Tíminn - 03.06.1977, Blaðsíða 3

Tíminn - 03.06.1977, Blaðsíða 3
Föstudagur 3. júni 1977 3 tJlla Magnússon aöstoöarsölustjöri sýnir viö skiptavinum framleíösluna básana. Alls sóttu sýninguna um 16.611 manns, þar af voru 10.150 annars staöar frá en frá Danmörku. Þessar upplýsingar koma fram i fréttabréfi Útflutn- ingsmiöstöövar iönaöarins. tslenzku húsgagnaframleið- endurnir, sem tóku þátt i sýn- ingunni nú voru alls fjórir talsins. Gamla Kompaniið sýndi nýja samstæöu af skrifstofu- húsgögnum teiknaða af Pétri B. Lútherssyni húsgagnaarkitekt. Húsgögnin vöktu mikla athygli, en þau eru úr ljósu beyki og meö islenzkum ullaráklæöum. Kristján Siggeirsson h.f. sýndi nýja gerö hillusamstæöna teiknaöa af Hjalta Geir Kristjánssyni. Húsgagnaarki- tekt. Þetta hillukerfi er úr fallegum viði frá Suöur-Ameriku, sem kallast Sucupira.Einnig sýndi fyrir- tækiö leöurstólinn „Chieftain” eftir Gunnar H. Guömundsson. Auk húsgagnaframleiðend- anna tveggja sýndu Álafoss h.f. og Gefjun Akureyri, húsgagna- áklæöi og væröarvoöir. Er is- lenzkur ullarfatnaður nú vel þekktur erlendis fyrir einstök gæöi og fallegt útlit, og hefur fjöldi sýnishornapantana borizt báöum fy rirtæk junum . Hönnuöur hjá Alafossi er Guðrún Gunnarsdóttir, en Gefjun hefur átt samstarf viö erlenda og innlenda hönnuöi. Þetta var i 11. sinn sem þessi sýning er haldin, en i fyrsta skipti; sem aðrar þjóöir en Noröurlandamenn taka þátt i sýningunni sjálfri. Alls sýndu i ár 578 fyrirtæki frá Danmörku, Noregi. Sviþjóö, Finnlandi, Is- landi, Belgiu, Englandi og Hollandi. Dagur iðnað- arins á Sel- fossi 16. júní Hvaða fyrirtæki hlýtur verðlaun fyrir góða umgengni á iðnaðarlóð? SJ— Reykjavlk — Undir- búningur iönkynningar á Sel- fossi er nú langt kominn, en dagur iönaöarins veröur þar 16. júni. Þann dag verður opnuð iönsýning i gagnfræöaskólanum og væntanlega heimsækir Gunnar Thoroddsen iönaöar- ráöherra Selfoss af þessu tilefni. Að sögn Sigurðar Jónssonar starfsmanns iönkynningar- nefndar á Selfossi er gert ráö fyrir aö öll stærstu fyrirtækin i bænum taki þátt i sýningunni. I þeim hópi verða Mjólkurbú Flóamanna, Sláturfélag Suöur lands og Kaupfélag Arnesinga, sem m.a. rekur bilasmiöju, tré- smiðju og rafmagnsverkstæði. Næst þessum aöilum ber bygg- ingaiönaö hæst meðal iönfyrir- tækja á Selfossi. Trésmiöjur Þorsteins og Arna, Sigfúsar Kristinssonar, Guömundar Sveinssonar og Róberts Benediktssonar, svo og tré- smiöjan Selós s.f. veröa aöilar aö iönsýningunni og sennilega einnig Steypuiöjan og Steypu- stööin. Aöaldagskrá iönkynningar- innar verður 16. júni og veröur þá haldinn fundur um iönaöarmál. Sýningin veröur opin i 4-6daga og munu iönfyrir- tækin eflaust efna til ýmissar tilbreytni. Gefin veröur út iönskrá i til- efni iönkynningar á Selfossi, og veröa þar upplýsingar um öll iönfyrirtæki I bænum, svo og skrá yfir iönaöarmenn. Svo sem verið hefur á degi iðnaðarins á öörum stööum á landinu verður fyrirtækjum og einstaklingum veitt viöurkenn- ing i tengslum viö iön- kynninguna. Akveöiö hefur verið aö veita eina viöurkenn- ingu á Selfossi, sem ekki hefur verið annars staöar, en þaö er fyrir góöa umgengni á iönaöar- lóð. Hafnarfjörður: Fyrsti áfangi Hrafnistu vígður gébé Reykjavik— A laugardag- inn veröur fyrsti áfangi dvalar- heimilis Hrafnistu I Hafnarfiröi formlega vigöur, og mun Matthias Bjarnason heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra leggja hornstein og flytja ávarp við þaö tækifæri. Húsiö verður opið fyrir almenning eftir at- höfnina, sem hefst kl. 13:30. Þetta er fyrsti áfanginn af þremur sem nú veröur vigöur. Þetta er hið myndarlegasta hús á fimm hæöum, og i þvi veröa eins- og tveggja herbergja ibúö- ir, auk aöstööu fyrir ýmsar þjónustugreinar. Kostnaður viö byggingu þessa mun i dag nema um 340 milljónum króna. Engir opinberir styrkir hafa fengizt til byggingar