Tíminn - 17.06.1977, Blaðsíða 4
4
Föstudagur 17. júní 1977
NÝSMÍÐI
Háðstefna um orkumál á Austurlandi:
AHEHZLU BEH AÐ
Erum að hefja smiði á 50 lesta fiskiskipi.
Þeir sem kunna að hafa áhuga á kaupum, haf i
samband við okkur sem fyrst.
SKIPASMÍÐASTÖÐIN
SKIPAVÍKHF
Stykkishólmi, simi 93-8289.
LEGGJA Á ÖFLUN
GRUNNAFLS HEIMA í
FJÓRÐUNGNUM
SJ-Reykjavik Dagana 9.-10.
júni s.l. var haldin ráðstefna að
Hallormsstaö um orkumál á
Austurlandi á vegum Sambands
sveitarfélaga i Austurlands-
kjördæmi. í umræðum, sem
fram fóru i lok ráðstefnunnar
kom eindregið fram, að megin-
áherzlu beri að leggja á öflun
grunnafls heima i fjórðungnum,
samhliöa samtengingu orku-
veitusvæða landsins.
Menn voru mjög einhuga um,
að ákvörðun um virkjun Bessa-
staðaár yrði ekki dregin lengur
en til haustsins, þannig að fram-
kvæmdir við virkjunina gætu
hafizt af fullum krafti þegar
næsta vor.
Þá lagði fundurinn rika
áherzlu á að S.S.A. markaði
skýra stefnu i skipulagi raf-
Rúmaóður ódvr Fíat
orkumála Austurlands á næsta
aðalfundi.
Ráðstefnuna sóttu sveitar-
stjórnarmenn af sambands-
svæðinu, orkumálastjóri, raf-
magnsveitustjóri rikisins, ráðu-
neytisstjóri orkumálaráðuneyt-
isins, auk sérfróðra manna um
verkfræði og orkumál. Þá sóttu
ráðstefnuna, Vilhjálmur
Hjálmarsson, menntamála-
ráðherra og þingmennirnir
Helgi Seljan, Sverrir Herm-
annsson og Tómas Árnason.
Farin var stutt skoðunarferð
að Valþjófsstað og Hóli i Fljóts
dal, þar sem áformað er aö
stöðvarhús Bessastaðaárvirkj-
unar og Fljótsdalsvirkjunar
risi.
Sigurjón Helgason, verkfræð-
ingur skýrði ráðstefnugestum
frá fyrirhugaðri mannvirkja-
gerð vegna Fjarðarárvirkjunar
og Leifur Benediktsson, verk-
fræðingur skýrði tilhögun og
mannvirkjagerð Bessastaðaár-
virkjunar. Sýndar voru myndir,
kort og teikningar til skýringa.
Haukur Tómasson jarðfræð-
ingur greindi frá þeim rann-
sóknum, sem nú fara fram á
vatnasvæði Fljótsdalsvirkjana
og því, sem ætlað er að ljúka i
þeim efnum á þessu sumri.
Sveinn Þórarinsson verkfræð-
ingur flutti athyglisvert erindi
um fjarvarmaveitur.
Jakob Björnsson, orkumála-
stjóri flutti erindi um: Orkuspár
fyrir Austurland. — Orkurann-
sóknir og orkuvalkosti á Austur-
landi.
Kristján Jónsson, rafmagns-
veitustjóri rikisins flutti erindi
er nefndist: Stefna rafmagns-
veitna rikisins i orkumálum
Austurlands.
Erling Garðar Jónasson og
Reynir Zöega fluttu erindi um
stefnu Austfirðinga i orkumál-
um.
— Hámarkshraði 155 km. — Bensín-
eyðsla um 10 lítrar per 100 km. —
Kraftbremsur með diskum á öllum
hjólum. — Radial-dekk. —
Tvöföld framljós með stillingu. —
Læst bensínlok. — Bakkljós. — Rautt
Ijós í öllum hurðum. — Teppalagður.
— Loftræstikerf i. — öryggisgler. —
2ja hraða miðstöð. — 2ja hraða rúðu-
þurrkur. — Raf magnsrúðusprauta. —
Hanzkahólf og hilla. — Kveikjari. —
Litaður baksýnisspegill. — Verkfæra-
taska. — Gljábrennt lakk. — Ljós í far-
angursgeymslu. — 2ja hólfa kabora-
tor. — Synkronesteraður gírkassi. —
Hituð afturrúða. — Hallanleg sætis-
bök. — Höfuðpúðar.
ó
FIAT EINKAUMBOD A ISLANDI
Davíð Sigurðsson h.f.
Siðumúla 35 Simar 38845 — 85855
Unnið aðtengingu við einn af mörgum stjórnskápum I stöðvarhúsinu
við Kröfiu, þar sem Rafafl annast allar rafiagnir.
Vinnufélag rafiðn -
aðarmanna færir út
verkstæði, sem ber nafnið Rafafl,
iReykjavik, Hafnarfirði, þarsem
einnig er raftækjaverzlun á
Sauðárkróki og Kópaskeri, og
samþykkt var nú aö skrá raf-
magnsfyrirtæki á Raufarhöfn.
Fastir starfsmenn vinnufélags-
ins á siðasta ári voru á milli
þrjátiu og fjörutiu, og verkefni
þess náðu til allra greina rafiðn-
aöar: Mesta verkefnið var, að það
annast allar framkvæmdir við
raflagnir hjá Kröfluvirkjun.
A siðasta ári greiddi þetta sam-
vinnufélag starfsmönnum sinum
hærri laun en almennt gerðist i
rafiðnaði, enda þótt viðskiptavin-
ir þess fengju verulegan afslátt.
Hefur þannig tekizt að sýna fram
á, að samvinnurekstur þessi
hefur yfirburði i samkeppni við
einkareksturinn.
kviarnar
Vinnufélag rafiðnaðarmanna,
sem i eru rúmlega niutiu raf-
virkjar, var á siðasta ári með
söluveltu, sem nam á annað
hundrað milljónum króna og var
það aukning, sem nam 768% frá
árinu áður. A aðalfundi, sem
haldinn var um siðustu helgi,
voru drög lögð að þvi að færa út
kviarnar, og er markmiðið að
hefja starfrækslu i sem flestum
greinum iðnaðar. Hafa þegar
gengiö i það allmargir járn-
iðnaöarmenn, og i undirbúningi
er starfræksla járniðnaðarfyrir-
tækis.
1 samræmi við þetta mun félag-
ið eftirleiðis heita Framleiðslu-
samvinnufélag iðnaðarmanna.
Félagið rekur þegar rafmagns-