Fréttablaðið - 13.02.2006, Síða 16

Fréttablaðið - 13.02.2006, Síða 16
 13. febrúar 2006 MÁNUDAGUR16 fréttir og fróðleikur Stjórn Alþjóðlegu kjarnorkueftirlitsstofn- unarinnar, IAEA, komst í fréttirnar nýverið þegar hún ákvað að vísa umræðu um kjar- orkuáætlun Írans til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, en IAEA er eins konar varðhundur kjarnorkumála jarðarinnar. Íranar brugðust harkalega við, klipptu á alla samvinnu við IAEA í kjölfarið og ákváðu að hefja auðgun úrans af fullum krafti. Þó segjast þeir vera tilbúnir til frekari viðræðna. Öryggisráðið getur lýst því yfir að öryggi heimsins stafi hætta af Íran og sett viðskiptabann á landið. Hvaða lönd eru meðlimir IAEA? Nú eru um 440 kjarnaklúfar í 31 landi, en alls eiga 139 lönd aðild að IAEA. Ísland gerðist meðlimur árið 1957 og Íran árið 1958. Þrjátíu og fimm lönd sitja í stjórn stofnunarinnar, en hvorki fulltrúar frá Íslandi né Íran sitja í stjórn. Norður-Kórea og Kambódía voru eitt sinn meðlimir í IAEA, en hafa sagt sig úr stofnuninni. Hvaða ríki eiga kjarnorkuvopn? Bandaríkin, Rússland, Bretland, Frakkland og Kína hafa viðurkennt opinberlega að eiga kjarnorkuvopn og Indland og Pakistan hafa gert tilraunir. Jafnframt leikur grunur á að Ísrael hafi safnað sér kjarnorkuvopnum árum saman, þótt ríkisstjórn landsins verjist enn öllum fréttum. Auk þess eru Vesturlönd uggandi yfir Norður-Kóreu og Íran, þótt ekki sé vitað til þess að löndin eigi vopn enn. Suður-Afríkumenn hafa eytt öllum þeim kjarnorkuvopnum sem landið eitt sinn átti, og er eina þjóðin sem vitað er til að hafi gert það af fúsum og frjálsum vilja. Úkraína, Hvíta-Rússland og Kasakstan skiluðu sínum vopnum til Rússlands eftir fall Sovétríkjanna. Af hverju er Íran ekki treyst? Íransstjórn hélt kjarnorkurannsóknum sínum leyndum í 18 ár og greindi ekki frá þeim fyrr en árið 2002. Síðan þá hefur stjórnin starfað með IAEA. Í byrjun þessa árs komust heimsyfirvöld í uppnám þegar Íranar rufu innsigli á verksmiðju sinni í Natanz, sem hönnuð er til auðgunar úrans. Íranar segja alla kjarnorkuvinnslu sína vera í friðsamlegum tilgangi. FBL-GREINING: KJARNORKA OG ÍRAN Héldu rannsóknum leyndum í 18 ár Svona erum við Hann er ævintýramað- ur af bestu gerð. Hann vinnur að uppbyggingu inn- og útflutningsfyr- irtækis í Litháen. Hann ætlar að slást við Al- þýðusamband Íslands vegna litháískrar konu. Ágúst Grétarsson er gamall skíðakennari og knattspyrnum- aður, Ólafsfirðingur að uppruna og keppti lengi fyrir Leiftur í Ólafsfirði og síðar Val í Reykja- vík. Hann lærði nudd og íþrótta- endurhæfingu, vann við það og í tengslum við fótboltann og fór svo að vinna við skíðakennslu enda alinn upp á skíðum. Hann ferðaðist hringinn í kringum land- ið um tíma, fór í grunnskólana og kenndi almenningi á skíði. Hann lenti í hjónaskiln- aði fyrir fimm árum og segist hafa ákveðið að stokka upp í lífinu. Hann flutti aftur til Svíþjóðar en áður hafði hann búið í Noregi og unnið þar fyrir stoðtækjafyrir- tæki. Í Svíþjóð vann hann hjá fyr- irtæki sem varð gjaldþrota svo að hann fór til Noregs að vinna og dvaldist þar í tvær vikur. Hann kom til Litháens fyrir tilviljun og sá að þar var hægt að gera margt. „Ég