Tíminn - 11.06.1977, Page 31
I.augardagur ll.júnl 1977
31
Magnea Guðrún
Böðvarsdóttir
80ára
Valdís Jónsdóttir
frá Seljatungu
F. 20. marz 1908
D. 22. mai 1977
Svo skapast allt, jafnt orö sem
dáö,
við iðugeislann, fagra, hlýja.
Og lifstré ris á röðuls náð,
frá rústum vona, i hallir skýja.
Og hátt til lofts sem lauf þess
nær,
og langt til djúps, sem rót þess
grær,
skal blað hvert stofnsins vexti
vigja.
E.B.
Við andlát vina stendur maður
aðeins með eigin minningar lið-
inna samverustunda. Andláts-
fregnin kemur alltaf að óvörum,
þvihaldið er i vonina um bata svo
lengi sem auðið er.
Magnea Böövarsdóttir var
fædd á Laugarvatni 20. marz 1908.
Foreldrar hennar voru hin þekktu
og merku hjón Ingunn Eyjólfs-
dóttir og Böðvar Magnússon,
hreppstjóri. Hún var sklrð við lik-
kistu afa sins Magnúsar Magnús-
sonar, frv. hreppstjóra. Þeim
hjónum varð 13 barna auðið. Ein
stúlka andaðist viku gömul.
Þessi stóri, glæsilegi systkina-
hópur óx upp við gott atlæti i for-
eldrahúsum, við mikla vinnu og
vandist snemma á að taka á sig
ábyrgð i hópnum, hver eftir sinni
getu. Börnin voru vel gefin og
námfús, enda hlúð að þeim eins
og kostur var, þau lærðu vel til
verka, urðu fær um að standa á
eigin fótum og verða sjálfbjarga i
lifinu.
Eins og skiljanlgt er, var þaö
stórkostlegt afrek á þeim tima að
koma upp og vel til manns svo
störum barnahóp. En á Laugar-
vatni skortihvorki vilja né atorku
til að standa vel að þvi starfi.
Húsbóndinn var ágætur söng-
maður, snemma var keypt orgel
og fenginn kennari.
Heimilið var i þjóðbraut, marg-
an gest bar þar að garði og ekki
sparað að veita góðan beina þeim
er aðhlynningu þurftu, enda ann-
áluð gestrisni þar.
Nýlega var eldri maður úr
Laugardal að rifja upp gamlar
minningar. Talið barst að kirkju-
ferðum fyrri tima. Hann sagði:
,,Ég man vel, þegar Laugar-
vatnshjónin voru að fara til Mið-
dalskirkju með barnahópinn.
Stelpurnar tvi- og þrimenntu á
klárunum, allar svona vel klædd-
ar, bjartar og ljómandi fallegar,
með þetta ljósa slegna hár, sem
gldöi I sólskininu. Ég hef bara
aldrei séð fallegri sjón og gleymi
þvi aldrei meðan ég lifi”. Meðan
þessi föngulegi ungmeyjaskari óx
upp renndi margur sveinninn
hýru auga að Laugarvatni.
Magnea var snemma hin
föngulegasta og yndislegasta
stúlka. Sautján ára gömul var
hún einn vetur við barnakennslu
aö hluta i sveit sinni. Meðal hús-
bænda, nemenda og hennar
skapaöist ævilöng vinátta. Lýsir
þaö nokkuð skapgerð og hæfileik-
um hennar. Magnea var 2 vetur á
Laugarvatnsskóla, 1 vetur á
Kvennaskólanum á Blönduósi og
gat sér hið bezta orð. Hún réðst
matráöskona að skólanum að
Núpi I Dýrafirði veturinn 1931-32.
Þar lágu saman leiðir þeirra
Jónasar Þorvaldssonar frá
Álftartungukoti i Mýrarsýslu,
sem þar var kennari. Þau felldu
hugi saman og giftust haustið
1932. Jónasi hafði þá verið veitt
skólastjórastaða við barnaskóla
Ólafsvikur og þar stofnuðu þau
sitt heimili. Jónas hafði aflað sér
góðrar menntunar, gengið i hinn
vel þekkta Hvitárbakkaskóla,
Kennaraskóla íslands og auk þess
farið námsferð til Norðurlanda.
