Tíminn - 23.06.1977, Síða 11
Fimmtudagur 23. júnl 1977
11
Útgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn-
arfulltrúi: Jón Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur
Gíslason. Ritstjórnarskrifstofur í Edduhúsinu við Lindar-
götu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur f Aðalstræti 7, sfmi
26500 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsingasfmi 19523. Verö
f lausasölu kr. 70.00. Áskriftargjald kr. 1.300.00 á mánuði.
Blaðaprent h.f.
Samningum lokið
Loks er lokið gerð almennra kjarasamninga og
þeirri óvissu af þjóðinni létt sem fylgdi samn-
ingaþófinu. Loks getur atvinnulifið gengið
óhindrað og þjóðin tekizt á við þau verkefni sem
biða hvarvetna. Og nú er einnig timi til þess að
lita um öxl og draga ályktanir af þvi sem fram
hefur farið við samningaborðið.
Það er ljóst að afstaða rikisstjórnarinnar frá
upphafi samningagerðarinnar hefur skipt
sköpum um það að unnt varð að ná samningum
án langvarandi vinnustöðvana og meiri háttar
röskunar á þjóðarhag. Vitanlega gat rikisstjórnin
ekki lagt fram sinn skerf i einstökum atriðum
fyrr en ljóst var hver yrði niðurstaða frjálsra
kjarasamninga, enda hefur rikisstjórnin tekið til-
lit til óska samningsaðiljanna.
Aðalatriði þess skerfs sem rikisstjórnin hefur
lagt fram til að greiða fyrir lausn eru þau að
skattar verða lækkaðir með nýju skattþrepi,
framlög verða aukin til félagslegra ibúðabygg-
inga, hollustuhættir og öryggi á vinnustöðvum
verður bætt, umbætur verða gerðar á sviði lif-
eyris- og tryggingamála og niðurgreiðslur verða
auknar á nokkrum lifsnauðsynjavörum. Þessar
aðgerðir munu koma öllum til góða, en ekki sizt
þeim sem lægstar tekjur hafa og er það i sam-
ræmi við yfirlýsta stefnu i kjaramálum.
Reyndar höfðu stjórnvöld visað veginn til
lausnar vandanum fyrir meira en mánuði. Samn-
ingakarpið var allt of langdregið eftir að allir
höfðu gert sér ljóst i reynd hver niðurstaðan yrði i
aðalatriðum. Forystumenn samningsaðiljanna
geta ekki leitt hjá sér þá staðreynd að allur al-
menningur fylgdist með þófinu, furðu lostinn yfir
þvi hve lengi menn skiptust á innihaldslitlum
yfirlýsingum og ógnunum. Launþegar hafa að
vonum litla þolinmæði til að horfa upp á hina
einkennilegu helgisiðu sem forystuliðið hefur
tamið sér þegar kjarasamningar standa yfir.
Einkum veldur það þó vonbrigðum að enn einu
sinni tókst iðngildunum að halda sérkröfumálum
sinum óleystum þangað til búið var að semja um
málefni hinna lægst launuðu, og sýnir það að enn
hefur heildarsamtökin brostið styrk til að knýja
þá sem betur mega til fullrar samstöðu.
Hinum nýgerðu kjarasamningum fylgja eins og
jafnan mörg viðfangsefni og vandamál. Megin-
vandinn nú sem endrarnær er sú óvissa sem fram
undan er um þróun þjóðartekna og viðskipta-
kjara. Þennan vanda verða menn að horfast i
augu við ofstækislaust og reynast menn til að
mæta honum ef til sliks kemur. Þjóðin verður svo
bezt undir það búin að leysa hugsanleg vandamál
á þessu sviði að i landinu sé vinnufriður og öflug
framleiðsla, og að hagsmunir þeirra lægst laun-
uðu verði látnir ganga fyrir.
