Tíminn - 03.06.1977, Blaðsíða 28

Tíminn - 03.06.1977, Blaðsíða 28
 / 28644 28645 HREVFILL fasteignasala öldugötu 8 Fasteignasalan sem sparar hvorki tima né fyrirhöf n til að veita yður sem bezta þjónustu Sölumaður: Finnur Karlsson Valgarður Sigurðsson Sími 8 55 22 dburðardreifari góð vinnslubreidd nákvæmar stillingar einnig fyrir sáningu Guöbjörn Guðjónsson Heildverzlun Siöumúla 22 Símar 85694 & 85295 1,1 Ekkert vikukaup fyrr en á mánudag JH-Reykjavik. — A fjölmörg- um vinnustööum I Reykjavík veröa launagreiöslur til viku- kaupsfólks ekki inntar af höndum þessa vikuna, og er orsökin sú, aö allsherjarverk- falliö hér fellur á þann dag, er greiöa átti launin. t dag verö- ur enginn I skrifstofunum tii þess aö greiöa launin né held- ur neinn á vinnustaö til þess aö veita þeim viötöku. Yfirleitt mun fólk þess vegna veröa aö bíöa eftir kaupi sinu fram yfir helgi. I sjálfu sér kemur þaö þó varla stórlega aö sök, þar sem búöir eru nú yfirleitt lokaöar á laug- ardagsmorgnum. Á stöku staö mun fólk einnig hafa fengið kaup sitt i gær. En slik féavik eru bæöi háö þvi, aö peningar séu handbærir degi fyrr en vejulega og kaupgreiö- endur vilji sýna starfsfólki sinu góövild og nærgætni. A hinn bóginn er ekki ósennilegt, að einhverjir þeir, sem tileinkað hafa sér þá siöi aö fara ódrjúglega meö viku- kaupiö sitt um helgar, hagnist á þvi aö fá þaö ekki i hendur fyrr en á mánudaginn. FRIÐUR OG RÓ í RÍKI FUGLANNA Alftir eru stórlátir fuglar, sem gera sér veglegar dyngjur. Þær eiga til aö verja bústaö sinn af hörku, en eiga friösamlega sambúö viö þá, sem þeim stend- ur enginn beygur af. Hér sjáum viö, aö þær setja ekki fyrir sig, þó aö kriur og endur séu rétt viö dyngjuna. óttalaus- ar stinga þær höföi f fiöur sitt. Þó er aö sjá, aö sú álftin, sem á dyngjunni liggur, hafi aö minnsta kosti annaö augaö opiö. En kannski er þaö ljósmyndar- ans vegna, aö hún áræöir ekki aö loka skjánum. — Tímamynd: Gunnar. 200 kílómetra krókur fyrir Vopnfirðinga: Vegurinn á Möðrudals- öræfi enn lokaður JB-Reykjavik. —Tiöarfariö hefur veriö ákaflega gott alveg frá þvi i byrjun mai. Það var lika timi til kominn þvi ekki haföi hlánaö frá þvi i hauster leiö og óhemju mikl- um snjó haföi kyngt niöur. Þaö var fariö aö horfa til vandræöa varöandi sveitina, sauöburöur var byrjaöur og fé á húsi. Það er i rauninui þannig enn, því gróöur er enn litill i úthaga og bændur ekki farnir að hlcypa fé I haga. Viöa þurfa þeir að gefa öllu fé enn, ba:öi lambfé og óbornum ám. En gróöurinn er nú óöum að taka viö sér, — sagöi Steingrimur Sæmundsson, fréttaritari Timans á Vopnafiröi. Steingrimur sagði, að færð væri orðin nokkuö góð innan sveitar. — Það hefur þó verið riokkur aur- bleyta á vegum, þvi það hlánaði skart, — sagði hann. — En sam- bandið við aðra staði á landinu er eingöngu norður eftir Stranda- vegi um Sandvikurheiöi og Brekknaheiði. Aðalsamgöngu- leiðin okkar landleiðis, þ.e. Vopnafjarðarheiði, er enn ófær og það er ekki farið að gera neitt raunhæft i þvi að moka hana. Ég held að þetta sé eini fjallvegurinn á landinu, sem svo er ástatt um. Það er mjög bagalegt, þvi það munar tvö hundruð kilómetrum fyrir okkur að komast til Akur- eyrar, hvort við þurfum að fara Strandaveginn eða um Vopna- fjarðarheiðina. Aðspurður um útgerðarmálin sagði Steingrimur, að skuttogari þeirra Vopnfirðinga, Brettingur, hefði aflað mjög vel sl. mánuði. En frá áramótum hefur hann komið með 1430 tonn aö landi, sem telst vera mjög gott. Grá- sleppuveiðin sagði hann að heföi verið léleg eins og viðast annars staðar og væru flestir að hætta og fara á aðrar veiðar.Hákarlaveið- Framhald á bls. 15 Aðalfundur Samvinnutrygginga Aöalfundur Samvinnutrygginga var haldinn aö Hótel Sögu I gær. Hallgrímur Sigurösson, forstjóri Samvinnutrygginga, I ræöustólnum. —Tlmamynd: Róbert. >--------------------------------------- Gífurlegt flóð í Lagarfljóti — munar minnstu að vatnið nái enda flugbrautar á Egilsstödum JK Egilsstööum— Mikil hlýindi hafa veriö á Egilsstööum und- anfarnar tvær vikur og hafa mikil umskipti oröiö hvaö tiöar- far snertir. Nú er fariö aö gróa og fer gróöri vel fram þessa dagana, þó aö þaö sé aö veröa heldur þurrt, en hitinn hefur fariö allt upp undir tuttugu stig á daginn. Þaö segja mér fróöir menn aö þeir muni ekki eftir aö hafi voraö eins snögglega eins og núna, þvi aö fyrir rúmum hálfum mánuöi var eiginlega snjór yfir allri byggö, víöa i út- sveitum sá varla á dökkan dil. Sauöburöi er nú að ljúka og hefur viðast hvar gengið vel, þó að eitthvað sé um lambadauða. Menn eru farnir að hugsa til að sleppa fé fljótlega, en enn er þaö allt á túnum. Viða eru þó enn hættur til fjalla, lækir eru miklir en snjóinn er að taka upp. Þessa dagana eru mikil flóö i Lagarfljóti, vegna þess hve fannir hafa þiðnað snögglega, og munaöi minnstu að vegurinn yfir Lagarfljótsbrú rofnaði á miövikudag, en þá var ekið i hann efni og tókst að forða þvi að hann skemmdist. Fljótið er enn að hækka og eru stór stykki af túni Egilsstaðabændanna undir vatni, og svokallað Finns- staðanes, sem er rétt fyrir utan þorpið, er algjörlega i kafi. Fljótið hefur ekki enn náö flug- vellinum, en ekki má það vaxa mikið úr þessu til að þaö nái yfir flugbrautarendann. Mikill snjór er i fjöllum enn- þá, og menn óttast, að þessi flóð i Lagarfljóti geti orðiö langvar- andi. Lokubúnaðurinn viö Lagarfljótsvirkjun er ekki i, og var opnað, þegar byrjaði að hlána. Sumir óttast, að virkj- unargerðin við Lagarfoss tefji eigi að siöur framrás fljótsins til sjávar, þannig að uppistaöan I þvi haldist lengur en áöur. Um þetta eru menn þó ekki sam- mála, og er þetta atriði eitt af þvi, sem endalaust má deila um. — Það er Ijótt, sem hún Steina frænka sagöi mér, að þeir væru farnir að dýrka i Djúpuvfk. — Nú — hvað er það? — Ilrafn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.