Hann hafði kennt frá árinú 1925 á
nokkrum stöðum og hlotið góðan
orðstir.
1 ólafsvik beiö þessara ungu
hjóna mikið verkefni. Auk þess að
vera skólastjóri hlóðust nú mörg
störf á húsbóndann. Hann varð
oddviti, sýslunefndarmaður og
margt margt fleira. Hvorki var
greiðasala né gistihús á staðnum
svo það sótti i sivaxandi mæli
fjöldi gesta og gangandi á heimili
þeirra. Þar voru fundir haldnir og
ráöum ráðið. Þar var sjaldan
gestalaust, margir áttu erindi við
húsbóndann. Magnea var ein af
stofnendum Kvenfélags Ólafsvik-
ur og vann þar mikið starf. Á
þeim árum, sem þau bjuggu i
Ólafsvik, gjörbreyttist þar allur
hagur.
Vinsældir og traust það, er þau
hjónin hlutu i svo rikum mæli seg-
ir meira um manngildi þeirra en
orð fá lýst. Þau leystu margan
vanda svo sómi var að. Ætið stóð
Magnea við hlið eiginmanns sins,
sterk, hógvær og blið. Allir sem
þekktu hana elskuðu hana og
virtu.
Þeim hjónum varö 5 barna auð-
ið. Þau urðu fyrir þeirri þungu
sorg aö missa yndislegan 4ra ára
dreng, Böðvar að nafni. Börn
þeirra öll eru hið prýðilegasta
fólk, þau eru gift og eiga vaxandi
barnahóp.
Eftir 25 ára strangan starfs-
dag i ólafsvik flutti f jölskyldan til
Reykavikur 1957. Þar var Jónas
fulltrúi I fjármálaeftirliti skól-
anna þar til hann lét af störfum
aldurs vegna.
Heilsu Magneu hnignaði mjög
eftir að hún flutti til Reykjavikur.
Þó sá hún alltaf frábærlega vel
um sitt fallega heimili og vann
mikið i höndum. Hún var alltaf
hin sama glæsilega, greinda og
elskulega konan, sem sárt er
saknað. Hún lézt 22. mai sl. Þrjú
af systkinum hennar voru látin á
undan henni, Magnús, Laufey og
Hrefna. Þau hafa öll látizt á sama
aldursári.
„Hið sanna, góða og fagra finn-
ur veginn.
Far vel, far vel! Við sjáumst
hinum megin”.
Aðalbjörg Haraldsdóttir.
Þriðjudaginn 31. mai var gerð
útför frú Magneu Böðvarsdóttur,
Framnesvegi 27, Reykjavík, frá
Dómkirkjunni i' Reykjavik.
Magnea var dóttir hjónanna
Ingunnar Eyjólfsdóttur og
Böðvars Magnússonar, hrepp-
stjóra að Laugarvatni i Ámes-
sýslu, og ólst þar upp i stórum
systkinahópi. Hún stundaði nám
við Húsmæðraskólann á Blöndu-
ósi.
Til ólafsvíkur fluttist hún
haustið 1932 með manni sinum,
Jónasi Þorvaldssyni skólastjóra
úr Borgarfiröi, þá nýgift. Þau
bjuggu fyrst i Stakkholti, siðan i
Alexandershúsi og loks i Bjarkar-
hvoli við Ennisbraut. Þau hjónin
eignuðust 5 börn, tvo drengi og
þrjár stúlkur, en misstu annan
drenginn, Böðvar á barnsaldri.
Hin eru: Ingunn, frú á Akranesi,
Valgerður, frú i Reykjavlk, Þor-
valdur, kennari i Reykjavik, og
Ragnheiður frú i Reykjavik. öll
eru börn þeirra fædd hér i Ólafs-
vik. Þau hjónin fluttu með
fjölskyldu sina til Reykjavikur
1957 og hafa búið að Framnesvegi
27 siðan.
Þegar þau hjónin komu til
Ólafsvikur 1932, var hér hafnlaus
strönd. Róið var á trillubátum,
sem settir voru á bökum til sjávar
að morgni og i naust að kveldi.
