Tíminn - 17.06.1977, Blaðsíða 17

Tíminn - 17.06.1977, Blaðsíða 17
Föstudagur 17. júni 1977 17 14.00 óskastund þjdöarinnar. Þáttur, sem Silja Aöal- steinsdóttir sér um. 15.00 islenzk tónlist.a. ,,Sam- stæöur”, kammerdjazz eftir Gunnar Reyni Sveinsson, Jósef Magnússon, Gunnar Ormslev, örn Ármannsson, Reynir Sigurösson, Jón Sig- urösson og Guömundur Steingrlmsson leika. b. Lög eftir Sigfús Halldórsson og Oddgeir Kristjánsson. Sin- fóniuhljómsveit íslands leikur, Páll P. Pálsson stjórnar. 16.00 Fréttir. 16.15 Veöur- fregnir. 16.25 Barnatimi: Guöbjörg Þórisdóttir og Arni Biandon stjórna.Hvernig liöur börn- unum og Búkollu á vorin? Flutt ýmislegt efni um vor- iö. Einnig syngur telpnakór Breiöageröisskóla. Stjórn- andi: Þorvaldur Björnsson. 17.15 Sagnameistari I Mýrdal. Dagskrá um Eyjólf Guö- mundsson á Hvoli, tekin saman af Jóni R. Hjálmars- syni. Lesarar meö Jóni: Albert Jóhannsson og Þórö- ur Tómasson. — Áöur útv. 1971. 18.00 Stundarkorn meö Birni Ólafssyni fiöluleikara. Til- kynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Á Bessastööum. Guöjón Friöriksson blaöamaöur gengur um staöinn meö Sig- uröi Thoroddsen verkfræö- ingi. 20.00 Sinfónluhljómsveit ls- lands leikur I útvarpssal Serenööu fyrir strengi I C-dýr op. 48 eftir Tsjaikov- ský. Stjórnandi: Geörgy Pauk. 20.30 Astandskrafan. Þanka- brot um atvinnumál I umsjá Eggerts Jónssonar hag- fræöings. 21.30 Frá afmælistónleikum Skólahljómsveitar Kópa- vogsi Háskólabiói i marz sl. Stjórnandi: Björn Guöjóns- son. Kynnir: Jón Múli Arna- son. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. þ.á.m. leikur hljómsveit ólafs Gauks I hálfa klukku- stund. (23.55 Fréttir) 01.00 Dagskrárlok. sjónvarp 20.00 Fréttir, veöur og dag- skrárkynning. 20.20 Þjóöhátföarávarp for- sætisrá öherra , Geirs Hallgrlmssonar. 20.30 Heimsókn til Hafnar um lokin. A þessu vori eru liöin 80 ár frá þvi aö fyrsta ibúöarhúsiö var reist á Höfn I Hornafiröi og Papósversl- un var flutt þangaö. Nú eru ibúar þar hátt á þrettánda hundrað, og mikil gróska er I atvinnullfi. Sjónvarps- menn heimsóttu Höfn um vertlöarlokin I vor. Umsjón Magnús Bjarnfreösson. Kvikmyndun Sigurliöi Guðmundsson. Hljóö Jón Arason, Klipping Isidór Hermannsson. 21.15 Maöur og kona Alþýðu- sjónleikur, saminn af Emil Thoroddsen og Indriöa Waage eftir skáldsögu Jóns Thoroddsens. Leikritið er hér nokkuö stytt. Leikstjóri og sögumaður Jón Sigur- björnsson. Leikendur: Brynjólfur Jóhannesson, Inga Þóröardóttir, Sigrlöur Hagalín, Valgeröur Dan, Þorsteinn Gunnarsson, Valdimar Helgason, Stein- dór Hjörleifsson, Kjartan Ragnarsson, Borgar Garö- arsson Jón Aöils, Margrét Magnúsdóttir, Guömundur Erlendsson og Guömundur Magnússon. Slöast á dag- skrá 19. aprfl 1970. 22.45 Dagskrárlok. framhaldssagan framhaldssagan framhaldssagan framhaldssagan Frú Harris fer til Parísar @ eftir PaaTGallico Hún sá aftur fyrir sér hina skilningsríku og kvenlegu f rú Colbert, með dökka, vel snyrta hárið og fallegu húð- ina og Natösju hina fögru, sem alltaf hló, ásamt Fauvel, alvarlegum og hugsandi á svip, sem hafði á einum degi breytzt úr reiknivél í mann og elskhuga. Fleiri myndir komu fram í hugann. Andartak sá hún hrukkuð enni saumakvennanna og einbeitingarsvip þeirra, þegar þær lágu á hnjánum við fætur henni með f ullan munninn af títuprjónum. Hún fann næstum þykkt, gráttgólfteppið undir fótum sínum og andaði að sér sæt- um, notalegum ilminum, sem lá í loftinu í Dior-bygging- unni. Aftur heyrði hún háværar raddir meðan verið var að sýna fötin í salnum og þangað var hún nú aftur komin með tárvot augun og horfði á hverja sýningardömuna á fætur annarri í fegurstu kjólum, drögtum og loðfeldum koma trítlandi, liðandi eða stikandi inn á sviðið — þrjú skref og snúningur — þrjú