Tíminn - 17.06.1977, Blaðsíða 14

Tíminn - 17.06.1977, Blaðsíða 14
14 Föstudagur 17. júni 1977 „Ferðimar voru sum Ingibergur Sæmundsson — Tlmamynd Róbert. 1 Hvannalindum. Fjalliö næst á myndinni heitir Lindakeilir. Eyvindarver á Hveravöllum. — Ljösm. Páll Jónsson. segir Ingibergur Sæmundsson yfirlög- regluþjónn í Kópavogi sem ræðir hér um f erðalög og útiveru Maöur er nefndur Ingibergur Sæmundsson. Hann er Kópavogs- búum ekki meö öllu ókunnur, aö minnsta kosti ekki þeim sem hafa veriö svo óheppnir aö gerast á einhvern hátt brotlegir viö lög og reglugeröir. Maöurinn er nefni- lega yfirlögregluþjónn „borgar- innar hjá vogunum tveimur,” eins og eitt skáldiö ókkar hefur kallaö Kópavog. En um þá hluti verður ekki rætt hér. Viö Ingi- bergur höföum um margt skemmtilegra að tala en ólög- hlýöna Kópavogsbúa þá stund sem hann stóö viö á ritstjórnar- skrifstofum Timans um daginn, og leyföi hann blaöamanni aö taka upp eftirfarandi viðtal. Áráttan er meðfædd Ingibergur er mikill útiveru- maöur, sem ann ferðalögum um byggöir og óbyggöir og kann vel aö meta íslenzka náttúru, hvort heldur hún býður mönnum blitt eða stritt. Og þá erum viö komin aö efn- inu, og óhætt aö bera fram fyrstu spurninguna: — Hvenær öölaöist þú fyrst hinn mikla áhuga þinn á útiveru og feröalögum, Ingibergur? — Ég hygg þaö sönnu næst, aö þessi árátta min sé meöfædd. Ég fæddist og ólst upp i sveit, nánar til tekiö i Biskupstungum i Arnes- sýslu. bar var, eins og viöast hvar annars staöar i sveitum, á- kaflega mikil útivera og útivinna, smalamennskur langar og tiöar, svo aö segja allan ársins hring, aö undanskildum þeim fáu vikum á sumrin, þegar féö var á fjalli. — Hvaöa bær i Biskupstungum var þaö, sem fóstraöi þig? — Þeir voru nú fleiri en einn og fleiri en tveir. Ég fæddist á Eiriksbakka áriö 1920, en ég var ekki nema ársgamall, þegar for- eldrar minir brugöu búi, og fjöl- skyldan slitnaöi sundur. Nokkr- um árum siöar dó faöir minn úr berklum, en ég gat þó veriö i skjóli móður minnar fram aö fermingu, og viövorum á ýmsum bæjum i sveitinni. Og það vil ég taka fram, til þess að fólk fái ekki rangar hugmyndir um kjör min i uppvextinum, aö allt voru þetta góöir bæir, þar sem við mamma áttum heima. Viö vorum alltaf á góðum heimilum og hjá góðu fólki. Það er ævintýri líkast — Búskaparhættir hafa ekki veriö farnir aö breytast aö neinu ráöi i Biskupstungum á þriöja áratugi aidarinnar? — Nei, ekki svo mjög. Mig rámar aöeins I fráfærur, liklega þó ekki nema I tvö eöa þrjú sum- ur, en ekki náöi ég þvi aö hafa á hendi hjásetu eöa smölun kvia- ánna. Þó kom þaö aöeins fyrir, aö ég væri sendur eftir ánum, eftir aö þær voru orönar þægar og spakar I heimahögum, og var þá settur undir mig einhver þægur hestur á bænum, þvi heldur mun ég hafa veriö stuttstigur á tveim jafnfljótum. — Seinna hefur þú kynnzt ann- arri og erfiöari smalamennsku? — Já, heldur betur. Strax og kraftar og vit leyföu, var ég látinn smala meö fulloröna fólkinu, og sömuleiöis