sá það sama og Íslending- ar hafa verið að vakna upp við og öll stóru fyrirtækin hafa verið að gera,“ segir hann. Þýsk vara á markað Ágúst hefur nú búið í eitt og hálft ár í Siauliai í Litháen og líkar lífið svo vel að hann hefur stofn- að inn- og útflutningsfyrirtæki. Meðan hann bjó í Noregi kom hann á tengingu milli stoðtækja- fyrirtækis í Kaunas í Litháen og stoðtækjafyrirtækisins sem hann vann hjá í Noregi. Hann fór að vinna við að finna góða vöru á góðu verði og koma henni á markað, annaðhvort á Íslandi eða erlendis. Núna er hann að fara á markað með hreinlætisvörur og skammtara frá þýska fyrirtækinu Ille og hefur leigt 500 fermetra húsnæði undir sýningarsal, smá- söludeild og lager. „Við erum að setja þessar vörur á markað í Eystrasalts- löndunum en það er ekkert þessu líkt fyrir hendi hér. Ég er að opna lager til að koma þessu á lagg- irnar. Ég mun líka halda áfram að finna hluti fyrir fyrirtæki heima,“ segir hann. Starfsmenn Ágústs eru fjórir í dag og í mars gerir hann ráð fyrir að þeir verði sjö til átta. Hann segir að stofnkostnaður- inn við fyrirtækið sé einhver en allt sé hlutfallslega mun ódýrara í Eystrasaltslöndunum og því sé þetta auðveldara. Hann kemur til með að lifa af þeirri starfsemi sem hann þegar hefur, viðskipt- um sínum með innleggin og við- skiptunum við Ísland. Starfsem- ina með hreinlætisvörurnar mun hann þróa hægt og rólega og gera út á veitingastaði og framleiðslu- staði á matvörum til að byrja með. „Við erum þegar komin með samninga við þrjú fyrirtæki þannig að ég er kominn af stað og svo verður framtíðin að skera úr um afganginn. Allir sem hafa séð þetta eru mjög áhugasamir,“ segir hann og bendir á að um þjónustu- samninga verði að ræða þannig að hann sendir umsjónarmann reglulega á staðinn til að stilla vélarnar og fylgjast með því hvort sápan eða pappírinn sé nokkuð uppurinn. „Það felst í þessu mikill sparn- aður og hagræðing fyrir fyrir- tækin,“ segir hann. ASÍ múti Rimu? Ágúst vakti athygli nýlega vegna baráttu ASÍ við BeBe Vöruhús í Kópavogi en hann hélt því fram að ASÍ mútaði litháísku konunni Rimu Kasperavicience fyrir að vera með uppsteyt og greiddi henni 400 þúsund krónum eða mismuninn á því sem hún þegar fékk samkvæmt samningum við Ágúst og því sem hún hefði átt að fá samkvæmt kjarasamningum. Ágúst hefur kvartað yfir því að fá ekki að heyra í henni þó að hún sé enn í vinnu hjá honum. Hann segir að hún hafi haft 500 litur hjá fyrirtækinu sem hún vann hjá áður en það varð gjaldþrota. Hann hafi boðið henni 750 litur fyrir starf á Íslandi og hún fái ekkert meira frá sér. Eiginmaður Rimu býr fyrir utan Sauliai í Litháen. Rima tengist konu Ágústs í gegnum vináttubönd. Hann hitti hana og aðra litháíska starfsmenn BeBe Vöruhúss á Íslandi um jólin og fór meðal annars með þau á Þingvelli, Gullfoss og Geysi. Hann segir að þá hafi allt verið í fínu lagi en nú hafi þetta komið upp og enga skýringu sé að fá. „Mér finnst eins og ASÍ sé að bjóða þessu fólki peninga, borga þeim fyrir að vera með vesen. VR vill að við borgum henni auka- lega en við borgum nú þegar 35 þúsund húsaleigu og þau hafa 67 þúsund krónur í peningum eftir skatta. Við borgum líka ferðir til og