Tíminn - 11.06.1977, Side 29
29
Laugardagur 11 júnl 1977
fræðingurinn hafði sjálf-
ur ,spurzt fyrir um þetta
hjá dómsforsetanum og
hann hafði fullvissað
hann um að hér væru
engin mistök. Er lög-
fræðingrinn spurði um
ástæðuna, var honum
sagt að þetta væri gert
vegna þess, að Árni væri
útlendingur.
Dómararnir vildu með
þessu sýna þessum út-
lendu byltingaseggjum,
að þeim væri hollast að
blanda sér ekki inn i
málefni Rússlands.
Ákvörðun þessi var tek-
in með samhljóða at-
kvæðum og henni var
ekki hægt að breyta.
Hér var ekki umþok-
að. Lögmaðurinn talaði
enn alvarlega við Berit.
Hann sagði henni, að
Werchojansk væri
ömurlegasti staður i
allri Síberiu og væri þvi
mikill ábyrgðarhluti að
leyfa ungri stúlku að
fylgja nokkrum manni i
slika útlegð. Hún væri
lika nýstaðin upp af
sjúkrasæng. Hann sagði
henni lika þegar hún
loks væri komin þarna
norður, þá gæti hún ekki
snúið aftur, þótt hún
vildi.
,,Þér megið eiga það
fullvist að yðar biður
þarna mikill skortur og
margir erfiðleikar”,
hélt lögfræðingurinn
áfram máli sinu. Kuld-
inn einn veldur hræði-
legum vandræðum, sem
enginn getur gert sér
hugmynd um fyrir
fram.Haldið þér, Berit
að þér þolið slikar
þjáningar? Þér megið
ekki gleyma því að lif
fanganna er álitið
hræðilega erfitt og þér
mynduð búa við sömu
kjör. Ég álit að þér ætt-
uð nú strax að breyta
ákvörðun yðar, meðan
það er hægt. Ég veit að
allir telja þetta hið eina
rétta fyrir yður, erþeir
hafa frétt, hvar Árni
skal dvelja útlegðar-
árin. Sjálfur vill Árni
sizt af öllu að þér leggið
út i þetta, og hann hefur
lika þegar bannað það”.
En öll rök hans höfðu
engin áhrif á Berit. Hún
var enn ákveðnari en
fyrr að láta ekki Árna
fara einan i þetta
„kuldaviti”. Það gat
alltaf verið að hún gæti
eitthvað hlynnt að hon-
um og að minnsta kosti
fengju þau að sjást öðru
hverju.
,,Já, ég sé það”, sagði
lögmaðurinn, ,,að yður
er ekki hægt að snúa en
þá verð ég og konan min
að hjálpa yður til að búa
yður út eins vel og
mögulegt er. Við ættum
að vita betur en þér hvað
þarf að hafa með sér i
slika útlegð”.
Berit lét i ljós að hún
væri innilega þakklát, ef
þau vildu leiðbeina
henni og hjálpa við út-
búnaðinn.
Burtfarardagurinn
var ákveðinn 18. apríl.
Þangað til voru niu dag-
ar. Lögmaðurinn kynnti
sér, hvaða reglur hefðu
verið gefnar um konur
sem fara vildu að eigin
vali i útlegðina.
Reglurnar voru límdar
upp i anddyri lögreglu-
stöðvarinnar. Þar stóð
meðal annars, að allar
konur sem vildu fylgja
mönnum sinum,
bræðrum og unnustum i
útlegðina, skyldu koma
til viðtals næsta föstu-
dag, hinn 12. sama
mánaðar, klukkan tiu
fyrir hádegi. Þeim yrði
leyft að hafa með sér allt
að 100 kg af farangri en
ef þær hefðu meira með
sér, þá yrðu þær að
borga visst gjald undir
hvert kiló. Annars
greiddi rikið allan
kostnað við ferðina.
16.
Berit skalf af eftir-
væntingu er hún
nálgaðist lögreglu-
stöðina á tilsettum tíma.
Hvernig skyldu þessar
konur lita út, sem yrðu
ferðafélagar hennar og
nánustu samstarfs-
menn, ef til vill i fjögur
ár? Skyldi henni geðjast
þær? Hvernig ætli þeim
litist á hana? Mikið valt
á þessu. Það fór hrollur
um hana ef þær yrðu
óásjálegar og hryssings-
legar. En hún varð strax
vongóð er hún kom inn i
biðstofuna. Þar sátu þá
þegar fjórar konur og
komu heldur ekki fleiri.
Þær tóku strax tal
saman þvi að hver og ein
vildi kynnast þess-
um væntanlegu félags
systrum. Áður en
stundarfjórðungur var
liðinn höfðu þær allar
sagt til nafns sins og
voru farnar að þúast.