tókst ég snemma á hendur gegningar aö vetrinum. Ekki var ég heldur gamall, þegar ég var fyrst sendur til fjalls, eins og þaö heitir á Suöurlandi, þótt viöa annars staöar sé þaö kallaö aö fara i göngur, samanber hiö alkunna ljóö Jónasar Hallgrims- sonar, sem hvert barn á Islandi hefur kunnaö fram á þennan dag: „Eins mig fýstir alltaf þó / aftur aö fara i göngur.” Þá varö fyrsta útilega min, eöa útileguævintýri, þvi aö sannarlega er þaö ævintýri likast aö feröast um afrétt Biskupstungnamanna. Þvl gleymir enginn, sem þangaö hef- ur komiö. — Var þessi fyrsta fjallferö þin, (sem hér er reyndar tamast aö kalla göngur) á einhvern hátt söguleg? — Nei, ekki var þaö nú. Ég fór þarna 1 svokallað eftirsafn, þaö er aö segja siöari leit. Fyrst fara eitthvaö um þrjátiu manns, — þaö er aöalleitin — en strax og henni er lokið, er fariö I eftirsafniö. Þá fara aörir menn en I fyrra skiptiö, og þeir leggja af staö daginn eftir aö réttaö er ú fyrra safninu. bá er sama svæöi leitaö ööru sinnij og alltaf finnast einhverjar kindur, hversu vel sem smölun fyrsta safns manna hefur heppnazt. Þegar ég fór i eftirsafn i fyrsta skipti á ævinni, gekk allt vel og tiöindalaust. Viö vorum ákaflega heppnir meö veöur, þaö var norö- ankaldi, bjart og hreinlegt veöur, en kalt, alla vikuna og okkur leiö vel. Viö höföum góö tjöld, góöa hesta og ágæta hunda, svo þaö amaöi ekkert aö okkur. Þurra- kuldi gerir þeim ekkert, sem van- ir eru útiveru. — Þú tókst svo til orða, aö það hefði veriö bjart veður „alla vik- una.” Hversu lengi voruð þið I feröinni? — Fjallferöin tekur sjö daga. Svæöiö, sem smalaö er, er á milli Hofsjökuls og Langjökuls. Gömlu mörkin á milli Biskupstungna- manna og Húnvetninga voru ná- lægt Kjalfelli, en þegar mæöi- veikin kom til sögunnar, og varn- argiröingin viö Seyðisá, breyttist þetta, og nú er smalaö inn fyrir Hveravelli. Hinn gagnkvæmi skilningur A meöan ég þekkti til þessara fjallferöa var þaö almenn skoö- un, aö ekki þýddi fyrir menn aö reyna aö fara slika för nema þeir ættu reglulega góöa hunda. Fjall- maöurinn varð aö geta sent hund- inn frá sér langar leiðir, og hann varö aö geta treyst þvi, aö hund- urinn geröi nákvæmlega þaö sem honum var sagt, og hvorki meira né minna. Mörgum hefur oröiö tiörætt um hina gamalkunnu þrenningu, mann, hest og hund, en mig lang- ar aö bæta fjóröa aöilanum viö, sauðkindinni. Maður, hestur, hundur og sauökind hafa myndaö órofa keöju i sveitum og á heiöum tslands frá þvi aö norrænir menn settust aö i þessu landi. Lif og ör- lög þeirra allra tengdust saman á margvislegan hátt. Ég fann þetta aldrei eins vel og á sauðburðin- um. Þá þekktist ekki aö ær bæru i húsum, nema ef veðurfar var sér- lega óhagstætt, og þvi siður að fé væri haft á túnum allt liblangt vorið. A meöan ég gætti fjár, voru ær haföar á beitarhúsum, og meira aösegja reynt að hafa beit- arhúsin eins langt frá bæ og til- tækilegt þótti. Þá dekruöu menn ekki við fé sitt, heldur létu sér nægja, ef þaö gekk