Tíminn - 17.06.1977, Blaðsíða 15

Tíminn - 17.06.1977, Blaðsíða 15
Föstudagur 17. júni 1977 15 arskemmtun okkar,” Hér er skammt milli auönar og allsnægta. Myndin er af öræfajökli og skóginuin i Skaftafelli. Sæluhús Feröafélags tslands iHvltárnesi. — Ljósm. Páll Jónsson Ciamall ferjuprammi,sá er brúin yfir Jökulsá á Breiöamerkursandi leysti af hólmi. Undir Hornbjargi um teröum sagöi aö þaö væri eng- in hætta aö fara meö okkur hvert á land sem væri, þvi aö yfir okkur væri eitthvert glópalán sem geröi það að verkum, aö viö hrepptum ævinlega gott veður, hvar sem við færum. Einu sinni fórum við austur i Lónsöræfi. Þaö var talsvert erfiö ferð, þvi aö þarna er torleiöi mikiö, þröngir dalir og há fjöll, og mikið sem þarf aö ganga, þvi ekki veröur ökutækjum viö komiö. Bil- arnir komust ekki lengra en inn á svokallaöan Illakamb, — og þaö nafn er mjög veröskuldaö. Þar uröum viö aö bera dótiö niður snarbratta skriðu, og á kafla liggur leiðin um einstigi, þar sem sumum feröafélögum okkar þótti alveg nóg um. En þegar niöur kom, fengum við afbragðs tjald- stæöi undir kambinum, alveg viö brekkufótinn, og vorum þar i fjórar eöa fimm nætur, — ég man nú ekki lengur hvort heldur var. A daginn gengum viö um nágrenniö, i Tröllakróka, á Kollu- múla og i Viðidal, þar sem einu sinni var búiö. — Ég hlýt aö játa, að þaö gekk svo fram af mér aö nokkrum manni skuli nokkru sinni hafa dottiö i hug aö hefja búskap á öörum eins stað, aö ég reyni ekki aö skilja þaö. Það er algerlega ofvaxiö skilningi minum, aö menn skyldu vilja vinna þaö til sjálfstæös búskapar að eiga um annaö eins torleiöi aö sækja til mannabyggða. En af ferð okkar er það annars aö segja, aö þrátt fyrir allt okkar glópalán, eins og bilstórinn okkar komst aö orði, þá skall nú á okkur rokhvass stormur, þarna i Lónsöræfum. Tjöldin okkar byrjuöu að fjúka, hvert af ööru. Viö hjónin vorum i nýju tjaldi, mjög góöu, sem ég var satt aö segja dálitið hreykinn af. Eitt- hvað þurfti ég að bregða mér út úr tjaldinu og hvort sem svona mikið hefur munað um þunga minn, eöa aö tilviljunin hefur veriö þarna aö verki, þá skipti það engum togum, aö ég var ekki fyrrkominn út fyrir tjaldskörina, en aö tjaldiö lyftist upp og þvi hvolfdi alveg. Kona min var inni i tjaldinu, en hún meiddist ekkert, og sjálft var tjaldiö óskemmt, svo aö úr þessu varð ekki annaö en gamanmál á milli okkar feröa- félaganna. Auövitaö var útilokaö að reyna aö reisa tjaldið viö eins og á stóö, svo ég skreiö inn i hrúguna og inni i föllnu tjandinu himdum viö i nokkra klukkutima á meðan veörið gekk yfir. Um önnur ráö var ekki að tala. Sandbylur við Urðarháls Reyndar hefur það oftar komiö fyrir á feröum okkar aö veöur spilltist. Einu sinni vorum viö stödd noröur viö Kistufell, 'skammt frá Jökulsá á Fjöllum. Viö tjölduöum þar á sandi. Þar geröi svo hvassan vind, aö tjöldin fuku ofan af okkur, eins og þau lögðu sig öll saman. Þegar við vorum svo loksins búin aö taka saman tjöldin