húsa Hrafnistu og byggist fjáröflun D.A.S. mikiö á happdrættinu. Þá er rétt að geta þess, aö sjó- mannadagurinn, sem er á sunnudaginn, er einn helzti fjár- öflunardagur Hrafnistu, en þá verða merki dagsins svo og Sjó- mannablaöiö, sem nú kemur út i fertugasta sinn, selt. Sölubörn- um er bent á, aö afhending merkja og blaösins fer fram á laugardaginn frá kl. 17 til 19 Qr bifreiöum viö eftirtalda staöi: Austurbæjarskóla, Alfta- mýrarskóla, Árbæjarskóla, Breiöageröisskóla, Breiðholts- skóla, Fellaskóla, Hólabrekku- skóla, Hliöaskóla, Kópavogs- skóla, Kársnesskóla, Langholts- skóla, Laugarnesskóla, Mela- skóla, Mýrarhúsaskóla, Voga- skóla, á skrifstofu Vélstjóra- félags Islands, Hafnarstræti 18, og viö Laugarásbíó. Þá er og sölubörnum bent á þaö, aö söluhæstu börnin fá ferö meö Landhelgisgæzlunni I verð- laun auk þess sem þau, sem selja fyrir meira en kr. 2000, fá aögöngumiða i Laugarásbió. .... y 1 L L t l 4. í í Jl Þetta er sá hiutiHrafnistui Hafnarfirði sem fyrst veröur tekinn I notkun, en þaö veröur fljótlega. Er húsiö hiö glæsilegasta svo sem sjá má. Aðalfund- ur Blaða- mannafé- íslands 11. júni Aðalfundur Blaðamanna- félags Islands verður hald- inn laugardaginn 11. júni næstkomandi kl. 14 að Hótel Esju. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf/ umræður um breyt:-*gar á lögum og siðareglum félagsins# frá- sögn af stöðunni i kjara- málum blaðamanna og al- þjóðasamstarf á vegum Blaðamannaf élags Is- lands. Sjómannadagurinn í Hafnarfirði: Fjölbreytt dag- skrá að vanda gébé Reykjavik — Aö venju er dagskrá sjómannadagsins i Hafnarfiröi fjölbreytt, en þó meö heföbundnu sniöi. Hún hefst kl. 8 f.h. meö þvi aö fánar eru dregnir aö hún, en kl. 9:30 er skemmti- sigling fyrir börn, og er lagt upp frá bryggjunni fyrir framan Bæjarútgeröina og siglt um i 1-2 klst. Sjómannamessa er I Þjóö- kirkjunni kl. 13:30 og þar messar nýi presturinn i Viöistaöasókn, sr. Sigurður Guömundsson. Kl. 14:15 er skrúöganga frá kirkjunni aö hátiöarsvæöinu viö Bæjarútgerö Hafnarfjaröar, og klukkan hálf tvö veröur útihátiöin sett. Þar flytur fyrst ávarp full- trúi Slysavarnardeildarinnar Hraunprýöi, Hulda Sigurjóns- dóttir og síöan fulltrúi sjómanna Eðvald Eövaldsson, skipstjóri. Þrir aldraöir sjómenn veröa heiöraöir og tvær konur hljóta viöurkenningu fyrir störf sin vegna sjómannadagsins og mál- efna sjómanna. Kl. 15:30 hefst skemmtidag- skráin, þyrla varnarliösins sýnir björgunaræfingar, kappróöur, koddaslagur, hraöbátasigling og fleira. Um kvöldið er svo sjó- mannahóf i Skiphóli kl. 19:00. Merki og blöö Sjómannadags- ins veröa afhent sölubörnum frá kl. 9 um morguninn i Bæjarbiói. Áhrif allsherjarverkfallsins: Bankinn er opinn, en barinn er lokaður! — undanþágur vegna læknamiðstöðva KH-Reykjavík. Boöuö alls- her jarvinnustöövun ASl á Stór-Reykjavlkursvæðinu kom til framkvæmda á miönætti siðastliönu. Samkvæmt upp- lýsingum, sem blaöiö aflaði sér I gærdag, nær verkfalliö undan- tekningarlaust til allrar bygg- ingar- og hafnarvinnu. Sömu- leiðis nær þaö til allra verzlana, nema þeirra, þar sem eigendur afgreiöa sjálfir. Má reikna meö aö margar smáverzlanir veröi opnar. Aö sögn Elisar Arnórssonar hjá VR, veröur ströng verkfalls- gæzla, og þess I hvlvetna gætt, aö engir sjái um afgreiðslu nema þeir sem leyfi hafa til þess. En verkfalliö nær ekki til starfsfólks i BSRB, þannig aö áhrif þess veröa hverfandi I opinberum stofnunum. Til að mynda veröa allir bankar opnir. Sama gildir um sundstaöi borgarinnar. VR hefur veitt undanþágur til læknamiöstööv- anna I Domus Medica og Alf- heimum, og auk þess allra stóru happdrættanna, þannig aö þar gætir vinnustöövunarinnar ekki. Ekki var ljóst hvort lyfja- búöir yröu opnar. Oll veitingahús veröa lokuö, en óvist var hvort sýningar kvikmyndahúsanna féllu niöur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.