frá vinnu og við borgum fyrir þau flugið til Íslands og heim aftur. Þau eiga launin sín ósnert en ef þau væru í Litháen þá væru þau að nota þessi laun,“ segir hann og telur Rimu betur komna með þetta fyrirkomulag en það sem hún fengi samkvæmt íslenskum kjarasamningum. Ekki með starfsmannaleigu Ágúst segist ekki reka neina starfsmannaleigu í Litháen. Hann segist hafa verið beðinn um að útvega fólk og hann hafi ákveðið að prófa það. Um jólin hafi hann boðið Litháunum hjá BeBe Vöru- húsi að fara á íslensk laun en þau hafi ekki viljað það þá því þegar dæmið hafi verið reiknað til enda hafi komið í ljós að þau fengju minna í hendurnar. Ágúst segist ekki munu útvega fleira fólk frá Litháen, hvorki fyrir BeBe Vöru- hús né aðra. „Ég hef ekki hugsað mér að vera í þessu,“ segir hann. „Mér finnst ofboðslega leiðin- legt hvernig þetta hefur farið. Ef fólk er óánægt er best að það segi frá því og þá er hægt að ræða hlutina. Í þessu tilfelli hefur ASÍ bara komið og talað í gegnum blöðin en ekki við okkur. Þetta fólk er í vinnu hjá mér. Ég borga skatta og skyldur af þeim hér. Ef Íslendingar halda að þeir geti látið aðra borga skatta og skyld- ur á Íslandi en gert svo öðruvísi þegar þeir sjálfir eru erlendis þá verða þeir að hugsa það aðeins betur. Það bendir allt til þess að ég muni slást við ASÍ í réttarsal út af þessu máli. Það verður útkljáð þar því að við munum fara með það þangað. Við erum ekki hrædd við eitt eða neitt,“ segir hann. Ætlar að slást við ASÍ RIMA KASPERAVICIENCE Við Öxarárfoss á Þingvöllum. ÁGÚST GRÉTARSSON Á SKRIFSTOFU SINNI Í LITHÁEN „Þetta fólk er í vinnu hjá mér. Ég borga skatta og skyldur af þeim hér,“ segir hann. FRÉTTABLAÐIÐ Í LITHÁEN GUÐRÚN HELGA SIGURÐARDÓTTIR ghs@frettabladid.is > Fjöldi skráðra afbrota Heimild: Hagstofa Íslands 90.629 2001 2002 2003 2004 86.967 99.070 89.121 SPURT OG SVARAÐ STÓRIÐJA Álver eru ekki frumstæð Mikil umræða hefur átt sér stað um álver að undanförnu enda er verið að reisa eitt slíkt á Reyðarfirði og einnig er fyrirhugað að stækkun við álverið á Grundar- tanga verði lokið á næstu vikum og umræður um slíkt eru nú í gangi í Straumsvík. Þykir sumum nóg um og þykja stjórnvöld setja eggin öll i sömu körfuna. Hrannar Pétursson er upplýs- ingafulltrúi Alcan. Er umræðan um álver neikvæð? Umræðan um álver er að miklu leyti borin uppi af mönnum sem aldrei hafa í álver komið. Eins og hvað? Oftast er tónninn á þá leið þegar vinnustaður eins og okkar kemur til umræðu að þetta sé allt svo frum- stætt. Menn virðast ekki átta sig á því að fyrirtækið byggir sinn góða árangur á því meðal annars að það er hátt þekkingarstig í fyrirtækinu og tæknin er mikil. Þetta er mun nútímalegra og hátæknivæddara en margir halda. Munu Íslendingar vinna þessi störf? Ég get bara miðað við það sem snýr að okkur en þar vantar aldrei menn í vinnu og alltaf koma inn umsóknir þó að ástandið í þjóðfélaginu sé gott fyrir fólk í atvinnuleit. Svo er starfs- mannaveltan lítil og launin eru yfir meðallaunum. LAGÐI RÁNDÝRUM LÚXUSJEPPA Í STÆÐI FATLAÐRA ER FLUGKÓNGURINN FATLAÐUR? HANNES SMÁRASON VIRÐIR EKKI LÖG OG REGLUR 2x15 12.2.2006 21:35 Page 1

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.