Tíminn - 03.06.1977, Blaðsíða 8

Tíminn - 03.06.1977, Blaðsíða 8
8 Föstudagur 3. júni 1977 Umsiónarmenn: Pétur Einarsson Ómar Kristjánsson Báknið burt Hópur manna hefur safnazt saman hérlendis og kallar sig unga sjálfstæðismenn. Þeir hlaupa stund- um upp til handa og fóta og höndla nýjan sannleika. Nú hefur þessi hópur bitið i skjaldarrendur og grenjað að sið forfeðra sinna. Þeir telja sinn versta fjanda vera hið hryllilega bákn, og brýna samlanda sina til orrustu við ófögnuðinn. Helzt er á málflutn- ingi þessa hóps að skilja að bákninu fylgi hin versta óáran og ógæfa og að fyrr verði menn ekki frjálsir en þeir hafa hrundið þvi af höndum sér. Hópurinn ætlar að ganga af bákninu dauðu með þvi að skera utanaf þvi og liklega komast þannig að lifæðinni, fyrr eða siðar, og væri verkið þá að fullu unnið. Menn sem fylgjast með stjórnmálum á íslandi eru ekki undrandi á þessum málflutningi og þessari baráttu. Það hefur alltaf verið vitað að Sjálfstæðis- flokkurinn er höfuðandstæðingur jafnaðar og mann úðarstefnu i íslenzkum stjórnmálum. Markmið flokksins er að ganga af islenzka samneyzlukerfinu dauðu. Einmitt hér skerast leiðir Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Framsóknarmenn vilja betra bákn. Þeir vilja viðhalda og endurbæta fullkomið almannatryggingakerfi, heilsugæzlu, skóla, og stjórnkerfi til þjónustu við fólkið i landinu. Fram- sóknarmenn vilja að allir landsmenn búi sem næst við sama borð i þessu tilliti. Frumskógarlögmálið sem boðar sigur hins sterka i öllum tilvikum, og er stefna Sjálfstæðisflokksins, er fjarri samvinnu- og samneyzlustefnu framsóknarmanna. Ekki er djörf- ung unga hópsins, sem ræðst gegn bákninu, meiri en það að þeir segja ekki allan sannleikann um ætl- an sina. Þeir halda þvi fram i málflutningi sinum að ráðast eigi gegn Áburðarverksmiðju, Slippstöð á Akureyri, og Landssmiðju i stað þess að segja að þeir vilji almannatryggingar feigar og helzt alla samneyzlu, draga mikið úr heilsugæzlu og að menn kosti menntun sina sjálfir. Nær væri þessum hóp að boða hreinskilið sina fráleitu afturhaldsstefnu og ráðast gegn bákninu þannig að almenningur gæti þekkt þá fyrir óvini sina. Það hefur verið sagt um sjálfstæðismenn, að 20.öldin hafi á einhvern dular- fullanhátt farið framhjá þeim. Málflutningur þessa hóps virðist styðja þá kenningu. Hins vegar er gam- an að lita nánar á rökhyggjuna, og það virðist vera kaldhæðni þegar menn sjá það að Ingólfur á Hellu gerði Áburðarverksmiðjuna að algeru rikisfyrir- tæki og Slippstöðinni á Akureyri var bjargað af rik- inu i tið viðreisnarstjórnarinnar. Ef til vill er eðli- legt að hópurinn byrji fyrst á verkum sinna eigin manna. Ungir framsóknarmenn snúast hins vegar alger- lega öndverðir gegn þessari árás sjálfstæðismanna á samneyzluna. Þeir munu standa vörð um rétt þeirra sem minna mega sin i þessu þjóðfélagi. Þeir munu hins vegar ekki taka þátt i þvi að ,,bjarga” fyrirtækjum gæðinga tittnefnds hóps með þvi að ausa i þau fjármunum skattborgara. Ungir framsóknarmenn vilja betra bákn, sem er i stöðugri endurskoðun og staðnar ekki. Þeir gera sér fullljósa hættuna á þvi, að kerfi af þessu tagi verði ihaldssöm og þröngsýn fyrir tilstilli æviráðinna em- bættismanna, sem ekki þurfa að óttast að spurt sé um afköst eða afrakstur starfsins, en þýðing þess fyrir betra mannlif að samneyzlan sé að minnsta kosti eins og hún er i dag, verður ekki metin til pen- inga heldur er tákn um menningarþjóðfélag, sem er i þróun og hefur umhyggju fyrir manninum að leiðarljósi. p.E. Kynning á ungum framsóknarmönnum Manngildið ber að meta meira en auðgildið Rætt við Eirík Sigurðsson, formann Framsóknarfélags ísfirðinga S.U.F. siöan átti nýlega eftir- farandi viötal viö Eirik Sigurös- son, formann Framsóknar- félags tsfiröinga. Eiríkur er fæddur á isafiröi 4. mai 1943 og hefur lengst af veriö búsettur þar. iiann er bifvélavirkja- meistari, en hefur undanfarin 2 ár starfaö hjá Samvinnutrýgg- ingum á Isafiröi og