Verð afurða var þá i lágmarki,
sökum heimskreppunnar, sem þá
gekk yfir, og atvinna af skornum
skammti. Samgöngur voru
erfiðar. Þá var aö visu búið að
rýöja bilveg yfir Fróðárheiði en
hann var aðeins fær yfir sumar-
mánuðina. Flutningar allir og
ferðalög fóru þvi fram á sjó með
strandferðaskipum. Afkoma fólks
var erfið mjög fyrsta áratuginn,
sem þau hjónin dvöldu hér. Jónas
Þorvaldsson, var sem fyrr segir,
skólastjóri alla þá tið, er hann
dvaldi hér, eða i 25 ár. En auk
þess var hann oddviti hrepps-
nefndar frá 1937 til 1954, og sinnti
auk þess mörgum öðrum trún-
aðarstörfum. Svo sem ráða má af
þvi, sem að framan er sagt um at-
vinnuástand i byggðarlaginu,
þurfti oddviti hreppsins að sinna
mörgum og brýnum verkefnum
fyrir byggöarlagið, en gjaldþol
fólksins næsta bágborið. Ekki var
alltaf hljóttumJónassem oddvita
svosem gengurifámennri byggð.
En þegar litið er á starf hans sem
oddvita, kemur í Ijós, aö hann
tekur sem slikur við forustu i
umkomulitilli byggð, þar sem
nánast allt var á frumstigi, en að
loknum starfstima hans hafði
þorpið breytt um svip, atvinna er
næg og byggðin i örum vexti. Það
kom I hlut Magneu, konu hans, að
annast heimili skólastjórans og
oddvitans og styðja hann i starfi.
Skrifstofa hreppsins var á heimili
þeirra hjóna og þar voru hrepps-
nefndarfundir haldnir i oddvitatið
hans. Þaö kom þvi enn i hlut
Magneu, að annast gesti, héðan
og handan, sem erindi áttu við
skólastjórann eða oddvitann ,en
þeir voru margir, en þessu sinnti
hún meö mikilli reisn og prýöi.
Magnea var félagslynd kona. Áð
hennar frumkvæði var stotnao
hér i Ólafsvik 1950 Kvenfélag
Ólafsvikurog varMagnea istjórn
þess á meðan hún bjó hér. Hún
hafði mikinn áhuga á garðrækt og
fyrir hennar forgöngu kom kven-
félagiö upp skrúðgarði á fyrstu
starfsárum sinum, auk margs
annars. Magnea var glaðlynd
kona og eignuðust þau hjónin
marga vini á þeim árum, sem þau
dvöldust hér og hafa þau vina-
tengsl haldizt alla tið siðan.
Jónas Þorvaldsson, hinn fyrri
skólastjóri okkar og oddviti, og
fjölskylda hans á nú um sárt að
binda vegna fráfalls trúfastrar og
góðrar eiginkonu og ágætrar
móður.
Við Ólsararnir sendum Jónasi
og fjölskyldu hans samúðar-
kveðjur, um leið og við þökkum
þeim hjónum gifturik störf þeirra
fyrir byggö okkar i fullan aldar-
fjórðung.
Ottó Arnason, ólafsvik.
I.
A morgun, sunnudag, verður
áttræð sæmdarkonan Valdis
Jónsdóttir, Langholtsvegi 8 I
Reykjavik. Hún er fædd 1 Gerðum
I Gaulverjabæjarhreppi 12. júni
1897, dóttir Jóns bónda Erlends-
sonar og Kristlnar Þorláksdóttur.
Jón var af bændaættum úr Land-
sveit, I beinan karllegg af Stefáni
Gunnarssyni skólameistara 1
Skálholti, sem var af ætt Finn-
boga gamla I Asi (Asverjar). Var
Jón bóndi jafnframt 6. liður frá
Bjarna hreppstjóra Halldórssyni
á Vikingslæk, og má lesa um ættir
hans og frændur I „Vlkings-
lækjarætt” eftir Pétur Zophonlas-
son.
' Kristln, móðir Valdlsar, var af
s.k. Galtastaðaætt úr Gaulverja-
bæjarhreppi, dóttir Þorláks
bónda þar, Pálssonar frá Mold-
núpi. Var það prestakyn, sem
rakið er til Finnboga Gislasonar,
prests I Felli i Mýrdal (d. 1669).