Meginályktanirnar sem launþegar munu draga
af þessum samningum eru þó þær að annars
vegar náðust fram kjarabætur án þess að at-
vinnulifið yrði lamað af verkföllum um lengri
tima, og hins vegar að yfirlýsing Ólafs Jóhannes-
sonar viðskiptaráðherra og formanns Framsókn-
arflokksins um launajöfnunarstefnuna markaði
kjarasamningunum þá braut sem leiddi til
lausnar. Með samstöðu sinni með láglauna-
fólkinu tók ólafur Jóhannesson af skarið og lagði
þegar i upphafi fram þann skerf sem mestu skipti
i kjaramálunum.
JS
Forseta Súdans
vel tekið í Kína
Afstaða Nimeiris jafnar
valdahlutföllin í Afríku
UM ÞESSAR mundir er rétt
ár liöið frá þvi aö Nimeiri, for-
seta Súdans, tókst að bæla
niöur byltingartilraun i landi
sinu eftir harða bardaga I
höfuðborginni Khartoum. Sá
atburður leiddi af sér nokkuö
mikilvægar breytingar, sem
vert er að taka eftir, þvi
Nimeiri grunaði Sovétmenn
um að standa að baki
uppreisnarinnar og hefur
hann siðan hallazt meir á sveif
með Kinverjum. Það kom lika
vel i ljós i siðustu viku að Kin-
verjar hafa tekiö forseta þessa
stærsta rikis Afriku opnum
örmum, en þar hefur hann
verið i opinberri heimsókn. í
Peking var Nimeiri lofaður
fyrir framgöngu sina I
baráttunni gegn heimsvalda-
stefnu Sovétrfkjanna og það
með svo sterkum orðum, að
sovézkir sendiráðsstarfsmenn
neituðu að taka þátt i veizlum
þeim, sem voru haldnar
Nimeiri til heiðurs.
ÞAÐ SEM einkennir
súdanska þjóðfélagið öðru
fremur er sá gifurlegi mis-
munur sem rikir milli Ibúa
Norður-Súdans — arabisku-
mælandi múhameðstrúar-
menn — og svo Suður-Súdana
hins vegar, sem eru svartir,
frumstæöari og fámennari
(um þriöjungur Ibúafjöldans).
Þeir siðastnefndu hafa alla tið
verið bitrir og á verði gagn-
vart norðanmönnum eöa allt
frá þvi upp úr aldamótunum
1800 þegar þrælataka og verzl-
un var oröin aröbær viðskipta-
grein. Sögur frá þeim árum
lifa enn I minni manna I Suöur-
Súdan og það hefur ætiö verið
eitt af höfuðviöfangsefnum
stjórnenda Súdans að leysa —
eða reyna aö leysa — þetta
viðkvæma vandamál.
Súdan var breskt „verndar-
stæði” frá 1899 og allt til 1.
janúar 1956, en þá fékk landið
formlega sjálfstæði. Siöan
hefur þjóðin veriö þjökuð af
byltingum og jafnframt
brauzt út fullt borgarastrið i
suöurhlutanum, þótt minna
hafi reyndar farið fyrir þvi en
t.d. borgarastyrjöldinni i
Nigeriu.
Hvorki herforingjunum né
borgaralegu stjórnmála-
mönnunum tókst aö finna
neina lausn á vandamálum
kynþáttadeilnanna. A siðari
hluta 7. áratugarins urðu all
margar og tiöar skiptingar á
yfirstjórn landsins. Fyrir
einni af þessum byltingum
stóð ofursti einn, Nimeiri aö
nafni, sá hinn sami og rikir
þar i dag. Astæðan fyrir lang-
lifi hans I valdastól er trú-
legast sú, að honum tókst það
sem fyrirrennurum hans mis-
Jaafar al-Nimeiri, forseti Súdans
tókst: að finna lausn á vanda-
máli Suður-Súdana og
binda þannig endi á 15 ára
blóðuga baráttu. Lausnin fólst
i samkomulagi, sem m.a.
gerði ráö fyrir þó nokkru
sjálfstæöi fyrir þrjú landsvæði
i Suður-Súdan og var enska
gerö að sameiginlegu tungu-
máli svæöanna. Arabiska er
þó enn hið opinbera tungumál
i Súdan.
