Tíminn - 23.06.1977, Side 13
12
Fimmtudagur 23. júni 1977
Fimmtudagur 23. júnl 1977
13
Burnirótarbrúskar I steinhæö
Eftir hlýindi i hálfan mánuö
kom kuldakast „Grænland and-
aöi handan”. Hitinn, sem far-
iö haföi upp i 20 stig sums
sataöar nyröra og eystra
lækkaöi í frostmark, eöa jafnvel
fjögurra til fimm gráöu frost i
grashæö, — i Reykjavik 1-2
gráöu frost sumar nætur.
Kuldaél nyröra á útkjálkum en
sól syðra á daginn og noröan-
gola. Þessi umskipti uröu 4.-5.
júni, og hélzt svalinn nær viku.
Einstaka maöur var byrjaöur
að úöa garöa gegn blaölúsum og
skógarmöðkum, en hægöi á
vegna kuldans, enda er hætt viö
sviðnun af völdum lyfjanna i
skæru sólskini og kulda. Svo er
lika annaö: lyfin verka ekki vel
að jafnaöi nema hitinn sé 10-12
gráður eöa meir.
Úöun meö eitruöum lyf jum er
trúnaöarstarf og mega þeir ein-
ir nota hættulegustu lyfin, er
lært hafa til þess. Geymiö lyfin
örugglega i læstum skáp eöa
herbergi, og aldrei- i Iláti, sem
merkt er einhverju ööru efni.
Fylgja skal nákvæmlega notk-
unarreglum, sem fylgja eöa eru
skráö á umbúöir lyfjanna. Þaö
eru reyndir menn er samiö hafa
þær reglur. Sá, sem úöar skal
jafnan gera aðvart og sjá um aö
dyrum og gluggum sé vandlega
lokaö, svo aö eiturmökkur geti
ekki boriztinn. Sjáiöum aö börn
eöa aörir komi ekki nærri meö-
an úðað er. Úöa skal í kyrru,
Ingólfur Davíðsson:
Það hlýnar
á ný
hlýju, helzt skýjuöu en þurru
veöri. I vindi getur úöamökkur-
inn borizt langt út á götu og I ná-
búagaröa og hús. Ekki má
þvottur eöa þvi um likt vera úti
meöan úöaö er. úöaöa garöa
skal úöunarmaöur merkja meö
spjaldi úr haldgóöu efni. A
spjaldinu skal standa hvenær og
með hvaöa lyfi var úöaö, og hve
langur timi skal liöa unz óhætt
er aö ganga um garöinn aftur.
Jafnframt skal þar standa nafn
úöunarmanns, eöa stöövarinnar
er sá um úöunina. Sum tré þarf
varla aö úöa, t.d. gljáviöi og
gullregn. Bezt er aö úöa fljót-
lega eftir aö óþrifanna — skóg-
armaöks eöa blaölúsa — veröur
vart. Hlifið fuglum og hreiörum
þeirra eins og unnt er. Stefnt er
aö þvi aö nota minna eitruö lyf
en áöur. Lyfiö Pyretrum er t.d.
litiö eitraö.
í Reykjavik ægir saman
fjölda trjátegunda viöa aö og
ber flest sumur mikiö á óþrif-
um. En sums staöar er óþarfi aö
úða á hverju ári, jafnvel úöun
meö vatni hamlar talsvert gegn
blaðlúsum i smáhrislum. Undir-
stööuatriöi er aö ræktunin sé I
góðu lagi. Blaölýs eru örsmá
dýr, venjulega grænleit, en geta
orðið dökk. Blaölýsnar sjúga
safa úr blööum fjölmargra
trjáa, runna og jurta, — þær
sjúga blöð einkum aö neöan og
valda oft fölnun og jafnvel blaö-
gróður
falli. Skógarmaökar eru fiör-
ildalirfur, dökkar eöa ljósar,
stundum röndóttar meö fætur á
framenda og gangvörtur á
afturenda. Þær naga blööin svo
þau verða götótt. Stundum
spinna þær laufiö saman utan
um sig og búa likt og I húsi. Ná
þá lyfin illa til þeirra. Blöö á
álmi vefjast þétt saman utan
um blaölýs og getur veriö
krökkt af lúsum inni I laufhús-
inu eöa „bögglinum”, og erfitt
aö ná til þeirra meö lyfjum þeg-
ar svo er komiö. Álmblaölúsin
skemmir lika ribs. A smáhrisl-
um má nema burtu hin sýktu
hrukkóttu eöa samvöföu blöð.
