Fréttablaðið - 13.02.2006, Page 18

Fréttablaðið - 13.02.2006, Page 18
 13. febrúar 2006 MÁNUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI: Trausti Hafliðason RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Skeifan 4 S. 588 1818 Um daginn greip um sig almenn skelfing í samfélaginu þegar Páll Valsson útgáfustjóri lét í ljós illan grun sinn um að íslenska verði ekki töluð hér á landi eftir hundrað ár. Í því ljósi var furðu hljótt um boðskap frá samkomu sem kallaði sig Viðskiptaþing og kvað á um nauðsyn þess að allir Íslendingar yrðu sem fyrst jafn- vígir á ensku og íslensku – það er að segja tvítyngdir. Ekki er hægt að kalla Viðskipta- þing einhverja grínistasamkomu. Þetta er vettvangur þeirra sem láta að sér kveða í hinu svonefnda viðskiptalífi – þennan vettvang notar forsætisráðherra landsins til að koma á framfæri hugmynd- um sínum um samskipti Íslend- inga við Evrópusambandið; þarna ráðslaga menn um það hvernig hér skuli umhorfs árið 2015; þarna er stefnan sett; kúrsinn settur. Þetta er nokkurs konar kirkjuþing við- skiptalífsins og þarna sitja erki- klerkar útrásarinnar og kardín- álar kauphallanna – og múllar markaðssamfélagsins – í nokkurs konar frumglæði frumkvöðlaand- ans og leggja á ráðin um það hvers konar þjóð þeir ætli að hafa þetta næstu árin. Sem sé: allir Íslendingar verða að hafa fullt vald á ensku til að þjóðin geti orðið samkeppnisfær á næstu árum – það var sérstaklega tekið fram í boðskapnum að þetta gilti um alla Íslendinga. Annars sé hætt við að hún dragist aftur úr. Því gjörir Viðskiptaþing það heyr- inkunnugt að enska skuli kennd öllum börnum frá því þau setjast í grunnskóla en dregið úr íslensku- kennslu að sama skapi – en íslensk- an skuli þó vernduð eins og frekast sé kostur – svona eins og maður myndi láta stoppa upp eftirlæti- sköttinn sinn – en að því stefnt að hér verði þjóð sem talar tungum tveim. Ekki fylgdi sögunni hvers konar ensku þjóðinni bæri að tala; ameríska, enska, indverska, jama- íska eða þess háttar náttúrulaust mál sem við heyrum til dæmis stundum í þessum yfirþjóðlegu guðspjallamyndum sem sjónvarp- ið sýnir alltaf fyrir jólin og hljóm- ar ískyggilega eins og esperanto... Af er sú tíð þegar frændi minn Jón Ólafsson blaðamaður og skáld og ævintýramaður reyndi að telja Íslendinga á að flytja til Alaska og myndi þjóðtunga þeirra svo breið- ast út um öll Bandaríkin vegna yfirburða sinna yfir ensku... Einhver kynni að spyrja: Hvað- an kemur búðalokum og kaupa- héðnum vald til að ráðskast með íslenskt skólakerfi og gefa út til- skipanir um íslenska menningu? En það er ekki sanngjarnt því vit- askuld mega þeir hafa sínar skoð- anir á málinu og vitaskuld geta drengir sem voru hysknir í skóla fundið til þess þegar þeir eru í útrásinni að þeir hefðu mátt vera duglegri í enskutímunum; við verðum líka að sýna því skilning að mönnum getur þótt þeir koma asnalega fyrir svona harðmæltir og kollhúfulegir með íslenskar áherslur á enskunni – til dæmis þegar þeir eru að reka fólk í fyrir- tækjum sem þeir voru að kaupa. En þótt maður geti sýnt slíkum vandræðum vissan skilning þá er heldur langt gengið að leggja íslenskuna af sem þjóðtungu, því vitaskuld gerist það í kjölfar þess að skólakerfið leggst á sveif með afþreyingariðnaðinum við að inn- ræta börnunum enskuna. Hvað er þá orðið okkart starf? mætti spyrja með þjóðskáldinu, og eins og gætum við spurt: hvað verður um frumkvöðlaandann? Eða er ekki betra vegarnesti í útrásinni að geta lesið Eglu og sett saman ferskeytlu en að hugsa og hljóma eins og einhver gufan úr viðskipta- deild samvinnuskólans í Vejle. Halda menn að Björgólfur Guðmundsson hafi orðið svona ríkur af því að hann sé svo góður í ensku? Er marktæk fylgni milli þess að vera snjall í viðskiptum og taka há enskupróf? Sannleikskornið í þessum geggjuðu hugmyndum er auðvitað það að Íslendingum er það mikil- vægara en öðrum þjóðum að vera duglegir að læra erlend tungumál, vegna landlægrar eymennsku sinnar – til þess blátt áfram að læra að hugsa