sæmilega fram, eins og það var kallað. En vinna manna á sauöburöinum var gifurlega mikil, einkum ef veöur voru rysjótt. Þá þurftu menn helzt ab vaka allan sólarhringinn, og á stórum jöröum þýddi ekki annað en aö vera á hesti og með hund, sem maðurinn gat treyst fullkomlega. Bezt var aö vera alltaf meö sama hestinn, — og auðvitaö sama hundinn — allan sauöburðinn, og ef svo var, mynduöust einhver þau tengsl, að hver aðilinn um sig skildi hinn út i æsar. Þaö var eins og hesturinn og hundurinn vissu ekki siöur en maöurinn hvaö gera þurfti hverju sinni. Þegar óvanir menn horfa á fé i högum, sýnist þeim venjulega allar hvitu kindurnar eins, en auövitaö er þar nákvæmlega eins ástatt og um mennina, aö engir tveir einstaklingar eru alveg eins, og svo er um allar dýrategundir. Og þegar menn hafa þá innsýn og þann glöggleika sem þarf til þess aö gera sér grein fyrir mismun- andi einkennum hverrar skepnu, sem þeir umgangast, þá fyrst getum viö sagt aö þeir séu komnir á þaö stig, aö kvikfjárrækt sé þeim annaö og meira en atvinna — brauöstrit. Menntunarþrá. — Nám á Hvanneyri — Hvenær var það svo sem þú hleyptir heimdraganum og yfir- gafst æskustöðvar þinar? — Ég var um tvitugt, þegar ég fór alfarinn úr sveitinni. Þaö byrjaöi nú reyndar þannig, aö ég fór i bændaskólann aö Hvanneyri, og veit ég þó satt aö segja ekki hvers vegna ég brá á þaö ráö, þvi ekki haföi ég uppi neinar ráöa- gerðir um að veröa bóndi, — og reyndar hvorki þaö né annab, þvi ég vissi ekkert hvaö ég vildi verða. En timarnir voru erfiöir. Hin margfræga kreppa haföi riðið húsum undanfarin ár, hagur al- mennings var heldur bágborinn og fárra kosta völ fyrir fátæka sveitapilta, sem langaöi til aö læra. Og mig langaöi til þess aö afla mér meiri lærdóms en barnafræðslunnar, sem ég haföi hlotiö heima i æskusveit minni. Mér fannst, aö ég gæti þó bætt einhverju við mig meö þvi aö fara I bændaskóla, svo ég var á Hvanneyri i tvo vetur og sumariö á milli þeirra. Þá var Runólfur Sveinsson skólastjóri á Hvann- eyri. Kennslan var ágæt og menn læröu ótrúlega mikiö á skömmum tima. Þegar ég haföi lokið búfræöi- námi og hélt á braut frá Hvann- eyri áriö 1942, var heimsstyrjöld- in i algleymingi. Allar að- stæður hér voru aö breytast og á- kaflega mikil óvissa i þjóöfélag- inu. Ég lenti hingaö til Reykja- vfkur aö námi loknu, enda var margt af fólki minu komið hing- að, þar á mebal móöir min og nokkrir bræöra minna. Ég komst þó út i sveit um skeiö og vann i nokkrar vikur austur á Rangár- völlum, hjá búnaöarfélaginu þar, en hélt siöan til Reykjavikur aftur og stundaöi verkamannavinnu. En snemma árs 1943 sótti ég um starf lögreglumanns i Reykjavik og fékk þaö. Eg var i fimmtán ár lögreglumaður I Reykjavik, en frá 1958 hef ég veriö I Kópavogi. öræfin heilla — En hvenær byrjaöir þú að stunda ferðalög og útiveru skipu- lega? — Þótt undarlegt kunni að virðast, þá leiö langur timi þang- að til ég tók mér þaö fyrir hend- ur, eftir að ég fluttist „á mölina”, svo