Um afkomendur þeirra Jóns og
' Kristlnar má fræðast i Vikings-
lækjarætt, I. bindi. bls. 185-188.
II.
Valdís var næstyngst af sjö
börnum foreldra sinna. Lifsbar-
áttan var erfið hjá barnmörgu
fólki á þeim tlmum. Jón og
Kristln brutust áfram I fátækt og
bjuggu vföa, fyrst á Lágafelli I
Mosfellssveit. 1 Geröum fæddust
3 börn þeirra og yngsta barnið I
Garöhúsum hjá Gaulverjabæ.
Þaðan fluttust þau aö Seljatungu i
sömu sveit. Valdis var þá þriggja
ára og man vel eftir atvikum úr
þeirri ferö og lengra fram.
Jón keypti slöar Seljatungubæ-
inn, og varö jafnframt aö stunda
sjóinn til að sækja björg I bú, eins
og þá varalgengt. Hann dó, þegar
Valdis var 17 ára, og tók þá elzti
bróðir hennar við búinu meö
móðurinni. Kristin varvel gefin og
mikilhæf kona. Hún lézt áriö 1944 I
Reykjavlk, 86 ára. Auk sinna sjö
barna hafði hún einnig að veru-
legu leyti annazt uppeldi Hönnu
Karlsdóttur, sem siðar giftist sr.
Sigurði Einarssyni skáldi I Holti.
Alltaf var mjög gott samlyndi
meö Seljatungusystkinum, og
Valdis minnist með ánægju
bernskuáranna I sveitinni. Hún er
nú ein eftirlifandi af þeim syst-
kinum.
III.
Tvitug aö aldri fór Valdis til
systur sinnar Marlu, sem þá var
gift Gisla Jónssyni bónda á
Stóru-Reykjum I Hraungeröis-
hreppi. Þar kynntist hún Jóni
Helgasyni frá Ósabakka á Skeið-
um, sem slðar varö eiginmaöur
hennar (1921). Til Reykjavlkur
kom hún um nýáriö 1918. Vetur-
inn eftir fluttust þau Jón að Njáls-
götu 13 I Rvlk og áttu þar elztu
dóttur slna 1922. Þá bjuggu þau 4
ár I húsi, sem Sigurliði Kristjáns-
son kaupmaður, frændi Jóns, átti
viö Laugaveg. Þaöan fluttust þau
að Hverfi^götu 55, þar sem þau
leigðu hjá frú Helgu Ketilsdóttur
I 10 ár, en voru sföan I 20 ár aö
Laugavegi 135 hjá Magnúsi Skaft-
feld. Bæöi Helga og Magnús
reyndust þeim ávallt hið bezta
sem og þeirra fólk.
Jón Helgason fékk fljótlega eft-
ir komuna til Reykjavikur vinnu I
landi hjá Kveldúlfi hf. og vann
þar meðan héilsan leyföi. Haföi
hann meö höndum afgreiðslu á
vistum I togarana. Jón var hæg-
látur maöur og ekki framfærinn,
en greindur og átti gott meö aö
koma fyrir sig oröi. Var hann vel
metinn af þeim Kveldúlfsmönnum
óg haföi þar ætlð vinnu, enda hús-
bóndahollur og góður starfsmaö-
ur.
Mörg siðustu árin var Jón undir
læknishendi vegna kransæöa-
sjúkdóms. Varö Valdls þá að létta
undir meö heimilinu með þvi aö
vinna úti, fyrstu árin á sauma-
stofu, en siöar á veitingastööum,
lengst á Hótel Borg. Atti hún sinn
stóra þátt í þvi, aö þau festu kaup
á ibúö sinni að Langholtsvegi 8.
Þar lézt Jón áriö 1963.
Valdís hefur haldið áfram að
vinna fyrir sér allt til sl. vors.
Hefur hún unnið viö sitt af hverju,
prjónaskap og ráöskonustörf, t.d.
I Fornahvammi, en lengst að
Gimli I Garði hjá Guðjóni heitn-
um Gislasyni.
IV.