og ganga einhvern veginn frá þeim, i ofsaroki og sandfoki, svo aö ekki sá út úr- augunum, þá vildi ekki betur til en svo, að einn billinn bilaöi, skömmu eftir aö viö vorum lögö af staö, og var þá ekki annað aö gera en setjast aö þar sem viö vorum komin, og i bflunum sátum viö i heilan sól arhring. Þetta var i jaöri ódáöahrauns, niðri undir Jökulsá, undir svokölluöum Uröarhálsi, og drjúgur spölur til næstu mannabyggöa. — Margur mun hafa verið oröinn þreyttur, þegar þessari iöngu biö var lokiö, en þó er þaö nú svo, aö feröirnar þegar eitthvaö ber út af, verða mönnum ekki siöur minnisstæöar enhinar, og þaö hygg ég, aö flestir feröamenn kunni vel að meta þá reynslu sem þeir öölast viö aöglima viö erfiöleika, sem á vegi þeirra veröa. — Viö minntumst áöan á „kjarnann” úr fyrsta feröa- hópnum. Hvaö heldur þú aö þiö liafið verið mörg, sem hélduö þessum langferðum áfrant um tiu ára skeið? — Þaö var alltaf dálilil hreyfing á hópnum. Sumir heltust úr lestinni, en nýir bættust viö i þeirra staö. En þegar litiö er yfir árin i heild, mun óhætt að segja að viö höfum verið þetta frá fimmtán og upp i tuttugu manns, en misjafnt þó frá ári til árs. — Þessar feröir voru sumar- skemmtun okkar, viö vorum aö hlakka til ferðarinnar allt áriö, og við höföum ekki hug á að gera neitt annað i sumarfriinu okkar. Félagsskapur okkar var óform- legur, aö baki hans lágu ekki nein gróöasjónarmiö, viö reyndum aöeins aö gera hverja ferö eins ódýra og hægt var, og aö hafa skipulagiö yfirleitt eins hag- kvæmt og kostur var á. — Hver af ferðum þlnum heldur þú aö þér sé minnisstæðust? — Þessu er nú vandsvarað. Þegar maöur hefur feröazt ára- tuginn út, og kannski rúmlega þaö, hefur eðlilega margt boriö til, misjafnlega sögulegt aö visu. Þó hygg ég, aö ein ferö sem viö fórum í byggð, sé mér öðrum minnisstæöari. Þaö var þegar viö fórum austur i öræfi sumariö 1967. Viö vorum á tveim bilum og höföum ágæta ökumenn, eins og jafnan áöur og siöar. Viö ókum i einum áfanga úr Kópavogi austur aö Svinafelli, og fyrst i stað bar ekkert til tiöinda, enda góður vegur austur eftir öllu Suöurlandi, allt austur að Núps- stað. En þá byrjuðu erfið- leikarnir. Súla var i nokkrum vexti, en þó ekki ófær. Þá kom sér vel, hversu ökumenn okkar voru ótrauðir og öruggir, og auk þess þaulkunnugir. Þeir óöu vötnin i mjaömir eða meira og leituöu leiöa, þvi viöa þurfti aö þræöa vötnin vandlega til þess aö lenda ekki i ófæru. Þannig fórum viö bæði yfir Súlu og Sandgýgjukvisl, og mátti heita aö okkur gengi sæmilega eftir ástæöum. Meö okkur I þessari ferö voru nokkrir starfsmenn islenzka sjón- varpsins. Þeir höföu haft veður af feröalagi okkar, og hafa liklega búizt viö aö þaö yröi eitthvaö sögulegt og þess viröi að vera fest á filmu. Ekki spillti það andblæ ferðalagsins, þvi að þeir voru hin- ir ágætustu ferðafélagar, glaðir og skemmtilegir. Þeir sjónvarpsmenn höföu meöferðis Bronco-jeppa, og hann var festur aftan i annan bil og