Tíminn - 17.06.1977, Blaðsíða 3

Tíminn - 17.06.1977, Blaðsíða 3
Föstudagur 17. júni 1977 3 HEILDARVELTA KEA JOKST UM 48,8% SÍÐASTA ÁR Kaupféla Ólafsf jarðar vill sameinast KEA KS — Akureyri —Aöalfundur Kaupfélags Eyfiröinga var haldinn i Samkomuhúsinu á Akureyri 9. og 10. júni. Rétt til fundarsetu höföu 214 fulltrúar frá 25 félagsdeildum, en mættir voru 206 fulltrúar frá 21 félags- deild. Auk þess sátu fundinn ýmsir félagsmenn og allmargir starfsmenn KEA. Fundarstjórar voru kjörnir Siguröur Jósepsson, Torfufelli og Ingólfur Sverrisson, Akur- eyri, en fundarritarar þau Valgeröur Sverrisdóttir, Lóma- tjörn og Sigmundur Björnsson, Akureyri. Formaöur félagsins, Hjörtur E. Þorarinsson, Tjörn, flutti skýrslu stjórnarinnar fyrir liðið ár. Þar kom fram, aö fjár- festingar félagsins á árinu höfðu numið 520. 326 þúsundum króna i fasteignum, vélum o.fl. Lang- stærst einstakra fjár- festinga, sem unnið var að á árinu, var nýja mjólkurstööin á Akureyri. Kaupfélagsstjórinn, Valur Arnþórsson, las reikninga félagsins og gerði grein fyrir rekstri þess. Heildarvelta KEA og fyrirtækja þess jókst um 48,8% frá fyrra ári úr 7,9 milljörðum króna i 11,8 milljarða króna. Heildarlauna- greiðslur félagsins og fyrir- tækja þess á siðastliðnu ári námu röskum 1.247,6 milljónum króna, og fastir starfsmenn I árslok voru 737. Rekstrar- afkoma félagsins var til muna betri en á næstliðnu ári. Til ráð- stöfunar á aðalfundi varð rekstrarafgangur að upphæö 25 milljónir króna og þá höfðu fyrningarheimildir skattalaga verið notaðar að fullu. Aðal- fundurinn samþykkti, að af rekstrarafgangi skyldi leggja 1. milljón króna i Menningarsjóð KEA ■ Þá samþykkti fundurinn að úthluta og leggja i stofnsíjóö félagsmanna3% af ágóðaskyldri úttekt þeirra 1976 og ennfremur að 1,5% skyldi leggja inn á reikninga þeirra. Einnig sam- þykkti fundurinn að úthluta 3% arði af úttekt félagsmanna I Stjörnu apóteki, sem þá einnig færist i reikning þeirra. 1 skýrslu Menningarsjóðs KEA kom fram, að úthlutaö Frá aöalfundinum á dögunum. —Tfmamyndir: KS. Úrslit í samkeppni um kirkju í Breiðholti SJ — Dómnefnd hefur kveöið upp úrskurö i samkeppni um gerö kirkjubyggingar i Breiöholti. 19 tillögur bárust og hlaut tillaga arkitektanna Guðmundar Kr. Kristinssonar og Ferdinands Al- freðssonar fyrstu verölaun, en samstarfsmaöur þeirra var Höröur Björnsson tæknifræöing- ur. Tillaga þeirra þótti bera af öörum. Dómnefndin mælir ein- dregiö meö aö höfundum þessar- ar tillögu veröi faliö verkefniö til frekari útfærslu. önnur verðlaun hlaut Birgir Breiðdal arkitekt, en dómnefnd taldi helztu kosti tillögu hans þá, að útlit er mjög gott og form athyglisvert. Þriðju verðlaun hlaut Benja- min Magnússon arkitekt, en helztu kosti tillögu hans taldi dómnefnd vera góða rýmisskipan og gott útlit. Alger nafnleynd rikti meðan dómnefnd fjallaði um tillögurnar. Verðlaunin voru fjárhæð sam- tals kr. 1.400.000,00, þar af nema 1. verðlun kr. 700.000,00 2. verð- laun nema kr. 400 þús. og 3. verð- launnema kr. 300.000,00. Þess má til fróðleiks geta, að höfundar hinna 19 tillagna voru 22 talsins og nutu þeir aðstoðar 18 sam- starfsmanna og ráðgjafa, þannig að samtals unnu 40 manns aö tillögugerð þessari. Þess skal éinnig getið, að dómnefnd samþykkti einum rómi allar þær verðlaunaveitingar, sem aö framan getur. Hin nýja sóknarkirkja Breiðholtssóknar verður reist i Mjóddinni svokallaðri, en hún er svæði norðan Breiðholtsbrautar og austan Reykjanesbrautar. Verður þar um miðbæjarbyggð að ræða. Sóknarprestur Breiðholtssafnaðar er sr. Lárus Halldórsson en formaður safnaö- arnefndar er Sigurþór Þorgilsson kennari. í dómnefnd voru Sigurður E. Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri (formaður), Björn Björnsson, prófessor, Helgi Hafliðason, arkitekt, Hilmar Ólafsson, arkitekt og Kristinn Sveinsson, byggingameistari. Allar þær tillögur, sem bárust i samkeppni þessari, verða til sýnis almenningi næstu daga. Stendur sýningin i samkomusal verzlunarinnar Kjöt & Fiskur að Seljabraut 54, efri hæð, og verður opin kl. 2-10 dagana 16., 17., 18. og 19. júni nk. Aögangur að sýningunni er ókeypis og er þess vænzt, að sem flestir Breiöholts- búar og aðrir áhugamenn sæki hana. Kröflukonan meö svarta kassann: 9 9 Blessun ráöuneytis algjör hneyksli” Tólf kennarar i jarðvisinum I háskólanum hafa látiö uppi hneykslun sina á þvf, aö hingaö til lands skyldi vera fengin amerisk kona til gufuleitar og jarðfræöikannana meö yfir- náttúrlegum aöferöum noröur viö Kröfiu. Hafa þeir ritaö svolátandi bréf, sem þeir sendu fjöl- miðlum: „Undirritaðir, fastir kennarar og stundakennarar i jarövisindum við Háskóla tslands, lýsa yfir furðu sinni og fordæmingu á þeim skripaleik, sem leikinn var á Kröfluslóöum nýlega. Þeir telja það algjört hneyksli, að ráðuneyti skuli leggja blessun sina yfir bá- biljur og loddaraskap af þessu tagi. Ástandið við Kröflu er ærinn baggi á okkar þjóð, þótt ekki sé bætt gráu ofan á svart meö þvi að gera hana að athlægi.” Undir þetta rita nöfn sin þeir Eysteinn Tryggvason, Guðmundur E. Sigvaldason, Guttormur Sigbjarnarson, Helgi Björnsson, Ingvar Birgir Friðleifsson, Kristján Sæmundsson, Leifur A. Simonarson, Siguröur Stein- þórsson, Sigurður Þórarinsson, Sveinbjörn Björnsson, Sveinn P. Jakobsson og Þorleifur Einars- son. 1 gærkvöldi sendi iönaðar- ráðuneyti Timanum til kynningu, þar sem skirskotaö var til annarrar tilkynningar sem flutt var i útvarp 29. mai, og visaö á bug ásökunum jarö- fræöinganna. hafði verið 14 styrkjum að upp- hæð 2.050.000,00 á nýafstöðnum fundi sjóðsstjórnarinnar. Voru styrkirnir veittir ýmsum aðilum, einstaklingum og félögum, á félagssvæði KEA. A aðalfundinum var rædd beiðni stjórnar Kaupfélags Ólafsfjarðar um viðræður um sameiningu félagsins við Kaup- félag Eyfirðinga. Samþykkti fundurinn samhljóða að gengið skyldi til viðræðna og samninga um þessi mál. Þá samþykkti fundurinn, að stjórn félagsins gæti heimilað starfsmannafull- trúum setu á stjórnarfundum með málfrelsi og tillögurétti. Sérmál fundarins var „Félags — og fræðslumál samvinnu- hreyfingarinnar”, en framsögn höfðu Hjörtur E. Þo'rarinsson, Rögnvaldur Skiði Friðbjörnsson og Gunnalugur P. Kristins- son.Samþykkti fundurinn itar- lega ályktun um þau mál. Nokkrar umræður urðu um yfirstandanai kjarasamninga og kaupgjaldsmálin yfirleitt, og samþykkti fundurinn i þvi sam- bandi svohljóðandi ályktun: „Aðalfundur Kaupfélags Ey- firðinga, haldinn á Akureyri 9. og 10. júni 1977, lýsir stuðningi við launajöfnunarstefnu Alþýðusambands Islands og það grundvallaratriði að launþegar njóti viðunandi lifskjara fyrir dagvinnutekjur einar. Jafn- framt fagnar fundurinn jákvæðum undirtektum stjórnar Sambands islenzkra samvinnufélaga og Vinnumála- sambands samvinnufélaganna við þessa stefnu Alþýöusam- bandsins, og treystir þvi að henni verði fylgt eftir mætti i y f i rstandandi kjara- samningum. Fundurinn varar þó viö þvi, að þannig verði gengið frá nýjum