Kuldahretiö hefur auövitaö
dregið úr vexti jurta, en óviöa
mun þaö beinllnis hafa skemmt
jurtir að ráöi. Þó hefur sitthvaö
af ungum sumarblómum látiö á
sjá sums staöar og e.t.v. kart-
öflugrös sem komin voru upp.
Klaki var mikill i jöröu eftir
veturinn, þar sem snjólaust var
I vetur, og þiönaöi seint. Hol-
klaki lyfti sums staðar jurtum I
vor svo þær rótarslitnuðu — og
drapst nokkuö af jurtum I gróör
arstöðvum. Fór þetta allmjög
eftir tegundum. Af sumarblóm-
um varð t.d. fagurflfill (Bellis)
fremur illa úti. Eitthvaö kom
og garðar
þetta lika niöur á ungum trjá-
plöntum i uppeldisreitum. Hér
syöra er sólskin og hlýtt á dag-
inn i þessu kuldakasti.
Ekki láta islenzku villiblómin
á sjá „flfill undir fögrum hól,
faðminn breiöir móti sól” má
sannarlega segja. Ber nú mest á
gula blómalitnum — flfill I rækt-
arjörö og hófsóley eða lækjasól-
ey viö læki, I skuröum og vlöar á
votlendi, páskalilja I göröum.
Hin blómstóra, fagurgula hóf-
sóley er eitt þaö skrautlegasta
blóm um þetta leyti. 1 göröum
er ræktaö af henni afbrigöi meö
ofkrýnd blóm, þ.e. miklu fleiri
krónublöö en venjulega, þvl aö
margir fræflar og frævur hafa
breytzt I stór gul blómblöö, likt
og gerist hjá mörgum ræktuð-
um rósum. Hiö ofkrýnda af-
brigöi er innflutt, enginn veit
hvar eða hvenær það varö til I
fyrstu. Stöku sinnum finnst hér
ofkrýnd brennisóley á túni eöa
úti i haga. Kannski finnur ein-
hver ofkrýnda villta hófsóley?
Hér er mynd af hófsóley úr
Vatnsmýrinni I Reykjavik, þar
sem gullið fannst einu sinni!
Vasinn er frá Munchen, munkur
lyftir glasi sinu I „munkaborg-
inni”. Þetta er hinn fegursti
blómvöndur. í bakgrunni sér á
Hofsóleyjarvöndur
Vepjuliljur
nýblómgaöa fifu, hvitu hárin
myndast siðar.
Ég minntist á vepjulilju ný-
lega, nú er hún I fullum blóma
eins og sjá má á annarri mynd.
Vepjulilja er grannvaxin, stinn
og spengileg meö mjó blöö og
allstór lútandi blóm brúndopp-
ótt eöa hvit eftir afbrigöum.
Þrífst ágætlega, vex upp af
lauk, sem settur er niöur á
haustin. Endist siöan i mörg ár.
Klukkan er tvö hjá önnu Sól-
veigu, sem heldur á liljunni.
1 steinhæöum spretta burni-
rótarbrúskarnir ágætlega þrátt
fyrir næturkuldann. Þeir byrja
oft aö spretta áöur en trén
laufgast og eru einkar snotrir.
Þrífast jafnvel uppi á hálendi,
en lika t.d. I sjávarhömrum.
Voru áöur oft gróöursettir á
torfþök og veggi og fara þar
prýðilega. Sums staöar I ná-
grannalöndunum var burnirót,
þaklaukur o.fl. þykkblaöajurtir
gróöursettar á stráþök og torf-
þök til varnar því aö kviknaöi I
af eldingum.
Hér er mynd tekin I Austur-
stræti 27. mai til aö sýna hve
veðurblíðan þá var mikil. Fólkiö
nýtur sólar undir vegg Útvegs-
bankans, likt og væri þettá langt
suöur I löndum. Þaö hefur ekki
veriö þægilegra veöur á Mall-
orka þá stundina! — og enn heit-
ara var nyrðra og eystra.
26. mai varð mér reikaö I
Grimsstaöarvör úti á Ægissiöu.
Grásleppukarlar komu aö landi
og höföu hengt veiði á rárnar.
„Vill rektor kaupa grásieppu”
var einu sinni hrópaö, og enn er
sá mæti fiskur i boöi. Viö söxuö-
um grásleppu I kýrnar I gamla
daga og þær græddu sig. Fólkið
rabbar og hænsni spigspora við
skúrana i góöa veðrinu, konan
heldur á skál fullri af eggjum.