Sú sem sat næst Berit
var falleg ung stúlka
aðeins 19 ára gömui.
Hún hét Tatjana og var
frá Moskvu. Þar yar
faðir hennar prófessor
við háskóla og kenndi
sögu. Fyrir fjórum
mánuðum síðan hafði
hún gifzt ungum lög-
fræðingi frá Tashkent.
Af sérstökum óhöppum
hafði hann flækzt inn i
þetta ógeðslega morð-
mál og var dæmdur i út-
legð og hegningarvinnu.
Hún sagðist elska hann
meira en allt annað á
þessari jörð, og hefði þvi
ákveðið að fylgja honum
i útlegðina, þrátt fyrir
það að henni væri það
ljóst að margir og miklir
erfiðleikar yrðu á vegi
hennar. Enginn skyldi
geta aðskiliðþau hér á
jörðu. Berit fannst hún
aldrei hafa séð eða
kynnzt jafn hrifandi og
fallegri stúlku, og það
var eins og hún spriklaði
af fjöri og lifsgleði, þótt
framtiðin virtist dapur-
leg. Rauðbrúnir,
hrokknir lokkarnir
hrundu stöðugt niður á
ennið, en var sam-
stundis fleygt til baka
með léttri hreyfingu. Já,
Tatjana eða Tania eins
og hún var nefnd af vin-
um sinum, hlaut að
verða öllum gleðigjafi i
hinni löngu útlegð. Það
sá Berit i hendi sér.
SNOGH0J
Nordisk folkehojskole
ved Lillebæltsbroen
- ogsa elever fra de andre
nordiske lande.
6 mdr. fra nov.
4 mdr. fra jan.
Send bud efter skoleplan.
DK-7000 Fredericia
tlf. 05-9422 19
Jacob Krogholt.
ÞAÐ SEM KOMA SKAL.
——;
■*■-, —..— ■■ I
I stað þess að múra húsið að
utan, bera á það þéttiefni og
mála það síðan 2-3 sinnum,
getur húsbyggjandi unnið sjálfur, eða
fengið aðra til að kústa, sprauta eða rúlla
THOROSEAL á veggina, utan sem innan,
ofan jarðar sem neðan. Og er hann þá í
senn, búinn að vatnsþétta, múrhúða og lita.
THOROSEAL endist eins lengi og steinninn, sem það er sett á,
þaö flagnar ekki, er áferðarfallegt og ..andar" án þess að hleypa
vatni í gegn, sem sagt varanlegt efni.
Og það sem er ekki minna um vert, það stórlækkar byggingakostnað.
Leitiö nánari upplýsinga.
K steinprýði
DUGGUVOGI 2 SIMI 83340
s;
0
Fóstrur - Kennarar
Óskum eftir góðum starfskrafti (fóstru- eða kennara-
menntuðum) sem fyrst. Gefur tilefni til að vinna á hug-
myndarfkan og markvissan hátt með blandaðan aldurhóp
(2ja-7 ára, 20 alls), i samstarfi við 3 aðra starfsmenn og
foreldra.
Laun samkvæmt viðkomandi stéttarfélagi að viöbættu
15% álagi. Nánari upplýsingar i sima 21182 (Anna) á dag-
inn og i síma 17338 eftir kl. 18.
Krógasel — Hábæ 28 — Reykjavik
(foreldraheimili
Jórnsmíðavélar
fró Spdni
Frá gamalkunnum verksmiðjum á
Mm Norður-Spáni útvegum við
með stuttum fyrirvara.
Fræsivélar
Rennibekki
Vélsagir o.fl.
1 Jff Verð- og myndalistar fyrir hendi.
ÉéÉ % Fjalar h.f.
■ FRÆSIVÉL Ægisgötu 7 — Simi 1-79-75/76
Fríhöfnin Keflavíkurflugvelli
óskar að benda viðskiptavinum sinum á eftirfarandi atriði i nýrri
reglugerð um inn- og útflutning peninga, er tók gildi 10. þ.m.
Samkvæmt henni má hver farþegi verzla fyrir 7 þúsund isl. kr. við
brottför og aðrar 7 þúsund krónur við komu til landsins. Óski farþegi
eftir að verzla fyrir hærri upphæð verður að greiða mismuninn i
erlendum gjaldeyri.
2.
Notkun ávisana i islenzkum krónum er óheimil. Vegna stutts fyrirvara
hefur frihöfninþó fengið undanþágufrá Seðlabanka íslands, til þess að
taka við slikum ávisunum til 15. júni n.k. við brottför ogtil 10. júli, við
komu.
Að lokum vill fríhöfnin beina þeim tilmælum til allra brottfararfar-
þega, er óska eftir að verzla fyrir islenzkar krónur, að hafa við hendina
brottfararspjald (Boarding-Card) til þess að flýta fyrir afgreiðslu.