Tíminn - 11.06.1977, Page 26
26
Laugardagur 11 júni 1977
Nú-Tírninn
★ ★★★★★★★
Texti: Ásmundur Jónsson og Gunnar Gunnarsson
Nú-tímamynd: G. E.
N. Hvenær var stál-gitarinn
fundinn upp?
BJC. Hann var ekki beint
fundinn upp. Þetta var miklu
frekar þrtíun sem átti sér stað ó
Hawaii. Þeir notuöu fyrst
venjulegan kassagitar, sem þeir
sátu með á hnjánum, hækkuðu
strengina og notuðu hnif, sem
þeir renndu eftir hálsinum, likt
og slidegitar. Þetta var fyrir
aldamót.
Það var svo i byrjun aldarinn-
ar að hann kom til Bandarikj-
anna og Country tónlistarmenn
þar fóru að nota hann. (Það
varð meðal annars til þess að
Dobroið var fundið upp i kring-
um 1915, að mig minnir). Síðan
hélt hann áfram að þróast og
varð aðalbyltingin um 1940 þeg-
ar farið var að hækka og lækka
strengina og petalinn kom til
sögunnar. Má þá segja að stál-
gitarinn sem slikur hafi orðið
til.
N. Eins og þú minntist á áður,
varst þú eini stálgitarleikarinn i
Englandi i upphafi ferils þins.
Siðan þá hefur margt breytzt og
verður stál-gitarinn slöðugt vin-
sælli. Hve stórt er hlutverk hans
i ttínlistinni i dag?
BJC. Alla vega ekki eins stór
og ég vildi, en hann vinnur
stöðugt á. Fyrir 10-15 árum var
hann nær eingöngu notaður á
Hawaii og i Country tónlist. En
hann hefur þroskazt og vaxið, ef
svo má að orði komast, með
nýjum hljómsveitum og nýjum
tónlistarstefnum. i dag heyrist
hann i rokk-tónlist. Flestir stál-
gitarleikarar byggja þó afkomu
sina á Country tónlist og verð ég
þar af leiðandi að treysta á sem
flestar tegundir tónlistar.
N. Já, vð heyrðum það I
Hljóðrita, að þú áttir ekki i
miklum erfiðleikum með að
spila þungt rokk með tilheyr-
andi „sándi”.
BJC. Það er hægt að spila
Brezki stálgitarleikarinn B.J. Cole, sem kom hingað til lands ekki alls fyrir
löngu þeirra erinda að leika inn á aðra plötu Brimklóar, ræddi við blaða-
menn Nútimans, þá Ásmund Jónsson og Gunnar Gunnarsson, meðan á dvöl
hans stóð. Fyrri hluti viðtalsins birtist i þættinum fyrir hálfum mánuði, en
hér kemur siðari hlutinn. Myndina tók G.E.
B. J. Cole
Síðari hluti
það leynir sér ekki, aö hljóm-
sveitin býr yfir miklum hæfi-
leikum, mjög gott, þeir vita
greinilega hvað þeir eru aö
gera.
N. Að lokum, hvað tekur nú
við hjá þér?
BJC. Samkvæmtklukkunnier
efst á baugi að flýta sér út á
flugvöll, þvi ég á að mæta i upp-
töku hjá Joan Arnatrading i
kvöld, og 1 1/2 timi er til brott-
farar
Þar með kvaddi B.J. Cole, tim-
inn var orðinn naumur, en það
leyndi sér ekki að hann var
ánægður með dvölina hér og
viðtökurnar.
A.J./G.G.
hvað sem er á stál-gitar, hann
hefur yfir ótrúlegum möguleik-
um að ráða. Maður finnur alltaf
rétta „sándið”, sama hvað tón-
listarstefnan heitir.
N.Hvað finnst þér um ttínlist-
ina i dag? Er hún betri nú en
fyrir t.d. 5 árum? Eru gömlu
stjörnurnar að brenna út?
BJC. Ég hef mjög gaman af
tónlistinni i dag. Það er mikill
kraftur ihenni. Ég reyni ekki að
bera saman tónlist nú eða fyrir 5
eða 10 árum. A öllum timum er
gerð góð tónlist. Áttuð þið við ein-
hvern sérstakan, þegar þið
spurðuð ,,eru gömlu stjörnurnar
að brenna út”?
N. Ef þú berð t.d. saman
fyrstu plötu Eagles og þá nýj-
ustu, finnst þér eitthvað vanta?
BJC. Nei, mér finnst sú nýja
bezta platan þeirra.