Hvönnin þýtur upp rétt hjá, en
er varla hagnýtt hér lengur. Er-
lendis er hún sums staðar rækt-
uö til aö hafa i brennivin og li-
kjöra. Sykraöir leggirnir eru
lika etnir.
1 Grlmsstaöarvör 26. mai 1977
í Austurstræti 27. mal 1977
Allmargir eru búnir aö
gróðursetja kál, en nógur timi
er lika til þess þegar þessum
vorkulda léttir. Káljurtum, sem
lenda i vorkulda, hættir nokkuö
tilaðtréna.eöa „hlaupa I njöla”
sem kallaö er og verða þá aö
litlu gagni. Þetta fer talsvert
eftir stofnum eöa afbrigöum
kálsins og hættan er mun minni
en ella ef búiö er aö venja
jurtirnar viö útiloftiö um tima
áður en þær eru gróðursettar i
garöinn. Harögerðast er græn-
káliðog lika fjörefnarikast. Þaö
trénar varla og kálmaökur
skemmir þaö minna en annaö
kál. Og ágætismatur er þaö bæöi
hráttog soðið. Bezt þykja frem-
ur lágvaxin hrokkinblaöa af-
brigöi. Gróöursett fremur gisiö,
þvi aö plönturnar geta oröiö
stórar i góöum járðvegi. Smá-
blöö neðantil má tina til matar
snemma, en aöaljurtin er hag-
nýtt slðar. Vel má frysta eöa
þurrka grænkál til vetrar-
geymslu. Það stendur óskemmt
i göröum langt fram á haust.
Ing. Dav .
Náttúruverndarsamtök Suðurlands:
Á Suðurlandi lendir megin-
hluti mengunarefna á landi
Kás -Reykjavik. Sunnudaginn
12. júni héldu Náttúruverndar-
samtök Suöurlands aöalfund
sinn I félagsheimilinu Hvoli á
Hvolsvelli. Fundinn sat hátt á
þriöja tug manna. Var mikill
liugur I mönnum og umræöur
almennar.
A fundinum voru kynntar
yfirlitsskrár um náttúruminjar
Arnes- og Rangárvallasýslna,
en stjórninni var faliö af fundin-
um aö ljúka yfirlitsskrá um
náttúruminjar I V-Skaftafells-
sýslu á næsta starfsári. Veröa
þá til yfirlitsskrár um náttúru-
minjar á öllu félagssvæðinu,
sem er Suöurland. Markmiöiö
með náttúruminjaskránum er
að gera yfirlit um staöi og
svæði, sem samtökin telja æski-
legt að vernda og ef til vill friö-
lýsa siðar.
Stóriðja og
umhverfisvernd
Vegna mikilla umræðna um
hugsanlegar stóriöjufram-
kvæmdir á Suöurlandi vilja
Náttúruverndarsamtök Suður-
lands leggja áherzlu á eftirfar-
andi:
Mikill vafi leikur á þvi, hversu
æskileg stóriðjustefna sé I upp-
byggingu Islenzks atvinnulifs.
Ökostir hennar eru m.a. að hún
býður upp á stkorkostl. sveifl-
ur i efnahagslifi, sem Islenzkt
efnahagskerfi á örðugt með aö
aðlagast. Hún bindur fjármagn
og vinnuafl, og tefur uppbygg-
Gullfoss er á náttúruminjaskrá, en stefnt er aö aukinni friölýsingu
I nágrennihans.
ingu annarra atvinnugreina
og getur þannig oröið til þess
að draga úr fjölbreytni atvinnu-
lifs, þegar til lengri tima er litiö.
Hún veldur mengun og um-
hverfisspjöllum, sem orka nei-
kvætt á eldri atvinnuvegi
byggðanna.
Á Suðurlandi hafa ekki fariö
fram neinar kannanir á félags-
legum, landfræöilegum og
náttúrufræöilegum hliöum stór-
iðjuuppbyggingar af hálfu
þeirra, sem þó beita sér fyrir
stóriðjuhugmyndum.
