Tíminn - 03.06.1977, Blaðsíða 13

Tíminn - 03.06.1977, Blaðsíða 13
Föstudagur 3. júni 1977 13 i Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Jón Sigurösson. Augiýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu viö Lindar- götu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aöalstræti 7, simi 26500 — afgreiösluslmi 12323 — auglýsingaslmi 19523. Verö I lausasölu kr. 70.00. Askriftargjald kr. 1.300.00 á mánuði. Blaðaprent h.f. Áætlun um orku- framkvæmdir Haustið 1975 fól Framsóknarflokkurinn sérstakri nefnd að móta heildarstefnu hans i orkumálum. Nefndin gekk frá itarlegum tillögum, sem voru samþykktar á aðalfundi miðstjórnar flokksins i mai 1976 og áréttaðar á aðalfundi miðstjórnar i marz- mánuði siðastl. Þar er lögð megináherzla á samræmdar aðgerðir á sviði orkumála með þvi að fela einni landsveitu byggingu og rekstur allra stærstu raforkuvera landsins. Reynsla undanfar- inna ára hafi sýnt að brýn nauðsyn sé á að hrinda slikri skipulagsbreytingu fram hið fyrsta. Þá er lögð mikil áherzla á að gera verði áætlun um nýtingu orkulinda til húsahitunar, atvinnuuppbygg- ingar og framleiðsluaukningar. „Hafa ber i huga, að smærri framleiðslueiningar henta bezt islenzk- um aðstæðum.” Þvi verður ekki neitað, að bæði hjá vinstri stjórn- inni og núverandi rikisstjórn hefur rikt allt of mik- iðhandahóf i þessum efnum, sem m.a. stafar af þvi, að þessi mál eru i höndum allt of margra aðila. Þetta hefur leitt til þess, að færzt hefur verið meira i fang en vel viðráðanlegt hefur verið. Hinar miklu orkuframkvæmdir hafa valdið ofþenslu á vinnu- markaðnum og er kaupgjaldið við Sigölduvirkjun eftirminnilegasta dæmið um það. Þetta leiddi til mikillar fjárfestingar og eru þvi uppi kröfur um það frá mörgum aðilum, að gæta verði meira hófs i fjár- festingu á næstu árum. Þó verður af augljósum ástæðum að reyna að halda uppi eins miklum orku- framkvæmdum og fjárhagsramminn leyfir. Það þarf að hraða hitaveituframkvæmdum og biða viða stór verkefni á þvi sviði. Sama gildir um byggðalip- ur. Þá er viða áhugi fyrir minníi virkjunum, sem virðast vel viðráðanlegar. Loks hefur svo verið ráð- gerð stórvirkjun við Hrauneyjarfoss. Ef ráðizt verður i allt þetta á stuttum tima, getur sama of- þenslan haldizt áfram og siðustu árin. Þess vegna virðist eðlilegt, að nú þegar verði gerð áætlun um orkuframkvæmdir næstu árin, þar sem verkefnum verði raðað niður og ráðizt i þau i áföngum eftir þvi, sem heppilegast þykir. 1 þvi sambandi má m.a. hafa i huga þá reynslu, að það eru stóru virkjanirn- ar, sem valda mestri þenslu, þar sem mikilsvert er, að byggingartimi þeirra verði sem stytztur. Þá ber einnig að athuga, hvort þær séu arðvænlegar, nema þeim fylgi stóriðja á vegum útlendinga, likt og ál- bræðslan fylgdi Búrfellsvirkjun og Grundartanga- verksmiðjan fylgdi Sigölduvirkjun. Ef vel væri, þyrfti slik áætlun að liggja fyrir, þeg- ar Alþingi kæmi saman i haust og hún vera til hliðsjónar við gerð næstu fjárlaga og lánsfjáráætl- unar. Afstaða Þjóðviljans Það hlýtur að vekja athygli, að Þjóðviljinn hefur beitt sér mjög hatramlega gegn þvi, að sérkröfurn- ar væru teknar til meðferðar i kjarasamningunum á undan öðrum kröfum. Ástæðan til þess að sérkröf- umar eru teknar á undan er þó augljóslega sú, að reyna verður að halda þeim sem mest i skef jum, ef tryggja á láglaunafólkinu tiltölulega mesta kaup- hækkun. Annars getur farið svo, að sagan frá 1974 endurtaki sig, þegar hálaunahóparnir knúðu fram miklar sérkröfur eftir að búið var að semja við lág- launafólkið og tryggðu sér þannig meiri kauphækk- un en það. Af skrifum Þjóðviljans verður ekki ann- að ráðið, en að hann vilji láta þessa sögu endurtaka sig. Forustumenn Álþýðubandalagsins og ritstjórar Þjóðviljans hafa bersýnilega meiri áhuga á öðru en að tryggja hag láglaunafólksins. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Alþj óðleg deila um steinvölur Rætt um helmingaskipti á hafréttarráðstefnunni Jens Evensen og Amerash inge SENNILEGA fæst úr þvi skor- iö á þeim áfanga hafréttar- ráðstefnunnar, sem hófst i New York 23. mai siðastl. hvort samkomulag næst um hafréttarsáttmála eða hvort áframihelzt ósamkomulag um sum veigameistu ákvæöi slikra laga sem gæti dregið stórfelldar deilur og árekstra á eftir sér, einkum milli rikra þjóða og fátækra. Einkum er mikil hætta á deilum, ef ekki næst samkomulag um nýtingu hafsbotnsins utan efnahags- lögsögu strandrikjanna. Það má segja að óbeint samkomulag hafi náðst um allmörg mikilvæg atriði, sem hafa róttækar breytingar i för með sér.