Tíminn - 03.06.1977, Blaðsíða 17

Tíminn - 03.06.1977, Blaðsíða 17
Föstudagur 3. júni 1977 17 Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05 Fréttir kl. 7.30, 8.15(og fwustugr. dagbl.) 9.00 og 10.10 Morgunbæn kl. 7.50 Morgunstund barnanna kl. 8.00: Baldur Pálmason les framhald „Æskuminninga smáladrengs” eftir Arna Olafsson (4). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriöa. « Spjallað viö bændurkl. 10.05 Létt alþýöulög kl. 10.25 Morguntónleikar kl. 11.00: Brussel-trióiö leikur Trió I Es-dúrop. 70 nr. 2 eftir Lud- wig van Beethoven/Christi- an Ferras og Pierre Barbi- zet leika Sónötu I G-dúr fyrir fiölu og pianó eftir Guill- aume Lekeu. 12.00 Dagskráin. Tonleikar. Tilkynningar. 12.25 Veöurfregnir og fréttir. Tilkynningar. Viö vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miödegissagan: „Nana” eftir Emile Zoia.Karl Isfeld þýddi. Kristin Magnús Guö- bjartsdóttir les (19). 15.00 Miödegistónleikar. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn Vignir Sveins- son kynnir. 17.30 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Úr atvinnulifinu. Magn- ús Magnússon og Vilhjálm- ur Egilsson viðskiptafræö- ingar sjá um þáttinn. 20.00 „Smámunir” ball- ettmúsik eftir Mozart St. M ar tin-in-the-F ields-hl j óm - sveitin leikur, Neville Marriner stj. 20.25 Tveir á tali. Valgeir Sig- urösson talar viö Jóhannes Stefánsson frá Neskaup- stað. 20.55 Einsöngur: Hollenska söngkonan Elly Ameling syngur á tónleikum Tón- listarfélagsins i Háskólabiói I sept. s.l. Dalton Baldwin leikur á pianó. Siðari hluti tónleikanna. 21.30 Ctvarpssagan: „Jómfrú Þórdis” eftir Jón Björnsson Herdis Þorvaldsdóttir leik- kona les (28) 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: „Vor i verum” eftir Jón Rafnsson. Stefán Ogmunds- son les (18) 22.40 Afangar Tónlistarþáttur sem Asmundur Jónsson og Guðni Rúnar Agnarsson stjórna. 23.30 Fréttir. Dagskrárlok. sjonvarp Föstudagur 3.júní 20.00 Fréttir og veöur 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 „Meö bláa grön og klaufalega fætur...” Kvikmynd þessi vár tekin um sauöburðinn voriö 1969 i Helgadal i Mosfellssveit. Kvikmyndun örn Haröar- son. Umsjón Eiöur Guönason. Aöur á dagskrá voriö 1970. 20.45 Innlendur umræöu- þáttur. 21.35 Þaö má opna allar dyr Hall alla dörrar oppna. Sænsk gamanmynd frá árinu 1973. Leikstjóri og höfundur handrits Per-Arne Ehlin. Aöalhlutverk Börje Ahlstedt og Kisa Magnusson. Steve er ungur og kvenhollur lásasmiöur. Hann á sæg af vinkonum, og á erfitt meö aö gera upp á milli þeirra, en einn góöan veöurdag kynnist hann Lottu og verður þá fyrst alvarlega ástfanginn. Þýöandi Dóra Hafsteins- dóttir. 23.10 Dagskrárlok. framhaldssagan 'framhaldssagan framhaldssagan framhaldssagan Frú Harris fer til Parísar © eftir Paul Gallico um barst einhver dásamlegur ilmur og f rú Harris gekk þarna um torgið sem i leiðslu. En þarna var önnur mannvera, sem gekk um í svipaðri leiðslu og það var enginn annar en gamli herramaðurinn, sem setið hafði við hlið f rú Harris á sýningunni hjá Dior, hann hét Chassagne, var markgreifi og af gamalli og göfugri ætt. Nú var hann klæddur léttum, brúnum vor- frakka, með brúnan f ilthattog var rósemin uppmáluð — meira að segja þykkar, bogadregnar augnabrúnirnar voru f riðsamlegar. Hann gekk hægt eftir stígunum milli ferskra, döggvotra blómanna og andaði með velþóknun að sér þeim ilmi, sem þau gáf u f rá sér. Leiðir hans og hreingerningakonunnar lágu saman og andlit hans Ijómaði af brosi, þegar hann sá hana, og hann tók ofan hattinn með virðuleika, eins og hann stæði andspænis drottningu. — Nei, sko, sagði hann. — Er þetta ekki gesturinn okkar frá London, konan sem elskar blóm. Þér hafið þá ratað hingað. — Þetta er hreint eins og í himna- riki, ekki satt? sagði frú Harris. — Ég hefði ekki trúað því, ef ég hefði ekki séð það með mínum eigin augum. Hún leit niður á stóra krukku, f ulla af ferskum , hvítum liljum og síðan á aðra með gladíólum. Á þeim glitruðu daggardropar. — O, tautaði frú Harris. —Það vona ég að frú Butterfield muni eftir að vökva pelargóníurnar mín- ar. — Nú , svo frúin ræktar pelargóníur? spurði mark- greifinn kurteislega. — Ég er með tvo gluggakassa f ulla, svo og einar tíu í pottum, alis staðar þar sem ég kem þeim f yrir. Það má kalla þetta tómstundagaman mitt. — Stórkostlegt! sagði markgreifinn viðsjálfan sig, en svo spurði hann: — En kjóllinn, sem þér komuð til að sjá? Funduð þér hann? Frú Harris brosti undirfurðulega. — Það var einmitt það sem ég gerði. Það er