Tíminn - 11.06.1977, Page 15
15
J
Laugardagur 11 júní 1977
© Þorskurinn
þaö sorglega hefur gerzt um leið
og þessi togarakaup I seinni tíð
hafa farið fram, aö mínum dómi,
að þá hafa verið seld úr landi
mörg þau skip, sem hingaö til
hafa flutt að landi góöan og stóran
fisk án þess að valda verulegum
spjöllum á fiskstofnunum eöa líf-
rlki hafsins.
— Það er verulega alvarlegt
mál, sem viö stöndum frammi
fyrir, aö hin gömlu og gjöfulustu
þorskfiskimiö I heimi, sem eru
hér við Suðurland og allt til Vest-
fjarða og aldrei hafa gefið af sér •
annaö en fullvaxinn fisk, hafa
aldrei skilaö ;jafnrýrum afla mið-
aö við sóknareiningu en einmitt á
siöustu vetrarvertlð.
Þvl næst ræddi Tómas Þor-
valdsson um markaösmálin og
fórust honum þannig orö:
— Við þaö (útfærslu landhelgi I
200 mllur) skapast alveg ný sjón-
armið hjá þessum rikjum,
strandrlkjum, sem hingaö til hafa
keypt af okkur talsvert af okkar
fiskafuröum. Þau hafa mörg hver
keypt af okkur sams konar fisk og
þau hafa sjálf verið að veiða, ann-
að hvort á okkar miðum eða mið-
um annarra, miðum sem nú hafa
verið innlimuð I landhelgi við-
komandi rikja og eru þess vegna
öðrum lokúö. Við það að fá ekki
lengur að veiða þennan fisk, sem
þeir hafa um langan aldur veitt
og hefur verið snar þáttur I mat-
arræði þeirra, þá opnast augu
þeirra fyrir þvl, að ef til vill hafi
þeir á sinum heimaslóðum einnig
fisk, sem þeir geti nýtt á sama
hátt og viö erum nú að hugsa til
að nýta nýjar tegundir hér við
land, sem okkur hefði ekkidottið I
hug að llta á áður.
Þessi rlki fara nú að reyna aö
nýta sér þá möguleika sem þess-
ar fisktegundir gefa þeim, og við
þetta riðlast nokkuð markaös-
hlutföllin. Við höfum vissulega
oröið varir við þetta sjónarmið
slöustu misserin og vonandi eru
þetfa eingöngu vangaveltur með-
an að þessi riki eru að aölaga sig
Timann vantar fólk til
blaðburöar i eftirtalin
hverfi:
breyttum aðstæðum, en ekki vls-
bending um að meiri háttar
breytingar séu væntanlegar I
þessum efnum. En það hefur
sjálfsagt aldrei verið mikilvægar
fyrir okkur íslendinga en einmitt
nú, að fara að huga að nýjum
markaðssvæðum fyrir fiskafurðir
okkar.
1 skýrslu stjórnar kom m.a.
fram, að samtals er búiö að selja
af blautfiski 20-27 þúsund lestir,
eftir þvl hvernig samningar
verða nýttir á báöa bóga. Salt-
fiskframleiöslan til og með 1. júni
er þvl öll seld.
® Skógrækt
og fræ frá svæðum, þar sem
loftslag væri svipað þvl, sem
við eigum að venjast, og nö
sæjumenn, að hér gætu vaxið
barrtré. Skógrækt væri hins
vegar þannig háttað, að ekki
þýddi að hugsa i árum heldur
áratugum, eða jafnvel öldum.
Ráðherrann minntist á það,
að nokkuð hefði verið rætt um,
að flytja höfuðstöðvar skóg-
ræktarinnar til Hallormsstað-
ar, með tilkomu hins nýja
skógræktarstjóra. Benti ráð-
herra á, aö ýmsar stofnanir,
eins og vegageröin, Póstur og
simi og Rannsóknastofnun
fiskiðnaöarins hefðu tekið upp
þann hátt að dreifa starfsemi
sinni um landið, og væri þetta
þvi ekkert nýtt. Reyndar hefði
Skógrækt rikisins eiginlega
haft forystu um slika dreif-
ingu, þvi starfandi væru skóg-
græðslustöðvar á hennar veg-
um viöa um landið. Engin
ákvörðun hefur þó verið tekin
um flutning höfuðstöðvanna
frá Reykjavik, og verður sú
ákvörðun ekki tekin án sam-
ráðs við hinn nýja skóg-
ræktarstjóra, Sigurð Blöndal.
árgerð 1977 SHC 3220
SCH 3220
Til er fólk, sem heldur að þvl meir sem hljómtæki kosta, þeim
mun betri séu þau. Að vissu leyti er þetta rétt, ef orðið „betra”
þýðir að þér getið spilað fyrir allt nágrenniö án bjögunar.
framleiðir einnig þannig hljómtæki. En við höf-
um einnig á boðstólum htjómtæki sem uppfylla allar kröfur yöar
um tæknileg gæöi.
LAUSNIN ER:
I SHr 3220 sambyggðu hljómtækin
Þér fáið sambyggt mjög vandað tæki, sem hefur að geyma allar
kröfur yðar.
W Magnari sem er 70 wött musik með innbyggðu fjögurra-
viddakerfi fyrir fjóra hátalara. Mjög næmt útvarpstæki með FM
bylgju ásamt lang- miö- og stuttbyigju.
0 Plötuspilari fyrir allar stærðir af plötum. Sjálfvirkur eðá
handstýranlegur meö vökvalyftu. Allir hraðar, 33, 45 og 78 snún-
ingar. Nákvæm stilling á armþyngd, sem er mikilvægt til að
minnka slit á nál og plötu. Segulbandstæki með algerlega sjálf-
virkri upptöku. Gert bæði fyrir Standardspólur og Cr02 spólur.
Upptökugæöi einstök, ekki er heyranlegur munur á gæðum hvort
spiluð er plata eöa segulbandsspóla.
Tveir hátalarar fylgja 40 wött hvor, einnig fylgja tveir hljóðnem-
ar hljóðnemar ásamt Cr02 casettu.
Seltjarnarnes <
Sértilboð 1977
Sambiyggt stereosett
tslandsmeti sölu stereosetta 1976 (á þriðja þús. tæki).
Gerir okkur kleift að bjóða sama lága verðið
Vinsældir þessa tækja sanna gæðin
1976 model var 60 wött
1977 model er 70 wött og með f jögurra vidda kerfi.
BUÐIRNAR
26 ár i fararbroddi
Skipholti 19 við Nóatún/
simi 23800
Klapparstig 26/ simi 19800.
Nýjung fró Vængjum
Miðnætursólarflug
mánudaginn 13. júni kl. 21.
Flogið er um Siglufjörð og norður yfir heimskautsbaug.
Veitingar um borð, stansað i Grimsey.
ÆNGIRf
REYKJAVÍK URFLUGVELLI
Simar 26060 og 26066.