veriö eftir- litsmaöur öryggiseftirlits rikis- ins á Vestfjöröum. Eirikur hef- ur haft töluverö afskipti af félagsmálum undanfarin ár. Var m.a. i stjórn S.U.F. 1975 til '76, á sæti i sambandsstjórn A.S.t. og tók nú nýveriö vö for- mennsku i Verzlunarmanna- félagi isafjaröar og nágrennis. Hann var fyrst spuröur aö þvi hvers vegna hann væri fram- sóknarmaöur. Hvers vegna ert þú fram- sóknarmaöur? — Ég er framsóknarmaöur vegna þess aö ég aöhyllist jafn- aðar og samvinnuhugsjón Min- ar skoðanir falla vel aö þeirri stefnu sem Framsóknarflokk- urinn hefur unnið eftir i gegnum árin. Framsóknarflokkurinn hefur þá sérstööu i islenzkum stjórnmálum aö hann byggir stefnu sina á al-Islenzkum hug- myndum, en aðrir flokkar hafa verið byggöir upp á erlendum hygmyndum, sem misjafnlega falla að islenzku þjóölifi. Nú hefur þú unniö töluvert aö verkalýðsmálum. Telur þú F ram sóknar llokki nn vinstri flokk? — Það má ef til vill kalla hann vinstri flokk, vegna þess að hann er umbótasinnaður félagshyggjuflokkur. Ég hef þó heldur hallazt að þvi að kalla hann miðflokk, vegna þess að hann stendur á milli öfganna til hægri og vinstri i Islenzkum stjórnmálum. Sumir hafa viljað halda þvi fram aö Framsóknarflokkurinn væri stefnulaus og hugsjónalaus flokkur. — Hann er vandfundinn hinn gullni meðalvegur. Sumir sjá hann alls ekki. Ég sagði hér að framan að ég teldi að Fram- sóknarflokkurinn stæöi á milli öfganna til hægri og vinstri. Stefna hans hefur þó ávallt ver- ið skýr fyrir mér. Framsóknar- flokkurinn er frjálslyndur um- bótaflokkur. Hann telur það meginmarkmið sitt að standa vörð um óskorað efnahagslegt og menningarlegt sjálfstæði islenzku þjóðarinnar á grund- velli lýðræðis og þingræðis. Hann vill byggja upp þjóðfélag þar sem manngildið er metið meira en auðgildið — og vinnan, þekkingin og framtakið er sett ofar en auðdýrkun og fésýsla. Hann leggur áherzlu á frelsi einstaklingsins og sem beinust samskipti hans við stjórnvöld og stefnir aö einföldun stjórn- kerfisins. Framsóknarflokkurinn vill ennfremur, að atvinnnulif landsmanna byggist á framtaki efnalega sjálfstæðra manna, sem leysa sameiginleg verkefni eftirleiðum samtaka, samvinnu og félagshyggju, en aðeins i undantekningartilvikum með opinberum rekstri. Hann telur einnig að undirstaða þess hljóti ætið að vera nýting landsmanna sjálfra á islenzkum auðlindum og náttúrugæðum i fullri sátt við landið og náttúru þess. Framóknarflokkurinn telur það forsendu heilbrigðs þjóðlífs að stuðla að blómlegu athafna- og menningarlifi I öllum héruð- um landsins, með öflugri byggðastefnu sem m.a. feli I sér verulega valddreifingu. Framsóknarflokkurinn telur verkalýðshreyfinguna og sam- vinnuhreyfinguna náskyld félagasamtök, sem vaxið hafa út frá sama stofni. I utanrikismálum telur Framsóknarflokkurinn að starfsvettvangur islendinga sé með Sameinuðu þjóðunum og Norðurlandaráði Hann telur að ekki eigi að dveljast hér erlend- ur her á friðartimum, en undir- strikar góð samskipti við Norð- urlandaþjóðir og aðrar vestræn- ar þjóðir. Af framansögöu ættu menn að geta séð, að Framsóknarflokk- urinn hefur ákveðna stefnu i þjóömálum, sem byggist á háleitum hugsjónum. Eirikur Sigurösson Hvernig er ástandiö i atvinnu- málum ykkar Vestfiröinga? — Ég er nú ekki nógu kunn- ugur þeim málum til að geta svarað þvi afdráttarlaust fyrir alla Vestfirði. Ef ég ætti að svara með þvi hugarfari sem hefur verið rikjandi hér undan- farna áratugi, þ.e.a.s. að allar vinnufærar hendur hafi mögu- leika til starfa, án tillits til val- kosta, þá hygg ég aö svo hafi verið, að Drangsnesi undan- skildu, siðan frystihúsið á Bildudal tók til starfa á síðast- liðnu hausti. Hins vegar er at- vinnulif svo einhæft hér að brýnna úrbóta er þörf sem allra fyrst. í flestum sjávarplássum er aðeins um að ræða sjósókn og fiskvinnslustörf. A stærri stöð- unum er auk þess þjónustuiðn- aður i smáum stil, aðallega til brýnustu þjðnustu við báta- og togaraflotann annars vegar og i byggingariðnaði hins vegar. önnur þjónustustörf eru hverf- andi. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að einn meginþáttur byggðastefnu væri að allir heföu störf við sitt hæfi. Af framan- sögðu er hins vegar ljóst að fjöl- margt fólk vinnur hér störf sem þvi fellur ekki við, eða þvi eru ofviða sökum heilsubrests og eða aldurs. Bæði sjómennska og fiskvinnslustörf, sem yfirleitt eru unnin i ákvæðisvinnu, eru i raun aðeins á færi fullfrisks fólks. Þar að auki er ákaflega mismunandi og einstaklings- bundiðhvaða störfum fólk hefur áhuga fyrir. Það er fráleitt að ætla að steypa alla i sama mót- ið. Menn eru sifellt að velta fyrir sér hvaða ástæða sé fyrir þeim geigvænlega fólksflótta frá Vestfjörðum til Stór-Reykjavik- ursvæðisins sem átt hefur sér stað undanfarin ár og áratugi. Margir hafa gjarnan talað um að ekki væri atvinnuleysinu um að kenna, hér hefði fólk nóg að starfa og tekjur á borð við það sem annars staðar þekktust. Ég vil vara við þessari blindni. Það er ekkert vafamál að einhæft atvinnulif hefur ráðið úrslitum hjá mörgum sem burt hafa flutt. Það er hörmulegt að horfa upp á, að fólk sem hefur eytt hér beztu og þrekmestu ár- um ævi sinnar við undirstöðuat- vinnuveg þjóöarinnar, skuli þurfa að hrökklast i burtu með tárin I augunum þegar starfs- þrekið minnkar, vegna þess að það á ekki völ á störfum sem krefjast minna lfkamlegs álgs. Með hvaða hættitelur þú að bezt verði að leysa þessi mál? Það er ljóst að fjölbreyttu at- vinnulifi verður ekki komið á alls staðar með góðu móti, a.m.k. ekki strax. Hins vegar á það að vera hægðarleikur á stærstu stöðunum t.a.m. á Isa- firði, Patreksfirði og Bolungar- vik. 1 þessu sambandi hef ég fyrst og fremst horft á ýmiss konar iðnað. Sumir hafa kallað þetta léttan iðnað og er þar aö minu viti átt við smáiðnað, sem ekki krefst mikillar likamlegrar áreynslu. Sumir atvinnurekendur og þeirra talsmenn hafa hins vegar barizthartgegn hugmyndum og tillögum i þessa átt, og haldið þvi fram að ekki veitti af öllu til- tæku vinnuafli við fiskveiðar og fiskvinnslu. Ég er aftur á móti á öndverðri skoðun, þó ég vilji þessum mönnum allt hið bezta og viðurkenni fúslega að ekki veitir af jafnmiklu vinnuafli við þessar undirstöðugreinar og nú er. Hinsvegar fullyrði ég að hvergi á landinu er afkoma út- gerðar og fiskvinnslu betri en á Vestfjörðum. Þvi hefði ég enga samúð með þeim mönnum sem að þeim atvinnuvegum standa, þó að þeir þyrftu að byggja ver- búðir eða leiguibúðir til þess að geta fengið fólk til að fullnægja sinni vinnuaflsþörf. Þvi vil ég jafnframt leggja áherzlu á að sveitarfélögin verða að auka byggingu leigu- og söluibúða. Það er reynslan á þeim stöö- um þar sem slik aðstaða hefur verið fyrir hendi, að fjölmargt fólk sem komið hefur með þvi hugarfari að vera aðeins um stundarsakir, hefur kunnað það vel við sig að það hefur sezt þar að til frambúðar. Þvi tel ég að með þessu móti, þ.a.s. fjölbreyttara atvinnulifi og möguleika á leiguhúsnæði, myndi leysast sá vandi, sem at- vinnurekendur hræðast, og lausn á þessum málum hefði veruleg áhrif gegn þeirri byggðaröskun sem á sér stað. Hvað viltu segja um samgöngu- mál Vestfirðinga? Ef við byrjum á vegamálun- um, þá vil ég undirstrika að Vestfirðir eru eini landsfjórð- ungurinn sem ekki býr við ak- vegasamband allt árið. Hvorki innbyrðis eða við aðalakvega- kerfilandsins. I þeim miklu um- ræðum sem áttu sér stað um hringveginn á sfnum tima, virt- ust Vestfirðirnir alveg gíeym- ast. Talað var um að nú myndu allar byggðir landsins tengjast og menn gætu nú hafið hringferð um landið hvaöan af landinu sem væri. Við Vestfirðingar búum hins vegar viö það enn I dag að vera akvegasambands- lausir a.m.k. hálft áriö og stundum lengur. Þetta er enn bagalegra vegna þess hve aðrar samgöngur eru ótryggar og stopular. Til dæmis koma skip Skipaútgerðar rikisins hingað aðeins hálfsmánaðarlega. Onn- Framhald á bls. 2'2

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.