Tíminn - 17.06.1977, Blaðsíða 13
Föstudagur 17. júni 1977
;tí liiinii1.1
13
Útgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn-
arfulltrúi: Jón Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrlmur
Gislason. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu við Lindar-
götu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aðalstræti 7, simi
26500 —afgreiðslusimi 12323 —auglýsingasimi 19523. Verð
I iausasölu kr. 70.00. Askriftargjaid kr. 1.300.00 á mánuði.
Blaðaprent h.f.
Hvarvetna biða
verkefnin
Á þjóðhátiðardegi er jafnan ástæða til að
staldra við og láta dægurmáladeilur liggja kyrr-
ar um stund. Lýðræðisleg stjórnskipan gerir ráð
fyrir innbyrðis deilum og viðurkennir mismun-
andi hagsmuni. Lýðræðisþjóðfélagið er i sifelldri
mótun og undirorpið stöðugum umdeildum til-
raunum. Hins vegar er þvi ekki að leyna að á
stundum er eins og það gefi deiluefnunum óhæfi-
lega mikið rúm, svo að hinn sameiginlegi arfur
og hin sameiginlegu framtiðarmarkmið vilja
fallai skuggann. Þjóðhátiðardagurinn er ekki að-
eins hátið og skemmtun, heldur er hann jafn-
framt áminning um að gleyma ekki þeirri undir-
stöðu, þeim rótum sem allt þjóðlif i landinu
sprettur af. Og hann er hvatning til að huga að
þeim sameiginlega lifsanda sem gróandi þjóðlif
framtiðar mun nærast af.
Það sem flestum er efst i hug i dag er sú þjóð-
hátiðargjöf að nú virðast almennir kjarasamn-
ingar loks i sjónmáli. Meginniðurstöður hafa þeg-
ar fengizt, og verður þvi ekki trúað að óreyndu að
sérkröfur einstakra félaga, sem enn eru óleystar,
geti orðið til þess að hindra lausn mála nú á næstu
dögum.
Það er margt sem læra má af þeim samninga-
viðræðum, sem átt hafa sér stað að undan förnu
—og af þeim samningum sem nú eru i vændum. í
fyrsta lagi er ljóst að það er unnt að ná fram
kjarabótum án mikilla langvarandi vinnustöðv-
ana. Það er i öðru lagi unnt með sameiginlegu
átaki að bæta aðstöðu þeirra sem minnst mega
sin i þjóðfélaginu, og i þriðja lagi er unnt að
standa vörð um vinnufrið og framleiðslu i þjóð-
félaginu til langframa og styrkja þannig þá
undirstöðu sem lifskjörin hvila á. Þetta eru
mikilvægir lærdómar, sem ekki er að efa að
launamenn munu hafa hugfasta, enda eiga þeir
mestra hagsmuna að gæta.
Atburðarásin að undanförnu sýnir einnig hve
mikils virði það er að einhverjir aðilar séu fyrir
hendi, sem megna að höggva á hnútinn þegar
samningaþófið virðist komið i sjálfheldu. Að
sönnu vildu sumir nota kjaramálin til þess að
valda upplausn i þjóðfélaginu og ná með þvi póli-
tiskum markmiðum. Þessar tilraunir mistókust.
Samningaþófið sýndi greinilega, að frumkvæðið
til lausnar verður að koma frá öðrum aðiljum en
þeim flokkspólitisku öflum, sem hafa hreiðrað
um sig og vilja láta hagsmuni alþýðunnar lúta
sinum vilja.
Enda þótt hjá þvi verði ekki komizt að væntan-
legir samningar hafi sin áhrif á verðbólguþróun-
ina, er það mikilvægur sigur fyrir alla þjóðina að
vinnufriður verði tryggður i landinu til ársloka
1978. Staða rikisstjórnarinnar hefur styrkzt mjög
við þá niðurstöðu sem virðist á næsta leiti, enda
hefur frumkvæði hennar með skipun sáttanefnd-
ar visað veginn. Og reyndar getur verkalýðs-
hreyfingin einnig eflzt, ef hún ber gæfu til að
draga réttar ályktanir af þeim atburðum sem
hafa átt sér stað.