í heiminum á margs konar hátt. Í menntaskóla á að brýna fyrir krökkum að læra spænsku og þýsku ekkert síður en vektora og lógarytma. Það sem ég held hins vegar að hugmyndasmiðir Viðskiptaþings- ins hafi ekki hugsað nægjanlega vel út í er að sá krakki sem lærir móðurmálið vel – í þessu tilviki íslensku – er betur í stakk búinn að læra önnur mál vel en hinn krakkinn sem fær ekki mörg og safarík orð að næra sig á heldur bara eitt orð yfir hvert fyrirbæri í nánasta umhverfi. Með öðrum orðum: krakki sem er vel mælt- ur á íslensku verður vel mæltur á ensku – og öll hin málin. Tilskipun Viðskiptaþings Í DAG ÍSLENSKA EÐA ENSKA GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON Halda menn að Björgólfur Guðmundsson hafi orðið svona ríkur af því að hann sé svo góður í ensku? Er marktæk fylgni milli þess að vera snjall í viðskiptum og taka há ensku- próf? Mamma Hún er búin að lifa tímanna tvenna, ein af þessum hversdagshetjum sem hefur þurft að hafa fyrir líf- inu alla tíð. Nú orðin vel við aldur. Eins og fyrir kraftaverk, urðu umskipti á lífi hennar þegar hún varð áttræð. Síðan þá hefur hún lifað sín hamingjuríkustu ár – þar til nú. Lasburða orðin og veik, er hún mér efst í huga. Bangladesh Er að undirbúa mig undir að ferðast til Bangladesh, þar sem ég mun sitja fund með 20 öðrum leikhúsmönnum víðsvegar að úr heiminum og sjá hvað hæst ber í leikhúsi í borginni Dhaka. Ég er feginn að við erum ekki undir Danadrottningu á slíku ferðalagi. Er að reyna að kynna mér hversu öflugir og heittrúaðir múslimar eru á þessum slóðum, annars er ég fullur tilhlökkunar að sjá fram- andi menningarheim – og hitta kæra vini úr öllum heimsálfum. Uppá teningnum Útvarpsþættirnir mínir Uppá teningnum eru sífellt í huga mér. Hvað á ég að taka fyrir, hvernig á ég að klippa til efnið og flétta í eina heild? Skemmtilegt verkefni og oft ögrandi. Síðan eru smá- þættirnir inni í öðrum þáttum, þeir kosta oft jafn mikil heilabrot og umstang. Lifi Rás 1, þar sem gerð er krafa um að úr efninu sé unnið, sem þeytt er vítt og breitt um öldur ljósvakans. Úr 101 Nú er það að gerast, sem engan vina minna óraði fyrir: ég er að fara að flytja úr 101! Við hjóna- leysin erum búin að festa okkur fallegt heimili í Fossvogsdalnum, þar sem náttúran er við útidyrn- ar, en eins og Reykjavík hefur þanist út, er maður þó næstum því í miðborg Reykjavíkur. Next stop 108. Blessuð hjónin í glerhúsi Fátt finnst mér fyndnara þessa dagana en hin löggiltu blessuðu hjón sem þeytast inn á ritvöll dagblaðanna þessa dagana, ýmist hvort í sínu lagi eða saman til varnar því að hjónabandið lendi á sorphaugunum, ef samkynhneigð- ir fá kirkjulega hjónavígslu. Þau hafa alveg verið einfær um það hingað til og lagt sitt ríkulega af mörkum við að afhelga hjóna- bandið. EFST Í HUGA VIÐARS EGGERTSSONAR LEIKARA Góð mæting Prófkjöri Samfylkingar- innar í Reykjavík lauk í gær. Þegar þetta er skrifað er ekki komið í ljós hver stendur með pálmann í höndunum, en burt- séð frá úrslitum er ekki annað að sjá en að prófkjörið sem slíkt hafi tekist vel og margir kosið. Þeir sem lögðu leið sína á skrifstofur Samfylkingarinn- ar við Hallveigarstíg þurftu til dæmis að standa dágóða stund í biðröð áður en þeir fengu að kjósa. Það þarf svo sem ekki að koma á óvart þótt mætingin hafi verið góð því frambjóðendur hafa verið óþreytandi við að lokka fólk á kjörstað með hinum og þessum ráðum. Orkuátakið Halllgrímur Helgason stóð vaktina á Laugaveginum fyrir Oddnýju Sturludóttur, konu sína, á laugardag og stöðvaði bíla og dreifði bæklingum um framboð hennar. Þeir sem héldu sig heima við voru engan veginn óhult- ir. Margir fengu persónulegar símhringingar frá frambjóð- endum, jafnvel þeim sem fullyrtu í útvarpsviðtölum að þeir myndu ekki leika þann leik að hringja í bláókunnugt fólk og hvetja það til að kjósa sig. „Við ætlum að veggfóðra öldrunarstofn- anir með áminningum um aðstoð á kjördag,“ skrifaði miskunnarsamur Sam- verji i tölvupósti til nokkurra lykilstuðn- ingsmanna sinna. Engin spurning