ÞAU ÞRJO vandamál, sem
Nimeiri stóð andspænis I byrj-
un, voru 1 fyrsta lagi vanda-
mál Suður-Súdans, sem hann
leysti, I öðru lagi aö tryggja
sér stuöning hersins og að
sameina hann og það viröist
honum einnig hafa tekizt, þótt
fáir viti reyndar aldrei hvað
gengur á aö tjaldabaki. í
þriðja lagi var hið efnahags-
lega vandamál, og við lausn
þess hefur Nimeiri hallazt að
sósialisma, en hann kenndi
alltaf nýlendustefnunni um fá-
tækt lands sins.
Meðal efnahagsaðgerða
Nimeiris má nefna, að hann
lét þjóðnýta bankana og er-
lendu fyrirtækin og áttu inn-
lend rikisfyrirtæki aö koma I
þeirra staö. Hann skipti upp
hinum stærri jarðeignum milli
fátækra bænda, og slöast en
ekki sizt, þá lýsti hann þvi
yfir, aö Súdan myndi i
framtiöinni að mestu verzla
viö Arabarikin og kommún-
istaveldin.
VALDATtÐ Nimeiris hefur
þó langt I frá verið tiðinda-
snauö. Af markveröari
viðburöum má nefna, aö i júli
1971 var gerð bylting
súdanskra kommúnista, en
Hvorki dugði hvassi svipurinn
Nimeiri.
né byItingatilraunirnar gegn
Nimeiri tókst að vinna bug á
þeim nokkrum dögum siðar.
Munu Sovétrikin hafa stutt
uppreisnina opinberlega og
versnaði þá samband rikjanna
verulega. Þrátt fyrir það
færöist sambandið i lag aftur
enda var það beggja hagur á
þeim tima, Súdanir fátækir en
Rússar farnir að tapa tökun-
um á Egyptalandi.
Um mánaðamótin júni-júli I
fyrra var svo gerð önnur bylt-
ingartilraun i Súdan og að
sögn Nimeiris, stóðu sovét-
menn að baki hennar. Var það
rökstutt á þann hátt að fyrst
Lýbiumenn áttu hlut að máli,
þá hlytu Rússar að vera
höfuðpaurinn, en eins og
kunnugt er, þá rikir mikill
vinskapur milli Lýbiu og
Sovétrikjanna. Og Nimeiri dró
ekki af þegar hann lýsti Mu-
amar al-Gaddafi, forseta
Lýbýu þannig að hann hefði
„slegið pjönkum sinum saman
með djöflinum og gerzt hand-
bendi stórveldis”.
Byltingartilraunin i fyrra
hefur haft mun alvarlegri af-
leiöingar heldur en sú sem var
gerð 1971. t siðustu viku rak
Nimeiri 90 sovézka hernaðar-
ráðgjafa heim til Moskvu og
einnig viröist sendiherra
þeirra hafa veriö rekinn. Þá
er svo auövitað aö nefna ferð
Nimeiris til Peking i siöustu
viku, sem tryggir samband
Súdans og Kina enn betur. Inn
i þessa atburði fléttast svo
það, að Sovétrikin hafa veriö
að auka áhrif sin mikiö I ná-
grannarikjum Súdans siðustu
mánuði, og þá sérstaklega i
Eþiópiu og Sómaliu, en þaö er
Nimeiri þvert um geð. Sem
mótleik gegn þvi valdi hann
hins vegar aö gera hern-
aöarlegan samning við Sadat i
Egyptalandi, sem kveöur á
um að sé gerð árás á annað
rikið þá jafngildi það árás á
hitt.
MEÐ TILLITI TIL valda-
tafls stórveldanna, þá er
Súdan eitt af mikilvægari rikj-
um Afriku. Það er að visu
hvorki auöugt að veraldlegum
gæöum né getur þaö státaö af
öflugum herafla, en þaö er
stærsta riki álfunnar og vel i
sveit sett landfræðilega. Að
Súdan liggja ein 8 riki og svo
Rauða hafiö með Suður-
Arabiu handan þess. Þaö hlýt-
ur þvi að teljast til merkilegri
atburöa i stjórnmálaþróuninni
i Afriku, að Kinverjar fái þar
bandamann og vin, sem •
fyrrum var félagi I sovézka
liðinu.
MÓL