Það sem mestu skiptir er auðvitað það, að þjóð-
in öll stendur sameinaðari og styrkari ef samn-
ingar takast nú á næstu dögum og komizt verður
hjá frekari stéttaátökum. Hvarvetna biða verk-
efnin vinnufúsra handa til þess að halda óhikandi
áfram framsókn islenzku þjóðarinnar.
Fólksfj ölgunarvanda-
málið er leysanlegt
t»ví veldur aukinn skilningur
A UNDANFÖRNUM árum
hefur aukizt mjög áhugi ráða-
manna svo og annars fólks á
vandamáli mannfjölgunarinn-
ar. Það eru ekki mörg ár sið-
an, að menn héldu að litið
sem ekkert væri hægt að gera
til að sporna við mannfjölgun-
inni, en þess i stað voru ein-
ungis birtar tölur um hina ó-
trúlegu mannfjölgun sem
framundan væri. I dag eru
menn þó ekki eins svartsýnir,
enda margt komið upp, sem
bendir til að þróunin verði
ekki eins og búizt hafði verið
við. Fræði þau sem fjalla um
mannfjölgunarmál hafa þró-
azt og sem dæmi um það má
nefna, að margir erlendir há-
skólar bjóða nemendum sin-
um upp á valfög eins og t.d.
tölfræðilegar mannfjölgunar-
rannsóknir. Slikar rannsóknir
hafa I fyrsta lagi gert mönnum
kleift að skilja mun betur
hegðun mannfjölgunar I hin-
um ýmsu þjóðfélögum, en
einnig er nú orðið hægt að
koma fram með einhverjar
raunhæfar úrbætur til að
draga úr mannfjölguninni.
ÞAÐ ER SAGT að þjóðfélög
fari gegnum þrjú aðskilin stig
i þróunarsögu sinni með tilliti
til fólksfjölgunar. I fyrsta lagi
áður en iðnvæðingin kom til
sögunnar, þá voru fæðingar
örar og svo voru einnig dauðs-
föll, þannig að heildarfólks-
fjölgunin var litil. Stundum
fjölgaði og stundum fækkaði.
En með iðnbyltingunni gekk i
garð annað stigið, og það var
þegar öll heilsugæzla stór-
batnaði og dauðsföll urðu hlut-
fallslega færri en áður. Þar
sem fæðingarhlutfallið hélt á-
fram að vera hátt, þá fjölgaði
þegnum slikra þjóðfélaga
ört. Þriðja stigið er svo tiltölu-
lega nýkomið til sögunnar, og
er hér átt við það ástand sem
rikir víðsvegar i hinum vest-
ræna heimi, svo sem i Sviþjóð
og i Bretlandi, en þar er ekki
einungis lágt dauðsfall heldur
einnig fáar fæðingar og jafn-
vel svo að þessum þjóðum hef-
ur raunverulega fækkað á
undanförnum árum.
EF ÞAÐ ER miðað við þessa
skiptingu, þá má segja að
vandamálið sé hve fáar þjóðir
tilheyri siðasta hópnum, en
miðað við þau riki, sem eru i
honum I dag, þá tekur það um
150 ár að komast i gegnum
annað stigið. Flest þróunar-
landanna eru sögð vera á öðru
stiginu, sem þýðir i raun að
fólksfjölgunin hægir ekki á sér
eða stöðvast fyrr en um 16
þúsund milljónir búa á jarð-
kringlu okkar — f jórum sinn-
um meir en i dag.
Hvernig á þá að flýta þess-
ari þróun er þvi greinilega
grundvallarspurning. Vitan-
lega er hér um að ræða allvið-
kvæmt stjórnmálalegt vanda-
mál, og það bæði i þróunar-
rikjunumog þróuðu rikjunum.