dreginn þannig yfir árnar. Viö óttuöumst, aö jeppinn kynni að fljóta upp, þegar i vatnsflauminn kæmi, og þess vegna stungu einhverjir upp á þvi, aö Magnús Bjarnfreðsson yrði látinn sitja i jeppanum, á meöan hann væri dreginn yfir árnar, þaö hlyti að nægja til þess aö halda honum stööugum. Jú, ekki stóö á þvi: Magnús tók glensi okkar meö hinni mestu ljúf- mennsku, honum var ekkert aö vanbúnaöi aö sitja i jeppanum yfir árnar. Þetta var gert, en samt dugöi nú ekki þungi Magn- úsar, jeppinn flautupp. Ekki varð þó neitt slys, sem betur fór, enda var taugin sem tengdi bilana saman, hinn rammgervasta. Að afliöandi nóttu komum viö aö Skeiöará. Okkur var sagt aö hún væri gersamlega ófær, og þýddi ekkert aö reyna við hana með þann bilakost sem við ættum yfir að ráða. Þá vildi okkur það til happs, að þarna var statt, farar- tæki nokkurt, sem lengi gekk undir nafninu Dreki, og hann ferj- aði bila okkar yfir, Viö komum í Oræfin I birtingu. Þar blasir viö sjónum feröa- mannsins eitt af undrum Islands. Jökullinn gnæfir yfir sveitina i allri sinni tign, hvanngræn túnin eru alveg viö jökulfótinn, og niöur frá túnunum teygir kolsvartur sandurinn sig svo langt sem augað eygir. Þetta eru áreiðan- lega einhverjar furðulegustu and- stæöur sem um getur hér á landi, og væri þó synd aö segja að land okkar væri einhæft eöa til- breytingarsnautt. Arangur þessarar feröar varö meðal annars sjónvarpskvik- mynd, sem sýnd var veturinn eftir. Hún var mjög vel tekin, enda hlaut hún hinar beztu viðtökur sjónvarpsáhorfenda. — Og þiö hafiö dregið andann léttara, þegar þiö voruð komin heilu og höldnu yfir foraösvötnin? — Já, sannarlega gerðum viö það. Viö eyddum svo nokkrum dögum á þessu fagra og sér- kennilega svæði, fórum alla leiö austur á Jökulsá á Breiöamerkursandi, en komumst ekki lengra, þvi aö þá var veriö aö byggja brúna yfir hana, og var ólokiö, en óhugsandi aö komast yfirána ööruvisi en á béú. Sólskin var og bliðviðri, en þó mátti segja að ský drægi fyrir sólu, þvi aö viö lentum þarna i sliku kriugeri, aö hún var eins og skýflóki yfir okkur. Hún verpti þarna rétt hjá brúnni og geröi ótæpilegar loft- árásir á þessa óboönu gesti. Sumir voru vanir kriunni og létu sér fátt um finnast þótt hún hamaðist, en aörir voru minna hrifnir og jafnvel hálfsmeykir viö læti hennar. Sumir náöu i prik eöa lurka og veifuöu þeim yfir höföum sér til þess aö verjast þessum hvitu skapvörgum. Hvaö er fallegast? — Svo fáránlegt sem þaö var hjá mér áöan, aö spyrja þig hver feröa þinna þér væri eftir- minnilegust, er liklega enn fráleitara aö spyrja hvar þér hafi þótt fegurst þar sem þú hefur komiö? — Rétt er það, aö þessu er ekki auðsvarað, þvi viða er fagurt á landi hér, og viöa er ég búinn aö koma. Þó er mér nær að halda, aö ekki sé viða jafnmikil fegurö saman komin á jafnlitlu svæöi og i Borgarfirði eystra. Þar er dýr- lega fagurt. Þegar viö vorum þar á ferð, fórum viö yfir i Loömund- arfjörð, sem þvi miður er nú