Fréttablaðið - 13.02.2006, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 13.02.2006, Blaðsíða 12
 13. febrúar 2006 MÁNUDAGUR12 nær og fjær „ORÐRÉTT“ R V 62 04 „Mér finnst þetta gott mál ef hún verður áfram á þeim nótum sem hún var á,“ segir söngkonan Anna Vilhjálms um vistaskipti sjónvarpskonunnar Sirrýjar sem er hætt á Skjá einum eftir fimm ára störf á þeim bæ. Sirrý réðist til starfa í morgunsjónvarp NFS og til stóð í upphafi að hún hæfi störf sem fyrst en vegna óeiningar var afráðið að bíða með það fram á sumar. „Sirrý er afskaplega góð sjónvarpskona og hefur fjallað einstaklega vel um ýmis viðkvæm mál í samfélaginu. Ég vona bara að hún haldi sínu striki,“ segir Anna Vilhjálms og bætir við að aðrir sjónvarpsmenn mættu taka sér Sirrý til fyrirmyndar og gera samfélags- málum skil með dýpri hætti en þeir annars gera. SJÓNARHÓLL SIRRÝ AF SKJÁ EINUM Á NFS Gott mál ANNA VILHJÁLMSDÓTTIR SÖNGKONA Fjölmenni var á þorrablóti í Norfolk í Bandaríkjunum á dögunum. Hrútspungar, svið, hákarl og blóðmör var á boðstólnum ásamt íslensku brennivíni. 230 gestir sóttu þorrablót Íslend- ingafélagsins í Norfolk í Virg- iníuríki í Bandaríkjunum fyrir nokkrum dögum. Þorrablótið var hið 21. í röðinni og hefur það aldrei verið jafn vel sótt og nú. Raunar var ásóknin slík að bið- listi var eftir miðum. Íslendingar, búsettir í Nor- folk og nágrenni, sóttu blótið auk áhugasamra heimamanna. Þá voru sendiherrahjónin, Helgi Ágústsson og kona hans Hervör Jónasdóttir, heiðursgestir. Allt sem á borðum var kom frá Íslandi og var gerður góður rómur að matnum. Einn af hápunktum blótsins var að fylgj- ast með þeim sem brögðuðu á hákarli og brennivíni í fyrsta sinn en þeir hinir sömu létu vel af sérstöku bragðinu og báðu um meira. Sella Seifert (Sigurgeirsdóttir) hefur haft veg og vanda af undir- búningi þorrablótanna í Norfolk en margir leggja hönd á plóg. Eftir að gestir höfðu gætt sér á kræsingunum voru íslensk þjóðlögin sungin við raust og að því loknu var stiginn dans. MATBORÐIÐ GERT KLÁRT Fjölmargir tóku þátt í undirbúningnum og var handagangur í öskjunni þegar hnossgætið var borið á borð. KÆRU SAMLANDAR Helgi Ágústsson, sendiherra Íslands í Bandaríkjunum, ávarpar samkomuna. Honum við hlið stendur Sella Seifert sem hefur haft veg og vanda af þorrablótum Íslendinga í Norfolk um árabil. Hrútspungar og svið í Norfolk Kristján Kristjánsson, betur þekktur sem KK, hugar nú að nýrri plötu en hann sat í hægindastólnum heima hjá sér við upp- tökur, þegar blaðamaður sló á þráðinn til hans í gær. „Ég er að fikta í tónlistinni minni í tölvunni þessa stundina. Annars hef ég tekið hana upp víðsvegar á landinu og er núna fikta aðeins meira í henni.“ KK hefur í mörg ár verið afar afkastamikill tónlistarmaður og spilað á mörgum tónleikum. Hann er ekkert að slá slöku við og ætlar sér að spila víða á næstu misserum, en KK er þekktur fyrir mikla spilagleði og skemmti- legt tónleikahald. „Það er margt framundan hjá mér. Ég hef alltaf áhuga á því að gera góða blúsplötu. Það hefur alltaf verið á dagskránni hjá mér. Þessa stundina er ég einn með gítar- inn og spila mikið þannig. Það er alltaf eitthvað að gerast hjá mér í tónleikahaldi. Nú er ég að skoða tilboð um að spila á blúshátíð á Höfn í Hornafirði. Svo er ég að fara að spila á tónleikum á Rósenberg Café, sem er afar skemmtilegur tónleikastaður. Þar er mikið líf og virkilega skemmtilegt andrúmsloft.“ KK fór ásamt hljómsveit sinni í tónleikaferð til Kína á síðasta ári og segir hann það hafa verið afar skemmtilega lífsreynslu. „Ferðin til Kína var virkilega skemmtileg og velheppnuð. Það er alltaf gaman að koma á nýjar slóðir og kynnast ólíkum menningarheiminum. Kín- verjar þekkja ekki almennilega muninn á rokki, blús og jazz. Fyrir þeim er þetta allt það sama, einfald- lega tónlist. En það var skemmtilegt að fá viðbrögð við tónlist okkar frá Kínverjum. Þeir virtust kunna ágætlega við hana.“ KK segir íslenskt tónlistarlíf vera afar skemmtilegt og líflegt um þessar mundir. „Það eru mörg athyglis- verð bönd að spila þessa dagana. Mér finn Amina skemmtileg hljómsveit og svo náttúrulega Sigur Rós, sem ég hef haldið upp á lengi. Þá eru Hjálm- ar líka virkilega skemmtileg hljómsveit. Það er margt skemmtilegt að gerast í íslensku tónlistarlífi og svo sannarlega bjart framundan.“ HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, TÓNLISTARMAÐUR Alltaf með blúsplötu í startholunum NÚ ER FROST Á FRÓNI Íslensku lögin voru sungin hástöfum. Þorraþrællinn er vitaskuld ómissandi á þorrablóti. MATBÚIÐ Íslendingarnir Rabbi og Dilla skera niður rófur í rófustöppu. Horfir bara á! „Ég er ágætlega sáttur við að vera áhorfandi í pólitík- inni, meðan ég finn að ég hef ekkert í þetta að gera.“ Steinrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, í Fréttablaðinu. Hrein og bein „Ég ætla sannarlega ekki að villa á mér heimildir og gefa mig út fyrir að vera sérfræðingur í þessu eða hinu sem ég er alls ekki.“ Oddný Sturludóttir í viðtali við DV.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.