sambandi við samskipti kynjanna, hafa börn þeirra sem staðreyndir í lífi sínu. Ég sá líka á pönkurunum að þeir voru mun heilli og heiðarlegri en við vorum. Þau sem komu á eftir okkur eru með hugsjónir okkar í blóð- inu,“ segir Árni Pétur. Húgó Lúkas tekur undir það með honum: „Þau gildi sem kom- ust á með hippatímabilinu eru við lýði enn þann dag í dag.“ Árna Pétri finnst blómabarna- hugsjónin mjög falleg en eiturlyfin hafa verið mikil mistök. „Við bjuggum við afskaplega fal- lega heimsmynd sem hefði orðið enn fallegri hefði dópið ekki komið til sögunnar,“ segir hann. „Flest okkar komu þokkalega út úr þessu tímabili en mörg komu illa út úr því. Nú er verið að snobba fyrir þessum tíma og mér finnst það hættulegt. Ég reyni að koma þeim ung- lingum sem ég vinn með í skilning um að ýmislegt slæmt hafi fylgt blóma- tímanum. Ég kenni dópinu um það. Fólk trúði því að ef LSD yrði sett í vatnið hjá alþingis- mönnunum myndi heimurinn bjarg- ast.“ Húgó Lúkas seg- ir flesta hafa notað eiturlyf í kommún- unum en sumir meira en aðrir. „Það var eitthvað um maríjúana og hass en ekki harðari efni. Sumir sem lentu illa í þeim snúa ekki aftur til manna og aðrir eru látnir,“ segir hann. Tíminn endurtekur sig aldrei Arni Pétur segist sakna blóma- tímans og segir að hann hefði ef- laust gaman af að prófa kommúnu- lífið aftur þegar börnin eru flutt að heiman. „Þetta sambýlisform var fínt á sínum tíma en ég er ekki tilbúinn til að reyna það aftur,“ segir Örn aftur á móti. „Ég er orðinn svo sérvitur og er því ekki sambúðarhæfur.“ Hann segir fyrrum sambýlisfólk sitt ekki hittast oft en alltaf sé það þó jafngaman þegar það héndi. Húgó Lúkas rétt heilsar hins veg- ar fyrrverandi sambýlingum sínurn en segir kynnin ekki dýpri en það. „Það eru margir að gæla við þá hugmynd að tímabilið þegar fólk bjó í kommúnum endurtaki sig, en tíminn endurtekur sig aldrei,“ segir hann. „Ég held að það sé misskiln- ingur að hægt sé að apa eftir því. Ef hlutirnir eru ekki gerðir af einlægni verða þeir ekkert annað en hjóm.“@ FIMMTUDAGUR 19. MAÍ1994 23

x

Eintak

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.