kominn i eyði. Þar þótti mér gaman aö koma, enda er fram úr skarandi fallegt þar, þótt með dálitið öörum hætti sé en i Borgarfirði. Einu sinni fórum við noröur á Strandir. Við ókum noröur i Ing- óllsljörö. en lengum svo leigöan llóabátinn Drang. sem iór með okkur norður i Reykjarfjörð nyröri, þar sem viö vorum i nokkra daga. Sumir fóru til Isafjarðar, aörir stigu á land við Horn og gengu aö vitanum og i grennd við hann. Þeir sem þar komu, rómuöu mjög viötökurnar á Hornbjargsvita. Sungið og kveðið — 1 gamla daga var siöur aö syngja. kveöa og yrkja I bilum. lialdiö þiö ekki þá gömlu góöu siöi i lieiöri i feröum ykkar? — Jú, ekki vantar þaö. Þaö er enginn á flæöiskeri staddur með kveðskap, sem hefur fólk eins og Böðvar Guölaugsson og Valborgu Bentsdóttur hið næsta sér, en þau hafa bæöi feröazt oft meö okkur. Og ýmsir minni spámenn hafa tekiö þátt i hinni þjóölegu iþrótt - með þeim. — Þú hlýtur aö hafa lagt hönd á þann plóg lika, svo létt sem þér er um yrkingar? — Já, eitthvað tók ég þátt i þessu meö öörum, en þaö sem varö til á þessum feröum, voru þó flest dægurflugur, sem aöeins voru til þess ætlaöar að hafa gaman af þeim á andartakinu sem var að liöa, en gleyma þeim siðan. Ég kann vist fæst af þeim kveöskap nú, en upp úr Horn- strandaferöinni orti ég kvæöis- korn sem heitir A Hornströndum. Þaö byrjar svona: Við komum sem gestir og gistum á Ströndum. Þar gjálfrar bára viö stein. Það kvað vera fagurt i fjarlægum löndum og fugl á sérhverri grein. En eiga þeir glæstari fjöll eöa firöi, né fegurri sjóndeildarhring? Er Mariukirkjan meira viröi en mosi og sortulyng? Mér hefur lika stundum oröiö á aö spyrja sjálfan mig, hvort suörænar sinfóniur seiöi hugann meira en „konsertinn þegar sjór- inn sýður / og svarrar viö Geir- olfsnúp”, og hvort erlendir turnar ,,og tröllauknar myndir úr eir” seiöi hugann meira en „sú mynd, þegar máninn liður / og minnist viö hafsins djúp.” Seinasta visan I þessu kvæöis- korni, sem ég hef verið aö vitna i, er svona, og þú mátt birta hana, ef þú vilt: Hvar séröu tignari tinda og brúnir og tærari sumarkveld, bjartari jökul né rammari rúnir, sem risa viö sólareld? Hér birtist i andstæöum orka og máttur. ögrandi klettasnös. Othafsins þrumandi andardráttur. Akursins liljugrös. — Þaö fer nú senn aö Höa aö lokum þessa spjalls okkar, en aö siöustu langar mig aö vlkja aö upphafinu. Kemur þú ekki enn á æskustöövar þinar I Biskups- tungum, þótt dagsverk vinnir þú hér I fjölmenninu? — Jú, ég kem þangaö oft. Ég á þar dálitið athvarf, fáa hektara lands, þar sem ég rækta garö- ávexti og sitthvaö fleira. Ef ég á eftir aö lifa þaö að hætta þvi starfi sem ég hef meö höndum núna, tel ég vist aö ég leiti i átthaga mina og haldi áfram aö sýsla viö þau hugöarefni min, sem ég hef aðeins getað stundað i hjáverkum hingað til. Þvi ekki býst ég viö að ég kunni viö mig iöjulaus á meðan ég hef eitthvert starfsþrek. —VS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.