kjarasamningum, að ný alda verðbólgu og gengisfellinga risi i kjölfar þeirra og skorar á rikisstjórnina að gera allt, sem i hennar valdi stendur, til að skapa samningsaðilum svigrúm til eðlilegrar samningagerðar, þar sem stefnt verði að tryggum og vaxandi kaupmætti launa en allrar varfærni gætt varðandi hættulegar sveiflur verðlags og launa.” Ennfremur var svohljóöandi ályktun gerð: „Aðalfundur KEA, haldinn á Akureyri 9. og 10. júni ályktar eftirfarandi: Fundurinn litur svo á aö stóriðja á vegum erlendra fyrir- tækja sé mjög óæskileg hér við Vatur Arnþórsson, kaupfélags- stjóri á Akureyri, f ræöustóli á aðalfundinum. Eyjafjörð. Hér um slóðir hefur á undanförnum átatugum skapazt traust og farsælt atvinnulif, meðal annars fyrir tilstilli sam- vinnufélaga landsmanna. Þessu atvinnulifi yrði allmikil röskun og hætta búin ef efnt yrði til slikra stórframkvæmda sem t.d. álverksmiðja er. Auk þess fylgja slikum stóriöjuverum margir ókostir, til dæmis mengun umhverfis, sem fremur er hægt að sneiða hjá eða ráða við þegar smærri fyrirtæki eiga i hlut. Þess vegna ber að halda áfram fyrri stefnu i atvinnu- málum hér en leggja ekki út á hálar brautir erlendrar stór- iðju.” Úr stjórn átti að ganga Kristinn Sigmundsson, Arnar- hóli, en hann var endurkjörinn. Ragnar Steinbergsson, hrl., var endurkjörinn endurskoðandi og Steingrimur Bernharösson, bankastjóri, varaendurskoö- andi. Kristján Einarsson, skáld frá Djúpalæk var endurkjörinn i stjórn Menningarsjóðs KEA. Nýr bátur til Hólmavíkur ATH-Reykjavik. Sfðastliðinn miðvikudag var hleypt af stokk- unum hjá skipasmiðastöðinni Skipavik í Stykkishólmi, nýjum fimmtiu lesta eikarbáti. Illaut hann nafnið Asbjörg ST 9 og er heimahöfn bátsins Hólmavik. Asbjörg er búin fullkomnum siglingar- og fiskleitartækjum, aðalvél er 360 hestöfl. Báturinn er útbúinn til tog-, neta- og linu- veiða, og verður hann afhentur eigendum eftir nokkra daga. Þetta er sautjándi báturinn sem skipasmíðastöðin Skipavik smiðar. NORÐLENZK- UR FISKUR ER BEZTUR - sögðu Spánverjarnir JH-Reykjavik. — Færeyskur saltfiskur er í mestum metum á Spáni, að minnsta kosti hjá þvi fólki, sem þar fer höndum um fiskinn I verksmiðjum eða verk- stöðvum. Þetta hefur komiö fram i þáttum þeim um saltfisk, sem Páll Heiðar Jónsson hefur flutt i útvarpið. tslenzki saltfiskurinn hefur þó siður en svo neitt óorð á sér, og þegar Spánverjar þeir, sem Páll Heiðar ræddi við, voru látnir bera yitni um það, hvaðan af Is- landi bezti saltfiskurinn bærist, kom upp hlutur Norðlendinga, Grimsey var þar sérstaklega nefnd, enda sérstaklega um Grimseyjarfiskinn spurt. — Norðlenzki saltfiskurinn er svo þykkur og hvitur, sögðu þeir, sem fyrir svörum uröu hjá Páli Heiðari. Tákmörkun humarveiða í Breiðamerkurdjúpi ATH-Reykjavik. Að undanförnu hefur orðið vart við verulegt magn af smáhumri i utanverðu Breiðamerkurdjúpi og hefur þvi sjávarútvegsráðuneytið ákveðið, að tillögu Hafrannsóknastofnun- arinnar, að banna humarveiðar á ákveðnu svæði i Breiðamerkur- djúpi. Svæði þetta er utan lina, sem dregnar eru i 17 sjómílna fjarlægð frá Fellsfjalli og i 16 sjó- milna fjarlægð frá Kviárjökli. Þá hefur ráðuneytiö ákveðið breytingar á friðaða svæðinu i Reykjafjarðarál. Austurmörkum svæðisins var breytt þannig aö þau eru nú 21,00 gráöa v. lgd. i stað 20,40 gráða v. lgd. Tók þessi breyting gildi siðastliðinn fimmtudag, en bannið viö humar- veiðunum tekur gildi þann 20. júni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.