mikill útiverumaður, sem ég haföi þó löngum veriö. Um langt árabil geröi ég naumast annað en aö vinna og vinna, eignast hús og heimili og gerast sæmilega bjarg- álna. I þaö fór allt verk mitt og vit, árum saman. Þaö var ekki fyrr en árið 1965, aö ég tók aö leggja stund á ferðalög mér til skemmtunar. Það ár, 1965, stakk góöur vinur minn, Pétur Guðmundsson upp á þvi að safna saman tuttugu til þrjátiu mönnum, sem heföú á- huga á ferðalögum, i þvi skyni aö hópurinn legöi leið sina noröur i land, og aö sjálfsögöu óbyggðir, en ekki þjóöveginn. Undirtektir urðu svo glæsilegar aö fyrr en varöi voru fimmtiu nöfn komin á listann hjá Pétri. Viö fylltum tvo bila, auk farangursbiís, og svo var ekið norður. Fariö var norður hjá Tungnafellsjökli og Vatna- jökli, meðfram Ódáðahrauni og i Herðubreiðarlindir, en þaðan norður i Hólmatungur. Þarna opnaðist mér nýr heim- ur, á þessar slóöir hafði ég aldrei komiö áður. Þegar viö komum i Vonarskarö og virtum fyrir okkur útsýnið þaðan, varö mér aö orði, aö nú væri ég búinn aö fá fyrir fargjaldinu, það skipti ekki máli, hvernig viöraöi úr þessu, feröin heföi borgaö sig nú þegar, hvern- ig sem afgangurinn yrði. En sem beturfór, þá hélzt veðurblföan, og allt noröur Hólmatungur var hver dagurinn öörum dýrlegri. Siöustu nóttina okkar i Hólmatungum geröi aö visu slagveöursrigning, og þá kom i ljós, að fyrirhyggja okkar haföi ekki veriö meiri en svo, að viö höföum tjaldaö á sléttu, svo nú rann undir tjöldin hjá okkur. Nú þá var ekki um annab aö ræöa en aö rifa upp tjöldin I flýti, hrúguðum þeim ein- hvern veginn saman og fórum inn á Akureyri, þar sem viö fengum aö þurrka hafturtask okkar I fisk- þurrkunarhúsi, en sjálf fengum viö aö liggja i samkomuhúsi um nóttina. — Hvað voruö þiö svo lengi i þessari ferö? — Viö vorum i tiu daga. Við höföum bækistöö á Akureyri i einn dag á meöan við fórum norö- ur i Svarfaðardal, en ókum aö þvi búnu vestur I Húnavatnssýslu og þaban sem leið liggur suöur Kjöl. Þessi fyrsta öræfaferö min varð mér sérlega ánægjuleg og minnisstæö. Hún skildi eftir margar kærar minningar, og mig langar til þess að halda áfram á sömu braut. I Lónsöræfum — Þú hlýtur þá aö eiga fleiri feröasögur i pokahorninu? — Já, eitthvaö ætti vist ab vera til, þótt ég viti reyndar ekki hversu gráöugir lesendur okkar eru i slikt efni. Sú fylking, sem ók noröur Gæsavatnaleiö sumariö 1965, þynntist aö visu fljótt, en kjarninn úr hópnum (eöa eigum viö kannski heldur að segja þeir sem voru haldnir mestri ástriöu til ferðalaga?) héldu þó saman, og sá hópur fór i tiu langferöir á tiu sumrum, eina ferö hvert ár. Einn þeirra, sem aldrei losnaði við bakteriuna, var ég, og mér er nær aö halda aö ég muni sæmilega vel allar feröirnar, sem viö fórum, þessi tiu ár. Viö vorum alltaf einstaklega veöurheppin, og þess vegna voru feröirnar ef til vill ekki eins sögu- legar og annars heföi getað oröiö. Bilstjórinn, sem oftast ók i þess-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.