Valdis Jónsdóttir er orðin mjög
kynsæl, nú er hún stendur á átt-
ræðu. Þau hjónin áttu 3 dætur,
sem hér verða taldar:
1) Jenný, gift Antoni G. Axels-
syni flugstjóra hjá Flugleiðum.
Eiga þau 4 börn.
2) Kristin Jóna, gift Jens Hin-
rikssyni vélstjóra I Aburðarverk-
smiðjunni. Eiga 3 börn.
3) Kristjana Esther, gift Hlöð-
ver Kristjánssyni rafvirkja I Al-
verksmiðjunni. Eiga 9 börn.
Barnabörn Valdlsar eru þvl 16,
en barnabarnabörn eru 9. Hún á
nú 28 afkomendur, sem allir eru á
lifi. Gleðst hún yfir góöu gengi
barna sinna og barnabarna. En
vart verður niðjum hennar óskað
neins betra en að mega erfa
mannkosti hennar I sem rfkustum
mæli, þ.e. ósérhlifni, kærleiksþel,
stöðuglyndi og létt skap.
V.
Þó aö Valdls Jónsdóttir sé nú
setzt I helgan stein, veit ég, að
hún mun halda ótrauð áfram
starfsgleöi sinni, þvi að enn er
hún full af lifsþrótti. Iöjuleysi er
andstætt hennar manneskjulega
eðli, og fer hún allva sinna ferða
hvert á land sem er. Hún er þvi
blessunarlega tlður gestur hjá
vinum og vandamönnum. Eink-
um hefur hún mikla gleöi af
barnabarnabörnum slnum, sem
nú fer óöum fjölgandi. Margt af
samferðafólki hennar frá fyrri tið
er nú horfið af sjónarsviðinu, en
elztu og beztu vinkonu slna, Guö-
laugu Stefánsdóttur I Þórukoti I
Ytri-Njarðvlk, sækir hún iðulega
heim og dvelst þar dögum saman.
Valdis á margt frændfólk vest-
an hafs, og I fyrra tók hún sig upp
og feröaðist á eigin spýtur til
Kanada til aö treysta vinaböndin.
Hafði hún mikið yndi af þeirri
ferð. Aður hafði hún komiö til
Ðanmerkur, Svlþjóðar, Englands
og Frakklands. Er það I góðu
samræmi við viösýni hennar og
athafnaþrá, hversu lltt hún er
bundin við torfuna, þótt hún unni
landi sinu eins og sannur Is-
lendingur.
A sinni löngu ævi hefur hún ver-
iö heilsuhraust með afbrigðum og
ekki þurft að leggjast á sjúkra-
hús. Hún hefur engum veriö til
byröi, heldur axlaö slnar byröar
sjálf og létt undir meö öörum eftir
mætti. Hún er óvenjuern eftir
aldri, andlega hress og skemmti-
leg. Hvar sem hún hefur búiö sér
heimili, hefur það borið með sér
þá birtu og hlýju, sem einkennir
hana sjálfa. Hún hefur prýtt það
mörgum fallegum hannyrðum,
málverkum og öðrum munum,
sem hún hefur unniö sjálf, þvi að
hún er listræn i sér. Alltaf hefur
verið gott að koma til hennar og
njóta gestrisni hennar og hlýlegs
viðmóts. Hún er þægileg viöræöu,
vel minnug og kann frá mörgu aö
segja. Um leiö tekur hún af ein-
lægni þátt I högum og hugöarefn-
um vina sinna.
A slnum 80 árum hefur Valals
kynnzt misjöfnum kjörum, vlöa
verið og marga þekkt. En hún
segir sjálf, aö hún hafi alltaf verið
með góöu fólki. Þaö má kallast
óvenjulegt lán, en ástæðan kann
að vera sú, aö hver maöur verður
betri I návistum við hana.
Afmælisdeginum ver hún á
Siglufiröi hjá dótturdóttur sinni
og nöfnu. En eftir heimkomuna
stendur hús hennar sem fyrr opiö
öllum, sem vilja rækja vináttuna
við þessa hýru og góðu konu.
Fólkiö hennar allt, frændur og
vinir senda henni beztu afmælis-
kveðjur og óska þess, að hún megi
halda sinni góðu heilsu og létta
skapi sem allra lengst. j y j