skref aftur og snúa við — og síðan var minkasláið eða dökka silkikápan tekin af og látin dragast yf ir teppið — kastað til höf ðinu og snúið við aftur, áður en sú næsta kom inn. Þaðan var ekki langt i mátunarherbergið, sem var eins og býkúpa, heimur kvenna með andrúmslofti, sem var dásamlegt sambland af silkiskrjáfi, ilmvatni af öllum tegundum og ráðagerðum saumakvennanna í lágum hljóðum, rétt eins og býflugnasuð. Oðru hverju heyrðist hlegið bak við tjöldin í klefunum. Síðan sat hún í sólskininu undir fagurbláum himni, á bekk á blómatorginu, umlukin tízkuframleiðslu sjálfrar náttúrunnar, blómum í dæmalausum litum og við hlið hennar sat virðulegur roskinn aðalsmaður, sem hafði skilið hana og komið f ram við hana eins og jaf ningja. En fólkið, sem hún hafði kynnzt, vék ekki úr huga hennar og hún minntist svipsins á andlitum Natösju og Andrés, þegar þau föðmuðu hana að sér kvöldið góða i „Pré-Catalan” og henni fannst hún aftur finna hlýtt faðmlag frú Colbert, þegar hún kyssti hana í kveðju- skyni og sagði: — Þér haf ið sannarlega fært mér gæf u.... Frú Harris einbeitti hugsunum sínum að f rú Colbert og minntist þess, hvernig þessi franska kona hafði brotið reglur til að hjálpa henni til að láta ósk sína rætast, þessa heimskulegu ósk um að eignast Dior-kjól. Ef hún hefði ekki hjálpað henni, hefði kjóllinn aldrei komizt alla leið heim. Og frú Harris hugsaði með sér, að ef vill væri hægt að gera við ,,f reistinguna". Það yrði nóg að skrifa frú Colbert, sem siðan mundi senda eina perlusaumaða ræmu til baka. Dugleg saumakona gæti sett hana á sinn stað á kjólnum, svo hann yrði jaf n góður og nýr. Og þó, yrði hann nokkurn tíma sá sami? Þessi skyndilega spurning hafði undarleg áhrif á frú Harris. Hun stöðvaði táraf lóðið og reisti hana á fætur og þegar hún leit í kring um sig í blómaha-f inu, kom svarið til hennar rétt eins og opinberun. Nei, hann yrði það ekki. Hann yrði aldrei samur. En hún vildi það heldur ekki sjálf. Það hafði nefnilega ekki endilega verið kjóllinn, sem hún hafði keypt, heldur reynslan og ævintýrið, sem hún átti til æviloka. Henni fyndist hún aldrei framar ein- mana og óþörf. Hún hafði árætt að fara til ókunnugs lands og hitt f ólk, sem henni haf ði verið sagt að væri lítil- mótlegt og óheiðarlegt. I Ijós hafði komið, að þetta var hlýtt og manneskjulegt fólk, konur og karlar og ástin og skilningurinn var driffjöður lífs þess. Þau höfðu látið hana f inna, að þeim þótti vænt um hana hennar sjálfrar vegna. Frú Harris opnaði töskuna og tók ,,f reistinguna" upp. Hún snerti aftur við skemmdunum og sá, að auðvelt var aðfella þar inn nýtt stykki og gera við. En hún vildi ekki láta gera það. Hún vildi eiga hann eins og hann var, ósnertan af öðrum höndum en þeim, sem höfðu f lýtt sér svo mjög með hvert nálspor aðeins af samúð og skiiningi á hjarta annarrar konu. Frú Harris þrýsti kjólnum að innföllnu brjósti sínu, rétt eins og hann væri lifandi, mannleg vera. Tárin streymdu aftur úr litlu, vökulu augunum og niður hrukk- óttu eplakinnarnar, en það voru ekki lengur sorgartár. Hún stóð þarna og vaggaði sér f ram og aftur með kjól- inn í fanginu og með.honum faðmaði hún þau öll, f rú Col- bert, Natösju og Andre, allar saumakonurnar, gamla aðalsmanninnog borgina þeirra, sem hafði fært henni o- metanlegar minningar um skilning, vináttu oq mann- legt eðli. Endir. „Dökku skýin eru þau sem eru full og eru aö koma, þau ljósu eru tóm og eru aö fara.” DENNI DÆMALAUSI JBSpíl BiLA- parta. SALAN auglýsir Nýkomnir varahlutir í: Peugeot 404 '66 Fíat 125 '71 Fíat 124 '67 Moskvitch 72 Ford Falcon '63 Taunus 17 m '66 Landrover '66 disel BÍLAPARTASALAN Höfðatúni 10 — Sími 1-13-97 Auglýsið í Tímanum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.