Þá ganga sögur um að flokksforystan sé ekki hress yfir því að einn frambjóð- endanna, sem sóttist eftir sæti í neðri sætum á listanum, hafi komist yfir opinberan póstlista Samfylkingarinnar og brúkað sem sinn eigin. Sá sami fær hins vegar prik fyrir viðleitni, því engan á Fréttablaðinu rekur minni til þess að áður hafi frambjóðandi sent inn tillögu að Spurningu dagsins, með sér í aðalhlutverki, í von um smá auglýsingu. Honum varð hins vegar ekki að ósk sinni. Þetta er ekki nema byrjunin því stóri slagurinn í vor er eftir. Er nema von þótt fólk velti fyrir sér hvort geymirinn hjá þeim sem „hafa sinnt kalli til ábyrgðar“ verði ekki orðinn galtómur að þeim loknum? bergsteinn@frettabladid.isÞá er orðið ljóst hverjir verða höfuðpólarnir í borgarstjórn-arkosningunum í Reykjavík í vor, eftir að úrslit urðu ljós í prófkjöri Samfylkingarinnar í borginni. Hinir tveir flokk- arnir í Reykjavíkurlistanum eru þegar búnir að velja fólk í efstu sætin, en listi Samfylkingarinnar vegur þyngst í baráttunni um borgina á móti Sjálfstæðisflokknum. Það var því ljóst fyrir prófkjörið hjá flokknum, að það myndi velta á miklu hver yrði þar efstur á lista, og nú hefur sá heiður fallið í skaut Dags B. Eggertssonar. Þegar svo saman fer að hann er forystumaður í mála- flokki sem sífellt fleiri hafa áhuga á og er vel kynntur í stóru og samhentu íþróttafélagi, verður árangurinn sá sem nú liggur fyrir. Þótt hann hafi töluverða reynslu úr borgarpólitíkinni, jafn- ast hann ekkert á við reynsluboltann Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson, sem á þar ófá árin að baki. Nýstirnið Dagur B. Eggertsson á aðeins nokkrar vikur að baki í Samfylkingunni, og það hlýtur að vera umhugsunarefni fyrir Samfylkingarmenn hvernig menn geta komið þar inn með stuttum fyrirvara og orðið oddvitar borgarstjórnarflokks þeirra. Dagur hefur verið mjög áberandi í umræðunni á undanförnum vikum um skipulagsmál og þannig hefur honum tekist að vekja verulega athygli á sér. Þegar svo saman fer að hann er forystumaður í málaflokki sem sífellt fleiri hafa áhuga á og er vel kynntur í stóru og samhentu íþróttafélagi, verður árangurinn sá sem nú liggur fyrir. Fyrir helgi mátti heyra á Samfylkingarmönnum, að það væri góður byr í seglin fyrir kosningarnar til borgarstjórnar í vor, ef tíu þúsund eða fleiri tækju þátt í prófkjörinu nú um helgina. Þátttakan varð ekki svo mikil, þrátt fyrir að prófkjörið væri galopið eins og sagt var. Til samanburðar tóku rösklega tólf þúsund manns þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrr í vetur. Þáttakan hlýtur því að valda einhverjum Samfylk- ingarmönnum vonbrigðum, þrátt fyrir mikla smölun á síðustu metrunum. Það voru þrír hæfir einstaklingar sem stefndu á fyrsta sætið hjá Samfylkingunni, og þótt menn hafi borið sig nokkuð vel í gærkvöld, þegar tölurnar voru birtar, hljóta þær innst inni að valda vonbrigðum hjá Steinunni Valdísi og Stefáni Jóni, kannski meiri vonbrigðum hjá honum, því hann hefur nú um langt skeið stefnt einarðlega að því að halda sæti sínu sem forystumaður Samfylkingarinnar í Reykjavík. Fyrstu viðbrögð þeirra voru þó þau að þau ætla að halda ótrauð áfram í borgarpólitíkinni, en þá er rétt að hafa í huga að alþingiskosningar eru handan við hornið, og ný borgarstjórn Reykjavíkur verður varla meira en búin að koma sér fyrir í Ráðhúsinu, þegar spennan fyrir þingkosningarnar fer að gera vart við sig. Samkvæmt könnunum á Sjálfstæðisflokkurinn að vera nokkuð öruggur um sigur í kosningunum, enda væri það mikið áfall fyrir flokkinn, ef honum tækist ekki að endurheimta meirihlutann í Reykjavík. Flokkarnir sem nú mynda ekki lengur kosningabanda- lag hafa á margan hátt gert sitt til að sjálfstæðismenn nái vopnum sínum á ný í borginni, en meira en þrír mánuðir eru langur tími í pólitík og það verður spennandi að fylgjast með átökunum. SJÓNARMIÐ KÁRI JÓNASSON Harður slagur Samfylkingar í Reykjavík á enda. Dagur leiðir Sam- fylkingarlistann

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.