Þó er auk áðurnefnds ágreinings eftir að ná sam- komulagi um frjálsar sigling- ar um sund, valdsvið nýs al- þjóðadómstóls, sem dæmi um brot á hafréttarlögum, og um hugsanleg sérréttindi land- luktra ogafskekktra rikja inn- an efnahagslögsögu strand- rikja en þau snúast m.a. um rétt til fiskveiða, ef strandrik- ið getur ekki sjálft veitt leyfi- legt aflamagn. Landluktu og afskekktu rikin halda allvel hópinn og geta sennilega haft um þriðjung atkvæða á ráð- stefnunni, en það þýðir að þau geta haft stöðvunarvald, og hafa þau haft i hótunum að beita þvi, ef ekki yrði komið til móts við þau. Það er einkum hér, sem tslendingar þurfa að vera á verði, og svo varðandi valdsvið dómstólsins. Eins og orðalag uppkastsins, sem for- seti ráðstefnunnar hefur lagt fram, hljóðar nú, er það senni- lega ekki útilokað að hægt sé að leggja það undir alþjóða- dómstólinn, hvort strandrikið ákveður leyfilegt aflamagn of litið eða ofmetur getu sina til að nýta það. Um þetta ákvæði standa miklar deilur. Það get- ur skipt Island höfuðmáli, hvernig þetta mál leysist. EN ÞESSI og önnur óleyst deiluefnihafa að sinni lagzt til hliðar, og ráðstefnan mun fyrstu vikurnar beina allri orku si'nni að nýtingu auðæf- anna utan efnahagslögsögu strandrikjanna, sem mun verða 200 milur. Rannsóknir sýna, að þar er að finna mikil auðæfi, sem eru fólgin i litlum steinvölum, sem liggja viða á botni úthafsins, og hafa að geyma hinar dýrustu málm- tegundir, eða kobalt, járn, mangan, magnesium, nikkel ofl. Allsherjarþing Sameinuðu 'þjóðanna lýsti yfir fyrir nokkrum árum, að þessi auð- æfi ættu að teljast sameigin- legur arfur og sameign mann- kynsins, og I þeim anda hefur hafréttarráðstefnan unnið. Samkomulag er um að koma á stofn alþjóðlegri stofnun, sem starfrækti sérstakt fyrir- tæki, sem annist vinnslu þess- ara málma. Hins vegar er ó- samkomulag um starfshætti þess. Riku iðnaðarþjóðimar vilja, að það úthluti fyrst og fremst sérleyfum til einstakra einkafyrirtækja eða rikisfyr- irtækja, sem greiði því hluta afarðinum, en fátæku þjóðirn- ar vilja helzt, að það annist sjálft sem mest af vinnslunni. Annars verði arðurinn litill. Um þetta hefur stöðugt verið þráttað i fyrstu nefnd ráð- stefnunnar sem er undir for- ustu Afrikumanns, sem er lit- rikur og skemmtilegur fundarstjóri, en ekki laginn málamiðlunarmaður að sama skapi. Eftir algerlega árang- urslaust þóf i fyrstu nefndinni á fundum ráðstefnunnar i fyrra, varð samkomulag um að halda óformlegan fund undir forustu Jens Even- sens frá Noregi, en hann hefur stjórnað slikri óform- legri nefnd, sem hefur þokað málum mest áfram i annarri nefndinni, þar sem fjallað er um lögsögu og efnahagslög- sögu strandrikja. Þessi ó- formlegi fundur var haldinn i Genf i vetur og þokaðist þar nokkuð áleiðis. Að frumkvæði Amerashinge, forseta hafrétt- arráðstefnunnar, hefur þess- ari óformlegu nefnd undir for- ustu Evensens verið faliö að starfa áfram, og er öllum formlegum fundum á ráð- stefnunni frestað á meðan. Undir forustu Evensens er nú unnið að málamiðlun, sem er þannig að alþjóðafyrirtækið úthlutar vissum vinnslusvæð- um á þann hátt, að það fær sjálft helminginn til vinnslu, en einkafyrirtæki eða rikisfyr- irtæki hinn helminginn. Þetta er sem sagt eins konar helm- ingaregla. Þá er talað um endurskoðun á þessari reglu eftir 10, 15 eða 25 ár. Sum þró- unarrikin vilja að öll vinnsla færisf smátt og smátt i hend- ur alþjóðafyrirtækisins. Ýms þeirra hvetja orðið til sam- komulags, þar sem alþjóða- fyrirtækið verði mátt- laust nema iðnaðarrikin verði með og leggi þvi til fjár magn og þekkingu. Bandarik- in hafa gefið fyrirheit um slika aðstoð, ef samkomulag næst, en ella megi búast við að einkafyrirtæki hefji bráðlega vinnslu, en það gæti leitt til ringulreiðar og samkeppni, sem erfitt er að sjá fyrir end- ann á. Þvi vilja menn reyna i lengstu lög að afstýra. EF EKKERT þokast áfram að ráði iþessu efniá ráðstefnunni nú, er alveg eins liklegt, að hún lognist út af. Náist hins vegar samkomulag um lausn þessa atriðis, verður vafalaust lagt mikið kapp á að hraöa störfum hennar. Þá má búast við að þvingaðar verði fram málamiðlanir um önnur á- greiningsatriði, sem enn eru óleyst og þykja ekki eins mik- ilvæg. Undir það falla áður- nefndar kröfur landluktu og afskekktu rikjanna og vald- svið alþjóðadómstólsins. Þá geta Is'lendingar þurft að vera vel á verði. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.