Hlutverk hinna siðarnefndu
rikja hlýtur og ætti að felast i
viðtækri efnahagsaðstoð við
fyrrnefnda rikjahópinn. Þar
hefur þó orðið allmikill mis-
brestur á, þvi svo virðist sem
hinir vanþróuðu séu i raun
þeir sem styrkja — en ekki öf-
ugt. Til að mynda fer gifurlegt
fjármagn til hinna riku iðn-
velda Vesturlanda fyrir kaup
á vígvélum og drápstækjum.
Þá og þykir mörgum vestræn-
um auðhringum gott að fjár-
festa i hinum „viðráðanlegri”
þróunarlöndum. Sennilega er
þó skilningur ráðamanna á
Vesturlöndum að aukast, svo
og vilji til að aðstoða þróunar-
löndin.
Hlutverk rikisstjórna hinna
vanþróuðu rikja er bæði erfitt
og viðkvæmt. Andstaða gegn
ófrjósemisaðgerðum hefur
færzt i aukana eftir að upp
komst um hrakfarir þeirrar
aðgerðar á Indlandi, en sem
betur fer er ófrjósemisaðgerð-
in ekki eina úræðið.
Með langtimasjónarmið i
huga eru umbætur i mennta-
málum liklegastar til að gefa
af sér árangur og þá sérstak-
lega ef möguleikar kvenkyns-
ins til að mennta sig eru aukn-
ir. Skólaganga stúlkna veldur
þvi að þær gifta sig seinna,
þær komast út úr þvi hefð-
bundna andrúmslofti, að hlut-
verk þeirra sé að þvo upp og
ala börn, og þær fá skilning á
nauðsyn fjölskylduáætlana.
Reynslan hefur sýnt, að fæð-
ingarhlutfall stórlækkar meö
minnkandi barnadauða, þvi
löngun fjölda fjölskyldna i
vanþróuðu rikjunum byggist
oft á þvi að þær vilja eignast
heilbrigð börn, sem seinna
geti haldið uppi öldruðum for
eldrum sinum. Viðtæk heil-
brigðishjálp við ungbörn hefur
þó á einhvern hátt farizt fyrir.
Veigamikið atriði er svo að
breyta stöðu konunnar i þjóð-
félaginu, og það gæti flestar
rikisstjórnir gert án mikils
erfiðis. Viðast hvar i þróunar-
löndunum kemur konan alltaf
siðast — á eftir bæöi karl-
mönnunum og börnunum. Þær
vinna lengstan vinnudaginn og
fá siðasta bitann. Vinnuþjak-
aðar mæður fæða heilsulitil
börn og hafa litinn tima til að
sinna þeim i ungdómisem sið-
ar. Yrði stöðu konunnar i þjóð-
félaginu breytt i átt til jafn-
ræðis við karlmanninn, þá er
vist að margt myndi færast i
átt til betri vegar. Þátttaka
þeirra í atvinnulifi utan heim-
ilis hefur að minnsta kosti
tvenns konar afleiðingar. Þær
eignast færri börn og þær
verða mikilvægari afl i þjóðfé-
laginu, þ.e. þeirra yrði meir
þarfnazt. 1 dag vill fjölskyld-
an, að móðirin fæði frekar son
en dóttur. Fæðist stúlka, þá
þýðir það að önnur fæðing
verður að fylgja i kjölfarið i
þeirri von að það verði dreng-
ur. Með breyttri stöðu konunn-
ar þá féllu slikar röksemdir
um sjálfar sig.
VANDAMAL fólksfjölgunar-
innar er ekki eins geigvænlegt
i dag og það varfyrir nokkrum
árum, en þó ekki vegna þess
að það sé ekki enn fyrir hendi,
heldur vegna þess að menn
hafa öðlazt mun meiri og betri
skilning á vandamálinu en áö-
ur. Lausn þess verður þó ekki
fengin nema með viðtækri aö-
stoð hinna auðugri rikja, sem
aftur á móti fæst sennilega
aldrei á raunhæfum grund-
velli fyrr en mönnum hefur
skilizt, að þeir eru ekki ein-
ungis að hjálpa Ibúum vanþró-
uðu landanna heldur einnig
sjálfum sér.
MÓL tók saman