N. En ef þú berð hana saman
við fyrstu plötu Flying Burrito
Brothers frá 1969, „Gilded
Palace Of Sin”, finnst þér þá
eitthvað vanta?
BJC. Nú skil ég hvað þið eruð
að fara. Báðar eru þær mjög
góðar,en plata Burrito Brothers
hefur þó yfirburði, miklu
þróaðri.
N. Ef við vikjum nú aðeins að
starfi þinu hér. Hvernig finnst
þér að vinna með Brimkltí?
BJC. Ég er stórhrifinn af öllu
þessu og mér finnst mjög gam-
an að taka þátt i þessu. Ég er
undrandi yfir þessum mikla
áhuga, sem allir sýna hér, sem
vinna við plötuna, en það er ekki
alltaf það sama upp á teningn-
um iEnglandi. Lögin á plötunni
eru vel valin og góö, mikil
breidd. Frumsömdu lögin komu
hérmjögáóvart.sérstaklega eitt
lag Björgvins („Hún”). Þetta
lag er eitt af þessum lögum sem
manni finnst að maður hafi
heynt áður, þó svo sé ekki, —
einstaklega fallegt lag.
Ég stakk upp á þvi við Björg-
vin að hann sendi Eagles lagið.
Ég meina það, mér er fúlasta
alvara. Þetta er ákkúrat lag
fyrir þá.
N. Hvað fannst þér um hljtíð-
færaleik og vinnu Brimkltíar
þegar þú kom'st?
BJC. Ég var mjög ánægður
með það sem þeir höfðu gert,
B.J. Cole — fremsti stálgitarleikari Breta.
★ ★ ★
David Bowie sýnir á sér
nýjarhiiðará plötunni Low
sem kom út ekki alls fyrir
löngu. Eflaust geta menn
deilt um það hvort þetta
eru betri eða verri hliðar —
en min skoðun er sú/ að
þær séu verri og að David
Bowie eigi nú fá tromp
eftir á hendinni.
Bowie er gefinn fyrir breyting-
ar, og þróun i tónlist hans er örari
en hjá flestum öðrum tónlistar-
mönnum. Fyrstu plötur hans tvær
voru nokkuö llkar. The Man Who
Sold The World og Space Oddity,
þá komu aðrar tvær sem voru
ólikar þessum fyrstu, Hunky
Dory og Ziggi Stardust And The
Spiders From Marz. Þá kom
rokkplatan Alladine Saine, svo
soulplatan Young Americans,
siðan Station To Station,
,,soul”kennd, en einnig gætti þar
áhrifa frá þýzkri rokktónlist — og
nú Low, sem sver sig mjög i ætt
við þýzkt rokk, eins og t.d. það
sem hljómsveitin Can flytur.
Mér finnst þetta ekki skemmti-
leg tónlist, en þó ekki leiöinleg.
Svona einhvers staðar mitt á
milli. Fyrri hlið plötunnar eru
öllu hressari, og þar er m.a. að
finna „hit” lagið „Sound And
Vision” — en siðari hliðin er eins
og eitt samfellt tónverk, sem
mest minnir á munkasögur.
Bowie hefur þróað með sér
ákaflega sérstakan söngstil, sem
þó nýtur sin ekki vel i þessari
tegund tónlistar. Á þessu sviði er
toppurinn platan Young Ameri-
cans, en vart er umdeilanlegt að
bezta platan frá hans hendi er
Ziggi Stardust.
Aðstoðarmaður Bowies á Low
er hljómborðsleikarinn Eno
(Roxy Music),og leika þeir svo til
eingöngu tveir á B-hlið plötunnar.
Sex Pistols
heiðra
drottninguna
„God Save The Queen” heitir
nýjasta lag
punk-hljómáveitarinnar Sex
Pistols og er myndin hér að
ofan af auglýsingu þeirra fyrir
lagið. Það er ekki amalegt
fyrir drottninguna aö fá svona
afmælisgjöf.
Komin aftur
FYRSTA plata Megasar, sem
ófáanleg hefur veriö um
nokkurt skeið, hefur nú verið
gefin út að nýju og er þetta
þriöja útgáfa plötunnar, sem
bar heiti höfundarins,
„Megas”. Platan var fyrst
gefin út árið 1972, en önnur
útgáfa kom út 1975.
A plötunni eru 15 lög -öll
eftir Megas, en flytjendur auk
hanseru Tore Tambs-Lynche,
Oivid Ekman Jenssen, sem
einnig sá um útsetningu -og
Inge Rollan. Það er hljóm-
plötufyrirtækið Hrlm hf. sem
gefur út plötuna.