Þó að tækniþróun hafi átt sér
stað I mengunarvörnum stór-
iönaöar, eða a.m.k. sumra
greina hans, er ekki þar meö
sagt, að mengunarhættu hafi
veriö eytt. 1 áliönaði beinast
mengunarvarnir helzt aö flúor i
útblæstri verksmiöja, en I
vönduðustu hreinsitækjum
myndast vart minna en 1 kg af
flúor á hvert framleitt tonn. Þaö
fer þvi eftir stærð verksmiöj-
anna og umhverfisaðstæöum
hver mengunarhættan veröur,
og á Suðurlandi er rikjandi
vindáttum þannig háttað, aö
meiri hluti loftmengunar lendir
á landinu. Landþrengsli og af-
staöa til hafnarsvæöa gera þaö
að verkum að verksmiöjur yröu
byggöar inni I landbúnaöar-
héruðum og yllu þar miklum
usla vegna landþarfa og þess
nýta ágæta kosti svæða sem bet-
ur þola álag og átroöslu en
hálendissvæöin gera. Samtökin
vilja vekja athygli á þvl aö ekki
er tekiö tillit sem skyldi til
ástands svæöa eöa aðstæöna I
náttúrunni viö skipulagningu
hálendisferöa, sem vart geta
talizt góöir búskaparhættir.
Landeigendur
merkilegra
staða, afhendi þá
til friðlýsingar
Þá var samþykkt ályktun um
sorplosun i sjó, þar sem hún er
átalin með öllu. Auk þess telja
samtökin aö búa eigi svo um
hnútana um borð i bátum og
skipum og i höfnum, að sorp-
losun I sjó geti lagzt niður.
Næst vöktu samtökin athygli
á mengun Varmár I ölfusi, og
töldu að auk varasams útlits og
heilbrigðishátta stefndi hún i
hættu grunnvatni i byggö. Með
sama áframhaldi hnigi flest aö
þvi, að þar risi fyrsta skolp-
hreinsunarstöö hérlendis.'
Þá þakkaði fundurinn sér-
staklega Einari Guömundssyni i
Brattholti framlag hans til
náttúruverndar meö þvi að af-
henda umhverfi Gullfoss til frið-
lýsingar. Hvatti fundurinn jafn-
framt aðra landeigendur, sem
eiga fagra staði og merkilega
frá náttúrufarslegu sjónarmiði,
til aö hugleiöa hvort til greina
komi að fara aö fordæmi
Einars.
mengunargeira, sem slik fyrir-
tæki hafa umhverfis sig.
Ástand ferðamanna-
staða
i byggð og óbyggð
Náttúruverndarsamtök
Suðurlands fagna framtaki
Ferðamálaráðs og Náttúru-
verndarráös um gerö skýrslu
um ástand feröamannastaöa i
óbyggöum og telja þar meö
lagöan grundvöll aö skipulegum
aögeröum til verndar þeim. I
þvi sambandi leggja samtökin
áherzlu á gildi friölýsingar
svæöa til þess aö auövelda eftir-
lit meö þeim auk skipulegra
varnaraögerða, sem mótast
eiga af aðstööu á hverjum stað.
Náttúruverndarsamtök
Suöurlands skora jafnframt á
ferðamálaráö aö beita sér I
sumar fyrir hliöstæöri könnun á
ferðamannastööum I byggöum
landsins. Á niðurstööum hennar
verði siðán byggöar tillögur er
miöi að því aö dreifa álagi
ferðamennskunnar á landiö og
Mynd úr nágrenni Hengilsins. Hálendissvœöi I alfaraleiö, stórbrotiö
og fjölbreytt að jaröfræöilegri gerö, tilvalinn fólkvangur.
„Bitrasta vopnið er
fræðsla”
Avarp menntamálaráðherra
á Nordan-ráðstefnu:
Viö setningu norrænu ráö-
stefnunnar NORDAN ávarpaöi
Vilhjálmur Hjálmarsson
menntamálaráöherra þátt-
takendur. Hann hefur góöfús-
lega oröiö viö beiöni blaösins og
gefiö sitt leyfi til þess aö birta
þaö.
Viröulegu fulltrúar! Veriö öll
velkomin til þessarar ráöstefnu
NORDAN I Reykjavik.
Viöfangsefniö er sameiginlegt
vandmál flestra þjóöa og fjöl-
margra heimila og ein-
staklinga.
Saga tslendinga, aö þvi er
varöar neyzlu áfengis og
tóbaks, er sorgleg og gæti veriö
viti til varnaöar. En því miöur
hafa aðrir svipaöa sögu aö
segja.
Fram um siöustu aldamót var
mikiö drukkiö á tslandi. öflugt
viönám var þá hafið og
bindindishreyfingin vann stóra
sigra. En þaö var llkt og
„Bakkus” hæfi gagnsókn og
vörnin brast.
