Tíminn - 17.06.1977, Blaðsíða 19

Tíminn - 17.06.1977, Blaðsíða 19
Föstudagur 17. júní 1977 19 Aðalfundur Skógræktarfélagsins: Viðaukaskipulagskrá fyrir landgræðslusjóð Aðalfundur Skógræktarfélags islands var haldinn dagana 10.- 12. júní á Laugarvatni. Megin- verkefni fundarins var að þessu sinni að ganga endaniega frá reglum um það, hvernig verja skuli vindlingafé Landræðslu- sjóðs, sem ætlað er til skógrækt- ar og til hvaða verkefna, og samþykkti fundurinn samhljóða reglur um það. Fundurinn hófst kl. 10 á föstu- dagsmorgun, og voru þá lang- flestir fulltrúar komnir til fundar, en þetta var fjölmenn- asti aðalfundur félagsins til þessa og sóttu hann milli 60-70 fulltrúar auk margra gesta. Jónas Jónsson ritstjóri, for- maður félagsins, flutti setn- ingarræðu og minntist sérstak- lega hins mikla starfs Hákonar Bjarnasonar skógræktarstjóra fyrir félagið og i þágu skóg- ræktarinnar allrar. Hann skýrði einnig frá þeirri tillögu að kjósa þau hjónin Hákon og Guðrúnu Bjarnason heiðursfélaga, og samþykkti fundurinn það ein- róma og hyllti þau hjónin. Fundurinn samþykkti einnig að tillögú stjórnarinnar að gera Hans Berg, héraðsskógræktar- stjóra i örsta á Mæri, heiðurs- félaga, en hjá honum hafa margir Islendingar dvalizt við skógræktarstörf. Þá minntist Jónas i ræðu sinni Klemensar Kristjánssonar, tilraunastjóra, sem er nýlátinn, en hann var áhugasamur skógræktarmaður og oft fulltrúi á fundum félags- ins. Halldór E. Sigurðsson, land- búnaðarráðherra flutti ávarp á fundinum og ræddi fyrst hin mikilvægu störf Hákonar Bjarnasonar að islenzkri skóg- rækt. Siðan ræddi hann skóg- ræktarmál og vék m.a. að hug- myndum um það að flytja aðal- stöðvarSkógræktar rikisins Ut á land,ensagði að ákvarðanirum það yrðu ekki teknar nema i samráði við hinn nýja skóg- ræktarstjóra. Haukur Ragnarsson til raunastjóri flutti erindi á fund- inumumúttekt á gróðursetning- um, og Grétar Unnsteinsson skólastjóri Garðyrkjuskóla rikisins annað um námstilhögun i skrúðgarðayrkju og tengsl trjáræktar og skógræktar Snorri Sigurðsson fram- kvæmdastjóri félagsins ilutti skýrslu um starfsemi félagsins og deilda þess, og hafði plöntun verið allmikil á vegum þeirra á liðnu ári, eða um 350 þús. Á laugardag fóru fundarmenn i boði Skógræktar rikisins og Skógræktarfélags Árnessýslu inn iÞjórsárdal og skoðuðu hina myndarlegu skógrækt þar. Þar er nú stærsti samfelldi sitka- greniskógur á landinu i upp- vexti. Þar þáðu fundarmenn hressingu i boði Skógræktar- félags Arnesinga. A laugardagskvöldið sátu fundarmenn boð sýslunefndar Arnessýslu og Skógræktarfélags Amesinga, og stjórnaði Páll Lýðsson sýslu- nefndarmaður þvi i fjarveru oddvita sýslunefndar. A eftir var kvöldvaka með ýmsu skemmtiefni, sem Árnesingar sáu um. Umræður og afgreiðsla mála fór fram alla fundardagana. Tillögu um að andmæla fram komnum hugmyndum um flutn- ing aðalstöðva Skógræktar rikisins var visað til stjórnar félagsins. Samþykkt var álykt- un um verndun gróðurmoldar og stjórn félagsins falið að vinna að þvi, að ákvæði yrðu sett i lög um það efni. Ýmsar aðrar ályktanir voru gerðar um félags- og skógræktarmál. Aðalmál fundarins var þó setning viðaukaskipulagsskrár fyrir landgræðslusjóð, að þvi er varðar vindlingafé hans, er ganga skal til skógræktar. Voru reglur um það hvernig fé þessu á að verja samþykktar ein- róma. Samkvæmt þeim á að verja þvi i ákveðnum hlutföllum til friðunar lands, girðinga vegna skógræktar og land- græðslu, svo og til plöntukaupa og ýmissa annarra skógræktar- verkefna á vegum skógræktar- félaga. Einnig til fræöflunar og styrktar við uppeldi trjáplantna. Þá má einnig lána skógræktarfélögum og ein- staklingum á vegum þeirra, eða Skógrækt rikisins og Land- græðslu rikisins, af þessu fé til kaupa á skóglendum eða landi til skógræktar. 1 sjórn félagsins voru endur- kjörnir Oddur Andrésson og Kristinn Skæringsson, en fyTir eru i' stjórninni Jónas Jónsson, formaður, ólafur Vilhjálmsson og Bjarni Helgason. Einnig voru endurkjörnir i varastjórn Þór- arinn Þórarinsson frá Eiðum og Sigurður Helgason, lögfræðing- ur, en fyrir eru i varastjórn Hulda Valtýsdóttir, Brynjar Skarphéðinsson og Andrés Kristjánsson. Sérstakurgestur þessa fundar var Norðmaðurinn Hans Vik fyrrum stjórnarmaður i Norska skógræktarfélaginu, og ávarp- aði hann fundinn bæði við setn- ingu og i fundarlok. Jónas Jóns- son, formaður félagsins, sleit siðan fundinum með ræðu um hádegisbil á sunnudag. í Brúðuvagnar og kerrur Póstsendum VAGNAR KR. 10.900 OG KR. 7.900 KERRUR KR. 2.300 OG KR. 4.700 Leikfangahúsið Skólavörðustíg 10, sími 14806 Auglýsicf ITimaniun Þjónustumiðstöð KASK SKAFTAFELLI j Bændur — Athugið ASETONA Með notkun Asetona hafið þið vopn i höndum til þess að fyrirbyggja súrdoða. Gefið Asetbna i 6 til 8 vikur 1/2 kg á dag, 2 vikur fyrir og,6 til 8 vikur eftir burð. Fyrirliggjandi hjá: Kaupfélögin UM ALLTLAND INNFLUTNINGSDEILD Samband isl. samvinnufélaga í versluninni: Allar nauðsynlegar matvörur, búsáhöld og vefnaðarvara miðuð við þarfir ferðamanna. C í veitingastofunni: Heitur matur og grillréttir. Opið alla daga. Þjónustumiöstöö Kaupfélag Austur-Skaftfellinga Þjóögarðinum SKAFTAFELLI á treverk í sér inn í viðinn og ver^hann rotnun og fúa. ) S/ippfé/agið íReykjavíkhf Málningarverksmiöjan Dugguvogi Símar33433og33474 SNOGH0J Nordisk folkehojskole ved Lillebæltsbroen - ogsa elever fra de andre nordiske lande. 6 mdr. fra nov. 4 mdr. fra jan. Send bud efter skoleplan. DK-7000 Fredericia tlf. 05-94 22 1 9 Jacob Krogholt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.