sá, sem þau kölluðu „f reisting- una" munið þér eftir honum? Hann er úr svörtu f laueli, útsaumaður með stórum perlum og efri hlutinn er úr bleiku, mjúku efni. Markgreif inn rótaði í hugskoti síns andartak, en kink- aði síðan kolli. — Jú, ég man eftir honum. Hún var í hon- um þessi fallega, unga... — Natasja, hjálpaði frú Harris. — Hún er vinkona mín. Það er verið að sauma kjóiinn handa mér, tekur þrjá daga enn. — Og á meðan eruð þér að skoða það sem er að sjá í París. — Og þér... byrjaði frú Harris, en þagnaði í miðri setningu, því hana grunaði þegar svarið við spurning- unni, sem hún hafði ætlað að spyrja. En Chassagne markgreif a var ekki hið minnsta brugð- ið, en sagði aðeins alvarlegur . — Þét gátuð rétt. Ég hef svo stuttan tíma til að njóta fegurðar umhverfisins. Komið, við skulum setjast hérna á bekkinn í sólskininu, ég og þér og ræða saman. Þau settust hlið við hlið á grænmálaðan trébekk í miðri litasinfóníunni og ilminum, herramaðurinn og hreingerningakonan og töluðu saman. Þau voru sitt úr hvorum heimi,enáttuþað sameiginlegt að vera mannleg, og þess vegna var í rauninni ekki svo langt á milli þeirra. Þrátt f yrir stöðu sína og titil var markgreif inn einmanna ekkjumaður og börnin gift og dreifð um allar jarðir. Og hvað var f rú Harris annað en einmana ekkja, sem hafði þó nóg þor til að leggja upp í mesta ævintyri lífs síns til aðfáósksína uppfyllta. Það var margtsem tengdi þess- ar tvær manneskjur. Auk pelargóníanna, sagði frú Harris honum að hún fengi öðru hverju afskorin blóm heim í kjallaraibúðina sína, f rá viðskiptavinum, sem voru að fara út í sveit, eða höfðu fengið ný blóm og vildu losna við þau eldri. — Ég f lýti mér eins og ég get með þau heim, sagði hún, — sker svolítið af stilkunum og set þau í ferskt vatn og gamlan koparpening á botninn í vasanum. Makgreifinn varð hissa á svipinn. — Hvað, vissuð þér það ekki? sagði frú Harris. — Ef maður lætur koparpening í vatnið, lifna visin blóm alltaf við aftur. Markgreif inn sagði f ullur áhuga: — Já, þarna sannast það, að svo lengi lærir sem lif ir. Hann sneri sér að öðru, sem vakið hafði áhuga hans. —:Og þér segið, að ungfrú Natasja sé orðin vinkona yðar? — O, hún er svo indæl, sagði frú Harris. — Alls ekki eins og maður skyldi ætla, montin eða merkileg með sig, eftir allt, sem látið er með hana. Hún er jafn saklaus og yðar eigin dóttir gæti verið. Þau eru öll vinir mínir, get ég sagt— þessi laglegi André Faulvel, gjaldkerinn, ég bý heima hjá honum —og veslings frú Colbert.... — Má ég spyrja, hver frú Colbert sé? greip mark- greifinn fram í. Nú var það f rú Harris sem varð hissa. — En þér hl jótið að þekkja frú Colbert — deildarstjórann — það er hún sem ákveður hvort maður má koma inn eða ekki. Hún er dásamleg manneskja. Hugsa sér að setja frú Harris þarna mitt á meðal fína fólksins. — Já, einmitt, markgreifinn kinkaði kolli af nýjum áhuga. — Já, ég kannast við hana. Hún er einstök mann- eskja, hugrökk og þiggur engar mútur. En hvers vegna segið þér „veslings'? — Frú Harris hnikaði bakhlutanum til á bekknum, til að njóta betur hvíldarinnar. Svei mér ef þessi franski herramaður var ekki eins og hver annar heima — alveg eins forvitinn um sorgir og áhyggjur annarra. Rödd hennar var glaðleg og full trúnaðartrausts, þegar hún klappaði á handlegg hans og sagði: — Nei, það er ekki von að þér vitið neitt um veslings manninn hennar. — Jæja, svo hún á þá mann? sagði narkgreifinn. — Hvað er að honum? Er hann veikur? — Nei, það er ekki það, svaraði f rú Harris. — Frú Col- bert mundi aldrei segja neinum það, sem hún hef ur sagt mér, en það er skiljanlegt, ég er kona, sem hef séð á eftir manni mínum ígröfina og skil þetta þess vegna. Tuttugu og fimm ár á sömu skrifstofunni..... — Maðurinn yðar? spurði markgreif inn. — Nei, maðurinn hennar, og hann er heilinn á skrif- stof unni. En í hvert sinn, sem röðin kemur að honum að hækka í tign, fær stöðuna einhver greif i eða auðkýf ings- sonur og nú er þetta alveg aðgera útaf við frú Colbert og þau bæði. Markgreifinn fann einhvern undarlegan fiðring í hnakkanum, þegar rann loks upp fyrir honum Ijós. And- artak hafði vottað f yrir sömu beisk junni í rödd f rú Harr- isog verið hafði í rödd frú Colbert, þegar hún sagði:- Og nú er enginn möguleiki fyrir hann, enginn getur talað máli hans eða hjálpað honum. t „Láttu mömmu þina kalla á þig nokkrum sinnum enn... Þú ætlar þó ekki aö fara aö eyöileggja hana meö eftirlæti.” DENNI DÆMALAUS!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.