A einni mannsævi hefir oröiö
uggvænleg breyting. ölvun er
ekki lengur talin til vansæmdar.
Konur neyttu lengi vel ekki víns
að neinu marki. Nú keppa þær
til jafnréttis viö karla einnig á
þessu sviöi. Drykkja bama og
unglinga þekktist vart eöa ekki
en er nú algeng oröin. Gegn
þessari yfirþyrmandi þróun
hafa varnir allar reynzt veikar.
En þaö ber aö viröa, sem vel
er gert. Góötemplarareglan og
önnur bindindissamtök vinna
gott verk og fyrirbyggjandi. AA-
samtökin og ýmis fleiri einbeita
sér aö björgunarstarfi. Skylt er
aö veita I skólum fræöslu um
eöli og áhrif ávanaefna, opin-
bert „áfengisvarnarráð” og
áfengisvarnanefndir eru
starfandi. Nýlega hefir veriö
settur námsstjóri aö hluta og
námsgögneru gefin út aö frum-
kvæöi Samtaka bindindissamra
kennara.
Þrátt fyrir þetta hefir jafntog
þétt sigiö á ógæfuhliö. Og fram-
undan er ef til vill uggvænlegra
Vilhjálmur Hjálmarsson.
hættuástand en nokkru sinm
fyrr, þegar upp vex kynslóö meö
þúsundir einstaklinga, sem
byrjaö hafa drykkju strax á
barnsaldri eða unglingsárum.
Kæru^erlendu gestir! Ég full-
vissa ykkur um aö koma ykkar
er kærkomin. Viöfangsefniö er
umfangsmikiö og vandi viö þaö
aö fást, þvi þaö varöar fjármál,
heilbrigði og menningu þjóöa og
einstaklinga. En vandasamast
er þaö þó vegna þess aö þaö
snertir persónulegt lif ein-
staklinganna á sársaukafullan
hátt. Þegar þannig er ástatt þá
er mikils viröi aö eiga trausta
og einlæga bándamenn, þvi
sameinaöir stöndum viö.
Til margsvislegra vopna
veröur aö gripa I baráttu viö
hættulegan óvin. Og þaö er
neyzla ófengis og annarra
ávanaefna svo sannarlega.
Bitrasta vopniö I þeirri baráttu
erfræösla og aftur fræösla, látin
i té á heppilegum tíma i
aögengilegu formi. Um þaö veit
ég aö þessi ráöstefna fjallar
fyrst og fremst.
Aö svo mæltu árna ég ykkur
heilla i störfum og býö erlendu
gestina sérstaklega velkomna.
— Ráöstefna NORDAN,
haldin á tslandi árið 1977 er sett.
Gaulverjabæjarkirkju gefin stórgjöf
Jón Jónsson
frá Vestri-Loftsstööum.
Viö messu I Gaulverjabæjar-
kirkju á sunnudaginn var skýrt
frá þvi aö Jón Jónsson frá
Vestri-Loftsstööum hefur stofn-
aö sjóö, aö upphæö 2 milljónir
króna, og gefið Gaulverja-
bæjarkirkju. Skal vöxtum sjóös-
ins variö til viöhalds kirkjunni
og til eflingar safnaöarstarfsins
I Gaulverjabæjarsókn.
Sjóöur þessi er stofnaöur til
minningar um fööur gefandans,
Jón Jónsson, fyrrum bónda á
Vestri-Loftsstöðum og þrjú
systkini hans.
Frændi Jóns, Kristján Þor-
geirsson, skýröi frá sjóösstofn-
uninni og tilgangi gefandans
með sjóösstofnuninni. Formaö-
ur sóknarnefndar, Gunnar
Sigurösson, og sóknarprestur-
inn, sr. Valgeir Astráðsson,
fluttu Jóni Jónssyni þakkir fyrir
stórhöföinglega gjöf, hlýhug og
vinsemd i garö kirkjunnar og
safnaöarlifsins 1 sókninni.
Jón Jónsson var um langt
árabil organisti i Gaulverja-
bæjarkirkju og lét sér ávallt
annt um veiferð kirkjunnar.
Hann bjó um langt skeiö á
fööurleifö sinni, Vestri-Lofts-
stööum, en hefur hin siöustu ár-
in átt heimili á Selfossi.
Aö lokinni messugjörö i Gaul-
verjabæjarkirkju I gær bauö
Jón Jónsson öllum kirkjugest-
um, á annaöhundraö manns, til
kaffidrykkju i félagsheimili
sveitarinnar.